sælir
ég var að velta fyrir mér hvaða skoðun menn hafa á þessum bílum svona öfgalaust.
Ef við veltum bara upp spurningunni hversu dýrir eða ódýrir þeir eru í breytingu og rekstri fyrir 38" dekk eða jafnvel 44"
ég er að spá í bílunum með dísel vélinni hvort sem er pickup eða jeppanum, er það ekki high output bíllinn sem hentar best.
Svo hvort ekki þurfi að röra hann að framan og hvað menn eru að nota, er afturhásingin nothæf?
Svo kannski almennt hvernig þeir eru að koma út, hvar eru veikustu hlekkirnir.
Það er svo furðulegt að ef maður spyr menn sem áhuga hafa á bílum hvernig þeir séu að reynast, þá segja menn umsvifalaust að þeir séu drasl án þess að hafa nokkra hugmynd um það.
Orðið er laust, þeim sem eitthvað vita um þessa bíla
kv Óli
Musso spurningar um ágæti þessa bíls
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 19
- Skráður: 14.des 2010, 22:37
- Fullt nafn: Ólafur Lýður Ragnarsson
Re: Musso spurningar um ágæti þessa bíls
Ég átti svona jeppa í nokkur ár og hann reyndist ágætlega. Eyða litlu og bila ekkert meira en aðrir og minna en aðrir diesel jeppar með svipaða vélarstærð. Passa bara að fá 662 bílinn en ekki 602 þar sem túrbínan var sett í þá eftirá, hérna heima. 662 bílarnir eru orginal turbo bílar með íhlutum sem eru smiðaðir fyrir þær vélar. Veikir punktar eru td millakassa skiptirinn ( rafmagnsmótor áfastur millikassanum - hreinsa hann upp og þétta og passa að setja hann af og til í 4x4). Fylgjast með heddpakkningunni ( hvítt út úr pústinu). Ef þú ert í vatnasulli, þá er ágætt færa loftinttakið upp að hvalbak ( tala við Steina hjá BB - hann fann ansi góða aðferð til að gera það með ótrúlega litlum tilkostnaði. Ef þú vilt sjálfskiptan, þá veldu 2000 + árgerðina ( nýrra boddíið) sem er með öflugri sjálfskiptingu.
Framhásinging er ekki nægilega öflug fyrir 38" en ég veit ekki hvað menn eru helst að setja í staðinn. Minn var á 35" og var með svona 12-14 á langkeyrslu
Framhásinging er ekki nægilega öflug fyrir 38" en ég veit ekki hvað menn eru helst að setja í staðinn. Minn var á 35" og var með svona 12-14 á langkeyrslu
-
- Innlegg: 322
- Skráður: 02.feb 2010, 12:55
- Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
- Bíltegund: Musso cherokee ofl
Re: Musso spurningar um ágæti þessa bíls
Ég á tvö svona báðir diesel annar 662 2000 árg óbreittur hinn 602 1996 hann er á 38" báðir sjálfskiptir. Framdrifið hefur dugað fínt á 38" bæði hjá mér og hjá vinnufélaga mínum sem er með 3.2 bensín 39.5" ég hef ekki heyrt að það sé vesen með það. Eldri skiptingin (Bens) er ekki með overdrive en er í staðinn með mjög lágan fyrsta gír. Ef það er settur auka kælir við hana þá þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af henni. Sú yngri (B.T.R.A) er með overdrive ekki með olíukvarða svo það er hundfúlt að mæla á henni og fylgjast með ástandinu á vökvanum og bakkgírinn er að mér skilst viðkvæmur. Eldri bíllinn hjá mér er kominn í ca 260 þús og það eina sem er búið að gera við mótorinn er að skipta um vatnsdælu í ca 220 þús og heddpakkningu og heddbolta í 250 þús. Hjá mér fór pakkningin milli fyrsta cilinders og tímagírs svo hann dró olíu inná stimpilinn og reykti eftir því en tapaði ekki vatni. Hann er enn með Turbinuna sem var sett á hann þegar hann var nýr og það er ekkert búið að eiga við hana. Ég læt hana blása 14 psi. Yngri bílinn er ég ekki með í notkun eins og er en hann er meira keyrður ca 290 þús og mér var sagt þegar ég keypti hann að það væri búið að yfirfara mótor og setja aðra skiptingu í hann. Ég held að þessar B.T.R.A skiptingar séu að fara af því að það er erfitt fylgjast með ástandinu á vökvanum og þar af leiðandi er það ekki gert.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur