Nokkrar spurningar sem brenna á mér.. hjálp :o)


Höfundur þráðar
Icejaki
Innlegg: 12
Skráður: 04.jún 2012, 14:00
Fullt nafn: Ísak Viðar Kjartansson
Bíltegund: Ford Econoline

Nokkrar spurningar sem brenna á mér.. hjálp :o)

Postfrá Icejaki » 04.jún 2012, 18:09

Sælir meistarar núna er ég kominn í smá hugleiðingar á bílnum hjá mér (ford Econoline 88)
er að gera hann upp og er að sandblása og svona og þá fór ég í þakið og það er eins og svissneskur ostur alveg gatað út í eitt hjá kantinum...
er að sjóða í gólfið líka og það er bara martröð og að fara að sjóða eitthvað í þetta þak sé ég mig ekki fara að gera og þá koma spurningarnar fram

1. Hverjir eru að selja/smíða svona upphækkanir á vana og setja þá á? held að þetta kallist skel? sel það ekki lengra en heyrði það

2. Hverjir eru að smíða bremsurör á hásingar (þá frá bremsudælum) á að vera úr eir eða svo sagði einhver mér?? :p

3. og svo bara smá pæling en er það mikið flókið að breyta bremsum á hásingu (aftur Dana 60) úr skálum í diska?

afsaka hvað þetta er langt en mig vantar mig svör við þessu :p

kv ísak


Thank the Lord for the Big Block Ford

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Nokkrar spurningar sem brenna á mér.. hjálp :o)

Postfrá Brjótur » 04.jún 2012, 18:26

1. Er ekki viss hver smíðar toppinn en myndi tala við Samtak og trefjar.

2. Barki og landvélar ég er með gúmmí úti við dælur bara eins og þetta er original

3. Ekki tel ég að það sé flókið nei, í ameríkuhreppi er hægt að fá braket í þetta svona bolt on dæmi

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Nokkrar spurningar sem brenna á mér.. hjálp :o)

Postfrá -Hjalti- » 04.jún 2012, 18:28

Ef þú ert með stuttan bíl þá er hér toppur til sölu.
http://www.live2cruize.com/spjall/showt ... =Econoline
Stilling selur bremsurör
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Nokkrar spurningar sem brenna á mér.. hjálp :o)

Postfrá jeepcj7 » 04.jún 2012, 20:29

Sæll
Þessir eru að smíða toppa á húsbíla http://batahollin.is/index.php?option=c ... 1&Itemid=3

Ég myndi versla nýtt í borðabremsurnar aftan og ekki spá í diskadóti þar sem það kallar bara á meira viðhald.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Nokkrar spurningar sem brenna á mér.. hjálp :o)

Postfrá Kiddi » 04.jún 2012, 20:37

jeepcj7 wrote:Ég myndi versla nýtt í borðabremsurnar aftan og ekki spá í diskadóti þar sem það kallar bara á meira viðhald.


Sammála!
Ég álpaðist til að setja diskabremsur að aftan í jeppa sem ég á. Ég var bara alls ekkert ánægður með útkomuna. Þegar ég fór að spá aðeins í málið þá áttaði ég mig á því að diskabremsur þurfa mikið meiri vökva heldur en skálabremsur, af því að stimpillinn er margfalt stærri um sig. Þannig að til þess að fá bremsurnar til að virka almennilega þurfti ég að útvega mér höfuðdælu sem passaði á bremsuboosterinn en var gerð fyrir diskabremsur að framan og aftan. Síðan þurfti ég líka að skipta um bremsudeilinn. Þá fyrst fór ég að verða sáttur við virknina.

Síðan er það hitt sem er handbremsan, og það er ég ekki alveg búinn að leysa.
Í yngri Ford með diskabremsur að aftan er handbremsan lítil skálabremsa inní disknum. Sá búnaður er sjaldan til friðs.

Þannig er þegar upp er staðið alls ekkert víst að diskabremsur að aftan séu ávísun á dúndrandi hamingju. Einfalda leiðin og jafnframt sú sem er alveg pottþétt að eigi eftir að skila fínum árangri, er bara að skipta um allt í skálabremsunum.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Nokkrar spurningar sem brenna á mér.. hjálp :o)

Postfrá Brjótur » 04.jún 2012, 21:14

Já halda sig við skálabremsurnar og flytja aftur í moldarkofana :) þetta handbremsuunit sem ég er að tala um eru frambremsur úr annaðhvort scout eða wagoneer og handbremsan er að nota stimpilinn, engir diskar


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Nokkrar spurningar sem brenna á mér.. hjálp :o)

Postfrá Izan » 04.jún 2012, 21:35

Sælir.

Það var alltaf mátulega hlýtt í moldarkofunum.....

Ég held, þó ég viti það ekki alveg, að það sé harðbannað að nota eirrör í bremsur. Ég átti bíl sem það hafði verið notað og það hrökk í sundur rör á leiðinni niður í Jökuldalinn og mér fannst það lítið spannandi. Rör sem þú kaupir sem bremsurör eru úr stáli. Ég keypti bara nokkra metra af því, beygði það sjálfur undir bílinn og fór með það aftur til að fá krumpaða kóna á það, ekkert mál. (allavega ef maður þekkir góða menn)

Ég stóð í þeirri meiningu að menn væru að nota dælur úr gamla subaru. Gamli Subaru var með handbremsuna í framhjólunum, í diskabremsudælunum og fólksbíladælur eru það mikið minni en frambremsur að þetta á að virka (enda er þetta undir mjög mörgum jeppum í dag)

Kv Jón Garðar, (á Patrol með orginal diska allann hringinn)

P.s. ég hef ekki gert þetta og þekki ekki framkvæmdina og ég er líka á þvi að menn eiga ekki að breyta því sem virkar s.s. ef afturbremsurnar virka vel, ef þér er hlýtt í moldarkofanum áttu engu að breyta. Ef þig vantar öflugri bremsur á þetta ekki að vera svo flókið og vel þess virði.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Nokkrar spurningar sem brenna á mér.. hjálp :o)

Postfrá Kiddi » 04.jún 2012, 21:55

Brjótur wrote:Já halda sig við skálabremsurnar og flytja aftur í moldarkofana :) þetta handbremsuunit sem ég er að tala um eru frambremsur úr annaðhvort scout eða wagoneer og handbremsan er að nota stimpilinn, engir diskar


Þéttur moldarkofi er líklega betri en steinhús sem er ekki fokhelt.

Spurningin var hvort þetta sé flókið, að skipta út skálum fyrir diska. Ég segi já, því það gengur ekki upp að skipta bara út dótinu á hásingunni því það gengur ekki saman með höfuðdælunni. Það er að segja ef markmiðið er að fá "betri bremsur". Þá þarf að skipta út höfuðdælunni og deilinum líka, og við bætist flækjan að ná handbremsunni til að virka líka. Semsagt flókið, en klárlega betri bremsur.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Nokkrar spurningar sem brenna á mér.. hjálp :o)

Postfrá -Hjalti- » 04.jún 2012, 22:01

Ég hef einfaldlega ekki ennþá séð búnað þar sem handbremsan er í bremsudæluni sjálfri vera til friðs til lengdar.
Þá er handbremsuskál inní bremsudisk mun skárri búnaður.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Nokkrar spurningar sem brenna á mér.. hjálp :o)

Postfrá Sævar Örn » 05.jún 2012, 00:19

Subaru dælurnar gömlu eru til friðs, allar aðrar dælur held ég séu ómögulegar og þurfa yfirleitt á upptekt þ.e. þéttingaskiptum og uppliðkun milli klossaskipta.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Nokkrar spurningar sem brenna á mér.. hjálp :o)

Postfrá jeepcj7 » 05.jún 2012, 09:51

Sem bremsur að aftan er bara ekki spurning að halda sig við borða ef þeir eru til staðar í svona venjulegum bíl þar sem ekki er verið að slást við kílóin þar sem að eins og flestir vita þónokkur vinna að fá þetta til að virka yfir höfuð og svo er meira viðhald á diska dóti en borðunum sem í flestum tilfellum þarf ekki að líta á fyrr en í ca.200.000 km.
Dana 60 er með 13" skál og 3" breiða borða og bremsar bara ágætlega.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nokkrar spurningar sem brenna á mér.. hjálp :o)

Postfrá Stebbi » 05.jún 2012, 18:32

jeepcj7 wrote:....og svo er meira viðhald á diska dóti en borðunum sem í flestum tilfellum þarf ekki að líta á fyrr en í ca.200.000 km.


Þá hefur þessi líka frábæri búnaður ekki virkað síðustu 180 þús kílómetrana. Skálabremsur eru fínar og bremsa vel á meðan þær eru í lagi en á langflestum bílum er það ekki langur tími. Og þegar þær eru hættar að virka almennilega þá eru það diskabremsurnar að framan sem stoppa bílinn alveg þangað til einhverjum dettur í hug að fara að kíkja inn í skálarnar.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Nokkrar spurningar sem brenna á mér.. hjálp :o)

Postfrá olei » 05.jún 2012, 19:09

Icejaki wrote:1. Hverjir eru að selja/smíða svona upphækkanir á vana og setja þá á? held að þetta kallist skel? sel það ekki lengra en heyrði það

2. Hverjir eru að smíða bremsurör á hásingar (þá frá bremsudælum) á að vera úr eir eða svo sagði einhver mér?? :p

3. og svo bara smá pæling en er það mikið flókið að breyta bremsum á hásingu (aftur Dana 60) úr skálum í diska?

afsaka hvað þetta er langt en mig vantar mig svör við þessu :p

kv ísak

Einhver bátasmiðja fyrir vestan er (eða var) að smíða toppa á Econoline. Man því miður ekki frekari deili á henni.

Stilling er að selja bremsurör í metravís og þeir kóna þau líka. Rörin sem eru notuð eru úr einhverri koparblöndu sem er vottuð fyrir bremsurör. Mjúk og þægileg viðureignar en ansi dýr. Líklega eru N1, ab varahlutir, Poulsen og fl. að selja bremsurör.

Hvað snertir diskabremsurnar þá er hugsanlegt að hægt sé að kaupa eitthvað "bolt on" kit frá bandaríkjunum sem passar á þetta. Hér í gamla daga var mest í gangi af diskakittum sem voru EKKI með handbremsu - nokkuð sem útilokar þau í götuskráða bíla. Það er vissulega hægt að mixa diskabremsur en það hefur nú gengið á ýmsu í þeim bransa. Vinsæl bremsudæla var Subaru - vegna þess að þær eru með handbremsuna í dælunni. Jeppar með slíkar dælur að aftan og annars hefðbundið bremsukerfi eru einungis með hægjur að aftan, en alls ekki bremsur. Slíkar dælur koma alls ekki til greina í Econoline. Persónulega mundi ég flikka upp á skálabremsurnar og verja orkunni í eitthvað annað.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Nokkrar spurningar sem brenna á mér.. hjálp :o)

Postfrá jeepcj7 » 05.jún 2012, 19:45

Stebbi wrote:
jeepcj7 wrote:....og svo er meira viðhald á diska dóti en borðunum sem í flestum tilfellum þarf ekki að líta á fyrr en í ca.200.000 km.


Þá hefur þessi líka frábæri búnaður ekki virkað síðustu 180 þús kílómetrana. Skálabremsur eru fínar og bremsa vel á meðan þær eru í lagi en á langflestum bílum er það ekki langur tími. Og þegar þær eru hættar að virka almennilega þá eru það diskabremsurnar að framan sem stoppa bílinn alveg þangað til einhverjum dettur í hug að fara að kíkja inn í skálarnar.


Já akkúrat og eru sem sagt allir vörubílar landsins bremsulausir?
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Nokkrar spurningar sem brenna á mér.. hjálp :o)

Postfrá Kiddi » 06.jún 2012, 01:11



Höfundur þráðar
Icejaki
Innlegg: 12
Skráður: 04.jún 2012, 14:00
Fullt nafn: Ísak Viðar Kjartansson
Bíltegund: Ford Econoline

Re: Nokkrar spurningar sem brenna á mér.. hjálp :o)

Postfrá Icejaki » 08.jún 2012, 09:46

sælir meistarar ég þakka fyrir mjög góð svör :O)
haha alltaf gaman að' geta startað heitum umræðum :o)
en já ég hringdi í bróðir minn og hann fann til fyrir mig nýja bremsur en mig vantar nýjar skálar checkaði á benna og það er einhver 50 kall með sendingarkostnaði.......... :o/
þannig að ég held að ég haldi mig bara við skálarnar.
en jæja það er þá bara að safna :p
Svo er bara að redda þessum bremsurörum.. á eftir að keyra á milli og sjá hverjir eru ódýrastir
ég hendi svo inn myndum af kvikindinu bráðlega :D

Enn og aftur þakka ég fyrir svörin komu sér mjög vel :D

Kv ísak
Thank the Lord for the Big Block Ford

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Nokkrar spurningar sem brenna á mér.. hjálp :o)

Postfrá Brjótur » 08.jún 2012, 11:23

Jæja aldeilis að menn eru hrifnir af moldarkofunum :) ég held nú að bíla framleiðendur myndu hafa haldið sig við skálarnar ef þær væru svona frábærar ekki satt, og Hrólfur meira að segja trukkarnir eru komnir með diskabremsur að framan allavega :) og í Volvo sem ég keyri stundum og er kominn í 500.000 km þá eru enn ekki hálfslitnir klossarnir í honum, en varðandi bremsun þá hafa nú diskarnir alla yfirburði í þeirri deildinni og það sem meira er þeir þola vatn og snjó án þess að hætta að virka :) og varðandi þessar dælur hjá mér þá eru þær bara að skítvirka og ekkert að festast, og engar breytingar aðrar á bremsum bara skrúfað á.

kveðja Helgi


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur