Musso-forhitunarvandamál

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Musso-forhitunarvandamál

Postfrá Navigatoramadeus » 26.des 2012, 22:50

Sælinú,

2005, Musso, 2,9 dísel,

í sumar tók forhitunarljósið uppá því að kvikna ekki þegar það átti að kvikna við að svissa á (en mældi að það fór spenna á kertin) og svo kviknaði ljósið aftur á móti eftir ca mínútu akstur (mældi samt spennulaust að kertum) og svo fór ljósið alveg og spenna að kertum líka svo já, það er sénslaust að starta bílnum í frosti.

ég skipti út glóðarkertunum (öllum, setti Denso 11,5V) og mældi gömlu sem voru 3 af 5 ónýt (hátt viðnám), ekkert breyttist.

skipti um relayið, engu breytti það,

tók öryggjaboxið (80A öryggi í lagi) og tengdi framhjá því, ekkert breyttist,

þegar svissað er á smellur relayið og ég mæli rúm 12V frá útgöngum relaysins, en það er sem enginn straumur (mæli 2-3A frá geymi en ætti að vera ca 65A) komist gegnum kertin þó relayið virki.

langar að prófa að spyrja jeppamenn hvurn fja.. þeir telja sé í gangi áður en ég fer með bílinn á verkstæði.

mbk. Jón Ingi




ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: Musso-forhitunarvandamál

Postfrá ARG22 » 01.jan 2013, 03:08

Sæll Jón Ingi
MInn bíll hafði verið með mikið bras en hann skemmdi kerti þ.e 2 af 5 alltaf sömu kertin og bilunin lýsti sér þannig að hann varð fyrst lélegur í gang og svo hætti hann að fara í gang nema með startspray. Þetta með ljósið er bara til þess að láta þig vita að það sé bilun í forhituninni eða 1 eða fleiri kerti ónýtt.
Ég opnaði forhitaraboxið en þar er spennuspóla og greiða með 5 pólum og þarf greiðan að vera alveg jöfn þ.e snerta allar snertlur nákvæmlega jafnt en þetta vill geiflast með tímanum og koma spansgræna á.
Prófaðu að rétta þær þannig að séu nákvæmlega jafnar og pússa pólana sem snerta þær ef hann hitar ekkert þá mundi ég prófa að fá annað box lánað og sjá hvað gerist eða tengja bara strauminn inn á stórt relay og vera með handvirkan takka á þessu því það klikkar aldrei

Kv Aron


Höfundur þráðar
Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Musso-forhitunarvandamál

Postfrá Navigatoramadeus » 02.jan 2013, 00:05

Sæll Aron og takk fyrir svarið,

ég er akkurat búinn að skipta út relayinu, gerði það reyndar eftir að hafa skipti út kertunum svo ætli það sé séns að það hafi eitt eða fleiri kerti eyðilaggst áður en ég prófaði nýtt relay ?

skoða þetta betur í vikunni og byrja á þessari "greiðu", næst að mæla kertin en annars er það bara játa mig sigraðan og á verkstæði, ég hélt bara að það væru svona 50 manns sem hefðu lent í svipuðu svo ég þyrfti ekki að finna upp hjólið ;)

kv.
Jón Ingi


Höfundur þráðar
Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Musso-forhitunarvandamál

Postfrá Navigatoramadeus » 09.jan 2013, 20:44

eftir alltof langan tíma er búið að finna út úr þessu máli;

allt virkaði einsog það átti að gera nema það kom enginn straumur að glóðarkertum, öryggi í lagi, relay smellur inn og út, mæld 12V að glóðarkertum en enginn straumur, mældi mjög svipað viðnám gegnum lagnir frá relay gegnum öll kertin ENNN....

var búinn að kaupa venjulegt relay og ætlaði að tengja framhjá original dótinu og prófaði að smella berum vírunum á plús geymis og með ampertöng að sjá hvað kertin draga og það voru um 20A og niðrí 12A á ca 5 sek, prófaði 3 kerti og allt það sama en á fjórða nánast kviknaði í puttunum á mér og bráðnaði utanaf vírnum á 0,1 sek !

reif soggreinina frá og þá kom í ljós að þessi þráður sem bráðnaði hafði kramist að hluta undir soggreininni og valdið skammhlaupi þar (vírinn var ca 75% í sundur og skammhleypti á ca 25% vír), þarna hefði ég haldið að öryggið hefði átt að brenna yfir en það var einsog relayið væri með einhverri yfirálagsvörn svo þegar það small inn hindraði það straumflæðið !!

anyway, vildi bara láta vita ef einhver væri að lenda í svipuðum klaufaskap :)


Höfundur þráðar
Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Musso-forhitunarvandamál

Postfrá Navigatoramadeus » 09.jan 2013, 21:01

ARG22 wrote:Sæll Jón Ingi
MInn bíll hafði verið með mikið bras en hann skemmdi kerti þ.e 2 af 5 alltaf sömu kertin og bilunin lýsti sér þannig að hann varð fyrst lélegur í gang og svo hætti hann að fara í gang nema með startspray. Þetta með ljósið er bara til þess að láta þig vita að það sé bilun í forhituninni eða 1 eða fleiri kerti ónýtt.
Ég opnaði forhitaraboxið en þar er spennuspóla og greiða með 5 pólum og þarf greiðan að vera alveg jöfn þ.e snerta allar snertlur nákvæmlega jafnt en þetta vill geiflast með tímanum og koma spansgræna á.
Prófaðu að rétta þær þannig að séu nákvæmlega jafnar og pússa pólana sem snerta þær ef hann hitar ekkert þá mundi ég prófa að fá annað box lánað og sjá hvað gerist eða tengja bara strauminn inn á stórt relay og vera með handvirkan takka á þessu því það klikkar aldrei

Kv Aron


já og ég var búinn að pússa snerturnar, það var pínu skán á þeim, gott innlegg :)


ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: Musso-forhitunarvandamál

Postfrá ARG22 » 25.feb 2013, 22:15

Gott mál að þú fékst þetta í lag hjá þér og hefur fengið amerískan endi ;)
Ég ætla bara að hafa þetta manualt hjá mér úr því ég vandist því, það klikkar ekki svo glatt en líklega var eitthvað í stýringuni bilað hjá mér

BKV Aron


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur