gullnahræið
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 665
- Skráður: 10.mar 2010, 11:54
- Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
- Bíltegund: gaz69m
- Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata
gullnahræið
Að gera upp bíl getur verið ofboðslega gaman og gefandi í það minsta er ég sjaldan meira ánægður með lífið og tilveruna en þegar ég hef verið að gera eithvað í uppgerðini á rússanum mínum , en svo eru hér og þar um landið aðrir bílar sem aðrir vilja gera upp og þá kemur vandamálið sem ég kalla gullnahræið maður sér draumabílin til að gera upp og spyr hvort að hægt sé að fá bílin til að gera hann upp oft er það ekkert mál og jafnvel að viðkomandi sé mjög ánægður með að einhver vilji gera upp viðkomandi bíl en ansi oft er það að annað hvort er bíllin falur á einhverja fáránlega upphæð eða að hann er alveg á leiðini í uppgerð , jafnvel þótt að maður viti að reglulega hafi verið spurt um bílin síðustu árin jafnvel áratugi en alltaf stendur greiið og ryðgar meira og er á endanum óhæfur í brotajárn
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 14.aug 2010, 21:35
- Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
- Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
- Staðsetning: Akureyri
Re: gullnahræið
þekki þetta vel veit um nokkra gamla bronco 66-74 þar af ein alveg orginal og mig dauð langar í hann en hann er ekki falur þó svo að hann sé búinn að standa á sama stað hreifinga laus í 20.ár þá finnst eigandonum betra að láta hann verða ónýtan en að selja hann .ég myndi laga hann og hafa orginal áfram og nota hann þanig
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995
Hilux Sr5 22re 1995
-
- Innlegg: 579
- Skráður: 10.apr 2010, 11:39
- Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
- Bíltegund: nissan patrol y60
Re: gullnahræið
já þeir er ÓTRULEGA margir á leið i "uppgerð"
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: gullnahræið
Ójá, það eru svona menn um allt land, það er orðið ágætis safn af ökutækjum á Árbakka fyrir ofan Skagaströnd sem eigandinn "ætlar að gera upp þegar hann hefur tíma" en eru óðum að blandast jarðveginum í kringum sig
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: gullnahræið
Stundum eru þeir nú samt á leið í uppgerð. Ég varð að bíða með uppgerð á mínum Blazer í nokkur ár vegna mikillar vinnu og stækkandi fjölskyldu. Ég var með annað project í gangi á þeim tíma og það gekk miklu hægar en ég hefði viljað. Eftir nokkurra ára bið fór hann samt inní skúr hjá mér í fyrra og ég er búinn að vera að dunda mér þegar ég hef tíma til. Það kom aldrei til greina að selja bílinn því ég vissi að hans tími myndi koma (og að þessum bílum fer fækkandi).
Þó sumir geri ekkert í sínum bílum þá er hellingur af mönnum sem bíða eftir að rétta tækifærið gefist og hafa ekki áhuga á að gefa einhverjum Pétri eða Páli bílana sína.
Þó sumir geri ekkert í sínum bílum þá er hellingur af mönnum sem bíða eftir að rétta tækifærið gefist og hafa ekki áhuga á að gefa einhverjum Pétri eða Páli bílana sína.
_________________________________
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Re: gullnahræið
Það er samt ekkert meira pirrandi en stanslaust áreiti frá misgáfulegum besserwissum sem halda að allt sé til sölu en geta svo ekki dregið upp neina peninga þegar á hólmin er komið..
Nei ég hef ekkert með Kiuna , renaultinn eða Gallopperinn þinn í skiptum að gera!
Nei ég hef ekkert með Kiuna , renaultinn eða Gallopperinn þinn í skiptum að gera!
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
Re: gullnahræið
maður hefur jú séð marga ófánlega bíla fara fyrir rest á haugana. En hinsvegar ráða eigendur hvað þeir gera við bílana og í raun kemur okkur ekkert við hvort þeir geri eitthvað eða ekki neitt. Þótt hið síðarnefnda sé stundum pirrandi. Ég heimsæki alltaf einn bóna á hverju ári til að falast eftir gömlum vörubíl sem er farinn að skemmast eftir ca 30 ára beit. Bóndanum þykir vænt um bílinn og vill eiga hann áfram.
Kosturinn við það er að þessum bíl verður ekki hent meðan bóndinn lifir og vonandi tekur næsta kynslóð við honum eða kemur honum í uppgerð. Ástæðan fyrir því að venn vilji himinháar upphæðir fyrir bílana er eflaust sú að þeir telji bílana verðmæti og fara því varla að henda verðmætum. (því miður er samt of mikið af slíkum verðmætum hent en oftast þó ekki fyrr en verðmætin eru orðin verðlaus)
Í raun er það því kostur að menn haldi upp á sína gömlu vagna því oft á tíðum komast þeir í góðar hendur fyrir rest. Það er því bara að leyfa mönnum sem ekki vilja selja að eiga sína bíla í friði og bara biðja þá um að láta sig vita standi til að selja. Ég á til dæmis einn bíl sem var ófánlegur í áratugi. Dag einn fékk frúin leið á honum og hringdi í frænda sinn sem fór með bílinn. Síðar fékk ég svo þennan bíl og ætla ekki að láta hann þótt ég hafi ekkert gert í honum enþá (en það stendur til)
Ég er því ekki í góðum málum með að gagnrýna menn fyrir að gera ekkert meðan hægt gengur hjá mér. Vissulega gæti verið fyrir löngu búið að gera sumt upp ef duglegri og efnameiri fá gripina í hendur því verður oft að spá í það hvort maður tefji fyrir varðveislu með því að neita áhugasömum um bíla en ég gaf frá mér bjöllu í fyrra sem var svo rifin til að smíða buggy svo ég tel að betra hefði verið að leyfa henni að riðga áfram þar sem hún stóð.
Kosturinn við það er að þessum bíl verður ekki hent meðan bóndinn lifir og vonandi tekur næsta kynslóð við honum eða kemur honum í uppgerð. Ástæðan fyrir því að venn vilji himinháar upphæðir fyrir bílana er eflaust sú að þeir telji bílana verðmæti og fara því varla að henda verðmætum. (því miður er samt of mikið af slíkum verðmætum hent en oftast þó ekki fyrr en verðmætin eru orðin verðlaus)
Í raun er það því kostur að menn haldi upp á sína gömlu vagna því oft á tíðum komast þeir í góðar hendur fyrir rest. Það er því bara að leyfa mönnum sem ekki vilja selja að eiga sína bíla í friði og bara biðja þá um að láta sig vita standi til að selja. Ég á til dæmis einn bíl sem var ófánlegur í áratugi. Dag einn fékk frúin leið á honum og hringdi í frænda sinn sem fór með bílinn. Síðar fékk ég svo þennan bíl og ætla ekki að láta hann þótt ég hafi ekkert gert í honum enþá (en það stendur til)
Ég er því ekki í góðum málum með að gagnrýna menn fyrir að gera ekkert meðan hægt gengur hjá mér. Vissulega gæti verið fyrir löngu búið að gera sumt upp ef duglegri og efnameiri fá gripina í hendur því verður oft að spá í það hvort maður tefji fyrir varðveislu með því að neita áhugasömum um bíla en ég gaf frá mér bjöllu í fyrra sem var svo rifin til að smíða buggy svo ég tel að betra hefði verið að leyfa henni að riðga áfram þar sem hún stóð.
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: gullnahræið
Svo er nú annað í þessu líka sem mér hefur fundist doldið leiðinlegt líka. Flottir bílar sem fara í uppgerð (kanski komnir til ára sinna en vel nothæfir) en sjást síðan aldrei aftur.... fara kanski bara úr einum bílskúr yfir í annan.... frændi minn átti gamlan bláan LandCruiser FJ40 sem endaði svona eftir að hann seldi hann, held að hann sé ekki ennþá kominn á götuna allavega hefur númerið verið af skrá síðan 2008. Hann var auðvitað gamall og sjúskaður en þrælvirkaði á fjöllum með sína turbolausu 3,4 diesel.... annar frændi minn átti gamlan RAM sem var búið mála og koma á 44" án hækkunar, búið að setja í hann einhverja Benz 314 diesel vél. Enginn ofur kraftur en hann flaut og dreif svakalega vel. Hann seldi hann vegna aðstöðuleysis, strákstaulinn sem keypti hann líkaði eitthvað illa við aksturseiginleikana í honum eða eitthvað álíka og endaði með því að keyra hann í pressuna....
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: gullnahræið
Ef ég væri RAM með OM314 þá myndi ég líka vilja fara í pressuna. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: gullnahræið
Hann var held ég með benz kassanum líka þannig að hann var nú eitthvað niðurgíraður.Svakalega slaglöng vél og var nú eitthvað tæpt að koma henni fyrir ef ég man rétt. Hann komst fínt áfram það var nú ekki það sem var að þessum bíl..... Ég á meira að segja myndir af því þar sem að hann hafði 44" blazer pallbíl með 6,2 diesel í brekkuspóli.
Hvað sem því líður þá var þetta flottur bíll og frændi minn hefði alveg verið til í að kaupa hann aftur á sama verði í stað þess að keyra hann í pressuna.

Hvað sem því líður þá var þetta flottur bíll og frændi minn hefði alveg verið til í að kaupa hann aftur á sama verði í stað þess að keyra hann í pressuna.
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: gullnahræið
já þetta er rétt munað hjá mér, hann var með 5 gíra benz kassa og dodge millikassa
Re: gullnahræið
Óskar - Einfari wrote:Svo er nú annað í þessu líka sem mér hefur fundist doldið leiðinlegt líka. Flottir bílar sem fara í uppgerð (kanski komnir til ára sinna en vel nothæfir) en sjást síðan aldrei aftur.... fara kanski bara úr einum bílskúr yfir í annan.... frændi minn átti gamlan bláan LandCruiser FJ40 sem endaði svona eftir að hann seldi hann, held að hann sé ekki ennþá kominn á götuna allavega hefur númerið verið af skrá síðan 2008. Hann var auðvitað gamall og sjúskaður en þrælvirkaði á fjöllum með sína turbolausu 3,4 diesel.... annar frændi minn átti gamlan RAM sem var búið mála og koma á 44" án hækkunar, búið að setja í hann einhverja Benz 314 diesel vél. Enginn ofur kraftur en hann flaut og dreif svakalega vel. Hann seldi hann vegna aðstöðuleysis, strákstaulinn sem keypti hann líkaði eitthvað illa við aksturseiginleikana í honum eða eitthvað álíka og endaði með því að keyra hann í pressuna....
Ég tók Transam af skrá 2003 og byrjaði uppgerð, hann fór út úr skúrnum 2009 eins og nýr. Auðvitað er hann ekki notaður dagsdaglega af því að ég tími ekki að fá á hann hagkaupsbeyglur og þessháttar.
Blazerinn fór af skrá ca. 2005 og er í hægri uppgerð (byrjaði í fyrra), ég veit ekki hvenær það klárast en hann mun verða notaður þegar hann er klár (en aðallega sem ferðabíll).
Ef ég hefði tekið tilboðum í báða þessa bíla þegar menn vildu kaupa þá þá þykir mér líklegt að búið væri að rífa þá, eins og fór með Ram frænda þíns.
Stundum er betra að hanga á gullinu sínu sjálfur þangað til að maður hefur tök á að vinna í því (af því gefnu að menn ætli sér það) en að láta það í hendur á öðrum sem óvíst er hvað gera við það.
_________________________________
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 14.aug 2010, 21:35
- Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
- Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
- Staðsetning: Akureyri
Re: gullnahræið
mér finnst þetta vera svolítið annað ef menn eiga kanski 2-4 bíla sem þeir seigjast ættl að gera upp en þegar þetta er farið að skifta tugum og eru á hraðri leið að verða ónýtir þá er það annað afhverju ekki að selja eithvað í hendurnar á mönum sem langar í og til að gera upp
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995
Hilux Sr5 22re 1995
Re: gullnahræið
Ég er að gera upp svona ram eins og mynd er af, og er einmitt að hugsa um benz vél úr kálf, benz kassa og síðan dodge millikassa. Alveg þrælflottur dodge og alger synd að selja hann einhverjum sem fór með hann í pressuna!!. Ég reyndi að hætta við mína uppgerð, en engin vildi kaupa gramsið þannig ég klára hann á næstu árum bara. Þess ber að geta að minn bíll var gjörsamlega handónýtur af ryði, en er á rétti leið.
Re: gullnahræið
olafur f johannsson wrote:mér finnst þetta vera svolítið annað ef menn eiga kanski 2-4 bíla sem þeir seigjast ættl að gera upp en þegar þetta er farið að skifta tugum og eru á hraðri leið að verða ónýtir þá er það annað afhverju ekki að selja eithvað í hendurnar á mönum sem langar í og til að gera upp
Að miklu leiti sammála þér með það þó að ég skilji svo sem líka þessa söfnunarþörf :o)
Svo eru stundum þeir sem að hafa samband með óraunhæfar kröfur að fá allt fyrir ekki neitt. Ef maður á bíl/hræ sem maður hefur lengi átt og einhver vill koma og hirða bílinn/hræið fyrir lítið eða ekkert þá virkar það stuðandi. Þetta hræ gæti meira að segja verið verið verðmætt í pörtum.
Þekki dæmi um pikkup (ekki í svo slæmu ástandi) sem er að bíða eftir uppgerð en hann er með Dana60, 14 bolta fljótandi, 350tbi, TH400 og NP205 ásamt fleira góðgæti. Bara í framhásingunni er töluvert verðmæti svo maður tali ekki um restina (partaverðmæti örugglega meira en virði bílsins sem heild). Ætti þessi eigandi að láta hann frá sér fyrir lítið eða ekki neitt, jafnvel þó að hann ætti helling af öðrum bílum?
Ef maður á dót sem maður álítur vera verðmæti (hvort sem að aðrir telji það vera einhvers virði eða ekki) þá held ég að flestir vilji fá eitthvað sanngjarnt fyrir það og gefi það ekki einhverjum ókunnugum.
_________________________________
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Re: gullnahræið
Óskar - Einfari wrote:Svo er nú annað í þessu líka sem mér hefur fundist doldið leiðinlegt líka. Flottir bílar sem fara í uppgerð (kanski komnir til ára sinna en vel nothæfir) en sjást síðan aldrei aftur.... fara kanski bara úr einum bílskúr yfir í annan.... frændi minn átti gamlan bláan LandCruiser FJ40 sem endaði svona eftir að hann seldi hann, held að hann sé ekki ennþá kominn á götuna allavega hefur númerið verið af skrá síðan 2008. Hann var auðvitað gamall og sjúskaður en þrælvirkaði á fjöllum með sína turbolausu 3,4 diesel....
Gamall þráður en:
Sá blái fór inn í skúr til að sjóða í sílsana á honum eftir páskatúr, svo fannst ekkert til að sjóða í.
Þegar maður fór að banka spartlið af honum sást vel að boddýið var "Beyond-repair".
Ég er að gera hann hægt og rólega upp þegar maður hefur tíma.
Þessi bíll verður kláraður, þó það verði seint.Er búinn að gera heilan helling fyrir hann í leiðinni, ekki bara boddý-wise, Smíðaði undir hann 250l olíutank og fl.
Var t.d. að versla undir hann barkalæstar 60 krúser hásingar fyrir nokkrum dögum.
Vona að Sigmundur haldi ekki að hann hafi farið í rusl, því honum virtist annt um bílinn, hringdi m.e.a.s. í mig nokkrum mánuðum eftir að ég keypti og spurði hvort hann væri til sölu.
Ég elti þennan bíl of lengi til að láta hann rotna einhversstaðar ;)
Mundi eftir þér útaf hiluxinum í prófílmyndinni, gott ef þú komst ekki með þegar frændi þinn afhenti bílinn?
Myndir af honum í næstum því up-to-date standi:


P.s. maður verður sjóveikur á að skoða gólfið aftan í honum á þessari mynd, þetta er bara svona á myndinni..
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur