Toyota Land Cruiser 73 (Millilangur) 1989
2L-T (2.4) gamla rocker armar vélin með intercooler
Ekinn tæp 400 þúsund held ég örugglega, 16 þúsund frá "upptekt"
8" Revers að framan og 8" aftan 4:88 hlutföll
38" breyttur, en 44" sleppur undir en fjaðrar saman í kantana
ljótar speglafilmur eru í drossíuni sem fá að fjúka fljótlega
Garmin 620
YEASU talstöð
Úrhleypibúnaður
ónytt púst
riðgaður í drasl
og fleirra góðgæti svo eitthvað sé nefnt!
ég keypti bílinn , var i þokklegu standi, nema brotið framdrif og ónytur millikassi , sem fékk fljótlega að fjúka fyrir nýtt
hann leit svona út þegar ég fékk hann



og svona er hann í dag

Ég kaupi bílinn með "nýupptekini vél og kassar, allur ryðbættur og ný sprautaður"
keypti semsagt bóntvist, en þegar betur var að gáð var þetta sjálfdauð rolla!
Byrjunin á rifrildinu!


ætlaði fyrst að stilla hurðina aðeins og þurfti því að rífa brettið af til að komast að lömini, endaði skemmtilega :)










Eins og sést eru þetta "ryðbætingarnar" frá fyrri eiganda, kíttaðir ál og járnbútar, eins og mótin séu rifin í höndunum, passa svo ekki í sárin heldur

Rosa flott viðgerð þarna haha svo var þetta bara kíttað og skrúfað sjálfborandi, platan var yfir gatinu þarna!

þetta svona eiginlega toppaði allt dæmið, þarna var álplata sem var orðin helviti flott af tæringu, með kítti og sjálfborandi, svo var búið að setja trebbamottu og resín yfir, lookaði eins og rifsberjasulta, ekki langt í flinstón bíl, með lappirnar niður úr gólfinu,


Göt hér og þar, sennilega resínið búið :/ haha

það sést kannski ekki vel á þessari mynd, en neðra sætið fyrir gluggastykkið er orðin úr sér gengið, og þarf að smíða upp að nýju, smá smeikur við þetta, gluggastykkið 100% ryðlaust, ótrúlegt
Annars er pælingin að taka boddyið af grindini, og ryðbæta allt 110% með suðuvélum i þetta skiptið, sandblása og sprauta og koma honum á 44" með 5:29 hlutföllum og sprækja vélina
ætla að halda ljósavélini afram í húddinu
í bílnum var "nýupptekin" vél og kassar þegar ég keypti hann, ég er enn að velta fyrir mér hvaða maður gat haldið á vélinni, kannski notuð í deadlift?
en allavegana er ég búinn að taka þessa vél upp frá a til z eftir að heddið fór og sprakk, gaman gaman.
Ný túrbína sem er sögð aðeins stærri
Glænýtt hedd keypt frá bretlandi
öll ný glóðakerti
allir spíssar nýjir
allir pinnboltar nýjir
allir pakningar og pakkdósir
allir ventlar nýjir
nýjar legur frá a-ö
nýjar rúllur í knastás
satt að setja sé ég smá eftir þessu öllu varðandi vélina því kostaðurinn hleypur á cummins svappi :)
endilega komið með skemmtilegar tillögur varðandi litaval á bílnum!
peace out!