Þekkir einhver Vm díselmótora.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 17
- Skráður: 16.mar 2010, 13:27
- Fullt nafn: Þorbjörn ingi steinsson
Þekkir einhver Vm díselmótora.
Er að spá í vm mótor,hvaðan eru þessir mótorar er þetta Mercury eða Gm.Þá kannski bara framleitt sem bátavélar.
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Þekkir einhver Vm díselmótora.
Þetta er ítalskt fyrirtæki, fyrst kynslóð af Range Rover með diesel notaði VM mótora og sömu leiðis fyrsta kynslóð af Grand Cherokee með diesel.
Mig minnir að Jeep Wrangler diesel sé með VM mótor.
Mig minnir að Jeep Wrangler diesel sé með VM mótor.
-
- Innlegg: 98
- Skráður: 01.feb 2010, 01:48
- Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson
Re: Þekkir einhver Vm díselmótora.
Það voru 2.5 td VM mótorar í einhverjum Cherooke jeppum í kringum 93-5 minnir mig og kannski lengur. En af þeim vélum fara bara slæmar sögur. Ég veit bara um einn bíl með þessari vél sem hefur gengið svona lala en ég hef vitað af mörgum í gegnum tíðina sem hafa átt svona bíla með þessum vélum og enginn þeirra ber þeim vel söguna. En hins vegar er þetta bara ein týpa af vélinni, ég hef heyrt að VM sé frekar stór og virtur vélaframleiðandi þó þeir þekkist ekki mikið hér. Hvað ertu að spá með VM mótor?
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Þekkir einhver Vm díselmótora.
Jeep Cherokee (XJ) voru með Renault 2.1L fjögra sílendra diesel vélum 1984-1987, þær þóttu hvorki merkilegar né skemmtilegar. 1997-2001 voru þeir með 2.5L VM vél líklega sömu vél og stóri bróðir Grand Cherokee (ZJ). Hvort þeir voru til með einhverri diesel vél þar á milli veit ég ekki.
Re: Þekkir einhver Vm díselmótora.
Ég átti lítinn Cherokee árg.´94 eða ´95 með 2,5 VM vél, vélin var nokkuð skemmtileg miðað við diesel vél, miklu skárri en 2,4 Toyota sem ég átti þar á undan. En í ca. 150.000 km fór hedd og heddpakkning og það var ekki gott. Það er í rauninni eitt hedd fyrir hvern cylinder á þessum vélum og hjá mér var eitt farið. Eftir viðgerð uppá ca. 650.000 kr. var vélin komin í lag og þá seldi ég bílinn, búinn að fá alveg nóg en ca. ári seinna hringdi sá í mig sem hafði keypt bílinn og sagði mér að hin 3 heddin væru farin. Semsagt, þessar vélar eru nokkuð skemmtilegar, þær eru 120 - 125 hestöfl, en þegar þær byrja að bila ertu í djúpum .......
Re: Þekkir einhver Vm díselmótora.
Ég átti bíl með þessari vél. Þvílíkur fjandans viðbjóður sem hún var..
Kostir=kraftur og tog.
Gallar=handónítt helviti
og enginn á landinu sem kann á þessar vélar. Ónefndur snillingur í ræsi fyrrverandi þóttist þekkja þessar vélar. Og sagði mér bara að koma með bílinn og það þyrfti að skipta um stimpla og allar legur í botni og nýjan ás. Og 2 af heddunum.. Ég bara trúði ekki. Þannig að ég fór að googla og fann breskt verkstaeði sem sérhæfði sig í þessum fjandans ljósavélum ... Gaurinn þar sagði eftir 20 sec tal. Ohh yeeesss. The pushrod brakket. You need the aftermarket brakkets wm put on all of them after they found out!!!! Oooooo ok. Þeir sem sagt framleiddu eftir á svona festingu sem héllt við undirliftustangirnar á meðan vélin var að ná upp olíuþrístingi við kaldstart.. Stangirnar áttu til að spítast undan rokkerörmunum. Og gogna og allt í klessu..Semsagt viðgerðin sem áttai að kosta 600 þus í ræsi var bara standard galli a þessum vélum sem kostaði 1500 kr að laga med þessum undirliftustýringum...sem framleiðandinn framleiddi sjálfur !! Eftir þetta gekk vélinn eins og klukka. En bíllinn var seldur eins fljótt og hægt var. Hef heyrt að hann hafi staðið sig mjög vel hjá nyja eigandanum. Getur einhver sagt mér afhverju menn á verkstæðum nýta ekki nútíma tækni eins og t.d google. Allur heimurinn veit af einhverri algengri bilun og oft mjög einföld lausn.. Nei nei best að skipta um sveifaráslegur og stimpla og sjá hvort þetta lagist ekki aðeins.!!!!! Arrrrrgggg. Þessi bíll gerði mig svo reiðan.. Myndi ekki einusinni kaupa haugsugu méð þessari vél í!
Kostir=kraftur og tog.
Gallar=handónítt helviti
og enginn á landinu sem kann á þessar vélar. Ónefndur snillingur í ræsi fyrrverandi þóttist þekkja þessar vélar. Og sagði mér bara að koma með bílinn og það þyrfti að skipta um stimpla og allar legur í botni og nýjan ás. Og 2 af heddunum.. Ég bara trúði ekki. Þannig að ég fór að googla og fann breskt verkstaeði sem sérhæfði sig í þessum fjandans ljósavélum ... Gaurinn þar sagði eftir 20 sec tal. Ohh yeeesss. The pushrod brakket. You need the aftermarket brakkets wm put on all of them after they found out!!!! Oooooo ok. Þeir sem sagt framleiddu eftir á svona festingu sem héllt við undirliftustangirnar á meðan vélin var að ná upp olíuþrístingi við kaldstart.. Stangirnar áttu til að spítast undan rokkerörmunum. Og gogna og allt í klessu..Semsagt viðgerðin sem áttai að kosta 600 þus í ræsi var bara standard galli a þessum vélum sem kostaði 1500 kr að laga med þessum undirliftustýringum...sem framleiðandinn framleiddi sjálfur !! Eftir þetta gekk vélinn eins og klukka. En bíllinn var seldur eins fljótt og hægt var. Hef heyrt að hann hafi staðið sig mjög vel hjá nyja eigandanum. Getur einhver sagt mér afhverju menn á verkstæðum nýta ekki nútíma tækni eins og t.d google. Allur heimurinn veit af einhverri algengri bilun og oft mjög einföld lausn.. Nei nei best að skipta um sveifaráslegur og stimpla og sjá hvort þetta lagist ekki aðeins.!!!!! Arrrrrgggg. Þessi bíll gerði mig svo reiðan.. Myndi ekki einusinni kaupa haugsugu méð þessari vél í!
DEFENDER 90 300tdi / DEFENDER 110 td5
Re: Þekkir einhver Vm díselmótora.
Grand Cherokee WJ kom líka með VM mótor 3 eða 3.1 l minnir mig,150 hö.Held að þeir hafi reynst ágætlega.
Kv.GJ
Kv.GJ
Toyota Hilux DC 89. 36"
Grand Cherokee 94. 38"
Daewoo Musso 98. 35"
Segway i2
Grand Cherokee 94. 38"
Daewoo Musso 98. 35"
Segway i2
Re: Þekkir einhver Vm díselmótora.
Er með svona VM 2.8 mótor í jeep Liberty 2003 155 hp 400 nm tog að mig minnir og er hann að koma vel út .
Áður voru þessir mótorar með sjálfstæðum heddum og vor settir í báta og voru merktir BMW og Mercruiser, voru alggört drasl heddin biluðu mjög mikið en nýrri mótorinn er með einu heddi og er að koma vel út til dæmis eru í vinnunni hjá mér nokkir LDV sendibíla með svona mótorum þeir eru flestir keyrðir ca 200- 280 þ km ekkert hefur bilað í þeim, þessir mótorar vinna vel og toga lík vel, get ekk annað en mælt með þessum mótorum.
Áður voru þessir mótorar með sjálfstæðum heddum og vor settir í báta og voru merktir BMW og Mercruiser, voru alggört drasl heddin biluðu mjög mikið en nýrri mótorinn er með einu heddi og er að koma vel út til dæmis eru í vinnunni hjá mér nokkir LDV sendibíla með svona mótorum þeir eru flestir keyrðir ca 200- 280 þ km ekkert hefur bilað í þeim, þessir mótorar vinna vel og toga lík vel, get ekk annað en mælt með þessum mótorum.
Blautt, kalt, rykugt og bilað...
Ólafur Ágúst Pálsson
893-3532
Defender 110 2002 38"/44"
Ólafur Ágúst Pálsson
893-3532
Defender 110 2002 38"/44"
Re: Þekkir einhver Vm díselmótora.
Blessaður
Hef tekið upp svona 5 sílendra vél þar sem farið var hedd.
Heddinn eru 5 og þarf að skoða þau öll ef þú ert með óþétta heddpakkningu.
Sem sagt einn heddpakkning undir 5 lausum heddum og þu verður að taka pústgrein soggrein spíssa og öll rör frá vegna þess að heddboltarnir eru þar undir.
Persónulega munn ég aldrey koma við svona vél aftur :)
KV PI
Hef tekið upp svona 5 sílendra vél þar sem farið var hedd.
Heddinn eru 5 og þarf að skoða þau öll ef þú ert með óþétta heddpakkningu.
Sem sagt einn heddpakkning undir 5 lausum heddum og þu verður að taka pústgrein soggrein spíssa og öll rör frá vegna þess að heddboltarnir eru þar undir.
Persónulega munn ég aldrey koma við svona vél aftur :)
KV PI
Re: Þekkir einhver Vm díselmótora.
Ég á cherokcee með 2,5 VM og hún hefur reinst mér ágætlega.
Ég keypti bílinn með ónýtar fiber heddpakningar og setti eina stálpakkningu í staðinn
úr opel fontera held ég,skrúfaði saman og er búinn að keyra í 4ár og ekkert komið uppá með það.Vélin er létt og þokkalega kraftmikil en túrbínan mætti koma fyrr inn,kemur á fullu um 2000 snún. EN hún er sóði, ventlalokspakkningin er margbrotið fyrirbæri og erfitt að þétta.Það erdálítill vandi að skifta um heddpakningu af því að heddin eru 4
en ef þú vilt skal ég redda þér meiri uppl. Um þetta allt.
KV: HP 8628107
Ég keypti bílinn með ónýtar fiber heddpakningar og setti eina stálpakkningu í staðinn
úr opel fontera held ég,skrúfaði saman og er búinn að keyra í 4ár og ekkert komið uppá með það.Vélin er létt og þokkalega kraftmikil en túrbínan mætti koma fyrr inn,kemur á fullu um 2000 snún. EN hún er sóði, ventlalokspakkningin er margbrotið fyrirbæri og erfitt að þétta.Það erdálítill vandi að skifta um heddpakningu af því að heddin eru 4
en ef þú vilt skal ég redda þér meiri uppl. Um þetta allt.
KV: HP 8628107
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur