Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 06.mar 2013, 19:34

Nei fjandinn hafi það maður reynir að hafa þetta flókið áfram! Að skipta um olíuverk væri allt of einföld lausn, ekki nema þá bara til að útiloka allt annað.

En ég tók myndir fyrir ykkur!

Image

Image


http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 06.mar 2013, 20:11

Svo á ég nokkra hitaskynjara í viðbót sem ég hef hugsað mér að setja bæði fyrir og eftir intercooler, á kælivatnið fyrir og eftir vatnskassa og í pönnuna. Jafnvel einn í gírkassann ef ég nenni. Bara svona til gamans og í þágu vísindanna :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 07.mar 2013, 14:01

Bíllinn er kominn saman og er alveg eins, þannig að ekki var það túrbínan eða EGR. Næst hugsa ég að ég reyni að nálgast sleeve sensorinn hjá Íbba.


EGR Delete, for good!
Image
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Hfsd037 » 07.mar 2013, 14:12

En finnurðu mun á bílnum eftir að þú aftengdir EGR?
er það kannski ekki marktækt þar sem villan er ennþá til staðar
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 07.mar 2013, 14:22

Ég held að á því sé enginn munur, ekki að ég ég hafi neitt afl að ráði til að bera saman við :)
En EGRið var svosem ekki tengt áður, þe EGR membran var ótengd, en hún er núna komin í ruslatunnuna.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Polarbear » 07.mar 2013, 15:06

ég er nú ekki búinn að lesa allan þráðinn, en til að útiloka algerlega að um tregðu í olíulögnum og slíkt sé að ræða, hefurðu sett 2ja lítra flösku af dísel í húddið og látið hann drekka úr henni beint inná síu?

þegar ég henti 2.4 úr hjá mér og setti 4.0 túrbó í gamla grána minn, þá sveraði ég dísel olíulagnirnar... notaði orginal línuna sem retúr (og aflagði grönnu retúr leiðsluna) og setti svo 12 mm álrör í staðin fyrir túrinn. (olía í átt að verki). aðal rökin mín fyrir því fékk ég í ísbúðinni... gerði þá stórmerku uppgötvun að það er auðveldara að sjúga upp sjeik úr dollu með breiðu röri en grönnu :) (meira magn á styttri tíma)

svo er annað sem ég hef lent í, það er að sían sem er í tankinum var kakkstífluð af drullu.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá villi58 » 07.mar 2013, 15:28

Polarbear wrote:ég er nú ekki búinn að lesa allan þráðinn, en til að útiloka algerlega að um tregðu í olíulögnum og slíkt sé að ræða, hefurðu sett 2ja lítra flösku af dísel í húddið og látið hann drekka úr henni beint inná síu?

þegar ég henti 2.4 úr hjá mér og setti 4.0 túrbó í gamla grána minn, þá sveraði ég dísel olíulagnirnar... notaði orginal línuna sem retúr (og aflagði grönnu retúr leiðsluna) og setti svo 12 mm álrör í staðin fyrir túrinn. (olía í átt að verki). aðal rökin mín fyrir því fékk ég í ísbúðinni... gerði þá stórmerku uppgötvun að það er auðveldara að sjúga upp sjeik úr dollu með breiðu röri en grönnu :) (meira magn á styttri tíma)

svo er annað sem ég hef lent í, það er að sían sem er í tankinum var kakkstífluð af drullu.

Sían í mínum bíl í tanknum fór af þegar ég blés í lögnina, hef ekki verið var að það skipti neinu máli.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 07.mar 2013, 15:43

Já Lalli, ég er búinn að prufa að setja 2l flösku í húddið, hann var fljótur með hana þessa nokkur hundruð metra sem ég keyrði þannig að flæðið í gegnum olíuverkið ætti að vera mjög gott. Það breytti engu varðandi bilunina. Takk fyrir uppástunguna samt :)


Nú er ég loksins búinn að ná að tölvutengja hann þannig að nú er hægt að fara að lesa fleiri tölur. Þess má geta að báðir loftflæðiskynjararnir haga sér mjög svipað, ég er að sjá mjög svipuð gildi við svipaðar aðstæður (snúning og álag)
Image


Næst hugsa ég að ég tengi beint út túrbínu í loftinntak, þe sleppi intercoolernum ef mögulega gæti verið að hann sé stíflaður einhverra hluta vegna. (hefur einhver lent í því?)
Boost mælirinn hjá mér mælir boostið eftir intercooler.
http://www.jeppafelgur.is/


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Grímur Gísla » 07.mar 2013, 21:06

Sæll Elmar.
Ertu með lokann sem hleypir loftinu yfir í afgashliðina á túrbínunni, þegar þrýstingurinn fer yfir viss mörk, tengdann? Ef svo er prófaðu að aftengja hann og vírbinda hann í lokaðri stöðu. Eins að mæla loftþrýstinginn fyrir loftkælinn til að sjá hvort hann sé með tregðu.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 07.mar 2013, 21:10

Grímur Gísla wrote:Sæll Elmar.
Ertu með lokann sem hleypir loftinu yfir í afgashliðina á túrbínunni, þegar þrýstingurinn fer yfir viss mörk, tengdann? Ef svo er prófaðu að aftengja hann og vírbinda hann í lokaðri stöðu. Eins að mæla loftþrýstinginn fyrir loftkælinn til að sjá hvort hann sé með tregðu.



Góður punktur, takk fyrir þetta, ég fer í þetta við fyrsta tækifæri :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 07.mar 2013, 22:27

Núna held ég að ég geti farið að lesa í rauntíma + logga öll þau gildi sem tölvan hefur úr að ráða! Verst að ég er að fara á vinnutörn og get ekkert gert í þessu fyrr en á mánudaginn :)

Image
http://www.jeppafelgur.is/


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá birgthor » 07.mar 2013, 23:17

Flottar græjur hjá þér til bilanagreiningar núna. En eitt sem mig langar að kenna þér á, það er takki á tölvunni sem heitir "Print screen" hann má nota í staðinn fyrir myndavílina þegar taka á myndir af skjánnum :)
Kveðja, Birgir

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 08.mar 2013, 06:10

birgthor wrote:Flottar græjur hjá þér til bilanagreiningar núna. En eitt sem mig langar að kenna þér á, það er takki á tölvunni sem heitir "Print screen" hann má nota í staðinn fyrir myndavílina þegar taka á myndir af skjánnum :)


Já kannski maður geri það næst :)
http://www.jeppafelgur.is/


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Þorsteinn » 08.mar 2013, 14:47

passaðu að logga ekki of mikið í einu. Ef þú ert með of mikið í einu tekur lengri tíma fyrir upplýsingarnar að uppfærast.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 14.mar 2013, 11:52

BREAKING NEWS!!!


Ég er búinn að finna hvað er að. Og það var ekki flókið, loksins þegar maður fattaði það. Intercoolerinn var stíflaður! Ég tengdi framhjá honum áðan og þá alltíeinu kom kraftur og ekkert hik. Boostmælirinn var eftir cooler og þessvegna sýndi hann bara örlítinn þrýsting, en túrbínan hefur alltaf blásið fullum þrýsting, það hefur bara ekki skilað sér alla leið!!! Helvítis fokkíng fokk :)

Til gamans hendi ég hér inn mynd af mælaborðinu úr tölvunni hjá mér, í þetta sinn með screenshot takkanum eins og einhver bað um :)
Image
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Svenni30 » 14.mar 2013, 11:59

Flott að það sé kominn lausn á þessu hjá þér.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti (kominn í lag!)

Postfrá Startarinn » 14.mar 2013, 12:38

Ég spyr bara, hvernig í ósköpunum gat hann stíflast?

Lekur smurolía úr túrbínunni?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti (kominn í lag!)

Postfrá ellisnorra » 14.mar 2013, 12:49

Já það lekur smá smurolía úr túrbínunni, en eru þær ekki flestallar svoleiðis? Bíllinn heldur eðlilegri olíuhæð án þess að bæta á hann eftir 8þús km akstur, þannig að það er nú varla mikið. Ég veit ekki hvað hefur gerst...
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti (kominn í lag!)

Postfrá ellisnorra » 15.mar 2013, 16:29

Í dag reif ég kúlerinn úr. Ég sá svolítið inní hann en sá ekki neina fyrirstöðu, hann var mjög léttur (enda úr áli og plasti) svo líklega er engin auka drulla í honum. Ég skolaði hann fyrst með steinolíu, svo með olíuhreinsi og loks með vatni. Mjög gott vatnsflæði var í gegnum hann, og virtist ekki nokkur einasta fyrirstaða í honum. Ég skoðaði líka rörin að og frá, þau eru opin og hrein og ekkert sem gæti heft flæði í þeim. Þá ákvað ég að tengja hann aftur, og þá fór bíllinn aftur að láta öllum látum og boost mælirinn sýndi bara rétt 0-2-0.3bar. Tengdi beint úr bínu í inntak aftur og þá var ekkert að og 1bar þrýstingur.

Mikið rosalega er þetta furðulegt! Þess ber að gera að ég er búinn að keyra bílinn uþb 100þúsund km með þessum cooler, ég er búinn að keyra nissan mótorinn 8 þúsund og þar af ca 6þús þar sem allt var í lagi. Mikið rosalega er þetta undarlegt.

Set hér inn mynd af coolernum upp á gamanið, þetta er engin smásmíði :) Úr volvo 760.
Image
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti (kominn í lag!)

Postfrá StefánDal » 15.mar 2013, 17:15

Er hann ekki bara of stór?

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti (kominn í lag!)

Postfrá Startarinn » 15.mar 2013, 19:25

Það hlýtur að vera sprunga í coolernum sem þú ert ekki búinn að finna.

Þessi cooler hefur annað hátt í 300 hö í volvo-unum, endarnir eru úr plasti, þar gæti verið komin þreyta. Í volvo er þrýstingurinn frá bínu ekki nema 7 psi orginal og ekki hægt að fara yfir 12 psi án þess að skipta um spíssa.
Ef þú ferð mikið yfir það gæti coolerinn farið að gefa sig, ég nennti ekki að fletta til baka, hvað fórstu hátt með boostið?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti (kominn í lag!)

Postfrá ellisnorra » 15.mar 2013, 20:02

elliofur wrote: boost mælirinn sýndi bara rétt 0-2-0.3bar.



Þetta gæti alveg verið málið að það sé sprunga í honum. Ég asnaðist ekki til að athuga það þegar ég reif hann úr í dag, ég taldi víst að það væri allt útatað í olíuógeði eftir 2000km af sprungnum intercooler :)

Ríf hann aftur úr og þrýstiprófa með 1bar af loftpressunni við tækifæri :)
Maður verður að finna nákvæmlega hvað var að! :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti (kominn í lag!)

Postfrá Hfsd037 » 15.mar 2013, 22:15

Ég benti einmitt á að kíkja hvort coolerinn læki, ég ýmindaði mér samt að þú værir með þennan týpíska cooler sem allir nota í hilux
þeir eiga nefnilega til með að juðast utan í hvassar hliðar í disel víbringnum og gata sig útfrá því, og þá heyrist flaut

En hefurðu yfirfarið allar beygjur og rör? léleg gúmmírör geta fallið töluvert saman við sog
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti (kominn í lag!)

Postfrá sukkaturbo » 15.mar 2013, 23:43

Sæll meira brasið hjá þér Elli þú átt að fá verðlaun fyrir að gefast ekki upp.Gæti hedd eða heddpakning, kanski ventill átt þátt í þessu?kveðja guðni

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti (kominn í lag!)

Postfrá Startarinn » 15.mar 2013, 23:51

elliofur wrote:
elliofur wrote: boost mælirinn sýndi bara rétt 0-2-0.3bar.



Ég var að meina þegar allt var í lagi, byrjaði bíllinn að láta svona í keyrslu?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti (kominn í lag!)

Postfrá ellisnorra » 16.mar 2013, 00:06

Vandamálið virðist vera einangrað við intercoolerinn. Fyrir bilun, og núna eftir að ég tengdi beint úr bínu í inntak blæs hann uþb 1 bar (15psi).
Ástæðan fyrir að ég beindi ekki sjónum mínum meira að intercoolernum fyrr var sú að ég hef áður fengið gat á intercooler og þá er svæðið í kring ekki lengi að verða vel olíublautt og skítugt eftir því. Allur vélasalurinn (frá stuðara afturúr) er mjög hreinn og því fannst mér það ekki eiga við að coolerinn læki. Sveifarhúsöndunin kemur líka án olíuskilju í loftinntakið fyrir túrbínu, þannig að það eru alltaf einhverjar smá olíugufur sem fara í gegnum túrbínuna, þó hún leki ekki neinni smurolíu út í loftinntakið.

Bíllinn er í fullkomnu lagi núna, með tengt beint úr túrbínu í loftinntak, en "bilar" aftur þegar ég tengi í gegnum intercoolerinn. Næsta mál á dagskrá er að þrýstiprófa intercoolerinn út á gólfi ásamt þeim lögnum sem að honum eru :)


Takk fyrir að nenna að spá í þessu með mér félagar :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti (kominn í lag!)

Postfrá jongud » 16.mar 2013, 09:43

elliofur wrote:Takk fyrir að nenna að spá í þessu með mér félagar :)


Þú er bara einfaldlega að græða á því hve margir eru að pæla í vandamálinu og þar gildir lögmál Linusar;
"given enough eyeballs, all bugs are shallow"
Og við sem lesum bara þráðin en leggjum ekkert til málanna græðum líka af því að við lærum á þessu öllu saman.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 04.apr 2013, 17:50

Úff þetta er neyðarlegur póstur. En til að aðrir dragi lærdóm af auk þess sem þið eigið fyllilega skilið að vita hvað var að þá ætla ég að viðurkenna aulaskap minn hérna :)

Allt þetta gífurlega vandamál sem ég var að velta fyrir mér var ein andskotans rifin hosa. Hosa sem var á milli intercoolers og rörs að túrbínu.

Málið er að ég hef áður fengið gat á intercoolerinn, reyndar á toyota mótornum... En þá varð allt mjög fljótlega útatað í smurolíuviðbjóði. Sá mótor brenndi ekki teljandi smurolíu, eða allavega lækkaði ekki mikið á honum milli olíuskipta, en engu að síður var greinilega "slatti" af smurolíu í skolloftinu, hvort sem það kom sem smit frá túrbínunni eða uppúr sveifarhúsinu, eða bæði.

Nú keyrði ég eitthvað yfir 2000 km með þetta vandamál og allur vélasalurinn er tanduhreinn. Sveifarhúsöndunin fer í loftinntakið (fyrir túrbínu), þannig að greinilega er mótorinn mjög þéttur og túrbínan líka, en ég gerði bara ráð fyrir, eins og áður segir, að kæmi subburskapur ef hann lekur skollofti.

Þetta gat snéri niður og hefur greinilega farið alveg framhjá mér, jafnvel þó ég hafi talið mig vera búinn að skoða þessar lagnir. Einnig mætti þessi hosa líka tæplega teljast sem þrýstiþolin hosa, svona þegar maður fer að hugsa útí það, en þetta er bara eitthvað sem var til í skúrnum og þá er það bara gripið og notað :)

Einnig var smágat á intercoolernum, neðarlega, sem ég vissi af vegna þess að þar var hægt að smá smá smurolíusmit. Það var ekki stórt en kom fram samt þegar ég þrýstiprófaði hann uppi á borði með loftpressunni og þrýstijafnarann stilltan á 1 bar. Ég gerði við það með límkítti, eins og ég hef áður gert með góðum árangri :) Gef því viku til að fullþorna áður en ég tengi coolerinn aftur.

Hér er mynd af meininu.
Image
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Startarinn » 04.apr 2013, 19:32

Eitthvað segir mér að það hafi runnið svolítið af misfagurri íslensku útúr þér áður en þú skrifaðir þennan póst, eftir allt vesenið sem á undan er gengið ;)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 04.apr 2013, 19:54

Startarinn wrote:Eitthvað segir mér að það hafi runnið svolítið af misfagurri íslensku útúr þér áður en þú skrifaðir þennan póst, eftir allt vesenið sem á undan er gengið ;)



Já maður er pínu skömmustulegur þar sem ótal aðilar hafa bent á þetta, en ég var svo fastur í smurolíusmitinu að ég útilokaði það... Alltaf er maður að læra eitthvað, á mis dýru verði :)
http://www.jeppafelgur.is/


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá biturk » 30.maí 2013, 23:51

ég finn til með þér vinur, stundum þegar maður finnur eftir langa langa leit eitthvað svona einfalt að þá er ekkert annað að gera en að taka þessu eins og karlmenni og fara að gráta :)
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Stebbi » 31.maí 2013, 01:11

Eða ná í haglabyssuna og fara út á tún og skjóta eitthvað drasl alveg í klessu, eins og til dæmis þessa hosudruslu sem er búin að gera lengsta þráð jeppaspjallsins enþá lengri. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 31.maí 2013, 06:00

Svona svona, ég er löngu hættur að gráta, nú brosi ég bara breiðu nissan brosi :)
http://www.jeppafelgur.is/


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá villi58 » 31.maí 2013, 10:36

Ég er svolítið hissa á þér sjálfum túrbínusérfræðingnum að detta í hug að nota svona hosu fyrir loftflæði.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 31.maí 2013, 20:31

villi58 wrote:Ég er svolítið hissa á þér sjálfum túrbínusérfræðingnum að detta í hug að nota svona hosu fyrir loftflæði.


Maður notar bara það sem maður finnur í sveitinni og ég er langt því frá að vera alfróður og hreinlega vissi ekki/fattaði ekki að þetta mundi ekki ganga. Þannig er það nú bara... :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá sonur » 22.feb 2014, 09:31

Djöfull er gaman að lesa svona þræði

Núna eru puttarnir mínir rauðglóandi mig langar svo út að skrúfa í druslunni minni :D

Alltaf gaman að þessu þó gamall þráður sé!
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá snöfli » 22.feb 2014, 10:13

Ég mundi ekki skera gamla botninn úr. Þar með er umhverfi sveifaráss algjörlega óbreytt. Neðra hylkið er greinilega bara geymir til að hafa nægjalegt magn af olíu. l.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 22.feb 2014, 11:08

Já það má kannski taka það fram að ég seldi þennan dásamlega bíl síðasta sumar, eða skipti honum út fyrir suburban.
Ég heyrði í Jóni, núverandi eiganda fyrir nokkrum vikum og þetta toy nis combo virkar ennþá óaðfinnanlega. Hann var eitthvað búinn að dytta að honum, ryðbæta boddyfestingar á pallinum sem kominn var tími á ásamt öðru.
Ég mæli hiklaust með þessari breytingu, nóg framboð af þessum vélum og vel farið í díteila á vandamálum í þessum þræði :-)
http://www.jeppafelgur.is/


sindrim96
Innlegg: 19
Skráður: 24.sep 2013, 00:53
Fullt nafn: Sindri Már Sigurbaldursson
Bíltegund: Toyota Hilux 1991

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá sindrim96 » 04.aug 2016, 23:41

það sjást engar myndir

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 07.aug 2016, 10:49

Þetta er linkað á facebook, þeir virðast breyta slóðum hjá sér öðru hvoru til að koma í veg fyrir svona liknair.
En albúmið er opið og er hér https://www.facebook.com/elliofur/media ... 397&type=3
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur