Sælir félagar.
núna er ég farinn að spá í að fá mér kasa aftan á jeppann hjá mér.
Hef nú séð ýmislegt notað t.d rafmagnskassa og margt fleira.
Er einhver með hugmyndar, væri gaman að sjá hvað sumir eru að nota og ekki væri
verra ef menn eða konur myndu setja inn myndir ;)
Kv, Jóhann Snær
Kassar aftan á hlera, hvað eru menn að nota?
Re: Kassar aftan á hlera, hvað eru menn að nota?
Sæll Jói.
Þú hefur séð rafmagnstöfluna hjá mér, bara þéttur 60x40 kassi úr plasti frá ískraft. Það er náttúrulega alveg sama hvað kassinn heitir og ég hef ekki síður trú á að þú getir smíðað svona kassa sjálfur. Spurningin er hvað þú ætlar að nota hann og hvernig þú vilt að aðgengið er í hann. Ég var á þeirri skoðun að það væri ekki síðra að opna alveg hliðina á kassanum til að umgangast hann en ég veit ekki hvort það sé sniðugt eftir allt saman, allavega hefur það sína galla.
Ég er með kaðalinn og annað sem ég vil helst ekki fá inn í bílinn t.d. vegna þess að það ber með sér snjó eða óhreinindi svo að næsta hjá mér er trúlega að setja borð til að búa til hólf fyrir kaðalinn, hann tollir ekkert allt of vel á sínum stað. Ef þú ætlar að geyma olíur og vökva er best, óháð aðgengi, að hafa brúsana vel skorðaða því að þegar brúsarnir nuddast saman og við botninn eyðast þeir upp og byrja að leka fyrir rest og gírolía í kaðlakassanum er ekki spennandi. Trúlega er hægt að koma í veg fyrir þetta með því að skorða þá vel og festa.
Kv Jón Garðar
Þú hefur séð rafmagnstöfluna hjá mér, bara þéttur 60x40 kassi úr plasti frá ískraft. Það er náttúrulega alveg sama hvað kassinn heitir og ég hef ekki síður trú á að þú getir smíðað svona kassa sjálfur. Spurningin er hvað þú ætlar að nota hann og hvernig þú vilt að aðgengið er í hann. Ég var á þeirri skoðun að það væri ekki síðra að opna alveg hliðina á kassanum til að umgangast hann en ég veit ekki hvort það sé sniðugt eftir allt saman, allavega hefur það sína galla.
Ég er með kaðalinn og annað sem ég vil helst ekki fá inn í bílinn t.d. vegna þess að það ber með sér snjó eða óhreinindi svo að næsta hjá mér er trúlega að setja borð til að búa til hólf fyrir kaðalinn, hann tollir ekkert allt of vel á sínum stað. Ef þú ætlar að geyma olíur og vökva er best, óháð aðgengi, að hafa brúsana vel skorðaða því að þegar brúsarnir nuddast saman og við botninn eyðast þeir upp og byrja að leka fyrir rest og gírolía í kaðlakassanum er ekki spennandi. Trúlega er hægt að koma í veg fyrir þetta með því að skorða þá vel og festa.
Kv Jón Garðar
-
- Innlegg: 313
- Skráður: 31.jan 2010, 23:01
- Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyhatsu Rocky
Re: Kassar aftan á hlera, hvað eru menn að nota?
Ég er í sömu hugleiðingum.
Það væri gaman að sjá myndir af því hvernig fólk hefur útfært þetta, hvort sem það sé "made in sveitin" eða dýrari aðgerð. :)
Það væri gaman að sjá myndir af því hvernig fólk hefur útfært þetta, hvort sem það sé "made in sveitin" eða dýrari aðgerð. :)
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl
Volvo 240, 740, S70 ofl
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur