Wrangler YJ 87 38"
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Wrangler YJ 87 38"
Ástæðan fyrir því að þessir íslensku "bens" púðar springa er fyrst og fremst að þeir eru drasl...
-
- Innlegg: 657
- Skráður: 18.feb 2011, 13:16
- Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
- Staðsetning: Suðurland
Re: Wrangler YJ 87 38"
Kiddi wrote:Ástæðan fyrir því að þessir íslensku "bens" púðar springa er fyrst og fremst að þeir eru drasl...
mælir þú með eitthverju betra ? hafa menn ekki verið að nota landcruizer púða líka ? eru þeir hræðilegir ?
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Wrangler YJ 87 38"
Cruiser púðarnir endast mikið lengur og eru að öllu leyti skemmtilegri en þeir eru ferlega dýrir því miður.
Bensinn er svosem allt í lagi þannig séð, ef maður sættir sig við að fá högg í samslættinum og það að þeir endist ekkert of lengi.
Ég fann a.m.k. högg í samslætti á 2ja tonna jeppa með bens púða og eins finn ég högg í 3.5 tonna jeppa og það er án þess að maður sé með einhver djöfulgang til þess að gera.
Þennan sama 2ja tonna jeppa er ég síðan búinn að setja Cruiser 80 púða í og það (að vísu ásamt öðrum gormum að framan, sömu gormar að aftan) breytti helling. Eins hef ég reynslu af um 3ja tonna jeppum á LC80 púðum og þeir láta mjög vel.
Þannig að... ef maður er að spá í aurinn þá er bensinn ágætis lausn, allavega mikið betri en að hafa harða klossa. Annars 80 Cruiser púðar (eða einhverjir aðrir góðir). Ég var heppinn að komast yfir mína 80 Cruiser púða notaða (samt í fínalagi, annað settið kom undan bíl sem var ekinn á þriðja hundrað þúsund eftir því sem ég best veit) fyrir minni pening en Bens dótið kostar nýtt í dag.
Svo eru fleiri bílar sem koma með mjúkum og góðum samsláttarpúðum, t.d. hefur þetta eitthvað verið að koma í Chevrolet jeppum sem eru á hásingu og gormum að aftan, svo er eins og mig minni að Pajero Sport sé með púða sem séu ansi líklegir til að vera góðir. 120 Cruiser er með svipaða púða og 80 Cruiser, þeir eru bara aðeins minni um sig.
Ef púðarnir eru holir að innan og ekkert allt of stífir viðkomu þá ættu þeir að vera ágætir...
Bensinn er svosem allt í lagi þannig séð, ef maður sættir sig við að fá högg í samslættinum og það að þeir endist ekkert of lengi.
Ég fann a.m.k. högg í samslætti á 2ja tonna jeppa með bens púða og eins finn ég högg í 3.5 tonna jeppa og það er án þess að maður sé með einhver djöfulgang til þess að gera.
Þennan sama 2ja tonna jeppa er ég síðan búinn að setja Cruiser 80 púða í og það (að vísu ásamt öðrum gormum að framan, sömu gormar að aftan) breytti helling. Eins hef ég reynslu af um 3ja tonna jeppum á LC80 púðum og þeir láta mjög vel.
Þannig að... ef maður er að spá í aurinn þá er bensinn ágætis lausn, allavega mikið betri en að hafa harða klossa. Annars 80 Cruiser púðar (eða einhverjir aðrir góðir). Ég var heppinn að komast yfir mína 80 Cruiser púða notaða (samt í fínalagi, annað settið kom undan bíl sem var ekinn á þriðja hundrað þúsund eftir því sem ég best veit) fyrir minni pening en Bens dótið kostar nýtt í dag.
Svo eru fleiri bílar sem koma með mjúkum og góðum samsláttarpúðum, t.d. hefur þetta eitthvað verið að koma í Chevrolet jeppum sem eru á hásingu og gormum að aftan, svo er eins og mig minni að Pajero Sport sé með púða sem séu ansi líklegir til að vera góðir. 120 Cruiser er með svipaða púða og 80 Cruiser, þeir eru bara aðeins minni um sig.
Ef púðarnir eru holir að innan og ekkert allt of stífir viðkomu þá ættu þeir að vera ágætir...
Re: Wrangler YJ 87 38"
Ég hef notast við íslensku púðana í fjölmörgum jeppum, cherokeeum, blazer, patrolum, econoline og F350 sem dæmi. Í 46" F350 þykir mér þeir koma vel út en í léttari bílunum þykir mér þeir full stífir, sérstaklega að aftan. Mín lausn er sú að bora 12 stk. 12mm göt í hvorn púða, 4 stk í alla hringina nema þann efsta og læt götin stangast á. Þetta gerir tvennt. Þetta eyðir algjörlega loftpúðavirkninni (2 göt myndu sennilega vera nóg til þess) og þetta mýkir púðann umtalsvert (sjálft gúmmíið). Þetta stórbætir a.m.k. fjöðrunina að aftan í cherokee, hvort sem er í gormabíl eða með fjöðrum. Það segir sig líka sjálft að einn og sami púði getur varla virkað vel í bílum frá 1.500 kg upp í 5 tonn, ef hann hæfir þeim léttu er hann of mjúkur f. stóru bílana og öfugt.
Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að þetta loftpúðaeffect sé til bölvunar. Sundurslag demparans er stillt af til að hæfa gormkraftinum þegar gormurinn (eða annars konar fjöðrun) þrýstir bílnum upp frá hásingunni. Eftir samslátt bætist við krafturinn í gúmmíinu þegar púðinn losar úr sér spennuna. Ef púðinn er þannig úr garði gerður að hann loki inni loft bætir loftþrýstingurinn enn við kraftinn sem spyrnir bílnum upp frá hásingunni og þ.a.l. er enn meiri umfram kraftur í sundur en dempararnir eru stilltir til að ráða við. Þetta skilar sér í því að bíllinn skýtur rassgatinu frekar upp en annars. Hvað fjöðrunareiginleika varðar væri sennilega betra að notast við frekar harða púða eins og eru orginal í mörgum bílum og hafa þá um 5 cm lengra óheft fjöðrunarsvið en þá situr maður uppi með harða skelli í samslætti. Sjálfur kýs ég að hefta fjöðrunina með því að nota mykri púða til að deyfa höggið í samslættinum. Það að heyra högg í samslætti (með hörðum púða) á fjöllum truflar mig ekki en það setur hinsvegar mun meira álag á bílinn og það vil ég forðast. Það að nota mjúka púða dregur því úr líkum á t.d. bognum hásingum, brotnum spindilkúlum og skemmdum afturöxlum vegna óhóflegs "shockload" (mætti kanski kalla það höggálag???)
Eitt varðandi loftpúðavirknina sem mér datt í hug meðan ég skrifaði þetta. Svona púði er 12 cm langur og dýpt holunnar í honum miðjum sennilega um 10 cm. Við samslátt reikna ég með að púðinn styttist í 5 cm (ganga saman um 5 cm við það eitt að bíllinn hvíli á þeim kyrrstæður og með því að miða við 7 cm þegar ég staðset demparafestingar hef ég hingað til sloppið við að skemma dempara) og því er holan í honum miðjum 3 cm djúp í samslætti. 10 cm í 3 = rétt rúmlega 3:1 þjöppun sem er í raun ekki neinn þrýstingur og að auki í svo litlu rými að áhrif á bílinn eru örugglega ekki einu sinni mælanleg. Að þessu sögðu tel ég boruðu götin ekki skipta nokkru máli hvað varðar loftið (þó það lokist inni skiptir það ekki nokkru einasta máli) en þau klárlega mýkja púðana samt heilmikið og eru til bóta í léttum bílum. Ef menn eru óvissir væri ekki úr vegi að byrja smátt og bora t.d. bara í neðsta hringinn. Púðarnir í mínum cherokee eru t.d. óboraðir að framan en var að spá í að bora 4 eða 8 göt í þá.
Kveðja, Freyr
Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að þetta loftpúðaeffect sé til bölvunar. Sundurslag demparans er stillt af til að hæfa gormkraftinum þegar gormurinn (eða annars konar fjöðrun) þrýstir bílnum upp frá hásingunni. Eftir samslátt bætist við krafturinn í gúmmíinu þegar púðinn losar úr sér spennuna. Ef púðinn er þannig úr garði gerður að hann loki inni loft bætir loftþrýstingurinn enn við kraftinn sem spyrnir bílnum upp frá hásingunni og þ.a.l. er enn meiri umfram kraftur í sundur en dempararnir eru stilltir til að ráða við. Þetta skilar sér í því að bíllinn skýtur rassgatinu frekar upp en annars. Hvað fjöðrunareiginleika varðar væri sennilega betra að notast við frekar harða púða eins og eru orginal í mörgum bílum og hafa þá um 5 cm lengra óheft fjöðrunarsvið en þá situr maður uppi með harða skelli í samslætti. Sjálfur kýs ég að hefta fjöðrunina með því að nota mykri púða til að deyfa höggið í samslættinum. Það að heyra högg í samslætti (með hörðum púða) á fjöllum truflar mig ekki en það setur hinsvegar mun meira álag á bílinn og það vil ég forðast. Það að nota mjúka púða dregur því úr líkum á t.d. bognum hásingum, brotnum spindilkúlum og skemmdum afturöxlum vegna óhóflegs "shockload" (mætti kanski kalla það höggálag???)
Eitt varðandi loftpúðavirknina sem mér datt í hug meðan ég skrifaði þetta. Svona púði er 12 cm langur og dýpt holunnar í honum miðjum sennilega um 10 cm. Við samslátt reikna ég með að púðinn styttist í 5 cm (ganga saman um 5 cm við það eitt að bíllinn hvíli á þeim kyrrstæður og með því að miða við 7 cm þegar ég staðset demparafestingar hef ég hingað til sloppið við að skemma dempara) og því er holan í honum miðjum 3 cm djúp í samslætti. 10 cm í 3 = rétt rúmlega 3:1 þjöppun sem er í raun ekki neinn þrýstingur og að auki í svo litlu rými að áhrif á bílinn eru örugglega ekki einu sinni mælanleg. Að þessu sögðu tel ég boruðu götin ekki skipta nokkru máli hvað varðar loftið (þó það lokist inni skiptir það ekki nokkru einasta máli) en þau klárlega mýkja púðana samt heilmikið og eru til bóta í léttum bílum. Ef menn eru óvissir væri ekki úr vegi að byrja smátt og bora t.d. bara í neðsta hringinn. Púðarnir í mínum cherokee eru t.d. óboraðir að framan en var að spá í að bora 4 eða 8 göt í þá.
Kveðja, Freyr
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Wrangler YJ 87 38"
strakar eg er ekkert ad radleggja ykkur ut i loftid eg vann vid ad þroa allt þetta bull ,,vid spreingdum marga puda adur en vid borudum nidur ur skalinni sem kom best ut ,,ef þu borar i gumi er gatid strax lokad vid pressuna ,,, en pudarnir (bens) þurfa holk ad ofan ca 2.5cm eda til ad styra beint nidur annars geta þeir lent skakkir a plattan og þa slitna þeir lausir ur boltanum ,,, eg nota sudu botna fyrir ror sem passar utan um gumiid ,, sja mynd af scout 77
Síðast breytt af lecter þann 12.des 2012, 03:02, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Wrangler YJ 87 38"
og bara svona ..til ad svara spurningunni afhverju er hann a fjödrunum enþa eg for med hann til noreigs og þardi ekki ad breyta fjödrunini hann efdi atta d fa skodun en gerdar voru breytingar akkurat a sama tima svo kom eg til ad skra bilinn ,,og fekk svo Nei buinn ad fa ja stuttu adur
Re: Wrangler YJ 87 38"
Já, þetta með hólkinn er gott ráð. Hef reyndar ekki gert það sjálfur og hef sloppið hingað til en þó eru þeir oft svolítið skakkir þegar ég skrúfa þá úr en meðan þeir eru skrúfaðir að planinu sínu standa þeir nær alveg beinir. Það hjálpar líka til að þeir eru innan í gormunum hjá mér og þeir eru ekki nema 10 cm að innanmáli svo þeir leyfa ekki mikla hreyfingu á púðunum.
Varðandi það að götin lokist strax þá gætir þú prófað að bora nokkur 12 mm göt í svona púða ef þú átt svoleiðis á lausu (ég nota 12 mm bor, en þau verða ekki alveg svo sver því gúmmíið tognar meðan borað er) og pressaðu hann svo saman í skrúfstykki svo hann styttist um ca. helming og sjáðu hvernig þetta hegðar sér.
Annars þá hef ég tekið eftir því hvað þú hefur verið virkur á spjallinu undanfarið. Býð þig velkominn í hópinn, alltaf gaman að fjölga í hópnum og ekki verra að það séu menn með reynslu....
Kveðja, Freyr
P.S. Flottur scout. Er þetta sá sem var til sölu á bilasölur.is fyrir ári eða kanski rúmlega það?
Varðandi það að götin lokist strax þá gætir þú prófað að bora nokkur 12 mm göt í svona púða ef þú átt svoleiðis á lausu (ég nota 12 mm bor, en þau verða ekki alveg svo sver því gúmmíið tognar meðan borað er) og pressaðu hann svo saman í skrúfstykki svo hann styttist um ca. helming og sjáðu hvernig þetta hegðar sér.
Annars þá hef ég tekið eftir því hvað þú hefur verið virkur á spjallinu undanfarið. Býð þig velkominn í hópinn, alltaf gaman að fjölga í hópnum og ekki verra að það séu menn með reynslu....
Kveðja, Freyr
P.S. Flottur scout. Er þetta sá sem var til sölu á bilasölur.is fyrir ári eða kanski rúmlega það?
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Wrangler YJ 87 38"
hann hefur ekki verid a landinu sidan 2009 en eg auglysti hann a netinu ju þa en þetta puda mal er nu ekkert must held eg nei eg hef verid i norge og var ad sja þennan vef fyrir stuttu hef verid her nu i manud en fer a morgun
Re: Wrangler YJ 87 38"
Flottur Wrangler hjá þér. Ef þú ert með aðrar skoðanir en einhver "reynslu meiri" er um að gera prófa þína útfærslu ef nenna og tími er til staðar. Það er lang skemmtilegast að læra þannig, þ.e. að reka sig á hlutina :)
Kveðja, Birgir
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 226
- Skráður: 31.des 2010, 20:09
- Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
- Bíltegund: Wranger YJ 38"
Re: Wrangler YJ 87 38"
já það er rétt, en skoðanir reynslumeiri manna eru líka mjög oft svo misjafnar að maður verður bara að velja það sem manni líst best á, annars er frábært að geta leitað til ykkar hérna þegar maður er í vandræðum.
Re: Wrangler YJ 87 38"
Gunnar wrote:já það er rétt, en skoðanir reynslumeiri manna eru líka mjög oft svo misjafnar að maður verður bara að velja það sem manni líst best á, annars er frábært að geta leitað til ykkar hérna þegar maður er í vandræðum.
Þetta er svo hárrétt. Það er oft mjög gott að leita til reyndari manna en þetta sport okkar er svo fjölbreitt að ég held ég hafi aldrei fundið tvo jeppamenn sem eru bara sammála um hlutina.....;-)
Re: Wrangler YJ 87 38"
Kiddi wrote:Svo eru fleiri bílar sem koma með mjúkum og góðum samsláttarpúðum, t.d. hefur þetta eitthvað verið að koma í Chevrolet jeppum sem eru á hásingu og gormum að aftan, svo er eins og mig minni að Pajero Sport sé með púða sem séu ansi líklegir til að vera góðir. 120 Cruiser er með svipaða púða og 80 Cruiser, þeir eru bara aðeins minni um sig.
Ef púðarnir eru holir að innan og ekkert allt of stífir viðkomu þá ættu þeir að vera ágætir...
Pajero Sport samláttarpúðarnir eru innan í gormunum og eru bara skæni. Það eru líka gömlu "góðu" litlu aumingjalegu þríhyrnings-samsláttarpúðarnir undir þessum bílum líka. Var með bíl sem var búið að setja svona Bens/LC púða og skera neðsa hringinn af. Það kom vel út. Sá bíll var orgina á gormum að aftan og 35" breyttur.
En hvað segja menn með Musso samsláttarpúðana? Þeir eru eins og 8 í laginu og það væri forvitnilegt að vita hvernig þeir virka og hvað þeir kosti.
En flottur Wrangler og verður vafalaust flottari fullkláraður. (og ekki er Scoutinn síðri)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 226
- Skráður: 31.des 2010, 20:09
- Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
- Bíltegund: Wranger YJ 38"
Re: Wrangler YJ 87 38"
þá er hann loksins kominn út og fékk að sjá smá snjó, ætla að bíða með sprautun þangað til í sumar.
-
- Innlegg: 288
- Skráður: 05.okt 2010, 15:05
- Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
- Bíltegund: Jeep Wrangler
- Staðsetning: Akureyri
Re: Wrangler YJ 87 38"
Helvíti líklegur hjá þér!
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Wrangler YJ 87 38"
Töff jeppi til hamingju með að vera farinn að keyra.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Wrangler YJ 87 38"
ég er með svona bens púða allan hringin og er það bara að koma nokkuð vel út, bíllinn hjá mér er 2100kg og að mínu mati þá hennta þessir púðar ekki fyrir mikið þyngri bíla. ég sauð 12 mm tein sem er 2 cm á lengd í mitt sætið sem púðin lendir á til að stýra púðanum svo hann svíki ekki þegar hann slær saman hjá mér. það hefir komið nokkuð vel úr og hef ég ekki enn eyðilagt hjá mér púða og hef ég alveg látið á það reyna með miklum djöflaskap hehe. enn sambandi við það að púðinn sé að slá mikið til bara þá held ég að það sé ekki vegna þess að hann haldi svo miklu lofti heldur er það bara eðli gúmmísins að alá svona til baka. það eina sem þú færð útur því að bora í púðana er að þú ert að míkja þá og eru þeir alveg nógu mjúkir fyrir. best er að vera bara með dempara sem eru mjög stífir sundur enn mjúkir saman.
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Wrangler YJ 87 38"
Ég er alveg viss um að aðalvirkni púðans er að halda loftinu inni til að mýkja höggið og að borunin er hrein eyðilegging á virkninni sem slíkri.Og í mínum pælingum er ég alveg sannfærður um að með því að setja rör/stýringu utan um púðann er svo pottþétt að þegar bíllinn slær saman á púðann og þenur hann út að stýringin/rörið klippir hann í sundur.Það er að ég held ástæðan fyrir öllum "sprungnu" púðunum.
Hvað er annars verðið á svona alvöru púðum í dag eins og úr land cruiser,er kannski ekkert mikið dýrara að versla bara bumpstop tjakka?
Hvað er annars verðið á svona alvöru púðum í dag eins og úr land cruiser,er kannski ekkert mikið dýrara að versla bara bumpstop tjakka?
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 226
- Skráður: 31.des 2010, 20:09
- Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
- Bíltegund: Wranger YJ 38"
Re: Wrangler YJ 87 38"
best að koma með smá lista yfir það sem búið er að gera við þennann,
byrjaði á að lyfta boddýinu af og grindin öll slípuð niður og soðið í tvö göt, grunnuð og máluð, báðar hásingar skornar undan og kom fyrir dana 44 að framan og aftan með 5/38 hlutföll og loftlása framan og aftan, snúið liðhúsunun og er með spindilhallan um 8 gráður. afturhásingin færð aftur um helling og framhásing um nokkra cm, er 2,60 á milli hjóla núna,tankurinn færður inní bíl. henti öllu pústkerfinu og keypti ryðfríar flækjur frá hreppnum og setti tvöfalt 2.5 tommu púst með opnum kútum, millikassi tekinn í gegn, henti stýriskiptinum og setti bens skipti í hann, aukasjálfskiptikælir og hitamælir á skiptinguna nýjir kantar að aftan og breikkaðir kantarnir að framan allir bodypúðar nýjir og allar stýfufóðringar nýjar, öllu vacumdótinu sem fylgdi gömlu hásingunni hent og grisjað aðeins í rafmagninu líka, stefni á sprautun í sumar c,a
byrjaði á að lyfta boddýinu af og grindin öll slípuð niður og soðið í tvö göt, grunnuð og máluð, báðar hásingar skornar undan og kom fyrir dana 44 að framan og aftan með 5/38 hlutföll og loftlása framan og aftan, snúið liðhúsunun og er með spindilhallan um 8 gráður. afturhásingin færð aftur um helling og framhásing um nokkra cm, er 2,60 á milli hjóla núna,tankurinn færður inní bíl. henti öllu pústkerfinu og keypti ryðfríar flækjur frá hreppnum og setti tvöfalt 2.5 tommu púst með opnum kútum, millikassi tekinn í gegn, henti stýriskiptinum og setti bens skipti í hann, aukasjálfskiptikælir og hitamælir á skiptinguna nýjir kantar að aftan og breikkaðir kantarnir að framan allir bodypúðar nýjir og allar stýfufóðringar nýjar, öllu vacumdótinu sem fylgdi gömlu hásingunni hent og grisjað aðeins í rafmagninu líka, stefni á sprautun í sumar c,a
Re: Wrangler YJ 87 38"
Flottur og hvaða litur verður á græjunni?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 226
- Skráður: 31.des 2010, 20:09
- Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
- Bíltegund: Wranger YJ 38"
Re: Wrangler YJ 87 38"
þakka þér, ég er eiginlega ekki búinn að ákveða það en ég hallast mest að hvítum
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 226
- Skráður: 31.des 2010, 20:09
- Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
- Bíltegund: Wranger YJ 38"
Re: Wrangler YJ 87 38"
við förum að fara á heiðina með stóra bróður Óli;)
Re: Wrangler YJ 87 38"
Já Gunnar það þarf að fara láta eitthvað af bensíni flæða þetta gengur ekki.
Jeep CJ2 1946 44"
-
- Innlegg: 357
- Skráður: 04.feb 2010, 08:36
- Fullt nafn: Kristján Stefánsson
Re: Wrangler YJ 87 38"
Stórgóðir !
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Wrangler YJ 87 38"
hvaða fyrirbæri er þessi 3 liti
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 226
- Skráður: 31.des 2010, 20:09
- Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
- Bíltegund: Wranger YJ 38"
Re: Wrangler YJ 87 38"
þetta er willys árg??? c,a 46, með dana 60 framan og aftan, hress bigblock í húddinu og ýmislegt nammi,
-
- Innlegg: 288
- Skráður: 05.okt 2010, 15:05
- Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
- Bíltegund: Jeep Wrangler
- Staðsetning: Akureyri
Re: Wrangler YJ 87 38"
Og þykir einkar fínn í akstri á gleðigúmmíunum :D
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Wrangler YJ 87 38"
ok er til kynning hér um þennan bil á spjallinu maður á svona nánast original 46 willys en bara á 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 226
- Skráður: 31.des 2010, 20:09
- Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
- Bíltegund: Wranger YJ 38"
Re: Wrangler YJ 87 38"
gamli söluþráðurinn er hérna einhversstaðar, ef þú skrifar írski í leitarvélina ættir þú að finna hann
-
- Innlegg: 657
- Skráður: 18.feb 2011, 13:16
- Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
- Staðsetning: Suðurland
Re: Wrangler YJ 87 38"
er hann ekki með v8 af réttri tegund í þokkabót ? minnir að hann hafi verið með 460 bbf :D bara svalur bíll og væri enþá svalari ef hann væri einlitur :)
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 226
- Skráður: 31.des 2010, 20:09
- Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
- Bíltegund: Wranger YJ 38"
Re: Wrangler YJ 87 38"
prufa 44" jájá
Re: Wrangler YJ 87 38"
jeepcj7 wrote:Óli djöfull er hann flottur sá röndótti
Já Hrólfur það er alltaf mikil gleði í kringum þann röndótta :) Ég átti að skila kveðju til þin frá honum.
Gunnar, ertu búinn að fara eitthvað út og prófa?
Jeep CJ2 1946 44"
-
- Innlegg: 288
- Skráður: 05.okt 2010, 15:05
- Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
- Bíltegund: Jeep Wrangler
- Staðsetning: Akureyri
Re: Wrangler YJ 87 38"
Gunnar wrote:prufa 44" jájá
Drífðu þetta undan og hentu þessu strax!!
Annars endar þetta eins og hjá Óla að þú getur ekki farið neitt á bílnum afþví að hann er ókeyrandi :D
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 226
- Skráður: 31.des 2010, 20:09
- Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
- Bíltegund: Wranger YJ 38"
Re: Wrangler YJ 87 38"
þetta var ekki lengi undir var bara að máta, mér líkar vel við hann á 38 tommunni og verð á henni áfram
-
- Innlegg: 288
- Skráður: 05.okt 2010, 15:05
- Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
- Bíltegund: Jeep Wrangler
- Staðsetning: Akureyri
Re: Wrangler YJ 87 38"
Næs...
Svo var þetta líka orðsending til Óla :D
Svo var þetta líka orðsending til Óla :D
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur