Range Rover 1976 38"


Höfundur þráðar
Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Range Rover 1976 38"

Postfrá Jens Líndal » 03.feb 2010, 23:16

Hér er minn jeppi sem er frá breska hryðjuverka heimsveldinu. Þennann eignaðist ég í janúar 2008 minnir mig og keypti ég hann aðalega útaf dekkjunum, en til stóð að taka þau undan þessum og setja undir MMC L200 sem ég átti, en það endaði með að MMC bíllinn fékk hlutverk stöðutákns hjá mér og endaði með að vera seldur.
Er ég eignast Reinsann var í honum 4.6 V8 með 600 cfm edelbrock og aftaná 5 gíra LT-77 kassi og LT-230 millikassi og 4,70 hlutföll og engir lásar.

Image
Svona var hann er ég kom heim á honum fyrst.

Image
Og svona var hesthúsið.

Eins og venja er með jeppa þá þarf oft að bæta,breyta og sinna viðhaldi, og fljótlega eftir að ég eignaðist fór heddpakkning.

Image
svona fór hún, þetta er víst ekki óalgengt í 4.2-4.6 L rover mótoronum.

Og svo var farið í að skifta um grind, grindin sem var í bílnum var orðin stagbætt og og gatriðguð undan bótunum og sá ég þann kost vænstann að fynna aðra grind sem ég og gerði en hún var orðin döpur undir annari demparafestingunni og skifti ég um smá bút í henni og varð hún eins og ný.

Image
Hér er verið að slíta í sundur.

Image
Svona var djásnið geymt á meðan var unnið að viðgerðum á "nýju" grindinni.

Image
Og hér er hann eftir grindarskiftin.

Margir kannast eflaust við að þegar maður byrjar á einhverju smáu þá endar það oft í stóru. Á einni helgi ættlaði ég að skifta um grind, sem ég hefði leikið mér að ef mér hefði ekki dottið í hug að skifta út öllu rafkerfi bílsins eins og það lagði sig, setti innspítingu á vélina og skifti út mælaborði og setti sjálfskiftingu í stað gírkassans. Sjálfskiftingin virkaði hins vegar ldrei (sem betur fer eyðslulega séð) og var kassinn snarlega settur í aftur. Innspítingin fékk að hanga nokkra mánuði en pústskynjararnir voru ónýtir og ég tímdi aldrei að kaupa nýja og ég var með ýmsar díóðu og mótstöðuæfingar í stað pústskynjarana en á endanum henti ég innspýtingunni og setti klósettið á aftur.

Image
Þetta er það sem hrjáði nýju grindina. Tærð undan eldsneytislögnum og undan demparafestingu, öðru leyti eins og ný.

Image
Þarna var bara eftir að bora fyrir demparafestingunni.

Image

Svo kom að því að ég varð leiður á að vera stanslaust að hanga yfir bensíndælunum og ákvað að nú yrði fundin ódýr og GÓÐ díselvél sem eyddi ENGU :) það gekk upp og fékk ég eina vél með kössum og tilheyrandi 1990 ágerð af Patrol. Vélin var að sjálfsögðu RD28T og malaði eins og köttur en var örlítið erfið í gang

Image

Patrol var rifinn og kramið var tekið í geymslu uns farið var að vinna í málunum

Image

Hér er orkuver ásamt hraðastigum Nissan Patrol í öllu sínu veldi. En þegar ég fór í það að skoða orkubú Patrolsins þá kom í ljós að heddið var sprungið og kjallarinn var að syngja sitt síðasta svo öllu var hreinlega hent nema túrbínu og gírkössum og ekki var söknuðurinn mikill. En eftir þetta "áfall" með nissan vélina þá var ákveðið að fara í uppáhalds japönsku vélartegundina sem er MMC 4D56T. Ég er búinn að eiga nokkra MMC með þessari vel og aldrei hefur þessi vélartegund bilað hjá mér, og ávalt hefur hún verið frekar hagkvæm í rekstri, og alltaf hefur hún mátt vinna betur :) en semsagt margir gallar en fleiri kostir við 4D56T. Ég varð mér úti um vél úr 1998 L200 og á hún að vera um 100 hoho og um 287 nm sem er meira uppefið tog en 300TDI original :) En MMC vélin er frekar létt eða ca 210 kíló með öllu sem er sami þungi og V8 álvélin. Og MMC vélin er lítil um sig og ekkert óþarfa rafmagnsvesen né annar óþarfa búnaður á henni, til að minda ekkert EGR sem mér fynnst plús :)
Ég er undanfarið búinn að vera dunda við að smíða milliplötu á milli LT-77 gírkassans (rover kassi) og MMC vélarinnar,

Image
Hér sést afraksturinn. En staðan í dag er semsagt sú að MMC vélin var að leka ofan í bílinn bara í dag og á eftir að tengja allt og mixa inntercooler í grillið og margt margt fleira. Kem með myndir af því síðar.
Ég held að þetta sé orðinn ágætis þráður hjá mér og þeir sem nennt hafa að skoða og lesa, ég vona að þið hafið haft gaman að :)



User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Range Rover 1976 38"

Postfrá gislisveri » 03.feb 2010, 23:32

Frábært, skemmtileg lesning og til fyrirmyndar fyrir okkur hina! Svona á að gera þetta.

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Range Rover 1976 38"

Postfrá Einar » 03.feb 2010, 23:56

Ég átti einu sinni Range Rover og það er bara tvennt sem ég get sagt um hann:
1. Hann var besti bíll sem ég hef átt.
2. Hann var versti bíll sem ég hef átt


KREPPA

Re: Range Rover 1976 38"

Postfrá KREPPA » 04.feb 2010, 00:15

stal þessu einhverstaðar.

Lokaðu kött inn í LandRover og hann strýkur

þú færð meiri hita gegnum götin í gólfinu en úr miðstöðinni

Þú eyðir meiri tíma undir Landrover en ofaná konunni

Þú þarft að skola meiri drullu innaúr en utanaf Landrover

Þegar þú ferð yfir ár á vaði er vatnið hærra innaní Landrovernum en að utan

Land rover lekur ekki olíu, hann er bara að merkja sér svæði

Þegar þú hengir upp mynd af Land rover verður þú að setja eitthvað undir til að taka við olíulekanum

það er erfitt að ákveða hvort maður á að leggja landrover í brekku af því að startarinn gæti klikkað eða á jafnsléttu af því að handbremsan gæti klikkað

Allir rofar í Landrover eru eins. Enda gerist ekkert ef þú ýtir á þá.

Landrover eigendur eru með fleiri verkfæri í bílum en í bílskúrnum

Landrover eigendur klæða sig betur inní bílnum en þegar þeir eru úti að moka

Löggurnar óska landrover eigendum til hamingju ef þeir gefa þeim sektarmiða vegna of hraðs aksturs.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Range Rover 1976 38"

Postfrá HaffiTopp » 04.feb 2010, 14:00

Jens Líndal wrote:. En eftir þetta "áfall" með nissan vélina þá var ákveðið að fara í uppáhalds japönsku vélartegundina sem er MMC 4D56T. Ég er búinn að eiga nokkra MMC með þessari vel og aldrei hefur þessi vélartegund bilað hjá mér, og ávalt hefur hún verið frekar hagkvæm í rekstri, og alltaf hefur hún mátt vinna betur :) en semsagt margir gallar en fleiri kostir við 4D56T. Ég varð mér úti um vél úr 1998 L200 og á hún að vera um 100 hoho og um 287 nm sem er meira uppefið tog en 300TDI original :) En MMC vélin er frekar létt eða ca 210 kíló með öllu sem er sami þungi og V8 álvélin. Og MMC vélin er lítil um sig og ekkert óþarfa rafmagnsvesen né annar óþarfa búnaður á henni, til að minda ekkert EGR sem mér fynnst plús :)
Ég er undanfarið búinn að vera dunda við að smíða milliplötu á milli LT-77 gírkassans (rover kassi) og MMC vélarinnar,

Image
Hér sést afraksturinn. En staðan í dag er semsagt sú að MMC vélin var að leka ofan í bílinn bara í dag og á eftir að tengja allt og mixa inntercooler í grillið og margt margt fleira. Kem með myndir af því síðar.
Ég held að þetta sé orðinn ágætis þráður hjá mér og þeir sem nennt hafa að skoða og lesa, ég vona að þið hafið haft gaman að :)


Gott að þú veist hvað er best. Þetta eru mjög góðar og áræðanlegar vélar. En verð að vera ósammála þér með togið annars vegar og þá fullyrðingu þína að enginn EGR ventill sé á þessum vélum. Togið er uppgefið 240 NM í þeim MANUAL-um sem ég hef blaðað í um þá bíla sem þessi vél er í, og svo er einhver EGR pungur tengt með slöngu við túrbínuna og rör sem lyggur frá aftasta parti soggreynarinnar að þessum pung.
Man ég var einhvern tíman á leið úr Setrinu seint um haust á mínum 35" Pajero með svona vél (orginal hlutföll). Var í háa drifinu og koma að krapalengju sem hafði myndast í saklausri lækjarsprænu. Setti ég bílinn í 1. gír á ferð og dúllaði mér "í rólegheitum" yfir, steig svo petalann í teppið til að eiga séns yfir. Leit í spegilinn og sá þann svartasta reik sem ég nokkurn tímann séð koma aftan úr bíl og hann var kominn á neðstu mörk snúninghraðans en yfir náðum við og það sem fyrsti bíllinn þarna yfir. En það þarfa nauðsynlega að setja sverara púst aftan úr gripnum til að hann virki viðunandi og jafnvel fikta aðeins í Waste-gate ventlinum til að fá meira boost frá bínunni.
Góðar stundir. Haffi


EinarR
Innlegg: 86
Skráður: 31.jan 2010, 17:30
Fullt nafn: Einar Sveinn Kristjánsson

Re: Range Rover 1976 38"

Postfrá EinarR » 04.feb 2010, 15:44

Fallegur bíll og vel gert allt saman
Image
Suzuki LJ10-Suzuki Samurai-Honda Prelude-Subaru Justy-Suzuki SJ413
Sukka.is -:Sukkum Samann:-


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Range Rover 1976 38"

Postfrá Fordinn » 06.feb 2010, 01:53

Þetta verður flottur ferðabíll hjá þér, átti svona range rover óbreittan fyrir mörgum árum og eg hef aldrei átt jeppa med jafn skemmtilegri fjöðrun orginal enn reinsann


KarlHK
Innlegg: 6
Skráður: 05.feb 2010, 12:02
Fullt nafn: Karl Hermann Karlsson

Re: Range Rover 1976 38"

Postfrá KarlHK » 06.feb 2010, 09:08

Almennilegt !


gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: Range Rover 1976 38"

Postfrá gaz69m » 03.jún 2013, 20:10

er þessi bíll enn á götuni og með mm 200 vélini í og hvernig er hann að virka
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


JLS
Innlegg: 87
Skráður: 31.jan 2012, 21:15
Fullt nafn: Jens Líndal

Re: Range Rover 1976 38"

Postfrá JLS » 03.jún 2013, 23:00

Nei hann er ekki á ferðinni lengur, kúplingsmixið brást á síðasta ári minnir mig og kúpplingshús og gírkassi skemmdust. En bíllinn var ekinn þónokkuð með L200 vélinni og reyndist þetta nokkuð skemmtilegt combo, þessi vél vann mjög skemmtilega og skilaði bílnum vel áfram og hefur gott snúningssvið, eyðslutölur voru lygilega lágar og við getum bara sagt að hann náði aldrei 15l á 100km.
Ég seldi bílinn reyndar og kúplingin brást nýjum eiganda en vél og kassi fóru úr og er komið í hann "army" 6.2 diesel / TH400 og 208 minnir mig. það á eftir að klára suður smíða sköft, púst og tengja og er þetta í hægri en góðri vinnslu og klárast trúlega fyrir haustið.


gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: Range Rover 1976 38"

Postfrá gaz69m » 04.jún 2013, 12:30

er nefnilega í þeim pælingum að finna svona bíl og nota vélina úr galloper eða jafnvel planið að finna bara undirvagn og hásingar og setja galloper boddy ofan á ,
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


Kristinn
Innlegg: 145
Skráður: 11.feb 2010, 13:24
Fullt nafn: Kristinn Reynisson
Staðsetning: Borgarfjörður

Re: Range Rover 1976 38"

Postfrá Kristinn » 04.jún 2013, 13:53

Ekki áttu enn til leifarnar af 4 dyra bílnum sem sést á myndunum hjá þér b kv Kristinn

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Range Rover 1976 38"

Postfrá Stebbi » 04.jún 2013, 22:23

JLS wrote:...og kassi fóru úr og er komið í hann "army" 6.2 diesel / TH400 og 208 minnir mig.


Fannst honum hann fara of hratt yfir með 4D56T ?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Land Rover”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 6 gestir