Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

User avatar

Höfundur þráðar
-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá -Hjalti- » 06.mar 2013, 17:15

Það er ekki 2 metra skyggni í byggð og þá álpast menn upp á fjöll :)

http://visir.is/ferdafolk-i-vandraedum- ... 3130309414


Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Brynjarp
Innlegg: 274
Skráður: 07.apr 2010, 17:39
Fullt nafn: Brynjar Pétursson

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá Brynjarp » 06.mar 2013, 18:10

Sælir drengir

þegar það var lagt á stað var nu bara heiðskýrt og langt fram eftir gærkvöldinu var fínasta veður fyrir utan smá golu..Svo var þessi frétt ekki alveg rétt..Ferðinni var heitið inni landmannahellir. Allt gekk vel þangað til við komum að á ekkert svo langt frá landmannahellir og þar fór ísinn að gefa sig og lentum i smá basli með einn bíl. ákvaðum að græja það og snúa svo bara við útaf slæmri veðurspá í dag. En svo skall bara allt í einu á þetta vonskuveður og keyrðum blint eftir gps tækjum i góðan tima..held að einn sem var með okkur talaði um 6 km á 8 tímum. þá var nú ákveðið að hringja á hjálparsveitina utaf nokkrir voru bensín litlir og vorum í tómu basli að komast áfram og vissum stundum ekki hvað snéri upp eða niður.. það komu heiðursmenn frá hellu og hjálpuðu til með leiðarval enda þekkja þeir svæðið vel og fóru auðvelt með leiðarval og fygldu hópnum i bæinn áfallalaust..


takk fyrir
Síðast breytt af Brynjarp þann 07.mar 2013, 13:53, breytt 1 sinni samtals.
Skoda Octavia 2001 (seld)
Musso pick up 2004 (seldur)
Pajero 38" beryttur. 95" árg(seldur)
Honda CRF 250R 2005 (selt)
4runner 38" breyttur !! fjórhlaupari (brann)
Toyota Land Cruser 90. 38" breyttur


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá Ofsi » 06.mar 2013, 19:06

Hum hum, þetta var semsagt ekkert mál fyrir þá sem sóttu ykkur humm humm :-Þ


Brynjarp
Innlegg: 274
Skráður: 07.apr 2010, 17:39
Fullt nafn: Brynjar Pétursson

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá Brynjarp » 06.mar 2013, 19:28

segi það nu kannski ekki..en þeir stóðu sig alla vega mjög vel :D
Skoda Octavia 2001 (seld)
Musso pick up 2004 (seldur)
Pajero 38" beryttur. 95" árg(seldur)
Honda CRF 250R 2005 (selt)
4runner 38" breyttur !! fjórhlaupari (brann)
Toyota Land Cruser 90. 38" breyttur


vidart
Innlegg: 138
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá vidart » 06.mar 2013, 19:46

Var þetta ferðaþjónustu- eða einkaferð?


Brynjarp
Innlegg: 274
Skráður: 07.apr 2010, 17:39
Fullt nafn: Brynjar Pétursson

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá Brynjarp » 06.mar 2013, 20:47

einkaferð bara
Skoda Octavia 2001 (seld)
Musso pick up 2004 (seldur)
Pajero 38" beryttur. 95" árg(seldur)
Honda CRF 250R 2005 (selt)
4runner 38" breyttur !! fjórhlaupari (brann)
Toyota Land Cruser 90. 38" breyttur


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá dabbigj » 07.mar 2013, 00:50

Er það orðið ólöglegt að lenda í vandræðum í dag sama hvort að það sé ferðaþjónustu eða einkaferð ?


RangerTRT
Innlegg: 44
Skráður: 06.mar 2011, 23:45
Fullt nafn: Tryggvi Þór Aðalsteinsson

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá RangerTRT » 07.mar 2013, 01:12

Sammála síðasta ræðumanni það má enginn lenda í vandræðum í dag nema að það glóa allar línur á spjallinnu um hvurslas jólasveinar þetta eru, að æða út í eitthverja vitleysu.
Ég held að þessir menn sem eru að gagnrýna þetta eigi að hysja upp um sig brækurnar,
ræsa jeppana og bruna eitthvað útí buskan á vit ævintýrana, og lenda í vandræðum og segja svo sögur af því næstur 2-3 árinn hvð þetta var gaman.
það er allavegana mín skoðun.

User avatar

Höfundur þráðar
-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá -Hjalti- » 07.mar 2013, 01:36

RangerTRT wrote:Sammála síðasta ræðumanni það má enginn lenda í vandræðum í dag nema að það glóa allar línur á spjallinnu um hvurslas jólasveinar þetta eru, að æða út í eitthverja vitleysu.
Ég held að þessir menn sem eru að gagnrýna þetta eigi að hysja upp um sig brækurnar,
ræsa jeppana og bruna eitthvað útí buskan á vit ævintýrana, og lenda í vandræðum og segja svo sögur af því næstur 2-3 árinn hvð þetta var gaman.
það er allavegana mín skoðun.


Enda eftirminnilegustu ferðirnar ! Þetta var nú bara létt skot enda þekki ég marga sem voru í þessari ferð..
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá Tómas Þröstur » 07.mar 2013, 08:15

Það er alveg ótrúlegt hvað allt getur orðið erfitt í virkilega vondu veðri. Einföldustu hlutir sem gerðir eru nánast ósjálfrátt verða stórmál. Þetta veit varla engin fyrr en lendir í því sjálfur.

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá Finnur » 07.mar 2013, 10:15

Sælir

Ég er með smá vangaveltur almennt varðandi björgunaraðgerðir á fjöllum.

Ég er sammála því að menn eiga að kalla til björgunarsveitir þegar alvöru hætta steðjar að líkt og menn hafa verið að koma sér í undanfarna daga. Það má auðvita gagnrýna það þegar menn fara í svona ferðir einbíla, en það er annað mál.

Nú veit ég ekki hvernig aðstæður voru í þessari ferð ykkar og ætla ég ekki dæma það þar sem ég þekki ekki málavexti.

En almennt segi ég fyrir mitt leyti að mér finnst menn í seinni tíð alltof fljótir að kalla eftir hjálp um leið og hlutirnir verða óþægilegir.

Ég hef farið í margar ferðir þar sem aðstæður virkuðu gjörsamlega ómögulegar, ekkert skyggni, brjálað rok og endalausar festur, eldsneyti að klárast og stórar bilanir. Við höfum sofið í bílum vegna veður og mest ekið samfleytt í 27 tíma til þess að komast til byggða, oft á gufunum í tanknum. Menn fara oft að ókyrrast við þessar aðstæður, en ef hópurinn er sterkur og vel útbúinn þá á hann að geta komið sér heim í flestum tilfellum. Ég hef haft það sem mottó að ef menn eru við góða heilsu, með eitthvað af mat og eldsneyti á bílum þá er ekki hringt á björgunarsveit. Ef bíll verður eldsneytislaus þá eru fólkið bara fært á milli bíla og bílinn skilinn eftir.
Ég starfaði í björgunarsveit í nokkur ár og veit hvað ég væri að biðja um ef ég kallaði út björgunarsveit. Hingað til hef ég ekki þurft að kalla út björgunarsveit og vona að það verði aldrei.
Það að hópurinn leggist á eitt til að bjarga sér heim finnst mér stór hluti af þessu jeppasporti og það eru ferðirnar sem eru eftirminnilegastar. Menn verða oft smeykir við þessar aðstæður en þá verður hópurinn að stappa stálið í einstaklingana og rífa upp baráttuviljann.

T.d. þegar menn lenda í snjóbyl og ekki sést út úr augum, þá er oft hringt eftir hjálp en björgunarsveitarfólk sér almennt ekkert betur en aðrir en einstaklingarnir í þessum björgunarsveitum er almennt mun harðara af sér og hópurinn samheldnari og því heldur hópurinn áfram sama hvað tautar og raular.

Þetta er bara eitthvað sem mér finnst vanta í umræðuna og beinist ekki að neinu einstöku tilfelli.

kv
Kristján Finnur

User avatar

karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá karig » 07.mar 2013, 10:35

Þetta er góð ábending Finnur, menn sem fara á fjöll í vondri veðurspá hljóta að gera ráð fyrir að geta ferðast í vondu verðri, sem tekur langan tíma og mikið af eldsneyti eins og allir vita sem hafa prufað. Hins vegar ef enginn í hópnum veit ,,hvað snýr upp eða niður" er ástandið orðið bágborðið og kannski betra að stoppa bara og bíða morguns.
Þó að túrar í vondu verðri séu eftirminnilegir og oft skemmtilegir, er kannski ekki mælikvarði á hversu vel heppnuð ferð er að kalla þurfi út björgunarsveit. Kv,kári.

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá DABBI SIG » 07.mar 2013, 10:57

ég er nánast alveg sammála Finni Hvað þetta varðar og ágætlega orðað. Hinsvegar er kannski einn lítill punktur sem má hafa í huga en það er að hafa þó vit á að hringja á hjálp áður en í algjört óefni er komið. Þá á ég ekki við bensínlausa eða fasta bíla. Heldur slys,veikt fólk eða álíka. Þá á kannski björgunarfólk svo erfitt með að koma á slysstað að illa getur farið. En Það er til dæmis engin heimsendir þó gista þurfi í bílum og bíða af sér veður án þess að vera vísa í þetta tilefni.

Svo má bæta því við að mér finnst algjörlega út í hött að fólk sé að hringja á björgunarsveitir og jafnvel í neyðarlínuna fast innanbæjar og nánast í innkeyrslunni. Eins og staðan var í gær sem dæmi.
-Defender 110 44"-


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá ivar » 07.mar 2013, 10:58

Ég hef smá pælingar inná þetta.

Mín skoðun er sú að aðilar í einkaferð sem hafa eftir getu stutt björgunarsveitir með flugeldakaupum ofl eigi "mestan rétt" á að kalla út sveit. Hér getur verið um að ræða smámál eins og mér sýnist í þessu tilfelli og þá fara bara nokkrir kallar og hafa gaman. Sjálfum finnst mér gaman að standa í smá brasi eins og Finnur lýsir en kannski aðrir ekki í aðstæðum fyrir það.
Síðan getur verið alvarlegri atburður og þá finnst mér aldrei eigi að draga það að kalla á hjálp. Menn meta svo mismunandi hvað er alvarlegur atburður.

Hitt er varðandi aðila í atvinnustarfsemi að þar finnst mér þeir eigi að greiða fyrir þá "þjónustu" þegar þarf að sækja þá eða bjarga. Auðvita ef alvarlegt slys eða annað sem ógnar mannslífum kemur uppá á að kalla á hjálp en annað ætti að vera brúsi fyrirtækisins. Þori að fullyrða að atvinnu-ferðaþjónustuaðilar kaupa ekki flugelda í hlutfalli við akstur á fjöllum m.v. einstakling en það má s.s. vel vera.
Ég vil ekki niðurgreiða björun á vonda útlendingnum og þurfa svo skerta þjónustu ef eitthvað kemur uppá hjá mér einhvern daginn.
Lausn á þessu svo atvinnustarfsemin verði "jafn rétthá" í björgun væri að taka björgunargjald/skatt af öllum farþegum sem fara í skipulagða ferð inná hálendið. Mætti skilgreina það sem ferð inná vegi merkta Fxxx t.d.
Þetta gjald færi óskipt til björgunarsveita og mætti nýta það í uppbyggingu á þeim.

User avatar

hvati
Innlegg: 113
Skráður: 20.jún 2012, 14:36
Fullt nafn: Sighvatur Halldórsson
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafa samband:

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá hvati » 07.mar 2013, 11:22

Góður punktur Ívar Örn.

Það mundi telja fljótt fyrir björgunarsveitirnar ef ferðaþjónustuaðilar rukkuðu litlar 500—1000kr.- aukalega á haus í þessar ferðir. Hvað ætli það séu margir sem fara daglega í „extreme“ ferðir inn að/upp á hálendið?

Fjallaferðir — hope for the best expect the worst! Smyrjið auka samloku eða hafið orkuríkt nesti með sem er ekki plássfrekt.


oddur
Innlegg: 80
Skráður: 19.feb 2010, 10:47
Fullt nafn: Oddur Grétarsson

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá oddur » 07.mar 2013, 11:39

Sé ekki alveg mun á því að þegar fólk er í neyð og kallar á aðstoð hvort viðkomandi sé í atvinnustarfsmenni eða ekki. Fólk í neyð á ekki að hugsa um hvort að þeir tími að borga fyrir aðstoðina eða ekki. Hinsvegar er ég hjartanlega sammála Finn. Ef menn eru annað borð að ferðast á fjöllum að þá bera þeir ábyrgð á sjálfum sér. Björgunarsveitirnar ætti einungis vera kallaðar til ef upp kemur neyð og menn sjá ekki fram úr að bjarga sér.

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá Tómas Þröstur » 07.mar 2013, 11:55

Fyrir 13 eða 14 árum var ég í skíðaferð með Ferðafélaginu Útivist frá Kerlingu við Skjaldbreið að Laugarvatni sem endaði sem snjóbíla og snjósleðaferð björgunnarsveitar eftir hjálparbeiðni. Held jafnvel að björgunarsveitin að hafi afstýrt slysi þegar fólkið var orðið kalt, þreytt, matarlitið og einn úr hópnum kominn með skjálfta eftir 15 tíma barning á móti vondu veðri þar sem mannskapurinn fauk afturábak hver á annan í verstu hviðunum. Svona dæmi sem mætti draga lærdóm af enda oft betra að kalla eftir hjálp fyrr en seinna þegar komið er í ógöngur á annað borð og orðið of seint að iðrast að hafa farið af stað. Annars er kall eftir hjálp auðvitað mikið matsatriði hverju sinni og veit það engin betur en sá sem er í nauðum hvort rétt er að kalla eftir hjálp eða ekki enda auðvelt að þola erfileika annara. En samt verður að vega það og meta hvort sé verið að setja björgunarmenn í mun meiri hættu en maður er í sjálfur. Maður ber ekki bara ábyrð á sjálfum sér á fjöllum heldur líka á þeim sem þurfa svo að koma og bjarga manni eftir að allt er komið í eitt allsherjar vesen og kóf. Ef menn í Dómadalsferðinni hafa verið orðnir blautir og kaldir og ekki haft þurr föt til skiftana þá held ég það hafi verið það eina rétta að kalla eftir hjálp enda varla svo ýkja hættuleg eða löng leið að fara fyrir vana björgunarsveit. Menn nenna varla að vera í björgunarsveit bara til að halda spilakvöld.
Síðast breytt af Tómas Þröstur þann 07.mar 2013, 16:55, breytt 1 sinni samtals.


vidart
Innlegg: 138
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá vidart » 07.mar 2013, 12:01

Mér finnst að það ætti að skylda ferðaþjónustuaðilar sem eru í jeppaferðamennsku til að kaupa einhverskonar björgunartryggingu og svo mundu björgunarsveitir fá greitt frá viðkomandi tryggingarfélagi fyrir björgun. Þetta fyrirkomulag ætti ekki að fæla aðila frá því að sækja sér aðstoð vegna hugsanlegs kostnaðar.


Brynjarp
Innlegg: 274
Skráður: 07.apr 2010, 17:39
Fullt nafn: Brynjar Pétursson

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá Brynjarp » 07.mar 2013, 12:11

Finnur wrote:Sælir

Ég er með smá vangaveltur almennt varðandi björgunaraðgerðir á fjöllum.


Ég hef farið í margar ferðir þar sem aðstæður virkuðu gjörsamlega ómögulegar, ekkert skyggni, brjálað rok og endalausar festur, eldsneyti að klárast og stórar bilanir.
T.d. þegar menn lenda í snjóbyl og ekki sést út úr augum, þá er oft hringt eftir hjálp en björgunarsveitarfólk sér almennt ekkert betur en aðrir en einstaklingarnir í þessum björgunarsveitum er almennt mun harðara af sér og hópurinn samheldnari og því heldur hópurinn áfram sama hvað tautar og raular.



þetta er fínar og góðar punktar og vangaveltur hja þér Finnur og eiga fullkomlega rétt á sér og gaman að þessari umræðu og er að mörgu leiti sammála þér Finnur.

Ég og nokkrir aðrir i ferðinni erum í björgunarsveit og vorum allir i ferðinni vel búnir fyrir meiri læti og vitum hvað er að vera útí vonsku veðri en það hefði held ég endað með vitleysu og meiriháttar vesen. Persónulega finnst mér gaman að rjúka á fjöll og lenda i basli og festum og þurfa að redda sér. Þegar sú ákvörðun var tekin að kalla út hjálp sáum við að það var betra að kalla út hjálp áður en við sætum allir fastir , bilaðir eða eldsneytis lausir eða kaldari því þá hefði þurft að kalla út meiri mannskap og jafnvel fleirri ökutæki til mannflutninga og var nú orðið nokkuð kalt á okkur. Nokkrir bílarnir áttu nú ekki mikið eldsneyti eftir. Ég held lika að það hefði verið meira vesen fyrir björgunarsveitina að flytja mannskapin til byggða og vesen fyrir okkur að skilja bílana eftir í staðin fyrir að senda einn góðan Hugglund snjóbíl með með 3 mönnum til að koma með auka eldsneyti og fylgja öllum jeppum til byggða. En auðvitað er ég sammála þér að menn eiga ekki að kalla út björgunarsveit fyrr en að hafa reynt sjálfir og vera hraustir. En þarna ákváðum við að hætta að vera þrjóskir í bili og láta skynsemina tala. Og tel ég það hafa verið sterk ákvörðun hjá hópnum að taka þessa ákvörðun á þessum tímapunkti.

Svo verða menn lika að læra af reynslunni :D

Takk fyrir:D
Skoda Octavia 2001 (seld)
Musso pick up 2004 (seldur)
Pajero 38" beryttur. 95" árg(seldur)
Honda CRF 250R 2005 (selt)
4runner 38" breyttur !! fjórhlaupari (brann)
Toyota Land Cruser 90. 38" breyttur

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá Hjörturinn » 07.mar 2013, 13:22

Góð umræða og þörf

Alls ekki að segja að aðstæður þarna hafi ekki kallað á björgunarsveitaraðstoð.

En þar sem hver sem er getur keypt sér 38" bíl og brunað upp á fjöll eru mörg útköll kannski óþarfi. Hefur ferðaklúbburinn ekkert boðið upp á námskeið í fjallaferðum? Væri örugglega þarft verk að halda þannig öðruhverju, eða gefa út góðan bækling, sem er aðgengilegur á netinu.

Svo er það þannig að maður getur lengi verið í hremmingum á jeppa uppá fjalli án þess að það verði beinlínis hættulegt, alltaf hægt að koma sér fyrir í poka í bíl, en öðru máli gegnir með göngufólk eins og Tómas benti á.
Dents are like tattoos but with better stories.


Brynjarp
Innlegg: 274
Skráður: 07.apr 2010, 17:39
Fullt nafn: Brynjar Pétursson

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá Brynjarp » 07.mar 2013, 13:29

held að það væri alveg ráðlagt fyrir óreynda jeppamenn og byrjendur. Að mér skilst að f4x4 litlanefndin sé fyrir menn eru að byrja i bransanum og eru duglegir að halda fundi og ræða málin og held að þar sé gott fyrir menn að byrja í þessum bransa. En svo eru auðvtaið margir sem vilja hoppa beint útí djúpu laugina
Skoda Octavia 2001 (seld)
Musso pick up 2004 (seldur)
Pajero 38" beryttur. 95" árg(seldur)
Honda CRF 250R 2005 (selt)
4runner 38" breyttur !! fjórhlaupari (brann)
Toyota Land Cruser 90. 38" breyttur


Brynjarp
Innlegg: 274
Skráður: 07.apr 2010, 17:39
Fullt nafn: Brynjar Pétursson

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá Brynjarp » 07.mar 2013, 16:15

hérna er smá myndband frá þessu....
http://www.facebook.com/video/video.php ... 2952063061
held að þið ættuð að geta séð þetta
Skoda Octavia 2001 (seld)
Musso pick up 2004 (seldur)
Pajero 38" beryttur. 95" árg(seldur)
Honda CRF 250R 2005 (selt)
4runner 38" breyttur !! fjórhlaupari (brann)
Toyota Land Cruser 90. 38" breyttur

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá Hfsd037 » 07.mar 2013, 16:55

Brynjarp wrote:hérna er smá myndband frá þessu....
http://www.facebook.com/video/video.php ... 2952063061
held að þið ættuð að geta séð þetta


Ahh, þetta hefur verið þvílíkt ævintýri, svona ferðir eru skemmtilegastar finnst mér! :)
Mikil spenna og þarna reynir á færnina, gott að vera með GPS og VHF þarna, það eru ekkert allir búnir þannig búnaði
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


Brynjarp
Innlegg: 274
Skráður: 07.apr 2010, 17:39
Fullt nafn: Brynjar Pétursson

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá Brynjarp » 07.mar 2013, 17:05

hahha það væri nú ljótt ef við höfum ekki haft fjarskiptatæki og vhf
Skoda Octavia 2001 (seld)
Musso pick up 2004 (seldur)
Pajero 38" beryttur. 95" árg(seldur)
Honda CRF 250R 2005 (selt)
4runner 38" breyttur !! fjórhlaupari (brann)
Toyota Land Cruser 90. 38" breyttur


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá kjartanbj » 07.mar 2013, 17:09

þeir sem eru ekki með VHF og GPS eiga ekki að fara á fjöll.. það er bara basic búnaður , alger lágmarksbúnaður, auk Gsm síma

VHF er bara svo mikið öryggisatriði
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar

Postfrá Stebbi » 07.mar 2013, 18:57

Menn mega nú samt passa sig á því að VHF er ekki hið fullkomna fjarskiptatæki, ég færi ekki á fjöll án síma þó ég sé með VHF. Það þarf nefnilega einhver að vera að hlusta á hinum endanum ef það á að nota talstöð sem öryggistæki og kalla á hjálp.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 6 gestir