4d56 (2.5td)
4d56 (2.5td)
Hafa einhverjir verið að skrúfa upp í þessu af einhverju viti hérna ?
veit einhver hvar er hægt að fá sterkari stimpla,Koparheddpakkningar og annað skemmtilget ?
veit einhver hvar er hægt að fá sterkari stimpla,Koparheddpakkningar og annað skemmtilget ?
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 23.mar 2010, 13:07
- Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
- Bíltegund: Dodge Durango
Re: 4d56 (2.5td)
Hvað ertu með nýlega vél er þetta common rail hjá þér, ef svo er þá er eftirfarandi allavega í boði:
Það er hægt að fá tölvukubb frá STT-Emtec fyrir common-rail vélina, fer ~180 hö / ~400 nm með stærri intercooler
http://www.sttemtec.com/1/1.0.1.0/47/2/
Svo hafa einhverjir andans menn útí heimi verið að pína þetta enn meira, menn hljóta að þurfa að skipta einhverju út fyrir þessar tölur:
http://www.youtube.com/watch?v=xtXi3Ppo ... sults_main
Það er hægt að fá tölvukubb frá STT-Emtec fyrir common-rail vélina, fer ~180 hö / ~400 nm með stærri intercooler
http://www.sttemtec.com/1/1.0.1.0/47/2/
Svo hafa einhverjir andans menn útí heimi verið að pína þetta enn meira, menn hljóta að þurfa að skipta einhverju út fyrir þessar tölur:
http://www.youtube.com/watch?v=xtXi3Ppo ... sults_main
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: 4d56 (2.5td)
Það er örugglega hægt að tjúna Common rail vélina meira því að þjappan var lækkuð í 16.5:1 úr 21:1. Annars veit ég um 2 sem hafa tekið wastegate ventilinn úr sambandi og blindað öryggisventilinn á soggreininni án teljandi vandræða. Bara vera hófsamur á því að bæta við olíuna til að halda afgashitanum niðri.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: 4d56 (2.5td)
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfu ... A1%C3%B0ur
Hérna er líklegast svona besta samantektin á því sem menn hérna á landi hafa verið að gera.
Hérna er líklegast svona besta samantektin á því sem menn hérna á landi hafa verið að gera.
Re: 4d56 (2.5td)
Enginn að setja stærri Túrbínur í þetta eða breyta þessu af einhverju viti ? allir bara í því að setja skinnur,hiclone og 2.5" púst.. búið.bless.. er það nóg ?
engin að flýta olíuverki eða leika sér neitt ?
engin að flýta olíuverki eða leika sér neitt ?
-
- Innlegg: 306
- Skráður: 01.feb 2010, 00:02
- Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
- Staðsetning: Garðabær
- Hafa samband:
Re: 4d56 (2.5td)
Adam wrote:Enginn að setja stærri Túrbínur í þetta eða breyta þessu af einhverju viti ? allir bara í því að setja skinnur,hiclone og 2.5" púst.. búið.bless.. er það nóg ?
engin að flýta olíuverki eða leika sér neitt ?
Ég veit um dæmi um svona vél þar sem var sett stærri túrbína við vélina frá Garrett sem var að byrja að blása í kringum 800 snúninga og var að fara töluvert ofar en orginal boost, man ekki nákvæmar tölur. Sömuleiðis veit ég um vél sem hefur verið látin blása töluvert meira á orginal túrbínu stóráfallalaust, sú vél var meira að segja keyrð á steinolíu með dass af úrgangsolíu með. Þessi tiltekni mótor var að skríða yfir 500 þús þá og ennþá í ágætu ástandi með venjulegt viðhald á bakinu, olíuskipti og ein heddpakningarskipti. Þessum mótor var víst ekki verið að hlífa heldur.
Þetta eiga að vera feiknarendingargóðir mótorar með eðlilegu viðhaldi, reglulegum olíu- og frostlögsskiptum.
Ég var sjálfur með eldri mótorinn með mekaníska olíuverkinu keyrðann rúmlega 200 þús og ekki búið að gera neitt fyrir mótor nema olíu, frostlög og tímareim. Sá mótor var í fínu ástandi og virkaði fínt og eyddi litlu. Var með k&n, 2.5" púst. Hefði verið gaman að prufa láta hann blása hressilega en ég var hvorki með afgasmæli eða boost mæli svo ég fór ekki útí það, líka vegna hræðslu við að eyðslan myndi rjúka upp.
Núna er ég með nýrri mótorinn með rafstýrða olíuverkinu (sami mótor í grunninn 4d56) og langar að athuga með breytingar á honum en veit bara með möguleikann á tölvukubb en á eftir að græja það. Er eitthvað annað sem menn hafa gert fyrir utan það og loftsíu og púst fyrir þann mótor?
Kv. Dabbi sem er mega fúll með ónýtann mótor og kemst ekki á fjöll
-Defender 110 44"-
Re: 4d56 (2.5td)
Fór í það að setja stóran Fimic í hann og smíðaði 2.5" púst með engum kútum Flýti olíuverkinu um 4 gráður
skrúfaði frá olíuni um 1 1/2 hring setti 7.24mm undir Wastegate og fór út að spóla sprengdi fullt af hosum af ...
fór svo og sauð á alla enda og fór inn í eyjafjörð og hann er að blása max 27-28psi.... engin aukahljóð ennþá komin ;)
um er að ræða L200 94" ekinn 234.xxxþús og virkar alltílagi núna.... sagan mun halda áfram ;)
skrúfaði frá olíuni um 1 1/2 hring setti 7.24mm undir Wastegate og fór út að spóla sprengdi fullt af hosum af ...
fór svo og sauð á alla enda og fór inn í eyjafjörð og hann er að blása max 27-28psi.... engin aukahljóð ennþá komin ;)
um er að ræða L200 94" ekinn 234.xxxþús og virkar alltílagi núna.... sagan mun halda áfram ;)
Re: 4d56 (2.5td)
Um hvað ertu eiginlega að tala? :/ Fimic? Soðið fyrir alla enda? og hvað hefurðu að gera með að skrúfa olíuverkið upp um einn og hálfann hring? Ertu snarklikkaður maður? ;) :P
Kv. Haffi
Kv. Haffi
Re: 4d56 (2.5td)
HaffiTopp wrote:Um hvað ertu eiginlega að tala? :/ Fimic? Soðið fyrir alla enda? og hvað hefurðu að gera með að skrúfa olíuverkið upp um einn og hálfann hring? Ertu snarklikkaður maður? ;) :P
Kv. Haffi
Fmic...(Front mounted intercooler) 1 1/2 hringir eru bara ekkert svo mikið ;)
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: 4d56 (2.5td)
Adam wrote:HaffiTopp wrote:Um hvað ertu eiginlega að tala? :/ Fimic? Soðið fyrir alla enda? og hvað hefurðu að gera með að skrúfa olíuverkið upp um einn og hálfann hring? Ertu snarklikkaður maður? ;) :P
Kv. Haffi
Fmic...(Front mounted intercooler) 1 1/2 hringir eru bara ekkert svo mikið ;)
Djöfull er ég ánægður með þig. Svo er líka hægt að skrúfa upp í membruni sem er ofaná olíuverkinu til að bæta meira við þegar túrbínan fer að blása, skrúfan aftaná er stillir bara magnið á botngjöf.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: 4d56 (2.5td)
hvernig skrúfar maður upp í membruni ? er einmitt með það vandamál að hann fær of mikið af olíu þegar lítill þrýstingur er og of lítið á góðum snúning
var einmitt að spá í að henda skinnu undir blöðkuna svo hún gæti ýtt aðeins neðar en er enn að spá í þessu hef aldrei átt diesel bíl hvað þá turbo....
einnig ætlaði ég mér að henda annari bínu í hann sem er af 2LT gamla nýuppgerð hún er aðeins sverari enn orginal svo hún ætti að flæða meira
og vissulega fara í 2" cooler rör og sogrein af 2007 l200 eða álíka
vantar sem flest ráð hvað menn hafa verið að skemmta sér við þetta er ekki þá að tala um að setja 3mm undir wastegate það er fyrir konurnar...er með 7.38mm núna og hann er ekki orðinn fastur enn
svo var nú hugmynd að blása úr annari bínuni yfir í hina og vera með tvíbura þarna ;)
hefur einhver hugmynd um hvort að það sé hægt að fá sterkari stimpla með lægri þjöppu ? eða á ég bara að kaupa nýja og láta renna í þá ?
var einmitt að spá í að henda skinnu undir blöðkuna svo hún gæti ýtt aðeins neðar en er enn að spá í þessu hef aldrei átt diesel bíl hvað þá turbo....
einnig ætlaði ég mér að henda annari bínu í hann sem er af 2LT gamla nýuppgerð hún er aðeins sverari enn orginal svo hún ætti að flæða meira
og vissulega fara í 2" cooler rör og sogrein af 2007 l200 eða álíka
vantar sem flest ráð hvað menn hafa verið að skemmta sér við þetta er ekki þá að tala um að setja 3mm undir wastegate það er fyrir konurnar...er með 7.38mm núna og hann er ekki orðinn fastur enn
svo var nú hugmynd að blása úr annari bínuni yfir í hina og vera með tvíbura þarna ;)
hefur einhver hugmynd um hvort að það sé hægt að fá sterkari stimpla með lægri þjöppu ? eða á ég bara að kaupa nýja og láta renna í þá ?
Re: 4d56 (2.5td)
Vantar sárlega að vita hvernig ég get fengið meiri olíu á boosti !
hverfur allt í reyk áður enn hann byrjar að blása greyið
enhver með uppástungur ? fá mér bara gas kannski ?
hverfur allt í reyk áður enn hann byrjar að blása greyið
enhver með uppástungur ? fá mér bara gas kannski ?
-
- Innlegg: 240
- Skráður: 14.apr 2011, 19:11
- Fullt nafn: Sigurður Kári Samúelsson
- Bíltegund: Toyota Land Cruiser
- Staðsetning: Reyðarfjörður/Akureyri
Re: 4d56 (2.5td)
til að minka reykinn skrúfaðu þá aftur niður í olíunni og snúðu membruni ofaná olíuverkinu um nokkrar gráður þá færðu meiri olíu á boosti man ekki hvaða átt það var sem að maður átti að snúa membruni samt.
Toyota Landcruiser HJ61 '89 44"[SKÁRRI]
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"
Re: 4d56 (2.5td)
Dabbi...
Hafðu bara samband við mig ég er sá sem að Dabbi Sig var að lísa en ekki alveg satt og rétt sem hann segir en mjög nálægt því.
Nú er bíllinn hjá mér kominn hátt í 750000km og var hann um 550Þ - 600þ þegar ég skipti um vél og var það bara af gamni mínu, langaði til að gera upp eina og prufa..
Bjallaðu bara á mig ég er með verkstæði..
Viðgerðir Tolla 662-4445
https://www.facebook.com/pages/Vi%C3%B0 ... 959?ref=hl
Hafðu bara samband við mig ég er sá sem að Dabbi Sig var að lísa en ekki alveg satt og rétt sem hann segir en mjög nálægt því.
Nú er bíllinn hjá mér kominn hátt í 750000km og var hann um 550Þ - 600þ þegar ég skipti um vél og var það bara af gamni mínu, langaði til að gera upp eina og prufa..
Bjallaðu bara á mig ég er með verkstæði..
Viðgerðir Tolla 662-4445
https://www.facebook.com/pages/Vi%C3%B0 ... 959?ref=hl
-
- Innlegg: 3
- Skráður: 27.jún 2023, 22:00
- Fullt nafn: Reynir franz valsson
- Bíltegund: Pajero sport 2.5d 06
Re: 4d56 (2.5td)
Hvernig fóru þessi tjún mál? Er hægt að fá update?
-
- Innlegg: 75
- Skráður: 02.des 2013, 16:54
- Fullt nafn: Gísli Kristinn Sveinsson
- Bíltegund: 2006 MMC Pajero Sp
Re: 4d56 (2.5td)
Góða kvöldið ég er allavega búinn að vera með minn núna í nokkur ár alveg eins stilltann og ekkert gefið sig enn nema bara öxul liðir öðru hverju og ég læt minn blasa 18psi er að vísu búinn að snúa pinnanum um 180 gráður í membrunni og skrúfa botninn í henni niður um 5mm hann mökk virkar þannig fyrir 2.5 pajero mótor er með afgas hita mælir á honum og hann fer sjaldan yfir 600 gráðu hita
2006 Mitsubishi Pajero Sport (í notkun)
1995 Ford Explorer Eddie Bauer (R.I.P)
1993 Ford Explorer Limited (R.I.P)
1991 Ford Explorer Eddie Bauer (Pressaður)
1992 Ford Explorer XLT (seldur)
2009 Mitsubishi Lancer (seldur)
2005 Mitsubishi Lancer (seldur)
1995 Ford Explorer Eddie Bauer (R.I.P)
1993 Ford Explorer Limited (R.I.P)
1991 Ford Explorer Eddie Bauer (Pressaður)
1992 Ford Explorer XLT (seldur)
2009 Mitsubishi Lancer (seldur)
2005 Mitsubishi Lancer (seldur)
Re: 4d56 (2.5td)
Var einmitt með svona mótor í Galloper og fannst hann vinna best í 18psi. Eitthvað meira og það fór að tapast afl vegna einhvers. Græjaði stillingar á olíuverki einmitt til að gefa nóg á móti þessu bústi, steinolíu/steikarolíublanda gaf líka aðeins meira afl en dísil. Það fannst mér furðulegt.
Kv
G
Kv
G
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur