Túrbína virðist ekkert gera, vantar góð ráð.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 164
- Skráður: 08.des 2011, 21:05
- Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Túrbína virðist ekkert gera, vantar góð ráð.
Er með 4,2 patrol og var að setja í hann nýuppgerða túrbínu frá Framtak blossa. Núna þegar ég set bílinn fyrst í gang þá virðist hún ekkert gera. Er að vísu bara með fremsta hlutann af pústkerfinu en það á ekkert að skipta máli? Er búinn að prufa að aftengja arminn frá membruni og færa til lokann en ekkert gerist nema það hefur smá áhrif á ganginn, sem er annars eðlilegur. Ætla að heyra í framtaks mönnum í fyrramálið en væri gaman að fá ráð hérna líka. Kv, Jobbi
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Túrbína virðist ekkert gera, vantar góð ráð.
Ertu með boost mælir? Sýnir hann 0 þegar þú ert úti að keyra? Lagnir að honum í lagi? Reykir bíllinn í akstri? Kraftlaus?
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 164
- Skráður: 08.des 2011, 21:05
- Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Túrbína virðist ekkert gera, vantar góð ráð.
Tengdi boost mælinn, henti pústinu undir og tók prufurúnt. Túrbínan kemur inn í c.a 1500 snúningum rólega og eykur svo við, þarf eitthvað að stilla en þvílíki munurinn á bílnum! Hann reykir ekkert en það þarf greinilega að bæta talsvert við verkið. Hann náði c.a. 1 bari (14,5 Psi) á max snúning en þyrfti að ná fullu boosti á lærri snúning.
-
- Innlegg: 170
- Skráður: 03.feb 2010, 17:23
- Fullt nafn: Stefán Grímur Rafnsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
- Staðsetning: Vopnafjörður
Re: Túrbína virðist ekkert gera, vantar góð ráð.
aðeins off topic, varstu að setja turbinu á þessa vél, eða er þetta orginal turbo?
44" Nissan patrol (ofur~patti)
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg
----------Suzuki half the size twice the guts----------
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg
----------Suzuki half the size twice the guts----------
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 164
- Skráður: 08.des 2011, 21:05
- Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Túrbína virðist ekkert gera, vantar góð ráð.
Þetta er oginal non turbo sem ég var að setja turbo við, er bara búinn að taka smá prufurúnt og á eftir að stilla betur en þvílíki munurinn á bílnum og ég er ekkert farinn að bæta við olíuna :)
Re: Túrbína virðist ekkert gera, vantar góð ráð.
Sæll got að þetta er farið að virka :) en ja hun þarf klarlega að koma fyrr inn, en hvernig turbina er þetta ? eg er i veseni með turbinu hja mer Þ.E. hvaða turbinu eg a að nota, eg er með nyja turbinu ur 4,2 LC 80 en hun gerir ekki neitt fyrir Nissan :) kemur alltof seint inn og bustar ekki nema ca 7 eða 8 pund :( ekki nog
kveðja Helgi
kveðja Helgi
-
- Innlegg: 322
- Skráður: 02.feb 2010, 12:55
- Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
- Bíltegund: Musso cherokee ofl
Re: Túrbína virðist ekkert gera, vantar góð ráð.
Ég var með einn 4.2 bíl í höndunum fyrir ekki löngu síðan. Hann var með axt túrbínu og hún var að koma inn í ca 1500 sn. Ég sá nálina á mælinum byrja að lyftast aðeins fyrr en það fór ekkert að gerast fyrr en í 1500 sn. Passaðu bara afgashitan þegar þú ferð að bæta við olíuna.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 164
- Skráður: 08.des 2011, 21:05
- Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Túrbína virðist ekkert gera, vantar góð ráð.
Já, þeir hjá Framtak segja að ef maður vilji að þessar AXT túrbínur komi fyrr inn en á c.a. 1500 snúningum þá hafi þeir verið með á lager minni afgashús fyrir þær en þau eru ekki til núna en alltaf hægt að panta. Ég er einmitt búinn að græja afgashitamælinn í en fæ hann enþá ekki til að virka, þegar maður setur hann í pústið, þarf að gera ráðstafanir svo þetta leiði ekki saman eða eitthvað þannig? Tók eftir að þegar stauturinn sem fer í pústið lá utan í járni í húddinu þá sveiflaðist mælirinn upp og niður. Kv, Jóhann
-
- Innlegg: 2700
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Túrbína virðist ekkert gera, vantar góð ráð.
Grásleppa wrote:Já, þeir hjá Framtak segja að ef maður vilji að þessar AXT túrbínur komi fyrr inn en á c.a. 1500 snúningum þá hafi þeir verið með á lager minni afgashús fyrir þær en þau eru ekki til núna en alltaf hægt að panta. Ég er einmitt búinn að græja afgashitamælinn í en fæ hann enþá ekki til að virka, þegar maður setur hann í pústið, þarf að gera ráðstafanir svo þetta leiði ekki saman eða eitthvað þannig? Tók eftir að þegar stauturinn sem fer í pústið lá utan í járni í húddinu þá sveiflaðist mælirinn upp og niður. Kv, Jóhann
Léleg jarðtenging á pústinu?
Ef þú ert að skrúfa mælinn í pústið neðanvið túrbínu þá eru oft pakkningar á milli sem leiða illa, og pústið sjálft er hengt upp með gúmmípúðum sem leið ekkert.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Túrbína virðist ekkert gera, vantar góð ráð.
Það á ekki að þurfa neina jartengingu við púst, tengir hann inn í bíl ásammt öðru.
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Túrbína virðist ekkert gera, vantar góð ráð.
Grásleppa wrote:Já, þeir hjá Framtak segja að ef maður vilji að þessar AXT túrbínur komi fyrr inn en á c.a. 1500 snúningum þá hafi þeir verið með á lager minni afgashús fyrir þær en þau eru ekki til núna en alltaf hægt að panta. Ég er einmitt búinn að græja afgashitamælinn í en fæ hann enþá ekki til að virka, þegar maður setur hann í pústið, þarf að gera ráðstafanir svo þetta leiði ekki saman eða eitthvað þannig? Tók eftir að þegar stauturinn sem fer í pústið lá utan í járni í húddinu þá sveiflaðist mælirinn upp og niður. Kv, Jóhann
Gæti útleiðsla í bílnum orsakað þetta? Mér dettur það helst í hug.
-
- Innlegg: 2700
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Túrbína virðist ekkert gera, vantar góð ráð.
villi58 wrote:Það á ekki að þurfa neina jartengingu við púst, tengir hann inn í bíl ásammt öðru.
það gæti verið að neminn sjálfur þurfi jarðtengingu, ef mælirinn er að rokka upp og niður ef neminn dinglar í og úr jarðsambandi er það mjög líklegt.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Túrbína virðist ekkert gera, vantar góð ráð.
jongud wrote:villi58 wrote:Það á ekki að þurfa neina jartengingu við púst, tengir hann inn í bíl ásammt öðru.
það gæti verið að neminn sjálfur þurfi jarðtengingu, ef mælirinn er að rokka upp og niður ef neminn dinglar í og úr jarðsambandi er það mjög líklegt.
Ég vona að að eigandinn geti tengt örugga jörð eins og aðra víra sem þarf að tengja, þessar tengingar eru þannig að það þarf ekki mikinn hugsuð til að láta þetta virka.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 164
- Skráður: 08.des 2011, 21:05
- Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Túrbína virðist ekkert gera, vantar góð ráð.
Mælirinn sjálfur er jarðtengdur, en getur það verið að hitaneminn sjálfur þurfi jarðtengingu? Ef maður tekur hann úr og heldur á honum með hanska og hitar með gasi þá sýnir mælirinn enga breytingu nema nálin tikkar örlítið, hreyfist svona brot úr mm til og frá, en ef maður er með hann skrúfaðann í pústið og hringlar í snúruni og bankar í hann þá dettur hann stundum inn og út. Er helst á því að það sé sambandsleyfi í nemanum sjálfum, og spyr ég þá, er hægt að laga svona nema eða er einhverstaðar hægt að láta kíkja á þetta? Og ef svo er, má klippa einhverstaðar á leiðsluna (sem er með vírkápu) til að koma þessu úr bílnum og láta skoða?
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Túrbína virðist ekkert gera, vantar góð ráð.
Ég mundi fá einhvern fyrst til að skoða áður en þú ferð að klippa. Það verður hvort sem er að reyna laga þetta og ef eitthvað er hægt að gera þá hlítur eins að vera hægt að laga án þess að klippa.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Túrbína virðist ekkert gera, vantar góð ráð.
Er þetta ekki bara type k thermocouple? Færð svoleiðis nema á ebay fyrir ekki marga dollara, passaðu þig bara að hann þoli nógu háan hita, þeir eru til hræódýrir uppí 400 gráður og verða svo dýrari sem þola hærri hita. Mér sýnist þetta vera benda töluvert í þá áttina.
Hvernig mælir er þetta annars sem þú ert með?
Hvernig mælir er þetta annars sem þú ert með?
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 164
- Skráður: 08.des 2011, 21:05
- Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Túrbína virðist ekkert gera, vantar góð ráð.
Hef ekki hugmynd, stendur ekki á honum.. það fylgdi bílnum boost og egt mælar sem voru í honum þegar hann var 2,8 og ákvað ég bara að nota þá fyrst þeir voru til staðar. En ég fer á stúfana á morgun og læt kíkja á þetta, takk fyrir hjálpina allir :)
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur