Vacum læsing í patrol

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Vacum læsing í patrol

Postfrá Refur » 26.jan 2013, 21:48

Var að gramsa í Patrol bifreið minni í dag...
Afturlásinn hefur aldrei virkað, fór að skoða þetta.
Fæ ekkert sog úr hvorugu rörinu aftur við læsingarmembru, get læst með eigin lungum og læsingin fer af ég sleppi.
Mikil tregða í rörinu sem læsir en hitt er alveg stíflað.
Rofinn/deilirinn fram í húddi er grunsamlegur, pluggið var mælt í bak og fyrir og virðist straumurinn koma rétt í það.
Rofinn samanstendur af tveim segullokum, sá efri sogar stöðugt hvort sem Diff lock takkinn er á on eða off.
Sá neðri gerir hinsvegar ekki neitt, reif þetta í spað og prófaði að spreyja inn í lokann sem ekkert gerir en það breyttist ekkert.

Þekkir einhver hvernig þetta á að virka, er stöðugt vacum á membruna til að halda læsingunni af?
Það á varla að vera vacum þeim hluta á meðan læsingin er á?

Og annað til, hafa menn verið að leggja nýjar lagnir aftur undir bílnum úr plasti?

Kv. Villi læsingalausi




olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Vacum læsing í patrol

Postfrá olei » 26.jan 2013, 23:14

Já, það á að vera stöðugt vakúm á membrunni til að halda læsingunni af. Það er ábyggilega fínt að leggja nýjar lagnir að þessu úr plasti.


stebbi1
Innlegg: 170
Skráður: 03.feb 2010, 17:23
Fullt nafn: Stefán Grímur Rafnsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Vopnafjörður

Re: Vacum læsing í patrol

Postfrá stebbi1 » 26.jan 2013, 23:44

En ef það er stöðgut vacum til að halda henni af, lendir maður þá í því að það læsist ef t.d vacumdælann eyðilegst eða slanga fer í sundur?
44" Nissan patrol (ofur~patti)
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg

----------Suzuki half the size twice the guts----------

User avatar

Höfundur þráðar
Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: Vacum læsing í patrol

Postfrá Refur » 26.jan 2013, 23:49

Varla, fyrst það kemur ekkert sog í aftur við hásingu, og læsingin hefur ekki verið á, en ef svo á að vera getur varla verið að sogið til að halda henni af eigi líka að vera á þegar læsingin er á.


stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Vacum læsing í patrol

Postfrá stjanib » 27.jan 2013, 00:04

stebbi1 wrote:En ef það er stöðgut vacum til að halda henni af, lendir maður þá í því að það læsist ef t.d vacumdælann eyðilegst eða slanga fer í sundur?


Það er lítill gormur inn í vacuum læsingunni ( membruni ) sem á að halda henni svo að hún læsist ekki þegar að þú missir vacuumið..


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: Vacum læsing í patrol

Postfrá cameldýr » 27.jan 2013, 09:45

Refur wrote:Rofinn samanstendur af tveim segullokum, sá efri sogar stöðugt hvort sem Diff lock takkinn er á on eða off.
Sá neðri gerir hinsvegar ekki neitt, reif þetta í spað og prófaði að spreyja inn í lokann sem ekkert gerir en það breyttist ekkert.
Kv. Villi læsingalausi


Sogið á að færast af annari slöngunni yfir á hina eftir því hvort þú splittar eða tekur splittinguna af.
Nissan Patrol Y60 TD2.8

User avatar

Höfundur þráðar
Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: Vacum læsing í patrol

Postfrá Refur » 27.jan 2013, 11:03

Ég var einmitt að hugsa hvort það ætti ekki að vera þannig, og bjóst líka við því að það væri gormur innan við membruna, nennti ekki að rífa utan af hásingunni í gær til að skoða það en læsingin sjálf virkar allavega.
Þá er bara að útvega sér rofa og leggja ný rör aftur að hásingu.

Kv. Villi


solemio
Innlegg: 714
Skráður: 24.mar 2011, 20:12
Fullt nafn: Sigurður Óli Bragason

Re: Vacum læsing í patrol

Postfrá solemio » 27.jan 2013, 11:36

þarft að hafa bílinn í lágadrifinu til að læsingin fari á


cruser 90
Innlegg: 122
Skráður: 25.júl 2010, 23:59
Fullt nafn: Jóhann V Helgason

Re: Vacum læsing í patrol

Postfrá cruser 90 » 27.jan 2013, 12:04

Ég lenti í því að læsingin virkaði ekki hjá mér þá var annar stúturin fullur af drullu þannig að vagúmið náði ekki að soga hana á
Jóhann V Helgason S:8408083

User avatar

Höfundur þráðar
Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: Vacum læsing í patrol

Postfrá Refur » 27.jan 2013, 13:21

solemio wrote:þarft að hafa bílinn í lágadrifinu til að læsingin fari á


Nohh! Ég verð að viðurkenna að ég steingleymdi þessu smáatriði í spekúleringunum, ætli það sé ekki best að prófa það áður en maður dæmir rofann ónýtann.

cruser 90 wrote:Ég lenti í því að læsingin virkaði ekki hjá mér þá var annar stúturin fullur af drullu þannig að vagúmið náði ekki að soga hana á


Önnur lögnin er alveg kolstífluð hjá mér, hugsa að ég leggi ný rör.

Kv. Villi

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Vacum læsing í patrol

Postfrá jeepson » 27.jan 2013, 14:09

Við lögðum plast rör fyrir læsinguna í mínum bíl. En ég minnist þess ekki að það sé gormur til að halda læsinguni af. Ég var með svona pung í höndunum og var að prufa hann og það var ekkert sem að hélt honum aflæstum.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: Vacum læsing í patrol

Postfrá Refur » 27.jan 2013, 14:40

Prófaði að setja í lága drifið og setja snúa takkanum. Það virkaði, þá er allavega einu vandamálinu færra.
Gísli, hvar keyptirðu lagnaefnið og hvað kostaði það ca?

Kv. Villi

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Vacum læsing í patrol

Postfrá jeepson » 27.jan 2013, 18:50

Fékk það hjá félaga mínum. Þetta eru bara sört loft plast rör.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur