Sælir drengir
Hvað er að Pajeronum mínum þegar hann á það til að vita ekki alveg hvaða þrepi hann á að vera í?
Gerist helst þegar maður er að dóla á 70 eða stendur hann í botni á svona 90, þá fer hann að hoppa á milli þrepa.
Þetta er 95 módelið af 2,8 pajero.
Pajero skiptingaflökt
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 82
- Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
- Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bíltegund: Willys
Re: Pajero skiptingaflökt
Á ég einnig til að lenda í þessu með minn ´98 2,8 þegar ég er að fara upp brekkur með fellihýsið. Kemur einstaka sinnum fyrir en veit ekki hvað er að.
-
- Innlegg: 4
- Skráður: 14.maí 2012, 12:00
- Fullt nafn: Jack H. Daniels
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Selfoss
- Hafa samband:
Re: Pajero skiptingaflökt
Oftast er hægt að laga þetta með því að stytta í pikkbarkanum ef hann er að skipta sér of fljótt eða lengja í honum ef hann er að fara upp á of háan snúning áður en hann skiptir sér.
Mjög gott er að skoða hvernig olían er á skiptingunni og skipta um hana ef hún er orðin dökk og það er brunalykt af henni. Skiptið um síuna um leið.
Mjög gott er að skoða hvernig olían er á skiptingunni og skipta um hana ef hún er orðin dökk og það er brunalykt af henni. Skiptið um síuna um leið.
-
- Innlegg: 374
- Skráður: 19.sep 2011, 20:14
- Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
- Bíltegund: Musso Sport 37''
- Staðsetning: Hveragerði
Re: Pajero skiptingaflökt
Mér hefur verið ráðlagt að skifta um olíu og síu þegar ég hef talað um að skiftingar láta svona
sel það þó ekki dýrara en eg stal því, allavega fínt að byrja á einföldu hlutunum
einsog jack bendir á hérna fyrir ofan.
ef þú finnur eitthvað útur þessu endilega láttu okkur hin vita
sel það þó ekki dýrara en eg stal því, allavega fínt að byrja á einföldu hlutunum
einsog jack bendir á hérna fyrir ofan.
ef þú finnur eitthvað útur þessu endilega láttu okkur hin vita
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ
Jeep Grand Cherokee WJ
Re: Pajero skiptingaflökt
á til sjálfskiptingu aftaná 2.5 diesel í góðu lagi ef vandamálið ágerist :)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 82
- Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
- Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bíltegund: Willys
Re: Pajero skiptingaflökt
Sælir og takk fyrir góð ráð
Gæti verið að það sé vökvinn, hef ekki hugmynd um hvað hann er gamall.
Finnst samt á því hvað hann er mjúkur á milli gíra og ekkert snuð eða neitt að það sé ekki það, dettur sjálfum í hug einhvert rafmagnsvesen.
Það er rafmagnspikk í þessum bíl en ekki barka. Búinn að skoða rofann og hann er eins og nýr. Þetta er bara aðallega á bilinu 70-80km hraða, þá byrjar hann bara að skipta sér upp og niður í sífellu eins og hann geti ekki ákveðið sig. Mjög pirrandi.
Dettur líka í hug að þetta geti verið einhver vír einhversstaðar sem á að gefa skiptingunni einhver skilaboð sem hreinlega er orðinn lélegur.
Annars á ég annan í varahluti þannig að ég aðra skiptingu ef ég finn ekki útúr þessu, en ef einhver hefur heyrt um þetta og veit hver lausnin er væri það alger snilld!
kv.Bjarni
Gæti verið að það sé vökvinn, hef ekki hugmynd um hvað hann er gamall.
Finnst samt á því hvað hann er mjúkur á milli gíra og ekkert snuð eða neitt að það sé ekki það, dettur sjálfum í hug einhvert rafmagnsvesen.
Það er rafmagnspikk í þessum bíl en ekki barka. Búinn að skoða rofann og hann er eins og nýr. Þetta er bara aðallega á bilinu 70-80km hraða, þá byrjar hann bara að skipta sér upp og niður í sífellu eins og hann geti ekki ákveðið sig. Mjög pirrandi.
Dettur líka í hug að þetta geti verið einhver vír einhversstaðar sem á að gefa skiptingunni einhver skilaboð sem hreinlega er orðinn lélegur.
Annars á ég annan í varahluti þannig að ég aðra skiptingu ef ég finn ekki útúr þessu, en ef einhver hefur heyrt um þetta og veit hver lausnin er væri það alger snilld!
kv.Bjarni
Bjarni Benedikt
Willysdellukall
Willysdellukall
-
- Innlegg: 623
- Skráður: 08.mar 2010, 19:59
- Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
- Bíltegund: 4Runner '87 38''
- Staðsetning: Egilsstaðir
Re: Pajero skiptingaflökt
sæll veit um svona bilun í perjero sem félagi minn á og það var eitthvert ragm vesen minnir að sé reley eða einhver kuppur sem velur gírinn eða þannig man þetta greinilega ekki alveg kv Heiðar :)
Re: Pajero skiptingaflökt
Átti einu sinni chevrolet malibu sem tók upp á skipta sér niður alveg að óþörfu, hélt að skiptingin væri ónýt, en það lagaðist eftir að búið var að skipta um olíu og síu. Ekki samt þar með sagt að það sé að hjá þér.
Nissan Patrol Y60 TD2.8
Re: Pajero skiptingaflökt
það er nemi á olíuverkinu sem stjórnar þessu skiptu um hann og þá lagast hann.
þetta er þetkt vandamál það er hægt stilla hann með því losa skrúfurnar sem halda honum og snúa honum smávegins.
þetta er þetkt vandamál það er hægt stilla hann með því losa skrúfurnar sem halda honum og snúa honum smávegins.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 82
- Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
- Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bíltegund: Willys
Re: Pajero skiptingaflökt
Snilldin ein strákar, ég vissi að svarið leyndist einhversstaðar meðal ykkar!
Prófa að koma þessum rofa úr varahlutabílnum yfir í hinn og sjá hvort hann lagast ekki;)
kv.Bjarni
Prófa að koma þessum rofa úr varahlutabílnum yfir í hinn og sjá hvort hann lagast ekki;)
kv.Bjarni
Bjarni Benedikt
Willysdellukall
Willysdellukall
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur