Postfrá DABBI SIG » 01.des 2012, 20:55
Takk kærlega fyrir að nenna pæla í þessu félagar,
Vandamálið er það að myndin er af samskonar prentplötu og minni, nema hvað að kubburinn er horfinn af þeirri sem ég er að nota.
Ég tók prentplötuna úr webasto stöðinni vegna ónýts jarðtengis sem var svo lagað með lóðun. Það er búið að ganga úr skugga um að lóðningarnar séu í lagi hjá mér en vandamálið liggur í því að þetta stykki vantar allt í einu og ég veit ekkert hvar það er! Þegar ég var svo að tengja prentplötuna áðan við webasto-inn þá fór hún í gang nema bara virkar ekki eins og skyldi, þ.e. ræsir sig eins og vanalega og tekur loft inná sig og byrjar að hreinsa sig en fer svo ekki í næsta ham, þ.e. að byrja að hita glóðarkerti til að hita kælivatnið o.s.frv.
Ég var því að velta því fyrir mér hvort þessi hvíti kubbur sé að hafa áhrif á virkni stöðvarinnar eða hvort þetta skipti engu máli. Eins og sést á seinni myndinni þá kemur svona spöng ofaná þennan hvíta kubb ásamt svarta kubbinum með þrem vírunum sem tengjast honum(transistorinn). Þessi spöng er svo með gati fyrir lítinn bolta og þetta boltast beint ofaná húsið utan um webasto stöðina sem er málmur. Semsagt hvíti kubburinn liggur ofaná málmhúsi webasto stöðvarinnar.
Gæti þessi kubbur haft eitthvað með virkni stöðvarinnar að gera??? og ef svo er... er hægt að græja nýjann kubb á??
Ég skal reyna að mynda þetta betur en myndirnar hér að ofan eru af netinu, en mín prentplata er nákvæmlega eins nema hvíta kubbinn vantar!
-Defender 110 44"-