Sælir
Þekkið þið eitthvað leiðina þarna inneftir? hvernig vöðin eru?
Er einhver að fara þarna um í kvöld/um helgina?
Kv.
Óskar Andri
Núpsstaðaskógur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Núpsstaðaskógur
You´ve got mail Óskar
Re: Núpsstaðaskógur
Sæll
Hef 2x farið þarna inneftir. Fyrra skiptið var um hvítasunnuhelgi og þá var þetta mjög auðvelt. Seinna skiptið var um mitt sumar og þá áttu bæði óbreyttur pajero sport og óbreyttur lc 90 í vandræðum. Lc 90 komst varla upp úr ánni þar sem bakkinn var svolítið brattur og grýttur. Pajeroinn hinsvegar keyrði sig uppá "sker" og sat fastur á kviðnum. 38" breyttur lc 70 á 33" dekkjum átti hinsvegar ekki í neinum vandræðum með þetta.
Ég veit ekki hvernig þetta er núna en þessi 2 skipti var alveg augljóst hvar best var að fara yfir (vöðin voru nálægt þjóðvegi 1 og svo smá spotti inneftir. Á þessum tíma var botninn og áreyrarnar fyrst og fremst grjót og það í grófari kanntinum, sá enginn merki um sand- eða aurbleytu en það gæti vissulega verið breytt í dag.
Kv. Freyr
Hef 2x farið þarna inneftir. Fyrra skiptið var um hvítasunnuhelgi og þá var þetta mjög auðvelt. Seinna skiptið var um mitt sumar og þá áttu bæði óbreyttur pajero sport og óbreyttur lc 90 í vandræðum. Lc 90 komst varla upp úr ánni þar sem bakkinn var svolítið brattur og grýttur. Pajeroinn hinsvegar keyrði sig uppá "sker" og sat fastur á kviðnum. 38" breyttur lc 70 á 33" dekkjum átti hinsvegar ekki í neinum vandræðum með þetta.
Ég veit ekki hvernig þetta er núna en þessi 2 skipti var alveg augljóst hvar best var að fara yfir (vöðin voru nálægt þjóðvegi 1 og svo smá spotti inneftir. Á þessum tíma var botninn og áreyrarnar fyrst og fremst grjót og það í grófari kanntinum, sá enginn merki um sand- eða aurbleytu en það gæti vissulega verið breytt í dag.
Kv. Freyr
-
- Innlegg: 665
- Skráður: 10.mar 2010, 11:54
- Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
- Bíltegund: gaz69m
- Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata
Re: Núpsstaðaskógur
langbest að tala við Hannes jónsson bónda á hvoli hann hefur farið þessivöð ansioft á mismunandi bílum og veit hvernig þetta er og hvernig vöðin breitast
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Núpsstaðaskógur
Takk, takk.... það er ekki alveg búið að slá því föstu að fara ennþá en svona ef maður vill elta sólina þá sýnist mér málið vera að fara eitthvað í þessa átt allavega :)
Re: Núpsstaðaskógur
Þegar ég fór þarna yfir síðast þá fór ég yfir vað þar sem slóðinn endaði og var það doldið leiðinlegt fyrir minna breyttari bíla, nokkuð straumhart og grýtt og mig minnir að bakkinn hafi verið brattur þegar maður kom upp úr. Á leiðinni til baka eltum við aftur á móti slóða að vaði mun nær þjóðveginum, þar var áin mun breiðari, lygnari og grynnri en það var skeifulaga brot í ánni sem hægt var að fylgja yfir. Það bleytti varla í felgu minnir mig þegar við fórum þarna yfir.
Þetta er orðið ansi langt síðan (2004) og kannski er þetta allt gjörbreytt í dag !
Þetta er orðið ansi langt síðan (2004) og kannski er þetta allt gjörbreytt í dag !
Re: Núpsstaðaskógur
Sæll ég fór þarna innúr um þarsíðustu helgi og það var sennilega um 70 80 cm djúpt vatn í ánni en ekki stórgrýttog allt bara í fína lagi, en innfrá rétt áður en komið er inn að fossinum lenti ég í sandbleytu en náði að krafla mig upp úr því, fór svo yfir á öðrum stað á leiðinni til baka , hrikalega flott svæði.
kveðja Helgi
kveðja Helgi
-
- Innlegg: 138
- Skráður: 07.sep 2011, 18:44
- Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
- Bíltegund: Toyota LC 90
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Núpsstaðaskógur
Er einhver búinn að fara þarna í sumar og getur gefið upplýsingar um vöðin?
Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur