Ofur Foxinn kominn á 46"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Ofur Foxinn kominn á 46"
Sælir búinn að skera og tókst það mjög vel en ansi mikil vinna,dekkin eru núna mjög mjúk eins og slöngur og gott að aka á þeim. Fór í tvö pund og bælast þau mjög vel og síðan í 1 pund og kom þá smá krumpa. Það munar öllu að hafa 20" breiðar felgur, dekkin leggjast mjög vel og varla hægt að greina krumpu á þeim. Ég vigtaði bílinn sjá mynd og var hann með 110 litra af bensíni drullutjakk skóflur og verkfæri og eitthvað smálegt en mannlaus. Hann vigtaði 1740kg. Hvert dekk á felgu er 70 kg eitt er þó 67 kg. Felgur eru 20" breiðar og úr járni . Mjög gott að aka á þessu. Spurning um að setja breiðari kanta en þeir þurfa að vera 42 cm til að dekka sólann á 46" dekkunum og láta svo sérskoða á 46" bíllinn er 2,80 á milli hásinga spurning hvort það er nógu langt til að fá sérskoðun á 46" held að það sé einhver regla til um dekka stærð og lengd á milli hjóla. Annars vitið þið það?. kveðja guðni
- Viðhengi
Síðast breytt af sukkaturbo þann 18.jún 2012, 20:23, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Ofur Foxinn kominn á 46"
Já sæll. 1740kg á 46" dekkjum. Það er ekki slæmt. En flott að sjá hana á 46" Kanski hendi ég vídeóinu inn við tækifæri sem að þú sendir mér í fyrra þegar þú rúntaðir á 46" dekkjunum sem að þú fékst lánuð :)
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Ofur Foxinn kominn á 46"
Félagarnir sem kunna að reikna og eru hámentaðir reiknimeistarar sögðu að bíllinn stæði 1,2 kg á fer sentimeter ef það skilar einhverju en ég sem nota skó nr 47 nærri 5 kg sem er mikið meira og þá á annari löppinni átti eftir að setja hinar tvær niður. Ég hef mikinn áhuga á að prufa hvort hann fljóti í vatni en þori ekki að láta vaða er hægt að reikna það út líka. kveðja guðni
-
- Innlegg: 131
- Skráður: 07.feb 2010, 14:20
- Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
- Staðsetning: Kópavogur
Re: Ofur Foxinn kominn á 46"
flottur bíll hjá þér, dekkjareglan er að þvermál má vera 44% af hjólhafi, þetta gefur þér möguleika á dekkjum sem eru 123cm sem er nálægt 48 tommum þannig að þetta er í lagi hjá þér
kv Hörður
kv Hörður
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Ofur Foxinn kominn á 46"
Takk þá er bara að prufa spurning hvað það kostar að fara úr 36" sérskoðun og í 46" sérskoðun?? kveðja guðni
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Ofur Foxinn kominn á 46"
sukkaturbo wrote:Tvö libs ekki pund veit ekki hvað það er í pundum
Libs eða Lbs er annað orð yfir mælieininguna pund.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Ofur Foxinn kominn á 46"
Það er nú tilvalið að fá sér Öflugan utanborðsmótor er að ofursúkkan flýtur á vatni :)
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: Ofur Foxinn kominn á 46"
Ef dekkin standast upprunalegt mál, reiknast mér til að hvert dekk gefi þér um 467kg í flot. Þá ætti bíllinn að ná floti.
Kveðja, Birgir
Re: Ofur Foxinn kominn á 46"
Guðni og allir hinir, þú átt að láta sérskoða á 42 tommu dekkjum vegna þess að sérskoðir þú á 46 þá má ekki setja minna en 42 undir 10% reglan virkar nefnilega í báðar áttir upp og niður, bíll á 44 sérskoðun er því ólöglegur á 38 eins og svo margir gera, fyndið en svona er þetta.
kveðja Helgi brjótur
kveðja Helgi brjótur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Ofur Foxinn kominn á 46"
Helgi takk fyrir þetta athyglisvert kveðja guðni
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur