Skoðunarstöðvar

Hvort ferð þú með bílinn í skoðun hjá Frumherja eða Aðalskoðun?

Frumherja
49
32%
Aðalskoðun
106
68%
 
Fjöldi atkvæða: 155


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá Oskar K » 29.maí 2012, 02:37

hef alltaf farið í aðalskoðun á smiðjuvegi, engir smámunaseggir þar, reyndar einusinni lennt í því að það kom maður frá umferðarstofu að fylgjast með skoðuninni á mínum bíl, labbaði út með vel útfyllt blað af alskonar andskotans rugli


1992 MMC Pajero SWB

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá hobo » 05.aug 2012, 12:03

Fór með jeppann í skoðun um daginn í Tékkland í fyrsta skipti. Hef alltaf farið í Aðalskoðun.
Verð bara að segja að ég er mjög sáttur.
Fyrir utan að Aðalskoðun er núna dýrasta skoðunarstöðin, þá er Tékkland sú ódýrasta og gott betur ef notaður er 4x4 afslátturinn.
Biðstofan er svaka fín þangað sem ég fór í Borgartún, og gott að fylgjast með því sem fer fram á vinnusvæðinu.

Þeir voru góða stund að djöflast á bílnum, hristu hann sundur og saman og voru þeir tveir sem voru virkilega að reyna finna eitthvað að.
Svo var það bara slökkvitækið sem þurfti að yfirfara :)


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá kjartanbj » 05.aug 2012, 20:11

Hvernig er það, fæ ég athugasemd út a nagla dekk ef ég fer i skoðun núna :)
Ekki að nenna kaupa 44" gang til að fá skoðun haha
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá -Hjalti- » 05.aug 2012, 20:18

kjartanbj wrote:Hvernig er það, fæ ég athugasemd út a nagla dekk ef ég fer i skoðun núna :)
Ekki að nenna kaupa 44" gang til að fá skoðun haha


Ferð í skoðun þegar það byrjar að frysta
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá hobo » 05.aug 2012, 20:25

Já nákvæmlega, þú ert með endastafinn 8, þannig að þú getur farið í lok október.
En ertu búinn að vera þá á 44" ganginum á nöglum í sumar Kjartan?


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá kjartanbj » 06.aug 2012, 13:44

já, ætla ekki að vera plokka nagla, og tími ekki að versla annan gang ónegldan, bíllinn stendur bara heima nema þegar ég fer eitthvað á honum og þá er það beinustu leið út af malbikinu hvort eð er, löggan einu sinni búin að reka augun í naglana hjá mér og ég sagði bara að ég væri á leið upp á fjöll eins og ég var að fara gera seinna um daginn og þeir settu ekkert út á það
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Adam
Innlegg: 121
Skráður: 29.des 2011, 00:32
Fullt nafn: Adam örn þorvaldsson

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá Adam » 13.nóv 2012, 01:18

mín 50 cent eru...
þegar þú átt Bíl eða ökutæki þá vissulega á hann að vera í skoðunarhæfu ástandi allavega þennan eina dag sem bíllinn á að fara í skoðun..
perur eiga að vera í lagi og allt annað
hef lent í því að kaupa bíla sem sem voru vissulega í því ástandi að þeir ættu að hafa fengið akstursbann og vissulega nýskoðaðir..
Eins á ég verkstæði og hef leiðinlega oft lent í því að fá bíla sem voru ný keyptir og í hörmulegu ástandi.. skoðunarstöðvar hafa marg oft þurft að borga viðgerðarkostnað eða keypt þessa bíla af fólkinu og er þetta kostnaður fyrir alla nema seljanda bílsins..
Ökutæki fólk keyrir þessi tæki á 0-200+kmh sama hvað lög segja og mér finnst bara lágmark að þessir bílar séu hristir til helvítis og skoðaðir almennilega annars má bara henda þeim strax ef það má ekki hrista þá í þessum fínu tækjum og taka vel á hjólalegum með kúbeini þegar dekkin eru á lofti.. ég allavega vill ekki mæta bíl á þjóðveginum á 100kmh+ og það hrekkur stýrisendi - spindilkúla eða hvað annað undan og fæ hann framan á mig

Það sem ég er að segja hafið dótið ykkar í lagi og allir eru ánægðari og öruggari ef þið hafið ekki efni á öðru enn að fara á skoðunarstöðvar sem ekki skoða almennilega eða yfirlíta vandamál þá ættuð þið að hugleiða að taka strætó eða labba bara.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur