Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Ef þú vilt leggja eitthvað leiðinlegt til málana er þetta staðurinn.

Ath: Þráðum hér inni getur verið eytt fyrirvaralaust. Ekki vera of leiðinleg/ur.

birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá birgthor » 23.mar 2013, 12:51

Þetta fjallar allt um varmatap hvað vélina varðar.

Vélarnar í bílunum hjá okkur nota rétt um 32% af orkuinnihaldi eldsneytis í aflgjöf til hjóla, meginhluti restar fer í varmamyndun. Þegar kjörhita véla er náð þurfum við kælikerfi til þess að ofhita ekki vélahluti.

Ef mikill kuldi er úti getur hitastig véla farið niður fyrir kjörhita og þá er eðlilegt að vél þurfi að ganga hraðar (innsog fer á eða truntugangur byrjar) rétt eins og þegar bíllinn ný kominn í gang kaldur.

Ef við erum að keyra í frosti og logni, segjum -10°C er ákveðið mikið varmatap frá vél. Vélin ætti að ráða við það með því að minnka virkni kælikerfis, vatnslásinn minnkar opnun og þá hangir vélin við kjörhita.
Ef við aukum svo vindstyrkinn en höldum hitastiginu óbreyttu eykst varmatapið til muna, þá getur verið að vélin hangi ekki við kjörhita og fer þá að láta öllum illum látum.
Einnig ef við höfum áfram logn en lækkum bara hitastigið í -30°C eykst varmatapið.

Þessvegna er oft talað um að -20°C með dass af vindi getur verið eins og -30°C, það er bara vegna þess að það er sambærilegt varmatap í báðum aðstæðum.

Hinsvegar eins og komið hefur fram þá fer enginn hlutur niður fyrir útihita. Sama hversu mikill vindur er.

Þetta er það nákvæmlega sama og gerist hjá líkamanum, við náum kannski að halda okkur í kjörhita (37°C) ef við stöndum úti í 10°C logni (nakin), en um leið og fer að blása eykst varmatapið og líkamshitinn fer frekar dala.


Smá dæmi, fyrir þá sem eru ekki að fylgja mér.

Ef þú ert með tvo eins ísskápa nema annar með viftu.
Báðir stilltir á -10°C.
Setur inní þá báða alveg eins 20°C heitan hlut.

Þá fer hluturinn sem er í ískápnum með viftu fyrr niður í -10°C, en ekkert neðar en það.
Svo eftir einhvern tíma endar hinn hluturinn líka í -10°C.


Vonandi er þetta skiljanlegt


Kveðja, Birgir

User avatar

hmm
Innlegg: 14
Skráður: 29.nóv 2010, 13:00
Fullt nafn: Benedikt Magnússon
Bíltegund: Ford F350 49"

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá hmm » 23.mar 2013, 14:03

Svaraði röngum pósti - átti ekki við lengur og hent út
Ford F350 49" - með öllu og fleira sem ég man ekki eftir
Lynx Rave XT 800
Polaris Edge 800


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá birgthor » 23.mar 2013, 14:53

Úps, commentið frá Vigni var ekki komið inn þegar ég ætlaði að byrja skrifa. Svo ýtti ég ekki á senda fyrr en í dag. Ég er eiginlega að endurtaka það sem hann segir :)
Kveðja, Birgir


palsson
Innlegg: 26
Skráður: 14.feb 2012, 10:50
Fullt nafn: Kristinn Fannar Pálsson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá palsson » 26.mar 2013, 09:36

Þessar frásagnir minna einna helst á einhverja sögu um ferð á Suðurskautslandið frá síðustu öld. Það væri gaman og fróðlegt að sjá heildstæða frásögn frá þessari ferð, og því basli og bramli sem fólk lenti í þarna.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá kjartanbj » 26.mar 2013, 10:53

þetta var ekkert flókið, aðal vesenið var á amerísku bílunum með blöndunga.. og svo bílum sem voru búnir að vera að lenda í bilunum en hefðu komist niður hefði ekki gert þetta veður sem gerði og færið spilltist , þó ekki þannig að menn væru alveg að drífa í þessu ef þeir voru með heila bíla á annað borð
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Brjótur » 26.mar 2013, 13:55

Nu jaja allar öldur lægir um siðir :) frostið buið að minnka talsvert og svo er athyglisvert að nu eru menn farnir að drifa en i byrjun þessa posts var enginn að drifa neitt og allt i oefni, Eg vil nu bara benda mönnum a að a hverjum vetri gengur folk yfir þennan jökul og fær a sig allskonar veður og sefur i tjöldum :) allt upp i 12 til 14 daga :) Reyndar tekst nu ekki öllum að klara turana en það er önnur saga.

Kveðja Helgi :)


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá kjartanbj » 26.mar 2013, 14:04

ef þú hefðir verið þarna uppfrá, þá hefðirðu skilið miskilningin sem gat myndast, svo hefur verið að vindast ofan af þessu hérna og á F4x4
talstöðva samskipti voru bara gríðarleg, maður var að heyra allskonar þarna, ég var tildæmis að heyra í einhverjum á Ram og einhverjum svona bílum sem drifu ekki nema í troðara förunum , ég einhvernvegin gerði ráð fyrir því að það væru bílar á stærri túttum , ég átti aldrei í neinu veseni á 44" að drífa, keyrði bara það sem maður vildi fara..
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

hmm
Innlegg: 14
Skráður: 29.nóv 2010, 13:00
Fullt nafn: Benedikt Magnússon
Bíltegund: Ford F350 49"

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá hmm » 26.mar 2013, 15:28

Já Helgi ... Þetta var heilmikill stormur... Svo kallaður stormur í vatnsglasi... Að vísu frosið vatn en engu að síður blés mikinn í glasinu, einkum og sér í lagi hjá sófariddurum og öðrum sem voru undir 200 m.y.s.

En að öllu gamni slepptu þá var vonsku veður á jöklinum, frostið fór í 23°C og vindmælir á einum af bílunum var reglulega að slá yfir 35 m/s - það var því sannkallað skítaveður eins og oft vill verða á þessum jökli. En það var hins vegar, eða hefði ekki þurft að vera neitt vandamál þar sem menn voru jú allir inni í bílum sem að flestir voru í gangi - eða í hópunum voru bílar sem gengu og eins og bent hefur verið á þá sefur fólk nú í tjöldum á þessum sama jökli og meira að segja gerði þessa nótt. Allir sem þarna voru voru að koma úr skálagistingu og því væntanlega með bærilegann búnað.

Nokkrir bílar voru með vesen og hættu að ganga og því var eðlilegt að skilja þá eftir enda lítið sem ekkert hægt að gera í svona veðri. Ástæður þess að þeir hættu að ganga voru ýmsar, fraus í blöndungum, fylltust loftsíur, vaxmyndun í olíu o.s.frv. Einhverjir voru svo fastir og voru því skildir eftir þegar að ákvörðun hafði verið tekin að sækja fólk en skilja bíla sem voru til vandræða eftir. Það voru því 19 bílar skildir eftir á jöklinum þetta kvöld - flestir vegna bilana en 2 - 3 vegna þess að þeir komust ekkert áfram. Þrír hópar sem töldu samtals 10 bíla voru í það miklu brasi að þeir óskuðu eftir utanaðkomandi aðstoð, þar voru allir bílar stopp og í einu tilvikunu einungis einn bíll gangfær. Aðrir hópar sem voru þarna uppi þegar farið var að aðstoða þurftu enga utanaðkomandi aðstoð en nýttu sér að sjálfsögðu förin eftir troðarann þegar hann var kominn upp.

Áður en troðarinn (sem var ráðinn til verksins af 4x4 fyrir ferð) fór upp voru rúmlega 50 bílar búnir að skila sér niður og í gegnum þetta veður og færi, það voru í flestum tilfellum blandaðir hópar en þar á meðal var þó einn hópur sem innihélt bara 38" bíla - þeir voru komnir í hús á skikkanlegum tíma. Langflestir 44" bílar voru að drífa bærilega og stærri bílar keyrðu þetta viðstöðulaust. Ég þurfti aldrei að slá af eða bakka á mínum 49" Ford og fór sjaldan hægar en á um 10 km/h - í mínum hóp voru 11 bílar - allir vel búnir og með reynda jeppamenn undir stýri. Við stoppuðum aldrei og vorum þó með einn í bandi.
Eftir að troðarinn kom til sögunnar óku svo um 20 bílar í viðbót sjálfir niður af jökli en 19 bílar voru skildir eftir.

Hinu meginn á jöklinum var einn hópur og þeir lentu í bilunum og þurftu að skilja tvo bíla eftir skammt frá Grímsfjalli og var svo snúið við af björgunarsveitum sem náðu sambandi við þá - hvers vegna hef ég enga skýringu fengið á og hef nokkuð velt þeim fréttum fyrir mér.

Í þessum hópum sem voru á jökli þetta kvöld voru aðilar sem voru ekki vanir þessum aðstæðum og einhverjir urðu ansi smeikir og ákváðu að óska eftir aðstoð björgunarsveita. Það var þeirra ákvörðun á þeim tíma þar sem þeir hafa augljóslega ekki talið sig ráða við aðstæður og það er enginn maður að minni að kalla eftir aðstoð. Þó svo að okkur sem að höfum ferðast á þessum slóðum áratugum saman hafi kannski ekki þótt neitt vera að þá getur veður eins og þetta og aðstæður verið ógnvekjandi og því kom þessi staða upp. Einhverjir þessara aðila sem kölluðu eftir aðstoð kölluðu á rás 16 og því var landhelgisgæslunni blandað í málið og menn þar á bæ ásamt aðilum frá Landsbjörgu vildu fara að hefja leit á jökli að hópum sem var á þeim tímapunkti ekki vitað um - það voru þeir hópar sem komu síðastir í troðararöðina. Þessu mótmælti ég harðlega þar sem að mér þótti fáránlegt að fara að hefja leit að mönnum sem voru ekki í neinum vanda og væru fullfærir um að bjarga sér sjálfir - eins og kom svo eðlilega í ljós. Menn hefðu gert vart við sig ef eitthvað væri að.
En það voru svo vissulega önnur atriði sem að trufluðu björgunarsveitirnar og það voru sögusagnir um neyðarblys á vestanverðum jökli sem svo ekkert fannst út úr og svo neyðarkall á rás 46 sem heyrðist í vestur - en fljótlega kom þó í ljós að það hafði borist úr einum af bílunum sem voru á þessu svæði.

En svona gekk þetta allt nú nokkurnveginn fyrir sig... Upp á Jökul fóru troðarinn frá Jöklaseli, einn bíll frá Björgunarfélagi Hornafjarðar, 3 bílar frá 4x4 á Höfn og svo 6 bílar frá okkur í Túttugenginu. Fólki var smalað úr bílum sem voru stopp og allir voru komnir á Höfn um ca. miðja nótt - þar beið heitur matur og kaldur bjór eftir hópnum og ég held að flestir hafi sofið bærilega það sem eftir lifði nætur....

Færið var vissulega þungt á köflum og hefur örugglega verið fyrir einhverjum, hins vegar áttu stærri bílarnir ekki í neinum vandræðum og flestir 44" bílarnir - í það minnst þeir sem voru með vana ökumenn, óku þetta vandræðalítið.

En svo fyrir utan þessa síðustu 15 km eða svo á Jökli þá var snilldarfæri á Jökli og við vorum í það minnsta að keyra á 50 - 60 km frá Gæsavötnum og þar til við áttum stutt eftir niður af jökli - það tók okkur í heildina um 6 - 7 tíma að fara frá Gæsavötnum og niður á Höfn með stoppum.

Viðbrögð hér á vefnum og á f4x4 og víðar við þessu voru í flestum tilvikum beinlínis hlægileg eða í sumum tilvikum sorgleg eins og upphafið á þessum þræði. En öll eiga þau þó það sammerkt að vera í upphrópunarstíl sem Sófariddarar tileinka sér gjarnan og fjalla meira um hlutina af æsingi og skipta sér lítið af staðreyndum... Fréttamenn á fjölmiðlum voru svo í stöðugu sambandi við mig daginn eftir þetta og vildu allir taka viðtal - einungis Stöð 2 kom svo með frétt þar sem að ég var svo leiðinlegur að eyðileggja fyrir þeim allar fréttir um alvarlegan lífsháska sem að bæði konur og ungabörn hefðu verið í þarna á jöklinum. Einnig var það hundleiðinlegt þegar ég vatt ofanaf fréttum um að þarna hefði orðið tugmilljóna tjón - en sá fréttamaður var alveg með það á hreinu að llir bílarnir á jökli væru handónýtir.... Hvaðan fréttamenn fá þetta hugmyndaflug veit ég ekki...

En svona var nú sagan um þennan storm - sem var meira í vatnsglasi en annað... Eftir þetta hafa væntanlega margir sest niður og fært reynslu inn í bankann og farið að huga að því hvernig þeir geta verið betur undirbúnir þegar þeir ferðast á Jöklum... Aðrir hafa kannski hugsað að þeir hefðu átt að taka það alvarlega í eitt af þeim 10 skiptum sem undirbúningsnefndin sagði að þetta væri mjög krefjandi ferð og aðstæður gætu orðið mjög erfiðar og menn yrðu að vera undir það búnir... Kannski einhverjir skoði það og fari ekki aftur af stað í alvöru ferð, búnir eins og þeir ætli á Langjökul á vordegi.

Benni
Ford F350 49" - með öllu og fleira sem ég man ekki eftir
Lynx Rave XT 800
Polaris Edge 800


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá kjartanbj » 26.mar 2013, 16:15

Um að gera að læra af þessu bara , ég tildæmis komst að því að ég var með vitlausa stillingu á gps tækjunum báðum hjá mér sekúndur en ekki mínutur í hnitunum sem kom reyndar ekkert alvarlega að sök..
en var að öðru leiti vel búin og hefði vel getað verið þarna yfir nóttina og vel það hefði svo farið , bíllinn var þéttur og maður var með svefnpoka og allar græjur auk matar

hópurinn sem ég var í endaði á að skilja 2 bíla eftir upp á jökli sem var eftirá að hyggja alger óþarfi enda voru við ekkert í neinum vandræðum .. of löng saga til að telja hér upp ástæðurnar fyrir því.. skildum við svo einn eftir við jökulröndina sem lenti í því að fá spotta utan um hjól og reif hann bremsuslöngu og svo endaði ég á því að skilja minn eftir út í vegkanti með 2 af 6 felguboltum eftir en reddaðist það allt deginum eftir og komumst við heim á sunnudagsnóttina
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Dreki
Innlegg: 80
Skráður: 06.apr 2010, 20:24
Fullt nafn: Smári Einarsson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Dreki » 26.mar 2013, 16:19

flott grein hjá benna og lýsir þessu vel

kv.Smári
Smári Einarsson
Audi Q7
Dodge Ram 2500 38"
Blazer 1979 44"

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Brjótur » 26.mar 2013, 19:26

Flott frasögn Benni og ja gott að storminn er að lægja :) menn hafa nu spurt her að framan hvort það hafi verið slegin met i vindi og frosti :) enginn hvæsir a hann en þegar eg voga mer að skrifa eitthvað , þa risa menn a afturlappirnar :) eins og það þurfi að hrekja allt sem eg segi;) en Benni please ekki vera að kalla mig sofariddara , þo svo að eg hafi ekki haft tima til að ferðast i vetur þa er eg klarlega buinn að ferðast meira og reynt meira en obbinn af spjallverjum herna ( ekki þu Benni) sem blasa sig herna ut eins og þeir hafi ferðast i margar aldir:) Eg er nu buinn að fa að heyra aðeins fra fyrstu hendi af þvi hvernig astandið var þarna uppi og ekki var þetta neitt timamotaveður, Sennilega liggur vandinn i þvi sem Benni bendir a að menn hafi buið sig eins og þeir væru að fara i dagsferða a Langjökul, Og Kjartan felguboltar eiga að vera standardaukabunaður i jeppum,
og bremsuslanga i sundur er ekki astæða til að skilja bil eftir bara blinda lögnina :)

kveðja Helgi


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá s.f » 26.mar 2013, 19:48

Brjótur: þekkir þú flest alla á þessu spjalli??? Svo er kanski ástæðan fyrir því að þér er svarað eins og þú segir, sú að þú talar niður til manna í flest þau skifti sem þú ert að svara hér. Og talar eins og þú sért jeppamaður íslands. Ekki það að ég þekki þig eða þekki til kunátu þinnar. En oft er það nú þannig að þeir sem hefa sig messt upp og og látta eins og þeir geti og kunni allt, að þeir eru ekki eins færir og þeir halda.


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá stebbiþ » 26.mar 2013, 20:28

Það bylur hæst í tómri tunnu.

User avatar

Hólmar
Innlegg: 31
Skráður: 06.sep 2012, 00:43
Fullt nafn: Hólmar Þór Sigurðsson
Bíltegund: Patrol

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Hólmar » 26.mar 2013, 20:34

stebbiþ wrote:Það bylur hæst í tómri tunnu.


Amen , eitthverjir verða að sjá um skemmtiatriðin hérna !

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá StefánDal » 26.mar 2013, 22:26

Brjótur wrote:Flott frasögn Benni og ja gott að storminn er að lægja :) menn hafa nu spurt her að framan hvort það hafi verið slegin met i vindi og frosti :) enginn hvæsir a hann en þegar eg voga mer að skrifa eitthvað , þa risa menn a afturlappirnar :) eins og það þurfi að hrekja allt sem eg segi;) en Benni please ekki vera að kalla mig sofariddara , þo svo að eg hafi ekki haft tima til að ferðast i vetur þa er eg klarlega buinn að ferðast meira og reynt meira en obbinn af spjallverjum herna ( ekki þu Benni) sem blasa sig herna ut eins og þeir hafi ferðast i margar aldir:) Eg er nu buinn að fa að heyra aðeins fra fyrstu hendi af þvi hvernig astandið var þarna uppi og ekki var þetta neitt timamotaveður, Sennilega liggur vandinn i þvi sem Benni bendir a að menn hafi buið sig eins og þeir væru að fara i dagsferða a Langjökul, Og Kjartan felguboltar eiga að vera standardaukabunaður i jeppum,
og bremsuslanga i sundur er ekki astæða til að skilja bil eftir bara blinda lögnina :)

kveðja Helgi


Þú hefur margt til málanna að leggja og ert eflaust hokinn af reynslu. En því miður þá skemmiru það fyrir sjálfum þér með stórkarlalátum og hroka. Mín fyrstu kynni af þér á internetinu voru þau að þú kommentaðir í söluþráð hjá mér á f4x4.is að ég væri snargeðveikur að auglýsa ryðgaðan 38" diesel Hilux '92 á 400.000 kall. Það segir eiginlega allt sem þarf að segja um þig.
Já og svona broskallar gera þig ekkert skemmtilegri :)


kristinj
Innlegg: 1
Skráður: 26.mar 2013, 22:14
Fullt nafn: Kristín Jónsdóttir
Bíltegund: LandCruiser 90

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá kristinj » 26.mar 2013, 22:30

kári þorleifss wrote:Stolnar myndir af netinu. Held þetta sýni örlítið ástandið á skaflinum.
Enn frábært að fólk vinni vel saman enda þekkja heimamenn mjög vel til þarna.

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image


Frábært ferð í alla staði ! Væri ekki gaman að setja líka myndir frá föstudeginum þar sem hann var alveg geggjaður !

Image

Image

Image

Fleiri myndir hér til að SKOÐA - http://www.facebook.com/media/set/?set= ... 713&type=3

Þætti vænt um að ef einhverjum langar að deila myndunum mínum utan þess svæðis sem ég get fylgst með þeim þ.e.a.s. facebook að biðja um leyfi ;) Ég gef það yfirleitt þegar það er bara svona til gaman :)

Kristín Jónsdóttir - Ljósmyndari

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Stebbi » 27.mar 2013, 00:13

Brjótur wrote:....menn hafa nu spurt her að framan hvort það hafi verið slegin met i vindi og frosti :) enginn hvæsir a hann en þegar eg voga mer að skrifa eitthvað , þa risa menn a afturlappirnar :) eins og það þurfi að hrekja allt sem eg segi;)



Það er víst ekki sama hvernig hlutirnir eru settir fram.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá kjartanbj » 27.mar 2013, 00:26

Brjótur wrote:Flott frasögn Benni og ja gott að storminn er að lægja :) menn hafa nu spurt her að framan hvort það hafi verið slegin met i vindi og frosti :) enginn hvæsir a hann en þegar eg voga mer að skrifa eitthvað , þa risa menn a afturlappirnar :) eins og það þurfi að hrekja allt sem eg segi;) en Benni please ekki vera að kalla mig sofariddara , þo svo að eg hafi ekki haft tima til að ferðast i vetur þa er eg klarlega buinn að ferðast meira og reynt meira en obbinn af spjallverjum herna ( ekki þu Benni) sem blasa sig herna ut eins og þeir hafi ferðast i margar aldir:) Eg er nu buinn að fa að heyra aðeins fra fyrstu hendi af þvi hvernig astandið var þarna uppi og ekki var þetta neitt timamotaveður, Sennilega liggur vandinn i þvi sem Benni bendir a að menn hafi buið sig eins og þeir væru að fara i dagsferða a Langjökul, Og Kjartan felguboltar eiga að vera standardaukabunaður i jeppum,
og bremsuslanga i sundur er ekki astæða til að skilja bil eftir bara blinda lögnina :)

kveðja Helgi


ég var með felgubolta.. bara ekki þá réttu... vissi ekki að það væru 14mm 100krúser boltar bara í þessu eina nafi , það kom bara í ljós þegar við ætluðum að setja rær á þetta hjól þar sem það losnaði uppá hjá mér og töpuðust rær.. að 12mm rærnar sem ég var með pössuðu ekki, náði svo sambandi við þarsíðasta eiganda á sunnudeginum sem sagði mér að það hefðu brotnað hjá sér felguboltar á þessu hjóli og hann hefði sett 100krúser bolta þar en átt eftir að gera það við hin hjólin.. og ég hélt bara að það væru 12mm felguboltar í þessu hjá mér..

með slönguna þá vorum við búnir að vera á ferð í 20+ tíma , vorum ekki með neitt til að blinda slönguna svona í fljótu bragði , veðrið var ekkert skemmtilegt, mikið frost og svona og menn vildu bara komast í svefn, bíllinn var kominn niður af jökli og var sóttur á sunnudeginum , maður keyrir bara ekki niður brekkurnar þarna með lélegar bremsur , þetta er ekki staður sem þú vilt vera bremsulaus á

það var allavega einn bíll annar sem var skilinn þarna eftir vegna bremsuleysis um nóttina


en það er voða auðvelt að koma með yfirlýsingar heima í sófa..
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Oskar K » 27.mar 2013, 03:49

að lesa pósta eftir helga brjót er eins og að hlusta á einhvern klóra í krítartöflu
1992 MMC Pajero SWB

User avatar

Bokabill
Innlegg: 51
Skráður: 31.mar 2011, 11:02
Fullt nafn: Jóhannes Jensson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Bokabill » 27.mar 2013, 09:25

Flott þegar fólk getur sagt skoðun sína án þess að hugsa bara um að þóknast já-kórnum.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Brjótur » 28.mar 2013, 13:15

Ja bokabill og það geri eg, eg held bara að menn ættu að hætta þessari viðkvæmni og hlusta, Td varðandi bremsurör i sundur, ekki þarf merkilegra verkfæri en Visegrip eða venjulega flatkjafta töng og limband eða strapp og setja þetta a gummislöngu, það þarf svo litið atak til að stifla slönguna er nybuinn að gera þetta sjalfur var ekki með visgrip, Og þu ert ekki bremsulaus i brekkum, hefur bilinn i 4x4 og jafnvel laga drifinu þa er þetta ekkert mal drengir.
Og Stefan eg er enn þeirrar skoðunar varðandi þennan ryðhaug.
Oskar minn þu hlustar þa kanski ekki gott að sofa við þetta hljoð heeh

Svo ætla eg bara að benda ykkur a að það eru fullt af jeppaköllum sammala mer en af kurteisi eru þeir ekki að benda ykkur a þetta, en eg þori þvi og er bara alveg sama hvernig þið hvæsið a mig, reyndar finnst mer mal mitt sanna sig þegar eg fæ ekki motmæli fra ykkur saru menn, heldur bara aðfinnslur og niðurrifshjal um mig :) En svo þið vitið það þa særir það mig ekkert eg hlæ bara að ykkur i staðinn :)

kveðja Helgi

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá -Hjalti- » 28.mar 2013, 13:36

Brjótur wrote:Ja bokabill og það geri eg, eg held bara að menn ættu að hætta þessari viðkvæmni og hlusta, Td varðandi bremsurör i sundur, ekki þarf merkilegra verkfæri en Visegrip eða venjulega flatkjafta töng og limband eða strapp og setja þetta a gummislöngu, það þarf svo litið atak til að stifla slönguna er nybuinn að gera þetta sjalfur var ekki með visgrip, Og þu ert ekki bremsulaus i brekkum, hefur bilinn i 4x4 og jafnvel laga drifinu þa er þetta ekkert mal drengir.
Og Stefan eg er enn þeirrar skoðunar varðandi þennan ryðhaug.
Oskar minn þu hlustar þa kanski ekki gott að sofa við þetta hljoð heeh

Svo ætla eg bara að benda ykkur a að það eru fullt af jeppaköllum sammala mer en af kurteisi eru þeir ekki að benda ykkur a þetta, en eg þori þvi og er bara alveg sama hvernig þið hvæsið a mig, reyndar finnst mer mal mitt sanna sig þegar eg fæ ekki motmæli fra ykkur saru menn, heldur bara aðfinnslur og niðurrifshjal um mig :) En svo þið vitið það þa særir það mig ekkert eg hlæ bara að ykkur i staðinn :)

kveðja Helgi


Já heldur þú að þú sért sá eini sem kunnir að loka fyrir opið bremsurör ? Ég nennti bara ekki að standa í því Þarna í öllu rokinu og kuldanum um nóttina.
Hvaða helvítis máli skiptir það hvort að bíllinn hafi staðið á veginum niður af jökli í þessa örfáu tíma eða á eitthverju bílaplani uppá Höfn? Mér er bara alveg sama hvað þú hefðir gert , ég tók bara þessa ákvörðun og sé ekki hvaða máli þetta skiptir þig ??
Eða "alla" þessa jeppamenn sem þú talar um sem sitja á sínum skoðunum. Hugsið bara um ykkar mál en ekki hvernig ég tækla bilanir í Mínum bíl.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá kjartanbj » 28.mar 2013, 13:57

Ég hefði ekki gefið í það að fara þarna niður án bremsa, ég keyrði niður í lága drifinu og skiptinguna í L, þurfti samt að nota bremsurnar frekar bratt þarna niður og ekkert nema hengjur framaf, skil vel að menn voru ekki að leggja í viðgerðir þarna eftir 20 tíma á ferð í leiðinda veðri og búnir að að standa í viðgerðum í hópnum á leiðinni

Held að menn sem voru ekki á staðnum ættu að láta það ógert að tjá sig um hvað menn hefðu átt að gera
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá lecter » 28.mar 2013, 14:07

þessi þráður er kominn i 3 siður fin lesning hjá sumum ,, ég hefði viljað sjá nákvæma bilanagreiningu á þeim bilum sem biluðu i þessu veðri ,, til að þeir eigendur sem eiga eins bila geti lagfært sina bila svo komast meigi hjá motorstoppi eða einhverju öðru , ekki fela jeppan og skammast sin fyrir að hann stoppaði ,, koma frekar með nyan þráð og tala um hvað skeði lýsa bilun og fá sameiginlega rað hér i þessu spalli ,,, ef það er ekki hægt þá hefur þetta jeppasjall algörlega mist mark þvi miður ,,


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá kjartanbj » 28.mar 2013, 15:49

Blöndungsbílar voru að deyja.. Eða bílar með illa varin loftinntök
Það voru svona aðal bilanirnar, svo einhverjar smá bilanir
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá villi58 » 28.mar 2013, 16:29

Hvernig er það taka menn ekki síurnar úr á jöklum í skafrenningi eða stórhríð og keyra þannig, loka svo loftinntökum þegar er drepið er á bílunum ?????
Þarf kanski að vera vélar lausar við allt skynjararuslið til að það gangi ???

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Hjörturinn » 28.mar 2013, 16:51

Hvernig er það taka menn ekki síurnar úr á jöklum í skafrenningi eða stórhríð og keyra þannig, loka svo loftinntökum þegar er drepið er á bílunum ?????
Þarf kanski að vera vélar lausar við allt skynjararuslið til að það gangi ???


Þetta var gert í einum bíl hjá okkur sem var farinn að ganga mjög truntulega (diesel bíll), gekk mjög fínt í smá tíma en svo dó alveg á honum, ef það er að skafa inn í síuboxið þá skefur bara alla leið niður ef maður tekur síuna úr.
Dents are like tattoos but with better stories.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá villi58 » 28.mar 2013, 18:29

Hjörturinn wrote:
Hvernig er það taka menn ekki síurnar úr á jöklum í skafrenningi eða stórhríð og keyra þannig, loka svo loftinntökum þegar er drepið er á bílunum ?????
Þarf kanski að vera vélar lausar við allt skynjararuslið til að það gangi ???


Þetta var gert í einum bíl hjá okkur sem var farinn að ganga mjög truntulega (diesel bíll), gekk mjög fínt í smá tíma en svo dó alveg á honum, ef það er að skafa inn í síuboxið þá skefur bara alla leið niður ef maður tekur síuna úr.

Já ég trúi því, sennilega best að vera með snorkel og nota ullarsokkinn og lemja honum við annaðslægið þegar vart er á gangi mótors.


hrappatappi
Innlegg: 123
Skráður: 11.feb 2010, 22:13
Fullt nafn: Hjalti Melsted

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá hrappatappi » 28.mar 2013, 18:35

Já ég trúi því, sennilega best að vera með snorkel og nota ullarsokkinn og lemja honum við annaðslægið þegar vart er á gangi mótors.[/quote]

Eða bara vera með barka með sér sem að maður tengir við snorkelið og svo bara inní bíl.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá lecter » 28.mar 2013, 18:36

svo þeir bilar sem ekki voru með upprunaleg loftsiuhús stoppa ,,, tildæmis sveppi og opnar síur kromaðir lofthreinsarar ,,

svo það var ekki bara að blöndungs vélar stoppa af þvi þær eru með blöndung heldur að þær vélar hafa mist upprunalegu siuhusin ,,og setthefur i staðin opnar siur ,,,,, sem eru gerðar fyrir sumar og sól ,,

bila buð benna hefur selt mönnum svona opnar siur og sveppi i mörg ár ,, vitandi að þetta virkar ekki á fjöllum ,,,

hvað með diesel sem fraus i olian ,, eru menn með einangraðar leiðslurnar úr tank að motor eða forhitara á vatnhosunum ,,,

svarti svampurinn úr kælikerfum er finn i það bowman kælar úr bátum eru finir i vatnskassa hosurnar eða sjálfskiptikælirinn úr saab 99 900 eg notaði hann fyrir 30 árum hann virkar jafn vel i dag
smiða gardinur fyrir vatnskassan sem hægt er að loka fyrir kælinguna eða segl ,,,, þannig helst kanski hiti i bilnum ,,

þó rak eg augun i að bill hefði soðið á og mist vatn (kanski heddpakning hafi farið)


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá lecter » 28.mar 2013, 18:42

ja eg man eftir overland jeppa i þórsmörk sem var diesel hann var með loft barkann in i bil og svo var ekið upp og niður krossá og sá sem var minst fullur bar ábyrð á barkanum að hann færi ekki i kaf i vatn ,, eg var einmitt að hugsa þetta að vera með þetta sistem sem getur opnast inn i bil með barka lika

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Brjótur » 28.mar 2013, 20:30

Menn enn a afturlöppunum se eg hahaah aldrei myndi eg skilja eftir bil ut af fokking bremsuröri, og Kjartan það er nakvæmlega ekkert mal að keyra þarna niður eða upp , come on ekki hætta æsið ykkur meira hahahaahah


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá kjartanbj » 28.mar 2013, 20:40

Brjótur wrote:Menn enn a afturlöppunum se eg hahaah aldrei myndi eg skilja eftir bil ut af fokking bremsuröri, og Kjartan það er nakvæmlega ekkert mal að keyra þarna niður eða upp , come on ekki hætta æsið ykkur meira hahahaahah



Varst þú þarna? veistu hvernig snjórin var í hlíðunum þarna? keyra þarna niður í svarta myrkri, flughált á köflum, snjór í þröngum veginum
ég keyrði þarna niður og þurfti sjaldan að snerta bremsur enda bara í lága og fyrsta .. eitt skiptið sem hann læsti hjólum hjá mér út af gler hálku bara þar sem fullt af bílum voru búnir að keyra þarna niður

voða auðvelt að koma með einhverjar yfirlýsingar heima úr sófa

bíllinn var sóttur daginn eftir þarna upp og þetta græjað.. gerir þér ekki grein fyrir því að menn voru orðnir kaldir eftir 20 tíma á ferð, þar af einhverja 10 tíma þar sem var ekki farið hratt yfir, og bílarnir voru ekki að haldast heitir , menn voru minnst að pæla í einhverju bremsuröri , bara komast á hótel til að sofa


Annars er ég pollrólegur, bara gaman að sjá þig tjá þig eitthvað hérna um eitthvað sem þú veist ekkert um
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá s.f » 28.mar 2013, 20:46

Brjótur wrote:Menn enn a afturlöppunum se eg hahaah aldrei myndi eg skilja eftir bil ut af fokking bremsuröri, og Kjartan það er nakvæmlega ekkert mal að keyra þarna niður eða upp , come on ekki hætta æsið ykkur meira hahahaahah



já strákar hlustið á jeppamann íslands hann er búin að reyna allt og kann þetta allt líka ef brjótur hefur ekki gert það þá er það ekki hægt

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Hjörturinn » 28.mar 2013, 20:48

Image

En annars fannst mér ekkert vera teljandi vesen með hráolíuna, varð vafalaust eitthvað "þykkri" en dó aldrei hjá okkur af þeim sökum (nema á einum bíl en það er önnur saga). Var bara með ísvara, er venjulega með steinolíu útí, en það skolaðist eitthvað til í þetta skiptið :)
Dents are like tattoos but with better stories.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá kjartanbj » 28.mar 2013, 20:53

ég var bara með olíu beint af dælu og ekkert í henni eða neitt , bíllinn gekk fínt allan tímann og engin vandræði fyrir utan að það var að frjósa kringum inngjafarbarkan, eini staðurinn sem festi snjór á var þar í kring í húddinu
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá -Hjalti- » 28.mar 2013, 21:00

Brjótur wrote:Menn enn a afturlöppunum se eg hahaah aldrei myndi eg skilja eftir bil ut af fokking bremsuröri, og Kjartan það er nakvæmlega ekkert mal að keyra þarna niður eða upp , come on ekki hætta æsið ykkur meira hahahaahah


Þér þykir semsagt allt í lagi að aka um þjóðvegi landsins með mixað bremsukerfi á þínum 3ja tonna jeppa afþví að þú getur ekki hugsað þér að skilja hann eftir ? Að aka með lokað fyrir bremur öðru megin að framan en virkar bremsur hinumeginn er mikið meira en stórhættulegt.
Ætla að vona að það séu ekki aðrir "Atvinnubílstjórar" þarna úti sem hugsa eins og þú.
Helgi þú ert búinn að skemmta fólki mikið með skrifum þínum en núna er þetta bara orðið sorglegt.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Hjörturinn » 28.mar 2013, 21:14

Veit reyndar um dæmi að menn hafa keyrt útaf með blindað öðrumegin að framan, allt í fína ef maður er einn á veginum en ef maður þarf að nauðhemla þá ertu kominn útaf um leið.
Dents are like tattoos but with better stories.


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá stebbiþ » 28.mar 2013, 21:59

Held að þú ættir að hætta að tala um hvað þú hefðir gert þarna Helgi minn, áður en þú málar þig endanlega út í horn hérna á spjallinu. Eðlisfræði og lögmál náttúrunnar vinna greinilega ekki á þér og þínum Patrol, eða hvað?
Miðað við yfirlýsingar þínar, þá má gera ráð fyrir því að þú takir mikla áhættu við mjög vondar aðstæður, með fullan bíl að túristum. Það gera ekki góðir jeppamenn, bara kjánar.


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá dabbigj » 29.mar 2013, 01:06

ég var ekki þarna, en hef farið um svæðið og veit nákvæmlega hvernig aðstæður vorur og ætla að fara að slá sleggjudóma um aðra sem að voru þarna og nota ónafngreindan hóp jeppamanna til að tala illa um aðra sem voru að ferðast og gera lítið úr þeim.

ég ætla ekki að leyfa mönnum að njóta vafans eða að sýna því skilning að þeim hafi þótt það betri ráðagerð að skilja bílana eftir og sækja þá í betra veðri daginn eftir og óþreyttir og á sínum forsendum en ekki eftir hentuleika fýlupúka á netspjallborði


Til baka á “Barnaland”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 4 gestir