6.2 gm dísel

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
oddur11
Innlegg: 39
Skráður: 20.aug 2013, 01:30
Fullt nafn: Oddur Oddsson

Re: 6.2 gm dísel

Postfrá oddur11 » 15.mar 2014, 17:56

svarti sambo wrote:Fekkstu aldrei olíu uppá spíssana.

ég fæ olíu upp að verki en ekkert úr því, ádreparinn er í lagi og nóg af rafmagni þar



User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: 6.2 gm dísel

Postfrá Stebbi » 15.mar 2014, 19:07

Ef þú ert 100% á því að ádreparaspólan opni þá er olíuverkið bara bilað, ekkert flóknara en það.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1273
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: 6.2 gm dísel

Postfrá svarti sambo » 15.mar 2014, 19:14

Ef þú ert 100% á því að ádreparaspólan opni,þá er þetta mótþrýstilokinn eða magnstillistöngin í verkinu farin úr sambandi. Annaðhvort armurinn fyrir inngjöfina að snúast á öxlinum fyrir magnstillistöngina eða einhvað farið úr sambandi inní því.Er nokkuð handvirkur ádrepari á verkinu sem getur verið að stríða þér.Þú getur líka aftengt inngjöfina og athugað hvort að sveifin sé einhvað losaraleg.Ef þú ýtir henni framm eða aftur að þá á hún að koma sjálf til baka.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
oddur11
Innlegg: 39
Skráður: 20.aug 2013, 01:30
Fullt nafn: Oddur Oddsson

Re: 6.2 gm dísel

Postfrá oddur11 » 15.mar 2014, 19:22

svarti sambo wrote:Ef þú ert 100% á því að ádreparaspólan opni,þá er þetta mótþrýstilokinn eða magnstillistöngin í verkinu farin úr sambandi. Annaðhvort armurinn fyrir inngjöfina að snúast á öxlinum fyrir magnstillistöngina eða einhvað farið úr sambandi inní því.Er nokkuð handvirkur ádrepari á verkinu sem getur verið að stríða þér.


ég þekki díselverk ekki nógu vel til að gera meira, næsta skref hjá mér er allavega að versla annað verk sem mér var boðið ný upp gert og tímastillt og skipta þeim út

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1273
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: 6.2 gm dísel

Postfrá svarti sambo » 16.mar 2014, 11:16

Mér finnst allavega að þú ættir að láta skoða lokana áður en að þú ferð að skifta um verk. Gætir sparað þér hellings vinnu og pening á því, þar sem að það er fljót gert. Svo hrynja elimentin í verkinu yfirleitt ekki svona. færð bara ógang í bílinn.máttleisi og mikinn reyk.Ég held líka að þú ættir að fá einhverja olíu að spíssum þó svo að verkið næði ekki að byggja upp nægilegan þrýsting til að opna dísurnar í spíssunum. En það getur svosem allt gerst.Ef þetta er verkið sjálft að þá myndi ég halda að þetta væri magnstillistöngin í verkinu.
Hvar ertu staddur á landinu.
Það er engin hér á síðunni sem býr nálægt þér og gæti kannski aðstoðað þig við lokana. Eða sent þér myndir af t.d. mótþrýstilokanum.
Þetta gæti kannski hjálpað þér eitthvað.
http://www.youtube.com/watch?v=XPnj4PteNyM
http://www.youtube.com/watch?v=sRizT_GZOSE
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
oddur11
Innlegg: 39
Skráður: 20.aug 2013, 01:30
Fullt nafn: Oddur Oddsson

Re: 6.2 gm dísel

Postfrá oddur11 » 17.mar 2014, 01:40

þakka þér fyrir þetta en ég er búin að skoða þessi myndbönd og mikið meira, bílinn er í vesturbergi í breiðholti í bílastæði og ég þurft að vinna allt úti, það er engin sem ég þekki sem kann eða nennir að skoða þetta með mér fyrr en ég kem bílnum einhverstaðar inn


Höfundur þráðar
oddur11
Innlegg: 39
Skráður: 20.aug 2013, 01:30
Fullt nafn: Oddur Oddsson

Re: 6.2 gm dísel

Postfrá oddur11 » 07.apr 2014, 12:50

nú er ég með aðra spurningu...
ég er komin með annað verk og ætla að prufa að skipta um það, en þegar það kemur að því þarf ég stilla tíman eitthvað sérstaklega á verkinu eða er þetta bara "plug and play" þar að seigja nóg að setja bara nýja verkið í samkvæmt merkinum á verkinu og mótornum?

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: 6.2 gm dísel

Postfrá Stebbi » 07.apr 2014, 16:25

Borgar sig örugglega að merkja saman húsið á olíuverkinu við festinguna og reyna svo að færa merkið upp á nýja olíuverkið. Þá ættirðu að vera nokkuð nálægt réttum tíma.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur