Smá Vísindi

User avatar

Höfundur þráðar
Hjörturinn
Innlegg: 650
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Smá Vísindi

Postfrá Hjörturinn » 20.feb 2012, 14:54

Daginn.

Eins og örugglega margir í þessu sporti er ein spurning sem brennur oft á mönnum, hvort er betra að vera með léttann jeppa á minni dekkjum eða stórann jeppa á stórum dekkjum (já eða bara léttann á stórum!), þetta hefur allt sína kosti og galla en ég rakst á nokkuð skemmtilegar pælingar varðandi dekk þegar ég var að rannsaka smá fyrir mastersverkefni sem ég er að gera.
Svona til að einfalda þá er bill A léttur á littlum dekkjum og bill B þungur á stórum dekkjum. En þeir setja niður alveg sama þrýsting á jörðina.

Þá myndi maður halda að flot bílanna væri það sama, en það er soldið áhugavert að bill B setur spennu á jarðveginn töluvert dýpra en bill A, þannig að spennann í jarðveginu fyrir neðan er ekki bara í hlutfalli við kontakt þrýsting heldur stærð þrýstiflatar líka. Myndin hérna fyrir neðan sýnir þetta betur.

Image

Fannst þetta í meiralagi áhugavert, en út frá þessu þá mætti maður ætla að Bíll A myndi fljóta ofan á harðri skel töluvert betur þar sem bill B færi niður þar sem spennan er hærri rétt fyrir neðan dekkið.

Því svo þegar spennan nær í gegnum skelina þá er kannski lausara efni þar fyrir neðan, en þá breytist v faktorinn (hækkar í lausari jarðveg) sem sést á myndinni hér fyrir neðan og spennuprófíllinn verður mjórri og enn dýpri, sjá næstu mynd, þannig þá sekkur bíllinn enn meira.

Image


Svo er annar vinkill en það er varðandi grip, meikar sens að léttur bill með miklu afli geti ekki skilað því niður, en þetta er hægt að reikna út með jöfnunni hér að neðan.

τ=c+σtan⁡(θ)

En τ er skerspennan í jarðveginum (þegar skerspennan fer yfir það sem jarðvegurinn Þolir þá byrjar spól), c er samloðunar stuðull efnisins (e. cohesion factor) og σ er þrýstispennann á jarðveginn hornið er svo hornið á innri sker mótstöðu efnisins. Flestur jarðvegur hefur alla þessa stuðla en t.d. þurr sandur loðir ekkert saman þannig hann hefur ekkert c gildi.

En með þessari jöfnu er hægt að gera svokallaða Mohr spennuhringi og þá hægt að reikna nokkur tilfelli með mismunandi þjöppun og teikna svo línu eftir þessum hringjum, ef skerspennan fer yfir línuna gefur efnið sig og spól byrjar, sjá myndina hér að neðan, en þarna sést að svörtu og hvítu að þyngir bíll getur sett meiri skerspennu á jarðveginn, semagt meira grip, en svo þarf auðvitað meira afl til að hreyfa þyngri bíl þannig þetta mögulega jafnast út í sumum tilfellum.

Image

En út frá þessu öllu þá má draga þá ályktun að léttari bílar fljóta almennt betur en þungir, þó svo þessir þungu séu á stærri dekkjum.
En á hinn bóginn þegar kemur að því að gefa í þá er þeim hættara að spóla en þungum bílum, þeas í vissum færum, mætti þá draga þá ályktun að léttir bílar ættu að mögulega virka betur með grófari dekk

Þetta eru nú ekki nýjar upplýsingar fyrir flesta en gaman að sjá þetta sett fram svona og vona menn hafi haft gagn og gaman að.

Svo þarf bara einhver að taka sig til og mæla alla þessa stuðla fyrir hin ýmsu færi og þá væri sko hægt að reikna heilan helvítis helling.

Þetta er fengið úr “Theory of Ground Vehicles" eftir J. Y. Wong ef einhver hefur áhuga á að kafa í svona pælingar og sjá útleiðslur á jöfnunum sem lýsa þessu, ég nenni ekki að hamra þær hérna inn :)


Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Smá Vísindi

Postfrá Startarinn » 20.feb 2012, 18:00

Það er gaman að sjá þetta sett svona upp, alltaf gaman að sjá fræðin á blaði (eða skjá í þessu tilviki)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Eyjo
Innlegg: 31
Skráður: 07.sep 2011, 22:22
Fullt nafn: Eyjolfur D Johannsson

Re: Smá Vísindi

Postfrá Eyjo » 20.feb 2012, 21:50

Skemmtileg pæling hjá þér.


Úlfur
Innlegg: 39
Skráður: 27.okt 2011, 13:27
Fullt nafn: Haukur Eggertsson

Re: Smá Vísindi

Postfrá Úlfur » 22.feb 2012, 23:30

Ég er á litlum léttum jeppa. Svona til að láta mér líða betur, reiknaði ég út flot til samanburðar við stóru jeppana. Fyrst notaði ég einfalt flatarmál snertiflatar, sem er í raun rúmmál hjólsins, þ.e. hlutfallið er þá þyngd/(þvermál*breidd). Síðan var mér bent á að þetta virkaði ekki svona vegna þess að þegar búið væri að hleypa úr, þá skipti máli hvað dekkið gæti flazt mikið út, og þar getur 44" dekk á 15" felgum gefið eftir 14,5" ((44"-15")/2) eða um 66% af radíus ((22"-7,5")/22" á meðan 33" mín gefur bara eftir 55% ((33-15)/33) af radíusnum. Með öðrum orðum að rúmmál dekkjana ætti að gilda en ekki rúmmál dekkja+felgu. Þyngd/(Breidd x ((Radíus dekks)^2-((Radíus felgu)^2) sem er auðvitað óhagstæðara smærri jeppum. (Pí er hér sleppt þar sem reiknuð eru hlutföll á milli bíla). Mér finnst það hins vegar vera óþarflega óhagstætt litlum bílum þar sem sjaldnast leggjast menn alveg á felguna. Ég gríp hins vegar þessa útreikninga um að flot litlu bílanna sé betra en stóru vegna smæðar tveim höndum. Hins vegar átta ég mig ekki á því hversu miklu máli þetta skiptir. Þ.e. með réttri flotaðferð (segjum með rúmmáli) þannig að 1200 kg/z = 2400 kg/(2xz) sem gæfi að öðru óbreyttu sama flot, hve mikið betur flýtur samt 1200 kg jeppinn m.v. 2400 kg jeppann í "hefðbundnum" snjó með vísan til fræðanna hér efst í spjallinu? Skyldu það vera eitthvað sem skiptir máli, t.d. -20% fyrir tvöfalda þyngd, eða kannski bara -1%?


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur