Sælir Jeep menn
Er einhver með haldbærar tölur á þyngdum á eftirfarandi týpum:
CJ7
YJ ca 1500kg ??
TJ
TJ UNLIMITED
JK 2door ca 1850kg skv Wikipedia
JK 4door ca 1950kg skv Wikipedia
Það er ekkert mál að finna tölur á þetta á netinu en þær eru mjög misvísandi, munar um fleiri hundruð kíló á sömu típunni.
Þeir sem eiga svona bíla og vita þyngdinga á þeim óbreyttum meiga gjarnan pósta því hingað inn og hvort þeir séu með hardtop eða blæju osfrv.
Kv
Maggi
Þyngdir á CJ, YJ, TJ, JK
-
- Innlegg: 205
- Skráður: 31.jan 2010, 23:00
- Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
- Bíltegund: Y60 Patrol 38"
- Staðsetning: Húsavík
- Hafa samband:
Re: Þyngdir á CJ, YJ, TJ, JK
Ég átti einusinni 78 model af CJ7 með 8 cyl vel og beinskiftan,með plasthúsi og á 36 tommu hann var skráður 1750 Kg
Kv Víðir L
Kv Víðir L
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Þyngdir á CJ, YJ, TJ, JK
Kaninn talar yfirleitt um Curb-Weight sem er með hálfan tank, allar olíur, varadekk og 60-80 bílstjóra minnir mig. Það á að vera sú þyngd sem væri algengast að mæla bíl sem er í umferð.
Svo notast umferðarstofa við þurrvigt að manni sýnist í flestum tilfellum annars virðist það bara verið huglægt mat þess starfsmanns sem slær inní kerfið. Ég er allavegna löngu hættur að taka mark á því sem stendur í skoðunarvottorðinu og toppaði það allt þegar að ég vigtaði VW Caddy sem á að vera einhver 1360kg að eiginþyngd og stóð hann 1700kg á vigt með eitthvað af plastdrasli og kopar í skottinu.
Þessi misvísun uppá hundruði kílóa er sjálfsagt á milli eiginþyngdar (DryWeight), curbweight og svo hámarksþyngdar (GVWR). Svo gleyma menn oftast að taka fram hvað er verið að vigta þegar tölur fljúga um á netinu.
Svo notast umferðarstofa við þurrvigt að manni sýnist í flestum tilfellum annars virðist það bara verið huglægt mat þess starfsmanns sem slær inní kerfið. Ég er allavegna löngu hættur að taka mark á því sem stendur í skoðunarvottorðinu og toppaði það allt þegar að ég vigtaði VW Caddy sem á að vera einhver 1360kg að eiginþyngd og stóð hann 1700kg á vigt með eitthvað af plastdrasli og kopar í skottinu.
Þessi misvísun uppá hundruði kílóa er sjálfsagt á milli eiginþyngdar (DryWeight), curbweight og svo hámarksþyngdar (GVWR). Svo gleyma menn oftast að taka fram hvað er verið að vigta þegar tölur fljúga um á netinu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 205
- Skráður: 31.jan 2010, 23:00
- Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
- Bíltegund: Y60 Patrol 38"
- Staðsetning: Húsavík
- Hafa samband:
Re: Þyngdir á CJ, YJ, TJ, JK
Spurninginn er er maður með breyttan jeppa eða orginal bíl og hvort maður er þá að reyna sjá út hvað bíllinn muni vikta eftir breytingu,,,,,,Annars er mín skoðun með þyngd að það skiftir ekki öllu máli með einhver kílo til eða frá,,,
Re: Þyngdir á CJ, YJ, TJ, JK
Áhugaverður þráður. Ég er einmitt þeirrar skoðunnar að kg skipta öllu máli í jeppa sem notaður er í snjóakstur. Þegar ég breytti mínum xj fóru einmitt úr honum ballansstangirnar (líka vegna fjöðrunar), rúðuupphalarar úr afturhurðum, rúðuþurrka úr afturhlera, smá hljóðreinangrun, aukadrasl kringum framstuðara o.fl. smálegt. Síðan hef ég reglulega reynt að skera niður dótið sem ég tek með mér, tók t.d. áðan til í verkfærunum og losaði mig við nokkur verkfæri og vatnsflösku sem hefur verið lengi í skottinu ásamt 2 stk meðalstórum stroffum sem höfðu engann sérstakan tilgang, þar fóru svona 6-7 kg á að giska. Þetta telur allt saman og þegar á heildina er litið getur fjöldi svona smáatriða skapað heilmikinn mun milli tveggja annars sambærilegra jeppa, mun sem á köflum skiptir sköpum.
Væri til í að ganga lengra og skipta stálfelgunum út fyrir álfelgur en þá bara weld racing, þær eru úr nógu góðu áli til að vera sterkar þrátt fyrir fá kg. Setja álmiðju í afturhásinguna, smíða afturstuðara úr áli eða jafnvel plasti, þetta samanlagt gætu verið 4x3,5 kg í felgum + 5 kg í álmiðju + 5 kg afturstuðari = yfir 20 kg, verst bara hvað þau eru dýr, þ.e. ef farið er í felgur og álmiðju.....
Væri til í að ganga lengra og skipta stálfelgunum út fyrir álfelgur en þá bara weld racing, þær eru úr nógu góðu áli til að vera sterkar þrátt fyrir fá kg. Setja álmiðju í afturhásinguna, smíða afturstuðara úr áli eða jafnvel plasti, þetta samanlagt gætu verið 4x3,5 kg í felgum + 5 kg í álmiðju + 5 kg afturstuðari = yfir 20 kg, verst bara hvað þau eru dýr, þ.e. ef farið er í felgur og álmiðju.....
Síðast breytt af Freyr þann 14.okt 2012, 23:54, breytt 1 sinni samtals.
Re: Þyngdir á CJ, YJ, TJ, JK
Þú meinar (mun sem á sköflum skiptir sköpum)
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
Re: Þyngdir á CJ, YJ, TJ, JK
juddi wrote:Þú meinar (mun sem á sköflum skiptir sköpum)
Brekkan þar sem menn eru algjörlega á mörkunum að komast upp, ísinn sem varla ber bílinn uppi, lausamjöllin sem maður reynir að "plana" á, krapinn sem maður reynir að hanga ofaná o.s.frv.... Sem unglingur fór ég slatta á fjöll með pabba á veturna á 38" cruiser. Þá gat oft munað því að ég hoppaði út úr bílnum ef ekkert gekk að komast upp einhverja brekkuna þó ég væri ekki nema kanski 60 kg á þeim tíma, það segir mér allt sem segja þarf
Re: Þyngdir á CJ, YJ, TJ, JK
Mætti bæta við að sennilega er einn óhagkvæmasti hluturinn í bílnum í jeppaferðum ég sjálfur, er svona 15 kg þyngri en ég ætti að vera....;-)
Re: Þyngdir á CJ, YJ, TJ, JK
þá hefur þú nú breyst frá því við unnum saman hérna árið fyrir lurk :)
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur