Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60


Höfundur þráðar
dors
Innlegg: 190
Skráður: 01.feb 2010, 22:32
Fullt nafn: Halldór Bogi Sigurððson

Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá dors » 29.des 2012, 01:12

Sælir
Er búinn að velta fyrir mér hafa menn verið að lækka hlutföll í Patrol y60 millikassa orginal er 2.02:1 er það ekki frekar hátt??'
hér eru þrjár gerðir http://www.marks4wd.com/low-range-gears/nissan.html

er með minn á 38" og 5.42 hlutföll mér finnst það einfaldlega ekki nógu lágt fyrir þessi dekk???
ég bara get ekki skilið hvernig það er hægt að hafa bílinn á 44"+5.42 hlutföll ef það er ekki nóg fyrir 38", það er hellingur af 44" bílum sem eru ekki með með milligír??
en endilega þeir sem eru búnir að lækka sjálfan millikassann sem mig langar að gera smellið einhverju sem þið vitið um þetta.
vill sleppa við annan millikassa lóló

kv Dóri



User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá AgnarBen » 29.des 2012, 01:49

Ég spyr nú bara eins og kjáni, ertu viss um að þú sért á 5.42 hlutföllum ?

Ég var á 44" Patrol á 5.42 og var bara þokkalega sáttur við niðurgírunina í almennum snjóakstri en milligírinn kom síðan auðvitað sterkur inn í erfiðum brekkum eða í verulega þungu færi. Það er reyndar stór kostur að vera með milligír sem er með önnur hlutföll en millikassinn, ég var með 2,02 í lága og 3.74 í milligírnum sem var búinn til að Patrol kassa en það gaf manni möguleikannn á því að leika sér aðeins í gírunum.

3.74 eru þó full lág til að setja í millikassa, ég gæti trúað því að 2.86 væru hentugri en gallinn við að fara þessa leið er að ferðahraðinn í lága drifinu dettur niður og ekki er hann nú beisinn fyrir, nær ekki einu sinni 50 km/klst með 2.02 !
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Höfundur þráðar
dors
Innlegg: 190
Skráður: 01.feb 2010, 22:32
Fullt nafn: Halldór Bogi Sigurððson

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá dors » 29.des 2012, 13:48

Sæll
já ég er alveg viss er með 5.42,
en 2.86 í millikassann er það ekki bara málið??
en hvernig er með þessa gömlu Amerísku jeppa það var algengt að þeir voru með 2.62:1 í millikassa dana 300 t.d og 205 kassinn

GQ 2.8 Standard transfer gears 2.02:1 4.625:1 28.588:1

GQ 2.8 - Gearmaster transfer gears 2.86:1 4.625:1 40.48:1

með 5.42 drfhlutföll þá er heildarniðurgírun í millikassa 62,08 miðað við að fara í 2.86

eru ekki einhverjir sem eru búnir að gera þetta?????

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá AgnarBen » 29.des 2012, 15:07

Ég veit um einn sem setti 2.86 í millikassann hjá sér, eða amk ætlaði að gera það en það var af því að hann var á orginal hlutföllum og vildi halda þeim í þjóðvegaakstri. Leyfi mér að efast um einhver sé með 5.42 í drifum og 2.86 í millikassa nema kannski einhver hafi gert það af því að þeir eru á 46" !
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá jeepson » 29.des 2012, 15:29

Ég er með 5.42 hlutföll í pattanum mínum og hann virkar bara fínt á 38" vélar snúningurinn á 100km/h er sá sami og á 33" bíl. bíllinn er mjög fínn í bæði malbiks og utanvegar akstri. Hámarks hraði í lága drifinu í 5. gír á 500sn er um 85km/h En það kemur nú ekki oft fyrir að ég sé með hann á fullu spítti á lága drifinu. Enda snúningurinn ansi hár.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá Árni Braga » 29.des 2012, 15:32

Það hljóta að vera einhver önnur hlutföll í þessum bíl hjá þér 5:42 er meira en nóg fyrir 38" dekk.
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is


Höfundur þráðar
dors
Innlegg: 190
Skráður: 01.feb 2010, 22:32
Fullt nafn: Halldór Bogi Sigurððson

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá dors » 29.des 2012, 15:44

sælir
5.42 eru í bílnum
ef maður er búinn að hleypa úr í 2 pund í erfiðu færi þá eru þessi hlutföll ekki nóg fyrir 38",einfaldlega níðings háttur á kúplingu finnst mér,vill komast hægar þarna niðri án þess að fara í skriðgír


Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá Árni Braga » 29.des 2012, 16:46

Ég er á 46" og það er bara í fínu lagi hjá mér þó ég fari niður í 2 pund en ef ég þarf meira þá set ég að sjálfsögðu í lo lo en hann er lítið notaður hjá mér.
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is


patrolno1
Innlegg: 7
Skráður: 15.apr 2010, 11:35
Fullt nafn: Sigtryggur Kristjánsson

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá patrolno1 » 29.des 2012, 19:58

Sællir. Ég er með 38´´bíl með 5.42 og lægra hlutfall í millikassanum og ég myndi bara ekki vera án þess.
Dóri þú kemur bara inn í Fljót og prufar hjá mér.

kv Sigtryggur

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá Stebbi » 29.des 2012, 20:52

Bara svona smá forvitni, hvað er hlutfallið í fyrsta gír á 2.8 patrol?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá ellisnorra » 29.des 2012, 21:01

Hér er taflan yfir gírana.
Viðhengi
patrol y60 FS5R50A specs.jpg
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá ellisnorra » 29.des 2012, 21:03

Til samanburðar er toyota w56 sem kom í hilux 2.4 bensín svona :
Ratios:
First Gear: 3.954:1
Second Gear: 2.141:1
Third Gear: 1.384:1
Fourth Gear: 1.00:1
Fifth Gear: 0.85:1
Reverse: -4.091:1
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
dors
Innlegg: 190
Skráður: 01.feb 2010, 22:32
Fullt nafn: Halldór Bogi Sigurððson

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá dors » 29.des 2012, 21:24

Sæll Siddi
hvaða lækkun tókstu í millikassann
kv dóri


patrolno1
Innlegg: 7
Skráður: 15.apr 2010, 11:35
Fullt nafn: Sigtryggur Kristjánsson

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá patrolno1 » 29.des 2012, 22:02

Sæll. Ég er bara ekki viss hvort það var 3 eða 4 :1 þarf bara að grafa það upp.

kv. Sigtryggur

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá Freyr » 29.des 2012, 22:25

Varðandi amerísku millikassana sem eru oft með lægri hlutföll í millikassa, t.d. 2.62 og einnig er 2,72 algengt, þá eru þeir alla jafna í bílum með öflugri vélar en japanskir og nota mun hærri drif. Sem dæmi þá er 4,56 algengt í amerískum 38" jeppum. Ég skil vel að þú sért í þessum hugleiðingum. Átti sjálfur 38" '95 patrol með 5,42 drifum. Í þungu færi vantaði oft töluvert lægri gírun eða meira tork, maður þurfti oft að misbjóða kúplingunni til að komast áfram. Ég hugleiddi þessa leið en ákvað að fara ekki út í þetta. Það sem fældi mig frá var hversu hægt ég kæmist í lága drifinu því vélin er ekki öflugri en svo að háa drifið er nær ónothæft í þessum bílum eftir að hleypt er úr og ekið í snjó. Ef þú hinsvegar ert rólegur í snjóferðum og hefur ekki þörf fyrir hraðakstur (eins og ég) þá er þetta stórsniðug leið.


Höfundur þráðar
dors
Innlegg: 190
Skráður: 01.feb 2010, 22:32
Fullt nafn: Halldór Bogi Sigurððson

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá dors » 29.des 2012, 23:41

Sæll.
Einmitt, þetta er akkurat sem ég er að tala um. En það er hægt að velja á milli hvort þú farir í 24%, 43%eða 85% lækkun. http://www.marks4wd.com/low-range-gears/nissan.html

Er að pæla annað hvort 24% eða 43%, spurning er, hvað er nóg fyrir 38"?
Eins og þú segir þá þarf ég ekkert endilega að keyra hratt,er að hugsa um þetta í erfiðum færum, þegar búið er að hleypa niður í 2 pund. Þá keyra menn hvort eð er ekki hratt!!!
Ég vil ekki nýðings hátt á kúplingunni, þannig að ég hlýt að þurfa að lækka millikassann í annað hvort. Getur vel verið að það sé nóg að lækka hann niður í 24% ég bara veit það ekki. Það er í raun svarið sem mig vantar?
Það hljóta fleiri að vera í sömu pælingum og ég með þetta ?
kv. dóri

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá jeepcj7 » 30.des 2012, 00:01

Svo er alltaf spurning um kostnað hvað kostar að fá lægra hlutfall í kassann sem er fyrir og hvað kostar að fá sér annann kassa?
Eins og fram hefur komið er ekki alltaf gott sérstaklega í máttlausum bílum að vera með mjög lágt lágadrif og ná svo ekki neinni ferð og geta samt ekki notað háa drifið.
Er þá ekki betra að vera með 2 x 2.02 og fara mjög hægt ef þarf og hafa áfram 1 x 2.02 og hafa sæmilegan ferðahraða þegar á þarf að halda.
Ef nóg er af aur er auðvitað best að vera með meira afl td.4.2 og 3.7 og 2.02 í millikössunum og jafnvel eiithvað fleira en hvað kosta þessir hlutir?
Vélin er ca.1 milla
Aukakassi ?
Lægra lága drif?
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá Stebbi » 30.des 2012, 00:17

Miðað við að fyrsti gírinn sé 4.55:1 sem er mjög gott þá er sýnist mér vandamálið vera framaná gírkassanum. Endahlutfallið hjá þér í fyrsta er aðeins lægra en í 2.4d Toyotu á 5.29 drifum og þeir komast af stað turbolausir á 38" dekkjum í þungu færi. Ég myndi ekki segja nokkrum manni frá þessu og skipta strax um bréfapressuna sem er undir húddinu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
dors
Innlegg: 190
Skráður: 01.feb 2010, 22:32
Fullt nafn: Halldór Bogi Sigurððson

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá dors » 30.des 2012, 01:51

þú ert að tala um fyrsta gír í 4,2 ég er með 2,8

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá StefánDal » 30.des 2012, 01:52

Stebbi wrote:Miðað við að fyrsti gírinn sé 4.55:1 sem er mjög gott þá er sýnist mér vandamálið vera framaná gírkassanum. Endahlutfallið hjá þér í fyrsta er aðeins lægra en í 2.4d Toyotu á 5.29 drifum og þeir komast af stað turbolausir á 38" dekkjum í þungu færi. Ég myndi ekki segja nokkrum manni frá þessu og skipta strax um bréfapressuna sem er undir húddinu.


liiiiiike! Það hefur sýnt sig og sannað að góð V8 rella sem kostar undir 500þús virkar betur og eyðir minna í svona líka ágætum bíl.

Ég er farinn að halda að jeppa menn skiptist í tvo hópa. Ég myndi fyrir mína parta aldrei vilja sjá low gír í bíl hjá mér :)

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá Freyr » 30.des 2012, 02:16

Þó svo ég taki á margann hátt undir með ykkur varðandi vélarskiptaumræðuna þá skulum við halda okkur við efnið.

Kveðja, Freyr


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá sukkaturbo » 30.des 2012, 07:42

Sæll Halldór Bogi ég hef prufað þetta eins og svo margt annað var með 4.7 í hilux og 5:70 drif og komst í 45 km hraða í 5 gír á fullum snúning. Ég mundi mæla með 3.70 eins og Stjáni á Skeiðsfoss er með. Ég prufaði bílinn hans fyrir nokkru og er hann virkilega skemmtilegur og kemst vel yfir 50 í lágadrifinum sem er meira en nóg fyrir þig því ég veit hvernig þú keyrir í snjó og í þínum veiðiferðum. Jafnvel er í lagi að fara í 4,? og setja orginal hlutföllin aftur í til prufu og selja 5:42 og kaupa lækkun fyrir andvirði þeirra. kveðja guðni


Höfundur þráðar
dors
Innlegg: 190
Skráður: 01.feb 2010, 22:32
Fullt nafn: Halldór Bogi Sigurððson

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá dors » 30.des 2012, 15:21

Sælir
Vitið þið hvort þetta er selt hér á landi og þá hvað þetta kostar.
Ástralin er að selja þetta og kostar þar um 160.000,en vitið þið hvort það séu fleiri sem eru að selja þetta en Ástralin

kv dóri

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá Stebbi » 30.des 2012, 18:28

Ef að þetta kostar 160 þús úti í Ástralíu þá er þetta ískyggilega nálægt 300þús komið heim og í kassann. Milligír eða annar millikassi verður alltaf ódýrari og gefur þér mun meiri möguleika á gírun. Stundum er fínt að hafa 2:1 í lága ef að færið er ekki það þungt en samt nógu þungt til að útiloka háa drifið. Annar kassi með 3:1 væri fullkomin með því sérstaklega þar sem húddið er hálf tómt. Verst að það er ekki hægt að fá þá sjálfskipta, þeir væru örugglega betri snjójeppar svoleiðis.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Lægri niðurgírun í millikassa Patrol y60

Postfrá AgnarBen » 30.des 2012, 20:06

dors wrote:Sælir
Vitið þið hvort þetta er selt hér á landi og þá hvað þetta kostar.
Ástralin er að selja þetta og kostar þar um 160.000,en vitið þið hvort það séu fleiri sem eru að selja þetta en Ástralin

kv dóri


Það er ástæða fyrir því að þetta eru kölluð Ástralíuhlutföll ;-)

Alvöru milligír úr Patrol kassa með milliplötu frá Ljónsstöðum og með 2.86/3.74 hlutfalli kostaði 300 þús.kr fyrir hrun og þá átti eftir að setja hann í, þessi pakki kostar örugglega amk 500 þús.kr í dag. Ég giska á að bara hlutföllin kosti í kringum 300 þús kr. í dag nýinnflutt og þá á eftir að koma þessu í.

Þú gætir auðvitað sett í milligír úr Patrol kassa með 2,02 en það eiginlega svona hvorki né lausn, ekki nógu lágt til að skríða virkilega hægt og of lágur fyrir almennan akstur í lága !

kveðja
Agnar
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur