6v glóðakerti í Hilux?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
6v glóðakerti í Hilux?
Hvaða bix stjórnar hversu lengi straumurinn liggur á glóðakertum í Hilux 1992 mod. Bíllinn sýnir ekki glóðakertisljós í mælaborðinu og straumurinn virðist liggja stöðugt á glóðakertunum þegar svissinn er á.....er ekki bara 6 v straumur á þessu helv... kv, kári.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: 6v glóðakerti í Hilux?
Pabbi lenti í þessu sama hjá sér, ég man ekki nákvæmlega hvað meinið var en það tengdist glóðakertatölvunni. Sú tölva er í kickpanelnum öðru hvoru megin og er alveg örugglega merkt eitthvað glow plug eða eitthvað slíkt. Þetta gismo stjórnar hituninni og á það til að bila. Ég á svona tölvu auka en hún kemur reyndar úr lc70 en ég held að það sé sama júnitið.
Pabbi lagaði sína tölvu, mig minnir að það hafi eitthvað tengst spansgrænu eða lélegri jörð. Skoðaðu þetta dót hjá þér :)
Pabbi lagaði sína tölvu, mig minnir að það hafi eitthvað tengst spansgrænu eða lélegri jörð. Skoðaðu þetta dót hjá þér :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Re: 6v glóðakerti í Hilux?
Kemur þá stýristraumur frá þessu júniti til rofans í brettinu bílstjóramegin???
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: 6v glóðakerti í Hilux?
karig wrote:Kemur þá stýristraumur frá þessu júniti til rofans í brettinu bílstjóramegin???
Já. Það eru meira að segja tvö relay þar(ég átta mig ekki alveg tilgangnum með tveimur), svo skynjar þetta hitann á mótornum gegnum sensor undir soggreininni, skynjar viðnám á glóðakertaskinnunni, stjórnar glow ljósinu og fleira. Ég á teikningu af þessu í tölvunni heima, skal finna hana sem fyrst. Ég er bara í vinnunni núna.
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Re: 6v glóðakerti í Hilux?
Ljómandi, þú sendir mér þetta ef það er ekki mikið mál,(karig4@simnet.is) eða setur þetta hér inn til fróðleiks, kv, kári.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: 6v glóðakerti í Hilux?
Hér er þetta eins og mér finnst líklegt að þetta sé í bílnum hjá þér.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: 6v glóðakerti í Hilux?
Það sem er skrúfað undir soggreinina er örugglega 5 glóðarkertið sem hitar aðeins loftið fyrir start, gengur ekki með eftirglóð. Það var þannig í '87 hilux sem ég átti.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: 6v glóðakerti í Hilux?
Stebbi wrote:Það sem er skrúfað undir soggreinina er örugglega 5 glóðarkertið sem hitar aðeins loftið fyrir start, gengur ekki með eftirglóð. Það var þannig í '87 hilux sem ég átti.
Já það er rétt hjá þér Stebbi, ég var frekar óskýr þarna og gleymdi þessu kerti sem auðvitað er skrúfað í soggreinina sjálfa neðanverða.
Ég var að meina að skynjarinn er skrúfaður í blokkina, undir soggreininni :) Rétt neðan við heddpakkningu ca við þriðja cylinder :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Re: 6v glóðakerti í Hilux?
Takk fyrir teikninguna Elli, en ég er ekki að finna út úr þessu, það liggja stöðugt 10 v straumur á glóðakertaþræðunum, straumurinn fer ekki af fyrr en sjórnboxið er aftengt. Ég er búinn að prufa annað box, aftengja bæði releyin og áfram liggur straumur á þessu, þar til að ég tek plöggið úr boxinu...... glow ljósið kemur á þegar bílnum er startað en ekki þegar svissað er á, eins og á að gerast....ljóti draugagangurinn, kv, kári.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: 6v glóðakerti í Hilux?
Þetta er sama og pabbi lenti í. Ég hitti hann væntanlega á morgun og skal reyna að spurja hann hvað hafi verið meinið hjá honum.
http://www.jeppafelgur.is/
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur