passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá gaz69m » 14.nóv 2011, 17:48

er með bíl sem er 1700 kg með öllu spurningin er hvað slepp ég við að hafa lítil dekk undirhonum og komast samt þokkalega áfram í snjó er það 36 tommu dekk eða 38 tommu dekk


sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá Hagalín » 14.nóv 2011, 17:49

Ég tel að 38" sé málið fyrir þig eða jafn vel 39.5"
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá Aparass » 14.nóv 2011, 20:25

Hvaða bíll er þetta sem er 1700kg ?


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá gaz69m » 15.nóv 2011, 10:22

þetta er gamal rússajeppi gaz 69 hann er á skránningar skírteininu viktaður 1550 kg
þyngi hann eithvað í viðbót með smá viðbótum við uppgerð enn ætti að enda í max 1700 kg með fullum tanka og dóti
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá Svenni30 » 15.nóv 2011, 10:26

Ég tel að 38 sé nóg fyrir þetta léttan jeppa
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá AgnarBen » 15.nóv 2011, 13:56

Ég myndi frekar fara í 35" en 36" þar sem svoleiðis blöðrur eru að verða sjaldséðar, þú kæmist soldið áfram á þeim. Fyrir alvöru vetrarferðalög oftsinnis yfir veturinn þá myndi ég persónulega fara í 38" strax og fá þannig mikla drifgetu í snjó en þetta er auðvitað spurning um hvers konar ferðamáta þú ert að hugsa um. Úrvalið í 38" dekkjum er orðið mjög takmarkað fyrir 15" felgu en það verður þó hægt að fá áfram Super Swamper SSR og AT405. Ef skipt er yfir í 16" háa felgu þá myndi ég fara í stærra en 38".
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá gaz69m » 15.nóv 2011, 14:13

en ef ég er farin í yfir 38 tommu er ég þá ekki komin í meiri hættu á að brjótaöxla og drif þar sem ég verð með það orginal og hef ekki fundið neitt um að menn hafi sett stærra en 38 tommu undir á orginal drifum og öxlum. það var bent á að suzuki felgur hefðu passað undir gaz á einhverju tímabili upp á gatadeilingu en veit ekki með stærðina á felgunum hann er á gömlum whitespoke felgum núna og svo á eg 8 orginal rússafelgur þarf bara að skoða þetta . hann var yfirleit á lapplander dekkjum þegar farið var á fjöll , sem voru ef ég man rétt max 35 tommu dekk
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.

User avatar

Phantom
Innlegg: 77
Skráður: 31.jan 2010, 14:55
Fullt nafn: Svanur Dan

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá Phantom » 16.nóv 2011, 14:17

Fáum við ekki að sjá myndir af uppgerðum rússanum?
GAZ69 (í smíðum)


Atli E
Innlegg: 62
Skráður: 16.aug 2011, 11:35
Fullt nafn: Atli Eggertsson

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá Atli E » 16.nóv 2011, 14:42

Sæll Gunni.

Almennt er reglan sú að því stærri dekk því meira drífur maður - því miður fyrir okkur kallana á litlu dekkjunum.
Enn eins og þú þekki þá er hægt að komast allan fjandan á litlum dekkjum ef maður hefur næga þolinmæði.

kv.
Atli E.


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá gaz69m » 16.nóv 2011, 16:01

Phantom wrote:Fáum við ekki að sjá myndir af uppgerðum rússanum?

jú set myndir um leið og hann hættir að vera ryðhrúga annars er á

http://www.flickr.com/photos/64192360@N07/ myndir af garminum bæði gamla boddíinu sem var ekki bjargandi og því nía sem er minna ryðgað en þarf samt að laga
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá gaz69m » 16.nóv 2011, 16:03

Atli E wrote:Sæll Gunni.

Almennt er reglan sú að því stærri dekk því meira drífur maður - því miður fyrir okkur kallana á litlu dekkjunum.
Enn eins og þú þekki þá er hægt að komast allan fjandan á litlum dekkjum ef maður hefur næga þolinmæði.

kv.
Atli E.



já það er satt stefni helst á 36 tommu dekk ef svoleiðis finst er reyndar á leið að fjárfesta í gömlum lítið notuðum lapplander dekkjum sem voru á þessum bíl

http://www.flickr.com/photos/64192360@N07/
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá DABBI SIG » 16.nóv 2011, 19:30

Hagalín wrote:Ég tel að 38" sé málið fyrir þig eða jafn vel 39.5"


Er það ekki heldur mikið fyrir bíl sem er ekki þyngri en 1700 kg, ef hugmyndin er bara að vera sæmilega hæfur. Hvað segir það þá um stóru bílana á 38", patrol, lc 80 o.fl þunga bíla sem margir hafa farið ansi langt á 38"?
...Bara smá grínsamanburður, ekkert illa meint :)
-Defender 110 44"-


peturin
Innlegg: 159
Skráður: 28.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Pétur Ingjaldsson

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá peturin » 17.nóv 2011, 09:23

Daginn strákar
Ég er með Lc 80 á 38"og ferðast aðalega með bróðir mínum sem er á alveg eins bíll bara 44" það verður að segjast eins og er að það er mikill drif munur á þessum tveimur bílum.Þannig að núna er það bara 44 undir og hætta að elta alltaf litla bróðir :)

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá Hagalín » 17.nóv 2011, 11:00

DABBI SIG wrote:
Hagalín wrote:Ég tel að 38" sé málið fyrir þig eða jafn vel 39.5"


Er það ekki heldur mikið fyrir bíl sem er ekki þyngri en 1700 kg, ef hugmyndin er bara að vera sæmilega hæfur. Hvað segir það þá um stóru bílana á 38", patrol, lc 80 o.fl þunga bíla sem margir hafa farið ansi langt á 38"?
...Bara smá grínsamanburður, ekkert illa meint :)


Málið er bara ef þú ætlar að gera eitthvað að vetri til af viti í flestum færum þá er ekkert undir 38" að gera sig þannig er það bara. Ef menn eru að gæla við 36" þá er, held ég, úrvalið ekkert til þess að tala um og svo er svo lítill munur á 36" og 38" breytingu.

En hins vegar eru til held ég 35" dekk sem eru 13.5" breið er það ekki rétt hjá mér?
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá Offari » 17.nóv 2011, 11:26

Rússinn kemst allt á 31" og miklu meir en allt á 35"-38" Þeir sem hafa veriðá 38" dekkjum hafa flotið nánast á púðrinu þannig að ég held þú þurfir ekki stærra en það. Ég var hinsvega á Rússa á breiðum 31" dekkjum og fór allt sem ég vildi fara á þeim bíl en vissulega gat maður fest sig svo þá þurfti maður að moka því enginn komst til að kippa í.

Hlutföllin eru nógu lág fyrir 38" en þá held ég að þú missir af þeirri líkamsrækt sem fylgir því að moka snjó. Þannig að ég mæli með 31"-33" svo þú þurfir að hafa eitthvað fyrir hlutunum og móðgir ekki dýru fínu bílana.

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá Tómas Þröstur » 17.nóv 2011, 11:48

Offari wrote:Rússinn kemst allt á 31" og miklu meir en allt á 35"-38" Þeir sem hafa veriðá 38" dekkjum hafa flotið nánast á púðrinu þannig að ég held þú þurfir ekki stærra en það. Ég var hinsvega á Rússa á breiðum 31" dekkjum og fór allt sem ég vildi fara á þeim bíl en vissulega gat maður fest sig svo þá þurfti maður að moka því enginn komst til að kippa í.

Hlutföllin eru nógu lág fyrir 38" en þá held ég að þú missir af þeirri líkamsrækt sem fylgir því að moka snjó. Þannig að ég mæli með 31"-33" svo þú þurfir að hafa eitthvað fyrir hlutunum og móðgir ekki dýru fínu bílana.


:)


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá gaz69m » 17.nóv 2011, 12:11

hvar fær maður þessi 35 tomu breiðu dekk ef ég fer á fjöll þá eru ferðafélagarnir trúlega á 38 tomu eða 44 einn landcruiser stuttur á 38 , og ég hef ekkert á móti því að stríða aðeins þessum dýru og flottu jeppum fínt að stríða líka pabba gamla á sínum cruiser ( já ég er illa inrættur hillbily )
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá Hagalín » 17.nóv 2011, 16:18

gaz69m wrote:hvar fær maður þessi 35 tomu breiðu dekk ef ég fer á fjöll þá eru ferðafélagarnir trúlega á 38 tomu eða 44 einn landcruiser stuttur á 38 , og ég hef ekkert á móti því að stríða aðeins þessum dýru og flottu jeppum fínt að stríða líka pabba gamla á sínum cruiser ( já ég er illa inrættur hillbily )


http://f4x4.is/index.php?p=168693&jfile ... 28#p168693
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Arsaell
Innlegg: 171
Skráður: 23.mar 2010, 13:07
Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
Bíltegund: Dodge Durango

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá Arsaell » 17.nóv 2011, 16:50

N1 var líka með 14.5 tommu breið super swamper ssr dekk til sölu held að það sé hægt að fá þau enþá hjá þeim.

http://www.4x4groupbuy.com/store/super- ... -5653.html


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá gaz69m » 18.nóv 2011, 10:47

ljómandi þarf að skoða þessi dekkja mál þegar ég á meiri aura
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá gaz69m » 25.jan 2012, 17:12

en hvernig eru superswamper dekkin til að aka á allan ársins hring
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


Gutti
Innlegg: 79
Skráður: 17.jan 2012, 19:45
Fullt nafn: Guðjón Þorsteinsson
Bíltegund: Suzuki Samurai 92'
Staðsetning: Borgarfjörður

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá Gutti » 25.jan 2012, 18:24

Ég er á Bronco II sem er milli 1600 og 1700 kg hann er á 35" dekkjum á breikkuðum felgum, hann flýtur vel, en stærri dekk eru eflaust skemmtilegri.
Guðjón Þorsteinsson
869-3906
gudjon1991@gmail.com

User avatar

Doror
Innlegg: 323
Skráður: 10.apr 2010, 23:02
Fullt nafn: Davíð Örn Svavarsson

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá Doror » 25.jan 2012, 19:44

Bíllinn minn er samkvæmt skoðunarvottorði 1700+ kíló og er á 36" mudder, 13" breiðum felgum cirka.

Hann flýtur vel og í raun sé ég ekki ástæðu til að kaupa stærri dekk undir hann nema bara vegna þess að 36" er að deyja út.
Davíð Örn


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá gaz69m » 27.jan 2012, 10:59

lýst vel á 35 tommuna eða 36 verst að 36 er að detta út en miðað við þetta þá dugar 35 tomman
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


Krúsi
Innlegg: 125
Skráður: 31.jan 2010, 22:57
Fullt nafn: Markús Betúel Jósefsson

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá Krúsi » 27.jan 2012, 22:03

Sælir,
einhverstaðar lærði ég þetta,

Kraftur á "snertiflatarmál dekkjanna"

Kraftinn finnurðu með
því að taka massa
bílsins í kg og margfalda með 9.8
(sem er þyngdarhröðunin).

þá færðu þann þrýsting (P) sem bíllinn ýtir niður, svona:

P = F/A

og einingin verður Pa (paskal)

þar sem F er krafturinn (massi bílsins í kg x 9.8) og
A er heildar snertiflatarmál allra dekkjanna.

Held að þetta sé rétt hjá mér, annars leiðrétttið þið mig
kv.
Markús

User avatar

kjellin
Innlegg: 202
Skráður: 13.sep 2011, 10:32
Fullt nafn: Aron Andri Sigurðsson
Bíltegund: súzúkí

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá kjellin » 28.jan 2012, 00:59

http://www.google.is/#pq=valsa%C3%B0ar+ ... 80&bih=673


þettað er linkur frá gj jarn og þettað er exel skjal semað þú setur inn þyngd bílsins og þá áttu að geta séð ca. flotstuðulinn,


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá gaz69m » 28.jan 2012, 11:20

miðað við töfluna hjá gjarn þá þarf ég 38 tomu dekk
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá Stebbi » 28.jan 2012, 12:06

gaz69m wrote:miðað við töfluna hjá gjarn þá þarf ég 38 tomu dekk


Munurinn á 35" og 36" dekkjum, og þá meina ég bara þessum venjulegu 35x12.5 og 36x14.5 er ólýsanlegur. Ég myndi ekki skoða það að fá mér 35" ef þú hefur tök á því að verða þér út um 36" mudder eða ground hawk. Byggingarlagið á þessum tveim dekkjastærðum er svo gjörólíkt að maður þarf eiginlega að prufa bæði undir sama bílnum sama veturinn til að skilja það.

36" eða 38" undir rússann, allt stærra er bara sóun á hestöflum í svona léttum bíl.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

kjellin
Innlegg: 202
Skráður: 13.sep 2011, 10:32
Fullt nafn: Aron Andri Sigurðsson
Bíltegund: súzúkí

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá kjellin » 28.jan 2012, 18:21

ég allavega tók þá afdrífalegu ákvörðun i gær, að súkkan hjá mer er einhverstaðar kringum 1700 kg tilbúin í ferð, og mér bauðst bæði 36 " og 38 " á ágætis kjörum , og ég tók 38" eftir miklar pælingar


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá Hrannifox » 31.jan 2012, 20:23

ég persónulega myndi taka 38" ef þú ætlar að nota þetta á fjöllum
getur siðan átt 1 35" eða 36" til að nota sem sumardekk

fann töflu sem sýnir þetta vel kg fjölda miðað við gott flot og var 1700 kg 38"
þyrfti að grafa þessa síðu upp aftur nokkrir góðir punktar á henni
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá gaz69m » 02.feb 2012, 13:30

nú er eitt í þessum dekkjapælingum hvaða dekk eru að bælast undir bíl sem er þett léttur það er 1700 kg ég talaði við einn og hann sagði td að trexusin væri of stífur fyrir þetta léttan bíl ,

stíf dekk bælast minna undir bílnum og væntanlega er minni fjöðrun í stífum dekkjum en mjúkum ,

en eru of stíf dekk beinlínis hættuleg fyrir léttan bíl þá er ég að spá í allment dekk undir jeppan óháð stærð á þeim ,

þar sem ég er að skoða millitary dekk sem eru mjó og há fyrir veg og vegleysu akstur notuð undir td hummer og ímsa aðra her jeppa , og hafa svo bbreiðari dekk í vetrarfærðina
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: passleg stærð á dekkjum upp á flot í snjó

Postfrá Dodge » 03.feb 2012, 10:02

ég held að undir svona léttan bíl sé þetta spurning um mudder, ground hawg eða AT

Restin er held ég stífara og heppilegra undir þyngri bíla


Til baka á “GAZ og annað austantjalds”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir