Einfalt að breyta Patrol 1998- 2006 fyrir 38" ?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Einfalt að breyta Patrol 1998- 2006 fyrir 38" ?

Postfrá Tómas Þröstur » 20.sep 2012, 14:06

Er að spá....

Hækkun með klossum undir gorma ca 2-3 tommur - þyrfti að klippa mikið úr boddí fyrir 38" ? Líkega ekki mikið klipp að framan en spurning með að aftan - þarf hásingafærlu ?

Er heil samsett framhjólalega að framan í þessum bílum eða gamla góða útfærslan - kónn og slíf ?

Hefur milligírasmíði komið vel út í þessum bílum ?



User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Einfalt að breyta Patrol 1998- 2006 fyrir 38" ?

Postfrá AgnarBen » 20.sep 2012, 17:49

Blessaður Tómas

Þessir bílar eru frekar einfaldir í breytingum og ef þú gerir ekki miklar kröfur til bílsins sem snjóbíls þá getur þú sleppt lægri hlutföllum 5.42 og framlæsingu og þá er þetta nú ekki endilega neitt mjög kostnaðarsamt.

Minnir að mínir 38" bílar hafi verið 4" hækkun undir gorma og nei hásingarfærsla er ekki skilyrði, held nú að lang flestir Patrol hafi ekki fengið neina hásingafærslu af viti.

Milligírinn frá Ljónsstöðum er mjög góð smíði og ég hef ekki heyrt um neinn sem hefur verið í vandræðum með hann. Ég var með svoleiðis undir Y61 bílnum og þurfti aldrei að líta á hann. Hann er smíðaður upp úr Patrol millikassa með milliplötu og það er hægt að fá lægri hlutföll í hann frá Ástralíu (ca 2.86 og 3.74) en þau kosta hrikalega mikið í dag. Ég myndi giska á að milligír frá Ljónunum með lægri hlutföllum kosti ekki undir 500 þús.kr í dag eða jafnvel meira.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Einfalt að breyta Patrol 1998- 2006 fyrir 38" ?

Postfrá Tómas Þröstur » 21.sep 2012, 08:25

Takk fyrir þetta. Er helst á því að milligír sé góður kostur og sleppa að lækka hlutföll. Meiri torfærueiginleikar þegar fer í hart. Þá er líka hentugra að vera á 35" dekkjum á sumrin. Hef bara aldrei getað vanist því að keyra jeppa á stórum dekkjum - stærri en 35 - nema hálfpartinn neyðast til þess á veturna til að drífa eitthvað. Svo myndi mig langa að lækka lítið og vera með 44" kanta sem ég myndi mjókka svo breidd samsvari sér á 38"

User avatar

JoiVidd
Innlegg: 242
Skráður: 23.okt 2010, 18:56
Fullt nafn: Jóhann Viðarsson

Re: Einfalt að breyta Patrol 1998- 2006 fyrir 38" ?

Postfrá JoiVidd » 21.sep 2012, 12:53

þu getur fengið þer bara mjóu 44" kantana en þa tarftu að skera meira ur en þu sleppur samt ekki við að hækka hann með þeim.. sama hvað þu færð þer stora kanta þa skerðu aldrei millimeter að ofan. það er bara skorið til hliðar (hjolaskalin vikkuð) ekkert tekið ur brettinu að ofan. og ef þu ferð i þa, þa þarftu að fara að færa afturhasinguna um 6-7 cm og framhasinguna helst fram un 2cm ef dekkið a að vera i miðjum kanti;) (ekki nauðsinlegt að framan) en tu sleppur ekki með minna en 10cm(4") hækkun a38" og 16cm ca. a 44" en ef tu ferð i 38" kantana þa þyrftiru að fara i ca. 3-4 cm afturhasingafærslu.. það þarf ekkert nema bara hvað það er ljott ad hafa dekkið alltof framarlega i kantinum.. og eg mundi fa mer 5:42 i ollum tilfellum frekar en lowgir! logir er að minu mati oþarfur a 38" patrol og margfallt dyrari en hlutfoll.
Ford F350 6.0 '05
Benz E55 Amg '98 til sölu
Skidoo Summit 860cc 154" '08

Til sölu varahlutir úr Patrol '02!
Jóhann - 6601605

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Einfalt að breyta Patrol 1998- 2006 fyrir 38" ?

Postfrá Magni » 21.sep 2012, 17:46

ég mundi ekki lækka hlutföllin ef þú ætlar að vera á 35" á sumrin, þá eru orginal hlutföll fín undir jeppann og sleppur alveg á 38. Svo þessi fáu skipti sem þú ert á 38 þá væri fínt að vera með lógír en það er dýr aðgerð.
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Einfalt að breyta Patrol 1998- 2006 fyrir 38" ?

Postfrá Izan » 21.sep 2012, 18:42

Sæll

Þetta eru einfaldir bílar í breytingu þannig fyrir 38". Ég á Y60 sem er mikið til sama grind og sami bíll og það eru bara landcruiser gormar að framan sem gefa ca 10cm lift, klossar að aftan og svo eru framstífurnar síkkaðar, demparafestinar að aftan hækkaðar og skrúfbútur á framdempurum. Allir demparar original og virka fínt. Það þarf að síkka balancestangarendana.

Ég notaði minn á original hlutföllum og hefði alveg verið sáttur við milligír því að mótorinn kraftar ekki neitt undir 1700 snúningum. 5. gírinn var bara notaður sem algert spari á lágréttum vegi í meðbyr.

Þér er alveg óhætt að gera vonir til bílsin í snjó því að þarna er eitt besta fjöðrunarkerfi jeppasögunnar og hann kemst býsna á því einu. Allar viðbætur eru svo bara til góða s.s. læsingar, milligír, aflaukning osfrv.

Kv J'on Garðar

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Einfalt að breyta Patrol 1998- 2006 fyrir 38" ?

Postfrá AgnarBen » 21.sep 2012, 20:50

Það er margt til vitlausara en að vera með Patrol Y61 á 38" með orginal hlutföll og öflugum milligír með 3.74 lækkun, hann er ótrúlega seigur þannig, það veit ég af eigin raun en ferðafélagi minn keyrði lengi á svoleiðis bíl með 2.8 lítra vélinni. Svoleiðis bíll á 5:42 og milligír með 3.74 væri enn betri.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Einfalt að breyta Patrol 1998- 2006 fyrir 38" ?

Postfrá Izan » 21.sep 2012, 23:20

Sæll

Það eiga líka að vera til drif sem eru 1:5,13 sem henta 38" vel.

Kv Jón Garðar

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Einfalt að breyta Patrol 1998- 2006 fyrir 38" ?

Postfrá Freyr » 22.sep 2012, 00:40

Ég held að 5:13 hafi dottið úr framleiðslu fyrir einhverjum árum síðan (er samt ekki viss). Minnir að það hafi verið gæðavandamál með þau, gekk illa að stilla eða söng alltaf eða e-ð álíka.....


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur