Ég er á höttunum eftir vönduðum verkfæraskáp, svona á hjólum með 4-8 skúffum og skal innihalda vönduð verkfæri. Þetta kostar sjálfsagt aldrei undir 100 þús og jafnvel uppundir 200 en svona dót er líka hugsað til framtíðar og talsverðra átaka.
Hvar hafið þið verið að kaupa svona skápa eða séð þá til sölu og hvaða verðmiði er í hinum og þessum verslunum?
Er kannski vit í að versla þetta í útlandinu stóra?
Auðvitað þarf þetta að vera hræódýr hágæðavara!
Vandaður verkfæraskápur
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
-
- Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: Vandaður verkfæraskápur
Hérna er einn til sölu http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 19&t=45493
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Vandaður verkfæraskápur
Logey er með Kraftwerk verkfæri og eru þau af þýskum gæðum og á bara nokkuð góðu verði miðað við annað skilst mér.
Það eru eingöngu verkfæri þeirrar gerðar notuð í vinnunni hjá mér og hafa þau reynst vel.
http://www.logey.is/
Það eru eingöngu verkfæri þeirrar gerðar notuð í vinnunni hjá mér og hafa þau reynst vel.
http://www.logey.is/
Re: Vandaður verkfæraskápur
Það er þetta með að fá hræódýr hágæða iðnaðarverkfæri, á hvaða lyfjum ertu???
Ég ætlaði engann að móðga en ef þú finnur svoleiðis búð máttu senda mér á PM upplýsingar um hana sem fyrst áður en hún fer á hausinn eða hillurnar tæmast. Ég hef lítið velt svona hjólaskápum fyrir mér en eins og staðan á krónkallinum er núna er líklega heillavænlegast að klúðra svona saman sjálfur. Grind úr vinkli eða prófíl, þykka borðplötu og skúffur og síðan setja stór hjól undir og handfang til að ýta henni.
Eina sem ég þykist vita um svona áhöld er að það er mjög stór kostur að geta ekki opnað nema eina skúffu í einu. Alltaf fyllast efstu skúffurnar af lyklum og toppum s.s. þungum málmverkfærum og ef 2-3 skúffur opnast hallar græjan og endar flöt á framhliðinni á gólfinu. Þá er tæplega dagsvinna sem skapast við að raða draslinu aftur í hillurnar og eins gott að flýta sér ekki of mikið og hafa allar skúffurnar opnar í einu!!!
Kv Jón Garðar
Ég ætlaði engann að móðga en ef þú finnur svoleiðis búð máttu senda mér á PM upplýsingar um hana sem fyrst áður en hún fer á hausinn eða hillurnar tæmast. Ég hef lítið velt svona hjólaskápum fyrir mér en eins og staðan á krónkallinum er núna er líklega heillavænlegast að klúðra svona saman sjálfur. Grind úr vinkli eða prófíl, þykka borðplötu og skúffur og síðan setja stór hjól undir og handfang til að ýta henni.
Eina sem ég þykist vita um svona áhöld er að það er mjög stór kostur að geta ekki opnað nema eina skúffu í einu. Alltaf fyllast efstu skúffurnar af lyklum og toppum s.s. þungum málmverkfærum og ef 2-3 skúffur opnast hallar græjan og endar flöt á framhliðinni á gólfinu. Þá er tæplega dagsvinna sem skapast við að raða draslinu aftur í hillurnar og eins gott að flýta sér ekki of mikið og hafa allar skúffurnar opnar í einu!!!
Kv Jón Garðar
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Vandaður verkfæraskápur
Sindri er með svona skápa á 189þús. Ég man nú ekki hvað það er mikið af verkfærum í skápunum. Og mig minnir að það sé eilífðarábyrgð á verkfærunum. sindri.is
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur