Postfrá Izan » 20.aug 2010, 17:01
´Sælir
Ég veit svosum ekki hvað 2,8 pattinn er að eyða á 44" dekkjum með 5.42:1 hlutföllum, væri gaman að heyra þær tölur. Pattinn minn var með ca 20 l. á 38" dekkjum og 4.56.1 hlutföllum. Ég hef samt líka séð hann eyða hrikalegri olíu á stuttum tíma en þó ekki eins mikilli og 2.5 tdi navaran sem ég átti á undan. Á henni tæmdi ég tankinn á um 70km í skelfingarfæri.
Lögmálið segir að það sé beint samhengi milli álags og eyðslu í benzínvélum. Ég er viss um að í þyngstu færunum er hægt að sjá eyðslu upp undir 200l. á 100 km. en færið þarf að vera hrikalegt til þess. 4.2 mótorinn er kraftmikill og 44" DC dekkin valda varla þessu mikla álagi. Það mætti segja mér að 44" groundhawk dekk geti hreyft við eyðslutölunum bara með auknu álagi og gripi.
Eitt er allavega alveg á hreinu, þessi patrol er alveg magnaður með kraftmikla vél og léttur á fæti. Það eru til dæmi um að svona bílar séu þeir einu í stórum ferðum sem eiga einhverja möguleika að komast áfram, heyrði um slíkt tilfelli þar sem stóru vörubílarnir komust varla áfram í förunum eftir Pattann og hinir "litlu" jepparnir (44"*) jepparnir komust hvorki lönd né strönd.
Kv Jón Garðar