Reglur um breytingar á ökutækjum

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Reglur um breytingar á ökutækjum

Postfrá sonur » 03.jún 2012, 23:45

Sælir

Mér sárvantar að vita ýmisslegt í sambandi við reglugerð breytinga á fólksbílum og jeppum

hvar er hægt að fletta þessu upp hvað má og hvað má ekki?
ég er búinn að leita í allt kvöld á netinu og finn ekkert um þetta

þannig er í pottinn soðið að ég er með gamlan pickup sem ég hef verið með djúpar pælingar
í að breyta á marga vegu, en aðalatriðið sem mig vantar að vita er hvað má ég lengja jeppan
mikið á milli hjóla með því að lengja í honum grindina með öðrum eins bíl og má ég sjóða þetta
allt sjálfur eða þarf ég að fá fagaðila í málið?

Og hvar er að finna reglur um hvað ökutækið má vera langt í heildina svo að maður með engin
réttindi nema venjulegt bílpróf má keyra.

Ég er með nokkrar svipaðar regluspurningar í hattinum mínum en læt þessar
nægja í bili ef að einhver skyldi vera með flotta síðu sem allt svona stendur um.


Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Reglur um breytingar á ökutækjum

Postfrá Freyr » 04.jún 2012, 00:28

Googlar "reglugerð um gerð og búnað ökutækja" og þetta er fyrsta niðurstaða:

http://us.is/Apps/WebObjects/US.woa/swd ... 2-2004.pdf

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Reglur um breytingar á ökutækjum

Postfrá sonur » 04.jún 2012, 00:50

Freyr wrote:Googlar "reglugerð um gerð og búnað ökutækja" og þetta er fyrsta niðurstaða:

http://us.is/Apps/WebObjects/US.woa/swd ... 2-2004.pdf


já takk, var samt búinn að renna yfir þetta

þetta er eina sem ég fann

01.203 Breytt bifreið.
(1) Bifreið þar sem veigamiklum atriðum, svo sem stýrisbúnaði, hemlabúnaði, aflrás, hjólum, grind og
yfirbyggingu, hefur verið breytt frá upprunalegri útfærslu framleiðanda og sem ekki eru til
leiðbeiningar um frá framleiðanda.


samkvæmt þessum greiningum á þessarri síðu það að lengja jeppann þá þurfi ég bara að fara í
breytingarskoðun með hann eftirá og þá hafa meðferðis vottorð um þyngd bílsins eftir breytinguna

Þyngd ökutækisins má ekki fara yfir 3500kg þá má ég ekki aka því og heildarþyng ökutækisins plús farangur má ekki
fara yfir sömu tölu heldur, segir ekkert til um hvað ég má lengja ökutækið mikið..-

Þetta fannst mér skondið

04.203 Breytt bifreið.
(1) Í breyttri bifreið skal á áberandi stað fyrir ökumann vera skilti með eftirfarandi áletrun: „Viðvörun!
Þetta er breytt bifreið með aðra aksturseiginleika en upphaflega“. Skiltin skulu gerð samkvæmt
fyrirmælum samgönguráðuneytisins en Umferðarstofa hefur umsjón með hönnun og framleiðslu
þeirra.
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Reglur um breytingar á ökutækjum

Postfrá ellisnorra » 04.jún 2012, 09:04

5.2.0 Breytingar á burðarvirki 509
Reglug. Túlkun Verklýs. Uppl. Skilgreiningar á dæmingum Aðferð Forsenda dóma Sérm. Bifreið Eftirvagn Bifhjól Breytingar ökutækja
------- 5.2.2.1 5.1.3.1 ------- Samsetning á grind eða annars konar burðarvirki í
vægisflokki 2: Suður slæmar eða of fáar, los í
styrkingum eða boltum.
S Suður eða styrkingar sjáanlega slæmar -- 2 -- 2 BA BG
5.2.1.1 ------- ------- ------- Grind sett saman vegna styttingar, lengingar, eða
viðgerða. Gögn skulu samþykkt af skoðunarstofu
S Grind vörubifreiðar breytt - gögn vantar eða 2
ófullnægjandi
BH 2 -- BA BG
5.2.1.1 5.2.2.1 ------- ------- Unnið skal í samræmi við framlögð gögn sem
skoðunarstofa samþykkir
S Breyting eða viðgerð á grind vörubifreiðar ekki í 2
samræmi við gögn
BH -- -- BA BG
------- ------- 5.2.3.1 5.2.5.1 Á við í skráningarskoðun og fyrstu aðalskoðun eftir
tjón m.v. dagsetningu merkingarinnar
"Tjónabifreið". Vottorð skulu útgefin af aðilum með
réttindi.
S+M Vottorð um burðarvirkismælingu vantar eða 2
ófullnægjandi
BH -- --

Miðað við þetta þá myndi ég bara go for it, menn hafa breytt þessu hægri vinstri og og það er ekkert mál, svo framarlega sem að það standist sjónskoðun.

Framsetningin á þessu skilar sér ekkert vel, en þetta er fengið úr skoðunarhandbók umferðarstofu, http://www.us.is/Apps/WebObjects/US.woa ... 3%A1fa.pdf bls 34
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Reglur um breytingar á ökutækjum

Postfrá Stebbi » 04.jún 2012, 20:40

Ég er sammála Ella, menn hafa verið að lengja Hiluxa í mörg ár og aldrei vesen með að fá skoðun á suður ef þetta er ekki gert með galopnu rassgatinu. Er ekki einhver sérstök aðferð við að sjóða saman svona berandi grindur, skera þær 45°eða eitthvað svoleiðis. Það getur pottþétt einhver svarað því hérna.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Forsetinn
Innlegg: 126
Skráður: 13.nóv 2011, 00:43
Fullt nafn: Halldór Eggertsson

Re: Reglur um breytingar á ökutækjum

Postfrá Forsetinn » 04.jún 2012, 21:03

Það er samt ekki sama hvort menn eru að bæta við 30cm aftan á gömlu grindina eða skera grindina í tvennt og sjóða aftur saman....

var einmitt að spurjast fyrir um þetta í vinnunni um daginn, og menn skera þetta yfirleitt í gráðu til að fá sem lengstu suðu. Þeir töluðu um leiðbeiningar frá framleiðendendum vörubíla hvernig skal lengja grind og hvernig suðu og skurð skal hátta. T.d. að Volvo segi að skera skuli beint niður og svo í 45° og er það sennilegast til að brjóta upp álagið á suðuna.
Land Cruiser Rj-73 Black Edition 38" aka Forsetinn

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Reglur um breytingar á ökutækjum

Postfrá sonur » 04.jún 2012, 23:18

Þakka fyrir svörin pilltar, er allavega kominn með sting í magann núna mig langar svo að framkvæma þetta

En þá er það það, einmitt staðurinn sem ég þyrfti að skera í grindina tilþess að lengja hann er akkurat í miðjunni
mig vantar 1400mm uppá grindina tilþess að jeppinn verði eins og ég vill hafa hann, í raun væri 2000mm best
en þá er hann að nálgast 7m lengd sem ég er ekki alveg að nenna eiga og þurfa að koma honum fyrir í innkeyrslunni
sem rúmar akkurat 6,5m langa bifreið...

Svo er ég með aðra pælingu handa ykkur, ég var nú eitthvað búinn að leggjast yfir þetta á netinu en fann ekki
rétt svör.. ég er með Dana44 afturhásingu sem á vist að þola örlítið meira en 1000kg en hann er skráður hérna
heima sem 7xxkg man ekki akkurat töluna, en hugmyndin mín er að fá hásingu sem þolir tvöfalda þessa tölu eða meira
og fjöðrun í stíl og til að fá hann skráðan sem slíkann er það eitthvað mál?

Er með gamlann pickup sem ég vill geta flutt gamla corollu á milli staða, pallurinn þarf að ná cirka 3500-3700mm
það samanstendur af 1200-1400mm grindarlengingu..

Á einhver myndir af því hvernig best er að sjóða svona grindarlenginu, er að reyna að googla þetta en finn bara
svona utaná soðnar stirkingar eftir að búið er að sjóða grindina upp aftur, pinu fúskaralegt í útliti en stirkir þvílikt
vill bara helst þurfa að gera þetta verk bara einu sinni...

Sem gott dæmi um að þurfa að gera hlutina aftur eftir ár eða minna :D
Image
Image
Image

Caninn er með þetta...
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"


Bjarnþór
Innlegg: 39
Skráður: 28.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Bjarnþór Elíasson
Bíltegund: súkka

Re: Reglur um breytingar á ökutækjum

Postfrá Bjarnþór » 04.jún 2012, 23:41

http://f4x4.is/index.php?option=com_jfu ... mId=122042
hér sérðu dæmi um grindarleingingu.

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Reglur um breytingar á ökutækjum

Postfrá sonur » 07.jún 2012, 18:18

Þakka kærlega fyrir þetta Bjarnþór, þetta var akkurat sem mig vantaði

núna er ég búinn að mæla og pæla í þessu fram og til baka og dauðlangar að gera þetta

Þetta er hugsunin bara mjórri og lengri

Image
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Reglur um breytingar á ökutækjum

Postfrá Freyr » 07.jún 2012, 19:53

Þú færð leyfðri heildarþyngd ekki breytt þó þú skiptir um hásingar og notið sterkari hásingar með öflugri bremsur. Eina leiðin til að fá heildarþyngdinni breytt er að notast við skráningu af öðrum bíl sem hefur meiri burð.

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Reglur um breytingar á ökutækjum

Postfrá sonur » 08.jún 2012, 21:27

Freyr wrote:Þú færð leyfðri heildarþyngd ekki breytt þó þú skiptir um hásingar og notið sterkari hásingar með öflugri bremsur. Eina leiðin til að fá heildarþyngdinni breytt er að notast við skráningu af öðrum bíl sem hefur meiri burð.


Það vildi svo skemmtilega til að ég fékk að heyra það nákvæmlega sama uppí vinnu í dag...

en þetta ætti að reddast, mig minnti að heildar leyfð ásþyngd á afturöxlinum væri um 7xxkg en var að rugla á því
og það sem hann má draga sem er um 700kg, fann svo hvað heildar ásþyngdin leyfir og það er 1300kg þannig þetta
er bara akkurat og ég er kominn á stað með hann, fann mér pall á hann sem er með opnanlegum hliðum hringinn og læti
hliðarnar gæti ég hugsanlega nýtt sem ramp uppá pallinn.. ég hendi inn myndum af þessu öllu samann, á eftir að taka tíma.
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur