Spil vagga

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Spil vagga

Postfrá ivar » 17.jan 2012, 14:11

Sælir

Ég ætla að smíða spilfestingu á bílinn og vöggu fyrir spilið.
Ég ætla að hafa svona vöggu með tveimur prófíl festingum og var að hugsa hvort þetta væri eitthvað staðlað eða mismunandi eftir einstaklingum. Ef þetta er eitthvað staðlað ætla ég að smíða í þeirri stærð.

Getið þið deilt með mér hvað er langt á milli festinga hjá ykkur? t.d. miðja í miðju. Hver veit nema þú/þið þurfið spilið einn daginn :)

Kv. Ívar




Kalli
Innlegg: 413
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Spil vagga

Postfrá Kalli » 17.jan 2012, 15:37

Við erum á jeppum ekki Ford togurum Ívar, ertu búinn að breita Fordinum ?


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Spil vagga

Postfrá ivar » 17.jan 2012, 16:40

Það er í vinnslu...

Svona vélstjórar þurfa að vera í togaraútgerð :)
Ég var einmitt að skoða spil frá WARN
Það heitir Olympus 25. Flott græja og passar einmitt fyrir fordinn.


Kalli
Innlegg: 413
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Spil vagga

Postfrá Kalli » 17.jan 2012, 17:05

ivar wrote:Það er í vinnslu...

Svona vélstjórar þurfa að vera í togaraútgerð :)
Ég var einmitt að skoða spil frá WARN
Það heitir Olympus 25. Flott græja og passar einmitt fyrir fordinn.

Image
Vigtar ekki nema 92.5 kg Já flott skal það vera til að draga hina upp :O)


Höfundur þráðar
ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Spil vagga

Postfrá ivar » 17.jan 2012, 20:29

Já, ég verð samt að uppljóstra því að þetta varð ekki fyrir valinu enda fann ég það ekki ódýrar en 1,2mkr úti og þá á eftir að koma því heim.


En aftur frá því, er enginn með staðlaða festingar?
Sé á spilinu mínu að það eru 10tommur á milli festigata, ef enginn kemur með hugmynd hugsa ég að ég endi á þvi´.

Ívar


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Spil vagga

Postfrá birgthor » 17.jan 2012, 21:10

Best væri fyrir þig að halda prófílunum í beinni línu við festigötin. Þá færðu togið beint í endann á prófílunum en ekki með eitthvert stykki þar á milli með mikið vægi. Gott að hafa möguleika á því að festa spilið að aftan líka.
Kveðja, Birgir


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur