Isuzu Trooper 38"

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Isuzu Trooper 38"

Postfrá hobo » 01.maí 2013, 21:32

Var að fá mér Trooper.
Með endurskoðun, lekur vatni og olíu, öxulhosa rifin, vantar nokkur demparagúmmí, ískur í bremsum, illa viðgert og sprautað húdd ásamt brettakanti, flauta óvirk, loftnetskapall í sundur, sprungnar perur, rúðupisskútur lekur, skrýtinn í stýri, hljóðkútslaus...............................................................
Meira síðar

PS: dekkin eru til sölu, hálfslitin ground hawg

Image



User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá jeepson » 01.maí 2013, 21:50

Búinn að selja Hilux?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá Freyr » 02.maí 2013, 00:30

Er þetta ekki 450.000 kr. bíllinn af bland?

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá hobo » 02.maí 2013, 06:36

jeepson wrote:Búinn að selja Hilux?



Freyr wrote:Er þetta ekki 450.000 kr. bíllinn af bland?

Jú, nema að hann fór ekki á svo háu verði :)

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá jongud » 02.maí 2013, 09:00

Árgerð?
bensín/dísel?

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá hobo » 02.maí 2013, 12:15

Dísel, árgerð 1999

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá Óskar - Einfari » 02.maí 2013, 14:19

bara svo að það gleymist ekki að spyrja!

Á ekki að setja cummins í hann?

múhahaha!
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá hobo » 02.maí 2013, 17:02

Nee ætli það.
Frekar færi ég í caterpillar, svona til að sýna andstöðu :)

User avatar

Doror
Innlegg: 323
Skráður: 10.apr 2010, 23:02
Fullt nafn: Davíð Örn Svavarsson

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá Doror » 02.maí 2013, 21:23

Glæsilegt, þessi verður flottur hjá þér.
Davíð Örn

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá jeepcj7 » 03.maí 2013, 01:08

Duramax er málið í þennan ef eitthvað enda isuzu vél.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá jongud » 03.maí 2013, 08:47

jeepcj7 wrote:Duramax er málið í þennan ef eitthvað enda isuzu vél.


NEI!
Isuzu 3.9 4ra cyl. sleggjan úr NPR sendibílunum :)

En svona án gríns, þessi bíll er með nýtísku common rail vél, og ef hún er óskemmd þrátt fyrir greinilega lélegt viðhald þá er um að gera að halda henni.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá íbbi » 03.maí 2013, 14:01

þennan reyndi ég mikið að selja fyrir fyrrv eiganda seinasta sumar, já hann þurfti orðið viðhald verður að segjast.

en þetta ætti að vera fínasti bíll þarna undir, foreldrar vinar minns áttu hann lengi og þá fékk þetta toppviðhald
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá hobo » 03.maí 2013, 16:49

Já mér sýnast smurbækur vera ansi góðar, búinn að hugsa vel um hann þannig.
En það er ekki búið að eyða peningum í þennan í svolítinn tíma, mikið sem þarf að laga.
Vatnslekinn virðist bara vera léleg hosuklemma en olíulekinn er ennþá til staðar. Búinn að kaupa pakkningasett og verður byrjað að rífa vél um helgina. Tímareim og vatnsdælu verður líklega skipt út í leiðinni.

Búinn að lesa mér nokkuð til um vélina og virðist vera að hún sé í góðu standi fyrir utan ytri lekann. Enginn innri leki á milli vatns, smurolíu og hráolíu. Einnig vinnur hún vel.


TWIN 2
Innlegg: 211
Skráður: 15.apr 2010, 17:09
Fullt nafn: Óttar Þór Ágústsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Akranes

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá TWIN 2 » 03.maí 2013, 20:11

ef mér leifist að spyrja en kemur þessi bíll af skaganum?
Nissan Patrol 44" 3.0 ssk
Nissan Terrano II 33" 2.7 ssk

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá hobo » 03.maí 2013, 21:06

TWIN 2 wrote:ef mér leifist að spyrja en kemur þessi bíll af skaganum?


Ekki hugmynd..

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá StefánDal » 03.maí 2013, 21:14

TWIN 2 wrote:ef mér leifist að spyrja en kemur þessi bíll af skaganum?


Hét hann ekki Ingvar sem átti þennan upp á Skaga?

Til hamingju með þennan Hörður! Alltaf langað í svona


TWIN 2
Innlegg: 211
Skráður: 15.apr 2010, 17:09
Fullt nafn: Óttar Þór Ágústsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Akranes

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá TWIN 2 » 04.maí 2013, 10:18

StefánDal wrote:
TWIN 2 wrote:ef mér leifist að spyrja en kemur þessi bíll af skaganum?


Hét hann ekki Ingvar sem átti þennan upp á Skaga?

Til hamingju með þennan Hörður! Alltaf langað í svona



jú ég held að þetta sé sá bíll sem Ingvar átti
Nissan Patrol 44" 3.0 ssk
Nissan Terrano II 33" 2.7 ssk

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá -Hjalti- » 04.maí 2013, 11:19

Flott verkefni og ef ég þekki þig rétt þá verður þetta flottur bíll eftir uppgerð.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Einar Kr
Innlegg: 78
Skráður: 09.maí 2010, 04:29
Fullt nafn: Einar Kristinn Brynjólfsson

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá Einar Kr » 04.maí 2013, 17:00

Hef alltaf verið lúmskt heitur fyrir Trooper, en maður hefur heyrt ansi misjafnar sögur af þeim. Hvað var það sem heillaði þig svona mikið við Trooperinn? Sá nefnilega að þú varst að auglýsa sérstaklega efir trooper um daginn. Var það kannski Izuzu Trooper lagið með hvanndalsbræðrum sem gerði útslagið: )

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá hobo » 04.maí 2013, 17:54

Aflmiklir og sparneytnir, rúmgóðir og ódýrir. Svo skemmir ekki fyrir að mér finnst þeir svolítið flottir.
Varðandi bilanasögurnar þá tek ég við öllum uppákomum opnum örmum. Ég myndi ekki fara út í þennan bíl ef ég kynni ekkert á skiptilykilinn.

Og nei, Trooperlagið með Hvanndalsbræðrum var ekki að gera mikið fyrir mig :)

User avatar

Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá Refur » 04.maí 2013, 23:39

Held að þessi bíll hafi verið á Skaganum.
Og annað til, ég held að þetta sé fyrrverandi forsetabíll, forseta 100m Gengisins

User avatar

Geiri
Innlegg: 127
Skráður: 01.feb 2010, 23:03
Fullt nafn: Sigurgeir Valgeirsson
Bíltegund: Trooper 35"

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá Geiri » 05.maí 2013, 12:42

hobo wrote:Aflmiklir og sparneytnir, rúmgóðir og ódýrir. Svo skemmir ekki fyrir að mér finnst þeir svolítið flottir.
Varðandi bilanasögurnar þá tek ég við öllum uppákomum opnum örmum. Ég myndi ekki fara út í þennan bíl ef ég kynni ekkert á skiptilykilinn.

Og nei, Trooperlagið með Hvanndalsbræðrum var ekki að gera mikið fyrir mig :)



Til hamingju með bíllinn, eftir að hafa átt trooper í 2 ár og þekkja nokkra sem eiga trooper og þekkja svo aðra á lc 90,lc 120 er bara fáfræði að halda því framm að trooper bili meira en þeir.
Það þurfa allir gamlir jeppar viðhald og það sem hefur verið að hrjá trooperinn og aðra ódýrari jeppa er að mönnum finnst mikið að eyða 100 til 300 þús í jeppa sem þeir borguðu 400 til 700þús fyrir, mönnum fynnst þetta minn mál hafi þeir keypt lc eða annað á 1200 til 2milj

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá hobo » 05.maí 2013, 15:13

Takk fyrir það, já maður verður að tíma pening í þetta, annað er ómögulegt.

Núna er búið að rífa mikið. Stálpakkning hefur verið að leka sem er á milli hedds og kambásbrakkets. Þar fer ný stálpakkning ásamt smyrju af pakkningalími, ætti að halda kjafti svoleiðis.
Svo verður skipt um sveifaráspakkdós svona þegar trissuhjólið næst af.
Vatnsdælan er búin með líftímann og alternatorinn var á lokaspretti, legurnar eru búnar og svo var hann löðrandi í smurolíu. Hann verður tekinn upp og sjænaður.
Ný kambáspakkdós og þéttingar fyrir spíssa.
Svo er bara að vona að hann fari í gang.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá hobo » 10.jún 2013, 21:56

Mikið búið að gerast yfir síðasta mánuð og fékk þessi skoðun um daginn.
Bremsuhaldari að aftan var ónýtur ásamt færslupinnum, búið að laga það.
Skipta um handbremsuborða og barka, bremsuklossa, öxulhosur, olíur á drifum og kössum.

Klafafesting að framan hafði brotnað og verið soðin skökk á og var því bíllinn skelfilegur í akstri. Skar gömlu festinguna frá og sauð nýja á. Lét hjólastilla og gjörbreyttist hann auðvitað við það.

Olíutankurinn var lekur og var það einn stútur í tankinn sem var ryðgaður í sundur. Gat fært slönguna upp á stubbinn sem eftir var og er tankurinn hættur að leka.

Húddið var í sprautun um helgina og snarskánaði útlið við það, þar sem húddið var ógeðslegt vægast sagt.
Búið er að setja upp langboga, og er líka búinn að fá mér þverboga og tengdóbox, tengja talstöð og spennubreyti, og fleira smálegt inn í bíl.

Er örugglega búinn að gera miklu meira sem ég man ekki í augnablikinu.

Það sem er eftir:
Loftdæla, nýja drullusokka, loka hjólaskálum, kastarar, endursmíða kastaragrind og kúlutengi, laga pússa og sprauta einn brettakannt, massa lakk, og *hóst* taka upp vél þar sem sveifaráspakkdósin lekur milli vélar og gírkassa.... Æi þessi listi er endalaus...

Svo er það þessi bjánalega rafmagnsinngjöf, er einhver búinn að finna gott ráð til að gera hana mýkri og losna við þessa rosalegu rykki á lágum snúning og á litlum hraða?

Það er ekki langt þangað til að hann verði ljósmyndahæfur..

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá hobo » 01.aug 2013, 19:10

Þessum tókst að fara í 2.200 km hringferð um daginn. og stóð sig með stakri prýði.
Ég sannfærðist reyndar í ferðinni að hráolían er að leka meðfram spíssahulsunum og blandast saman við smurolíuna.
Nú er ég búinn að smíða mér spíssahulsupúllara og kemur það í ljós eftir helgi hvort hann virkar þegar ég fer í það verkefni.

Á leið ofan í Mjóafjörð fyrir austan. Flottur fjörður.
Image

User avatar

Tyrirun
Innlegg: 59
Skráður: 15.des 2012, 12:02
Fullt nafn: Valtýr Gunnlaugsson

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá Tyrirun » 01.aug 2013, 19:20

hobo wrote:Þessum tókst að fara í 2.200 km hringferð um daginn. og stóð sig með stakri prýði.
Ég sannfærðist reyndar í ferðinni að hráolían er að leka meðfram spíssahulsunum og blandast saman við smurolíuna.
Nú er ég búinn að smíða mér spíssahulsupúllara og kemur það í ljós eftir helgi hvort hann virkar þegar ég fer í það verkefni.

Á leið ofan í Mjóafjörð fyrir austan. Flottur fjörður.
Image


er ekki BL með eilífðarábyrgð á þessum spíssum?
Toyota lc 90 38"

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá hobo » 01.aug 2013, 20:06

Ég hef nú ekki heyrt af því, væri hissa ef svo væri.
Samt alveg þess virði að hringja í B&L, en einhverjir hérna hljóta að geta staðfest þetta.

Væri alveg gapandi hissa ef eilífðarábyrgð væri líka á þessum spíssahulsum...

User avatar

Doror
Innlegg: 323
Skráður: 10.apr 2010, 23:02
Fullt nafn: Davíð Örn Svavarsson

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá Doror » 01.aug 2013, 20:14

Gaman að þessu hjá þér, hef alltaf verið mjög spenntur fyrir þessum Trooperum. Flottur, sæmilega aflmikil vél sem eyðir ekki miklu og flott pláss í þessu. Vonandi reynist hann þér vel í vetur.
Davíð Örn

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá jeepson » 01.aug 2013, 22:09

Djöfullinn að hafa ekki vitað af þér. Þá hefði ég nú boðið þér í kaffi hérna fyrir austan :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá hobo » 01.aug 2013, 23:25

Ég reiknaði bara með því að þú myndir finna þetta á þér :)

User avatar

Tyrirun
Innlegg: 59
Skráður: 15.des 2012, 12:02
Fullt nafn: Valtýr Gunnlaugsson

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá Tyrirun » 02.aug 2013, 01:24

hobo wrote:Ég hef nú ekki heyrt af því, væri hissa ef svo væri.
Samt alveg þess virði að hringja í B&L, en einhverjir hérna hljóta að geta staðfest þetta.

Væri alveg gapandi hissa ef eilífðarábyrgð væri líka á þessum spíssahulsum...


veit um einn sem fékk nýja spíssa í fyrra í svona gamlan trooper en svo klúðruðu þeir ísetningunni og það endaði með nýjum mótor í boði BL
Toyota lc 90 38"

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá hobo » 20.aug 2013, 21:23

Gaman væri að vita hvað þarf til að fá nýja spíssa. Margra tíma rannsóknir og ef það kemur í ljós að þeir séu í lagi þarf ég að borga verkstæðistímana? Þarf að heyra í B&L.
Veistu Tyrirun hvernig þeir klúðruðu ísetningunni sem eyðilagði vélin?

Annars er ég líklega búinn að kaupa varahlutabíl, svo framtíðin er "björt" hér á bæ.

User avatar

Tyrirun
Innlegg: 59
Skráður: 15.des 2012, 12:02
Fullt nafn: Valtýr Gunnlaugsson

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá Tyrirun » 21.aug 2013, 10:26

hobo wrote:Gaman væri að vita hvað þarf til að fá nýja spíssa. Margra tíma rannsóknir og ef það kemur í ljós að þeir séu í lagi þarf ég að borga verkstæðistímana? Þarf að heyra í B&L.
Veistu Tyrirun hvernig þeir klúðruðu ísetningunni sem eyðilagði vélin?

Annars er ég líklega búinn að kaupa varahlutabíl, svo framtíðin er "björt" hér á bæ.



held að þeir hafi misst eitthvað niður í stimpil en fjarlægðu síðan ekki
Toyota lc 90 38"

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá hobo » 16.okt 2013, 18:19

Skipti um hedd í síðustu viku.
Það gamla var sprungið á 5 stöðum(í það minnsta) milli inn og út ventla.
Heddið úr varahlutabílnum var heilt þannig að það var bara plús.

Image

Nýja heddpakkningin komin á..
Image

Ventlastillt..
Image

Image

Þurfti að bora og snitta fyrir 4 nýjum boltum fyrir pústið..
Image

Möst að kítta þessa mótora vel..
Image

Smá sýnishorn af fúski í þessum bíl, bara teipuð miðstöðvarhosa og haldið áfram að keyra..
Besta fúskið var að það var ventlaloks-tappi fastur inn í soghliðinni í heddinu. Einhver hefur misst hann í soggreinina og ekki nennt að gera neitt í því. Einn cylinderinn fékk því bara rúmlega 50% loft..
Image

Tilbúin í gangsetningu, datt í gang.
Truntugangurinn og reykmökkurinn er úr sögunni í kaldstarti þannig að þetta er bara tóm gleði, þangað til næst..
Image


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá biturk » 16.okt 2013, 20:10

Áttu tól til að ventlastilla
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá hobo » 16.okt 2013, 20:20

Nei ég mældi bara bilið, tók kambásana af og skipti um skífur eftir þörfum. Setti kambásana aftur á og mældi aftur.


krunar64
Innlegg: 10
Skráður: 14.okt 2013, 12:34
Fullt nafn: Kristinn Rúnar Karlsson
Bíltegund: Trooper

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá krunar64 » 17.okt 2013, 01:01

Lítur bara vel út hjá þér græjan! Ég er með einn 2000 módelið á 35"; keypti hann 1. apríl og er búinn að rúlla á honum 16000km. á rúmum 6 mánuðum. Og svona til að monta sig aðeins, þá var ég með í jeppaapjallferðinni uppá Eyjafjallajökul snemma í vor, og Trooper og ég fórum alla leið uppað gíg; var eini 35 tomma krílið sem upp fór. Tek svo fram að minn er bara með orginal hlutföllum og stock læsingunni sem ég held að sé að aftan!!

Áfram Trooper!
kveðja,
K.Rúnar


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá kjartanbj » 17.okt 2013, 20:52

krunar64 wrote:Lítur bara vel út hjá þér græjan! Ég er með einn 2000 módelið á 35"; keypti hann 1. apríl og er búinn að rúlla á honum 16000km. á rúmum 6 mánuðum. Og svona til að monta sig aðeins, þá var ég með í jeppaapjallferðinni uppá Eyjafjallajökul snemma í vor, og Trooper og ég fórum alla leið uppað gíg; var eini 35 tomma krílið sem upp fór. Tek svo fram að minn er bara með orginal hlutföllum og stock læsingunni sem ég held að sé að aftan!!

Áfram Trooper!
kveðja,
K.Rúnar



ég var alveg meiriháttar hissa á að þú hafðir þa upp , alveg afrek miðað við að það var alls ekki auðvelt færið þarna upp :) að minnsta kosti 2 súkkur sem gáfust upp á leið upp
og einhverjir fleiri lika sem gáfust upp, tók suma langan tíma að komast upp líka

Image
mynd af þér skoða gíginn :)
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá grimur » 17.okt 2013, 21:53

Svakalegt ventlasystem á þessum mótor, ekki hafði ég grun um að Isuzu rellan væri svona uppbyggð og með brunahólfið í stimplinum eins og vinnuvél.
Eins og svo margir var ég með mikla fordóma gagnvart þessari vél, helst byggða á því að bróðir minn lenti í svona sem sprakk eitthvað og lak olíu í smurgang.
Umboðsverkstæðið á Selfossi var ekki meira með á nótunum en það(eða þá að þetta var eitt af fyrstu tilfellunum) að hann þurfti að punga út fyrir öllum tímanum sem þeir tóku í að finna EKKI hvað var að, og svo nýtt hedd og alles þegar þeir fundu loksins orsökina. Samtals yfir hálfa millu.
Það var frekar grátlegt með nýlegan óbreyttan bíl.
En þetta eru líklega fínar vélar, ætli Izu gamli hafi ekki fundið út hvað þyrfti að laga svo þetta opnaði sig ekki....

kv
Grímur

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Isuzu Trooper 38"

Postfrá hobo » 05.nóv 2013, 11:53

Nú vona ég að maður sé búinn að koma í veg fyrir helstu sjúkdóma í vélinni.
Var ennþá með dísel/smurolíu mix eftir heddskiptin. Þá skellti ég þrýstiprófi á hráolíugöngin og var niðurstaðan sú að einn spíssinn hefur alltaf verið að leka innbyrðis.
Smellti einum varaspíss í sem ég átti sem var með sama "grade" (vélatölvumál) og er nokkuð viss um að vandamálið sé úr sögunni í bili.
Gott að vera með upptekið hedd og nýja pakkningu engu að síður..

Svo fór ofan í túrbína í morgun, en hana gerði ég upp sjálfur og er að vona að það lagi eitt og annað. Intercoolerinn hefur alltaf verið frekar olíuborinn ásamt því að pústið hefur verið frekar bláleitt og illa lyktandi.
Þetta swapp tók ekki nema 100 mínútur, en það hjálpaði að vera nýbúinn að losa túrbínu frá heddi um daginn.

Gamla og "nýja"
Image


gamla
Image

gamla
Image

nýja
Image

nýja
Image

á milli stríða
Image

Nú er vonandi komið að aukahluta-tímabili.. Kastarar og þ.h.


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 17 gestir