sælir
Er með patrol 89 árg sem er með skálar að aftan og virðist vera eitthvað vesen að fá felgubolta í hann.
Er að spá í að svera þetta aðeins og fara í 9/16 og kostar Stykkið Cirka 1000 kall með ró í N1.
Hvar hafa menn verið að kaupa felgubolta og er þetta bara verðmiðinn?
Felgubolta-hugleiðing
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 12
- Skráður: 22.jún 2012, 18:30
- Fullt nafn: Sigmar Daði Viðarsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
-
- Innlegg: 270
- Skráður: 01.feb 2010, 04:35
- Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Felgubolta-hugleiðing
Stál og stansar og bílabúð benna eru að selja bolta líka, veit ekki hvað þeir kosta samt. Hef keypt rær í benna og það var mjög sanngjarnt verð...
Re: Felgubolta-hugleiðing
Jeppasmiðjan gæti átt bolta handa þér.
Þú skalt hafa bak við eyrað í þessum framkvæmdum að það hefur gengið á ýmsu hjá mönnum sem hafa sett sverari bolta í Patrol. Stundum kemur fyrir að brjóstið á boltunum er örlítið of langt og þá fara rærnar á tamp áður en felgurnar eru full hertar. Þetta kemur ekki endilega í ljós fyrr en eftir nokkurn akstur og þá ekki endilega á besta stað. Það hefur líka gerst að þetta vandamál kemur upp þegar skipt er um dekk vor eða haust, því að felgur hleypa rónum mis djúpt. Loks er ekki mikil efnisþykkt í t.d framnöfunum á Patrol þar sem boltarnir stingast í gegn og það fyrir kemur að sverari boltar losna í götunum.
Þú skalt hafa bak við eyrað í þessum framkvæmdum að það hefur gengið á ýmsu hjá mönnum sem hafa sett sverari bolta í Patrol. Stundum kemur fyrir að brjóstið á boltunum er örlítið of langt og þá fara rærnar á tamp áður en felgurnar eru full hertar. Þetta kemur ekki endilega í ljós fyrr en eftir nokkurn akstur og þá ekki endilega á besta stað. Það hefur líka gerst að þetta vandamál kemur upp þegar skipt er um dekk vor eða haust, því að felgur hleypa rónum mis djúpt. Loks er ekki mikil efnisþykkt í t.d framnöfunum á Patrol þar sem boltarnir stingast í gegn og það fyrir kemur að sverari boltar losna í götunum.
Re: Felgubolta-hugleiðing
Mæli með að nota bara orginal stærð, hef enga trú á öðru en þetta sé lagervara hjá stál og stönsum. Ef þetta er hert rétt en ekki ofhert og hert jafnt þá er þetta bara til friðs í mínum huga með orginal stærð af boltum óháð bíltegund og gatadeilingu. Ég hef gert það á nokkrum minna jeppa að skipta út öllum boltunum fyrir nýja í sömu stærð, hef gert það ef ég hef einhvern grun um að þeir séu ekki 100%.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur