Terrano vandræði

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Steini H
Innlegg: 105
Skráður: 23.nóv 2012, 08:35
Fullt nafn: Þorsteinn Hafþórsson

Terrano vandræði

Postfrá Steini H » 24.feb 2013, 21:37

Sælir ég leita hér inn svona í von um hugmyndir hvað gæti verið að gefa sig þegar mér finnst þegar ég gef inn að boddýið eða dekkin leiti í aðra áttina en ef ég slaka á gjöf detti hann á réttan stað. Ég get líkt þessu við að ef ég gæfi og slakaði á víxl væri ég að dilla afturendanum.
Varð fyrst var við þetta í haust en finnst þetta versna og versna en sé ekkert að spyrnugúmíum en ég er ekki sá færasti í viðgerðum né öðru sem gæti verið að. Ég bara kann ekkert á viðgerðir og sæi ekki vandamálið þó það öskraði á mig undir bílnum.
Og fyrst ég er byrjaður að spurja þá kemur spurning um glóðakerti. Ég gruna að eitt eða fleiri séu að verða léleg ljósið slöknar svo fljótt og er erfiður í gang í kulda er mikið mál að mæla þetta og skipta um kerti ég er þá að fiska eftir tímafjöldanum og hvort þetta geti stmt að miðað við lýsinguna sé þetta að gerast með kertin.
Með von um hugmyndir að vandanum og lausnum.
Kveðja
Steini
Síðast breytt af Steini H þann 25.feb 2013, 20:17, breytt 1 sinni samtals.




JLS
Innlegg: 87
Skráður: 31.jan 2012, 21:15
Fullt nafn: Jens Líndal

Re: Terrano vandræði

Postfrá JLS » 24.feb 2013, 22:43

Hugsanlega ónýtur stýrisendi í millibilsstöng, það er ekki óalgengt að það sé vesen með stöngina enda furðulega hönnuð.


Höfundur þráðar
Steini H
Innlegg: 105
Skráður: 23.nóv 2012, 08:35
Fullt nafn: Þorsteinn Hafþórsson

Re: Terrano vandræði

Postfrá Steini H » 24.feb 2013, 22:53

Takk fyrir svarið

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Terrano vandræði

Postfrá íbbi » 01.mar 2013, 04:32

ég myndi skoða millibilsstöngina, hún hefur undantekningarlaust verið í skralli í þeim terranoum sem ég hef átt. stál og stansar eiga mun betri stöng en orginalinn með smurkoppum,


reyndar hefur það yfirleitt átt við um flest allt í framhjólastellinu, þeir hafa einmitt átt það til að fara í aðra áttina undir inngjöf og í hina áttina við bremsu,

ég lenti reyndar í þessu líka á óbreytta bílnum, hann fór að leyta mjög mikið á veginum, og líka að leyta til hliðar undir gjöf/bremsu. ég fann ekkert að hjólasysteminu, en ég fann slag í hjólalegunum og herti upp á þeim, hann keyrði þráðbeint á eftir,
gæti alveg trúað að einhverjum hafi þótt það furðulegt, en þannig var það engu síður
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
Steini H
Innlegg: 105
Skráður: 23.nóv 2012, 08:35
Fullt nafn: Þorsteinn Hafþórsson

Re: Terrano vandræði

Postfrá Steini H » 01.mar 2013, 10:27

Takk fyrir allar ábendingar en hann dillar afturendanum ekki að framan fram og það skoðaði hann maður hér og segir að það séu farin einhver gúmmí sem eru 8 talsins ef á að skipta um þau öll sem ég læt gera ég verð bara að trúa því að það sé vandamálið.
Síðast breytt af Steini H þann 03.mar 2013, 10:58, breytt 1 sinni samtals.


Rúnarinn
Innlegg: 274
Skráður: 02.feb 2010, 11:50
Fullt nafn: Rúnar ólafsson
Bíltegund: Terrano II

Re: Terrano vandræði

Postfrá Rúnarinn » 01.mar 2013, 11:49

Er ekki gúmmín í þverstífunni ónýt að aftan.

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Terrano vandræði

Postfrá Hfsd037 » 01.mar 2013, 11:54

Steini H wrote:Takk fyrir allar ábendingar en hann dillar afturendanum ekki að framan fram og það skoðaði hann maður hér og segir að það séu farin einhver gúmmí sem eru 8 tallsins ef á að skipta um þau öll sem ég læt gera ég verð bara að trúa því að það sé vandamálið.



Það er mjög ólíklegt að spyrnufóðringarnar séu að valda þessu..
Besta leiðin til þess að finna þessa bilun er að fara með hann upp á lyftu og hreyfa allt, það gæti verið að þú sjáir strax hvað er að
og eins og aðrir segja hérna, skoða millbilsstöng
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


Höfundur þráðar
Steini H
Innlegg: 105
Skráður: 23.nóv 2012, 08:35
Fullt nafn: Þorsteinn Hafþórsson

Re: Terrano vandræði

Postfrá Steini H » 01.mar 2013, 23:37

Eins og ég hef áður sagt veit ég ekkert um viðgerðir né hvað geti verið að en maðurinn sagðist sjá þetta þegar hann lá og horfði á þegar ég sleptti kúplinguni í gír nokkrum sinnum ekki á liftu en ég sá samt að dekkið gekk til

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Terrano vandræði

Postfrá Stebbi » 02.mar 2013, 12:56

Hljómar frekar eins og það sé eitthvað brotið laust ef hann er að dilla sér svona mikið. Ef að spyrnugúmmí væru orðin svona slæm þá kæmi smellur með hreyfinguni þegar að innri hólkurinn lemur í þann ytri.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Steini H
Innlegg: 105
Skráður: 23.nóv 2012, 08:35
Fullt nafn: Þorsteinn Hafþórsson

Re: Terrano vandræði

Postfrá Steini H » 03.mar 2013, 11:05

Ég bíð spentur eftir morgundaginum því þá kemur það í ljós með þessi gúmí hvort hann hættir þessu eða ekki.
Mín vegna og viðgerðarmannsins vona ég að þetta lagist því nú þegar er búið að skipta um afturdempara sem áttu að laga þetta og thuga spyrnugúmín og þau voru sögð óslitin.


mindelo
Innlegg: 28
Skráður: 18.sep 2011, 12:16
Fullt nafn: Bergsveinn Hallgrímsson

Re: Terrano vandræði

Postfrá mindelo » 03.mar 2013, 16:18

ef þig vantar einkvern til að gera þetta fyrir þig og fyrir mjög mjög sangjart verð er þér meira en velkomið að hafa samband við mig getur sent mér emel og ég gævi þér þá upplisingar um síman minn og þú gætir þá hringt í mig og þá gætti ég gefið þér einkvert verð en emelið er saehesturinn@simnet.is ef þú hefur áhuga


Höfundur þráðar
Steini H
Innlegg: 105
Skráður: 23.nóv 2012, 08:35
Fullt nafn: Þorsteinn Hafþórsson

Re: Terrano vandræði

Postfrá Steini H » 03.mar 2013, 21:35

Takk fyrir það vinur veit þá af þér.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Majestic-12 [Bot] og 10 gestir