'97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.
Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.
Hann verður áfram hærri að aftan en að framan. Hann á samt eftir að lækka örlítið að aftan m.v. þessa mynd við að fá í sig dráttarbeslið, verkfærin og aðra þyngd. Eins er hugsanlegt að ég hækki hann 1-2 cm að framan en samt ekki víst.
-
- Innlegg: 88
- Skráður: 13.apr 2011, 20:23
- Fullt nafn: mikael ekardson
- Bíltegund: Jeep, Ford
- Staðsetning: Vestfirðir
Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.
Flottur bíll, vel gert (öfundsjúkur) ;-)
38" xj árg 87
Ford f 150 árg 04
Ford f 150 árg 04
Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.
icewolf wrote:Flottur bíll, vel gert (öfundsjúkur) ;-)
Takk fyrir það. Annars er Cherokee-inn þinn ástæðan fyrir því að ég er með cherokee bakteríuna, bílnúmerið á þínum rauðbrúna er R-36718 ef ég man rétt. Hann var fyrsti breytti jeppinn sem ég átti og hann reyndist mér svo vel á allann hátt að ég dauðsá eftir að hafa selt hann meðan ég átti nokkra aðra jeppa og endaði á að kaupa þennan græna sem ég á í dag og breytti honum sjálfur.
Kv. Freyr
Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.
Aftari hlutinn af pústinu, mestmegnis búið til úr bútum úr gamla rörinu en bætti við 30 cm túpu sem kom vel út, skemmtilegra hljóð í honum núna.

Svona kemur þetta út í víxlfjöðrun, bara nokkuð gott.

þyrfti að hækka hann pínulítið að framan og síkka samsláttinn sem nemur hækkuninni, bæði til að hann rekist ekki upp í brettakantana og hann má alveg við því að hækka örlítið að framan, er frekar lágur þegar hann er fullur af fólki og farangri og með tunnuna framaná.







Svona kemur þetta út í víxlfjöðrun, bara nokkuð gott.

þyrfti að hækka hann pínulítið að framan og síkka samsláttinn sem nemur hækkuninni, bæði til að hann rekist ekki upp í brettakantana og hann má alveg við því að hækka örlítið að framan, er frekar lágur þegar hann er fullur af fólki og farangri og með tunnuna framaná.






Síðast breytt af Freyr þann 07.jan 2013, 00:59, breytt 2 sinnum samtals.
Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.
Vá bara glæsilegt og mjög cool. Maður barasta slefa hérna sko við að skoða þetta. En hvar fær maður svona fínt efni í pústið og hvað kostar það sirka?
Kv. Haffi
Kv. Haffi
Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.
HaffiTopp wrote:Vá bara glæsilegt og mjög cool. Maður barasta slefa hérna sko við að skoða þetta. En hvar fær maður svona fínt efni í pústið og hvað kostar það sirka?
Kv. Haffi
Þetta er nú bara venjulegt 2,5" pústefni. Meiruhlutinn kemur úr BJB, smá frá Fjöðrinni og túpan er frá KvikkFix
-
- Innlegg: 17
- Skráður: 16.des 2011, 20:20
- Fullt nafn: Jón Kristinn Sigurðsson
- Staðsetning: Akureyri
Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.
Freyr.
Þetta er alveg sjakalega flott og verklega gert.
Ég á einn XJ sem ég er búinn að eiga í 10 ár í geymslu og er alveg orðinn friðlaus að fara að klára hann eftir að hafa skoðað myndirnar af þessu hjá þér.
Kv Jón
Þetta er alveg sjakalega flott og verklega gert.
Ég á einn XJ sem ég er búinn að eiga í 10 ár í geymslu og er alveg orðinn friðlaus að fara að klára hann eftir að hafa skoðað myndirnar af þessu hjá þér.
Kv Jón
-
- Innlegg: 17
- Skráður: 16.des 2011, 20:20
- Fullt nafn: Jón Kristinn Sigurðsson
- Staðsetning: Akureyri
Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.
[img]
Svona er staðan á honum greyinu.
Kv Jón
[/img]Svona er staðan á honum greyinu.
Kv Jón
Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.
Freyr wrote:HaffiTopp wrote:Vá bara glæsilegt og mjög cool. Maður barasta slefa hérna sko við að skoða þetta. En hvar fær maður svona fínt efni í pústið og hvað kostar það sirka?
Kv. Haffi
Þetta er nú bara venjulegt 2,5" pústefni. Meiruhlutinn kemur úr BJB, smá frá Fjöðrinni og túpan er frá KvikkFix
Notaðirðu ekki Vortex kútinn áfram ?
Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.
Jú, hann er á sínum stað, um 30-40 cm aftan við millikassabitann og svo er túpan alveg aftast.
Annars fór ég í fyrsta prufutúrinn í dag. Fór upp á Hellisheiði og keyrði um heiðina á mjög óvenjulegan hátt. Ég eltist við að keyra þversum og á ská yfir gömul frosin hjólför og þræða ýmsar ójöfnur til að prófa fjöðrunina. Í stuttu máli sagt þá virkar hann mjög vel eftir þetta allt saman. Nú get ég haldið meiri ferð yfir ójöfnur en áður og finn minna fyrir hossingi. Einnig er hann nær alveg hættur að skjóta upp rassinum (var búinn að stífa sundurslagið að aftan um 1/2 hring en mun stýfa það um u.þ.b. 1/4 hring í viðbót) og hreyfingarnar eru mikið til jafnar upp og niður fr. + aft. svo hann helst mikið lágréttari en áður í hraðakstri í ójöfnum.




Annars fór ég í fyrsta prufutúrinn í dag. Fór upp á Hellisheiði og keyrði um heiðina á mjög óvenjulegan hátt. Ég eltist við að keyra þversum og á ská yfir gömul frosin hjólför og þræða ýmsar ójöfnur til að prófa fjöðrunina. Í stuttu máli sagt þá virkar hann mjög vel eftir þetta allt saman. Nú get ég haldið meiri ferð yfir ójöfnur en áður og finn minna fyrir hossingi. Einnig er hann nær alveg hættur að skjóta upp rassinum (var búinn að stífa sundurslagið að aftan um 1/2 hring en mun stýfa það um u.þ.b. 1/4 hring í viðbót) og hreyfingarnar eru mikið til jafnar upp og niður fr. + aft. svo hann helst mikið lágréttari en áður í hraðakstri í ójöfnum.




Síðast breytt af Freyr þann 07.jan 2013, 01:01, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 65
- Skráður: 12.des 2011, 13:23
- Fullt nafn: Kristján Guðmundsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.
Sælir strákar hvað þarf ég að gera til að sjá myndirnar þetta er greinilega mjög áhugavert sem þú ert að gera Freyr og takk fyrir að deila þessu
Musso, 1998, 3.0L OM 606 TD, 35", 12000 punda spil.
Stjáni
Stjáni
Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.
Myndirnar duttu því miður út líkt og í mörgum öðrum þráðum, er að laga það.
Kveðja, Freyr
Kveðja, Freyr
Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.
Enn er verið að breyta og bæta þennan blessaða jeep. Hef fiktað svolítið í fjöðruninni undanfarið og verður fróðlegt að prófa hann í snjó eftir það. Grunur minn um að afturfjöðrunin yrði of stíf reyndist réttur og hef ég gert svolítið til að laga það. Var í haust í háskólanámi samhliða vinnu og hef því lítið unnið í bílnum í haust og fór ekki eina einustu ferð, það stendur til bóta á næstunni.
Aftan:
-Lét mýkja samslagið í dempurunum úr 700 Nm í 450 Nm, gert á Koni verkstæðinu með því að skipta um botnventla í dempurunum. Fann mun á bílnum t.d. á malarvegum, mýktist svolítið við þetta og ekki legnur "möst" að hleypa úr um leið og komið var á holóttan veg.
-Boraði í samsláttarpúðana til að mýkja þá. Fer betur yfir hraðahindrannir eftir þetta.
-Skipti út gormunum. Var með orginal gormana sem voru í þessum að framan. Setti í staðinn Moog cc778 sem eru með spring rate 126 lbs/in. Fann slatta mun á honum á t.d. hraðahindrunum, hlakka til að prófa á fjöllum.
Framan:
-Var með Koni gasdempara, 30-13-48 sem hafa 19 cm færslu. Skipti þeim út fyrir Koni 84-11-30 (sömu og að aftan). Þeir eru með 26 cm. færslu svo fjöðrunin lengist um 7 cm við þetta. Ég hækkaði hann um 3 cm svo það bætast 3 cm við samfjöðrunina og 4 cm við sundurslagið. Þetta kostaði svolitla vinnu. Þar sem dempararnir eru sverari en þeir gömlu lá efri hluti þeirra nær þétt upp við innri brettin og hefði myndast í þeim spenna sem hefði eyðilaggt þá fljótt. Til að bjarga því fræsti ég út götin fyrir pinnan að ofanverðu og sauð í götin innanverð til að færa pinnana út um rúman 1 cm. Að neðan er auga fyrir bolta meðan gömlu voru með "dogbone" svo það þurfti að endursmíða neðri demparafestingarnar.
-Síkkaði festingar fyrir bremsuslöngur um 10 cm og smíða lengri rör til að mæta færslunni.
-Síkkaði neðsi stífufestingar í bílnum um 4 cm til að mæta hækkuninni og rúmlega það.
Þessar breytingar að framan eru að klárast og mun ég keyra hann aftur í vikunni. Um leið fór drifskaftið í smá lengingu hjá ljónsstöðum, 35 mm lenging til að mæta því að hásingin fari neðar en áður og einnig situr hún um 3 cm framar en orginal.
Kveðja, Freyr
Aftan:
-Lét mýkja samslagið í dempurunum úr 700 Nm í 450 Nm, gert á Koni verkstæðinu með því að skipta um botnventla í dempurunum. Fann mun á bílnum t.d. á malarvegum, mýktist svolítið við þetta og ekki legnur "möst" að hleypa úr um leið og komið var á holóttan veg.
-Boraði í samsláttarpúðana til að mýkja þá. Fer betur yfir hraðahindrannir eftir þetta.
-Skipti út gormunum. Var með orginal gormana sem voru í þessum að framan. Setti í staðinn Moog cc778 sem eru með spring rate 126 lbs/in. Fann slatta mun á honum á t.d. hraðahindrunum, hlakka til að prófa á fjöllum.
Framan:
-Var með Koni gasdempara, 30-13-48 sem hafa 19 cm færslu. Skipti þeim út fyrir Koni 84-11-30 (sömu og að aftan). Þeir eru með 26 cm. færslu svo fjöðrunin lengist um 7 cm við þetta. Ég hækkaði hann um 3 cm svo það bætast 3 cm við samfjöðrunina og 4 cm við sundurslagið. Þetta kostaði svolitla vinnu. Þar sem dempararnir eru sverari en þeir gömlu lá efri hluti þeirra nær þétt upp við innri brettin og hefði myndast í þeim spenna sem hefði eyðilaggt þá fljótt. Til að bjarga því fræsti ég út götin fyrir pinnan að ofanverðu og sauð í götin innanverð til að færa pinnana út um rúman 1 cm. Að neðan er auga fyrir bolta meðan gömlu voru með "dogbone" svo það þurfti að endursmíða neðri demparafestingarnar.
-Síkkaði festingar fyrir bremsuslöngur um 10 cm og smíða lengri rör til að mæta færslunni.
-Síkkaði neðsi stífufestingar í bílnum um 4 cm til að mæta hækkuninni og rúmlega það.
Þessar breytingar að framan eru að klárast og mun ég keyra hann aftur í vikunni. Um leið fór drifskaftið í smá lengingu hjá ljónsstöðum, 35 mm lenging til að mæta því að hásingin fari neðar en áður og einnig situr hún um 3 cm framar en orginal.
Kveðja, Freyr
Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.
Vm: 30-13-48, 19 cm slag
Hm: 84-11-30, 26 cm slag

Nýju dempararnir eru með auga að neðan en ekki "dogbone" svo það þurfti að smíða nýjar festingar



Gömlu festingarnar:

Nýju dempararnir eru mun sverari en þeir gömlu og því þurfti að færa til gatið fyrir pinnana að ofanverðu. Fræsti það út á við um rúmlega 1 cm og sauð svo í þau innanverð.

Komnir í. Núna er samfjöðrunin í honum (tómum) 15 cm og 11 cm sundur.

Kveðja, Freyr
Hm: 84-11-30, 26 cm slag

Nýju dempararnir eru með auga að neðan en ekki "dogbone" svo það þurfti að smíða nýjar festingar



Gömlu festingarnar:

Nýju dempararnir eru mun sverari en þeir gömlu og því þurfti að færa til gatið fyrir pinnana að ofanverðu. Fræsti það út á við um rúmlega 1 cm og sauð svo í þau innanverð.

Komnir í. Núna er samfjöðrunin í honum (tómum) 15 cm og 11 cm sundur.

Kveðja, Freyr
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.
Djöfull er fúlt að myndirnar hérna séu ekki sjáanlegar!
Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.
Sæll Stefán
Þetta er allt á Facebook síðunni minni - nenni ekki að setja þetta inn hér upp á nýtt.
https://www.facebook.com/profile.php?id ... 985&type=3
Þetta er allt á Facebook síðunni minni - nenni ekki að setja þetta inn hér upp á nýtt.
https://www.facebook.com/profile.php?id ... 985&type=3
Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.
Og annað albúm með upphaflegu 38" bryetingunni:
https://www.facebook.com/profile.php?id ... 985&type=3
https://www.facebook.com/profile.php?id ... 985&type=3
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur