Sælir
Hvað er að frétta af þessum öldungum? Eru menn enn að nota þessar stöðvar eitthvað? Er Gufenesradíó ennþá í gangi?
Það væri gaman að heyra í mönnum um þetta.
Kveðja
Þorvaldur Helgi
Gufunesstöðvar (SSB)
Re: Gufunesstöðvar (SSB)
Gufunesradíó (fjarskiptaþjónustan) var lagt niður fyrir nokkrum árum. Ennþá sjást samt jeppar með slíkar stöðvar (allavega loftnetin) því auðvitað geta menn talað á milli bíla þrátt fyrir að samtalsþjónustan sé niðurlögð. Ég tel þó að lítið gagn sé í slíkum stöðvum ef tveir eða fleiri jeppar, búnir slíkum stöðvum, séu saman á ferð og enginn að hlusta eftir þeim annarsstaðar á landinu. Kannski eru þó einhverjir radíókallar að hlusta.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Gufunesstöðvar (SSB)
Ég tel þó að lítið gagn sé í slíkum stöðvum ef tveir eða fleiri jeppar, búnir slíkum stöðvum, séu saman á ferð og enginn að hlusta eftir þeim annarsstaðar á landinu. Kannski eru þó einhverjir radíókallar að hlusta.
Þetta er samt betra en VHF að því leiti að þetta dregur þó langleiðina í bæinn sem VHF gerir bara í gegnum endurvarpa sem er bundin að því að þú náir í hann og hann nái í byggð. En enn sem komið er þá er Vodafone GSM það sem hefur sem mesta útbreiðslu, það er hreinlega óþolandi að fá ekki frið fyrir símanum þó maður sé í tæplega 1400m hæð uppá jökli. :)
Öruggast væri að sem flestir væru með HF og það væri einhver bylgjulengd sem væri fyrir samskipti í byggð eða neyðarköll og hlustun væri í Skógarhlíðini á þeirri tíðni. En það er ekki valmöguleiki þar sem það þarf Amatör-réttindi á HF og það eru sárfáir sem leggja það á sig til að hækka dótastuðulinn í jeppanum.
Kv. Stebbi
TF3-TD
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Gufunesstöðvar (SSB)
Ég hef aldrei skilið þetta bull med fjarskipti á íslandi, hingað til hefur ekki verið til neitt almennilegt öryggis fjarskipta tæki fyrir almenning.
4x4 og björgunarsveitirnar eru einu aðilarnir sem hafa byggt upp einhvern visir að fjarskipta kerfum.
til ad hafa adgang að þessu hafa menn þurft að vera aðilar eða meðlimir í þessum samtökum.
Í dag er eina tækið með viti SPOT neyðarsendirinn..... hann hefur þó þann galla að hann sendir bara fyrirfram akveðin boð......
Gsm NMT vhf tetra og allt þetta dót er ekki hægt að treysta á allstaðar.
Hér ætti að vera eitt sameiginlegt kerfi/rás sem allir geta fengið aðgang að, allir á ferðinni myndu hafa opið fyrir þessa rás og öryggi myndi aukast til muna.
4x4 og björgunarsveitirnar eru einu aðilarnir sem hafa byggt upp einhvern visir að fjarskipta kerfum.
til ad hafa adgang að þessu hafa menn þurft að vera aðilar eða meðlimir í þessum samtökum.
Í dag er eina tækið með viti SPOT neyðarsendirinn..... hann hefur þó þann galla að hann sendir bara fyrirfram akveðin boð......
Gsm NMT vhf tetra og allt þetta dót er ekki hægt að treysta á allstaðar.
Hér ætti að vera eitt sameiginlegt kerfi/rás sem allir geta fengið aðgang að, allir á ferðinni myndu hafa opið fyrir þessa rás og öryggi myndi aukast til muna.
-
- Innlegg: 270
- Skráður: 31.jan 2010, 15:47
- Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
- Staðsetning: Skagaströnd
- Hafa samband:
Re: Gufunesstöðvar (SSB)
Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af þessum gömlu Gufunesstöðvum eins og þær voru kallaðar. Man að þegar ég var stráklingur þá sat maður oft löngum stundum og hlustaði á kallana kjafta í stöðvarnar ( pápi gamli átti magnað útvarp sem hægt var að ná öllu mögulegu á). Á þessum tíma þá voru ansi margir með þetta, vöruflutningabílar, jeppakallarnir, vegagerðin og sjálfsagt fleiri. Þurfti amatörréttindi á þær, ég stóð alltaf í þeirri trú að svo hefði ekki verið. Var ekki sérstakt tíðnisvið frátekið fyrir þessa þjónustu hjá Gufunesi og það var utan við amatörsviðið, var þessu tíðnisviði lokað þegar Gufunes hætti eða er það en til en bara ekki notað.
Spurning um að endurvekja það og gefa út sérstök leyfi til notkunar að undangengnu smá námskeiði en ekki að menn þurfi kannski full amatörréttindi sem ég trúi að gæti staðið í mörgum. Down under í Ástralíu nota menn þessar stöðvar mjög mikið í hinum dreifðu byggðum, því þetta er bara einfaldlega það eina sem virkar við aðstæður eins og þar. Það hefur líka verið gríðarleg þróun í þessum stöðvum eins og öðru og þetta eru ekki sömu hlunkarnir og þær voru en loftnetin minnka nú kannski seint.
Spurning um að endurvekja það og gefa út sérstök leyfi til notkunar að undangengnu smá námskeiði en ekki að menn þurfi kannski full amatörréttindi sem ég trúi að gæti staðið í mörgum. Down under í Ástralíu nota menn þessar stöðvar mjög mikið í hinum dreifðu byggðum, því þetta er bara einfaldlega það eina sem virkar við aðstæður eins og þar. Það hefur líka verið gríðarleg þróun í þessum stöðvum eins og öðru og þetta eru ekki sömu hlunkarnir og þær voru en loftnetin minnka nú kannski seint.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
Re: Gufunesstöðvar (SSB)
Gufunes var á 2790 kHz sem er utan tíðnibands amatöra. Fann þetta:
http://www.radioehf.is/toppur.php?gamlit=15
-haffi
http://www.radioehf.is/toppur.php?gamlit=15
-haffi
-
- Innlegg: 270
- Skráður: 31.jan 2010, 15:47
- Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
- Staðsetning: Skagaströnd
- Hafa samband:
Re: Gufunesstöðvar (SSB)
Skemmtileg lesning, þó þótti mér þetta athygliverðast
"Sólahrings þjónustu við bíla var hætt formlega um miðnætti þann 15 júní 2001. Á sama tíma var gefið leyfi fyrir notkun 2311 KHz í þessar talstöðvar ef menn vildu nota þær áfram. Á þeirri tíðni er stöðug hlustun allan sólahringinn vegna skipaþjónustunnar. Ekki er þó ætlast til að menn spjalli um daginn og veginn á þessari tíðni. Aðeins noti hana fyrir uppköll og stutt skilaboð.
Ennþá er hægt að fá þjónustu á 2790 KHz við bíla frá Vaktstöð Siglinga eins og loftskeytastöðin heitir í dag. Þar er þó ekki vöktun á tíðninni lengur nema beðið sé um það sérstaklega. Ennþá eru nokkrir jeppamenn með þessar talstöðvar í bílum sínum. Það þarf ekki að borga nein gjöld af þeim lengur og nota má gömlu tíðnirnar fyrir spjall milli bíla."
Tekið af síðu http://www.radioehf.is
"Sólahrings þjónustu við bíla var hætt formlega um miðnætti þann 15 júní 2001. Á sama tíma var gefið leyfi fyrir notkun 2311 KHz í þessar talstöðvar ef menn vildu nota þær áfram. Á þeirri tíðni er stöðug hlustun allan sólahringinn vegna skipaþjónustunnar. Ekki er þó ætlast til að menn spjalli um daginn og veginn á þessari tíðni. Aðeins noti hana fyrir uppköll og stutt skilaboð.
Ennþá er hægt að fá þjónustu á 2790 KHz við bíla frá Vaktstöð Siglinga eins og loftskeytastöðin heitir í dag. Þar er þó ekki vöktun á tíðninni lengur nema beðið sé um það sérstaklega. Ennþá eru nokkrir jeppamenn með þessar talstöðvar í bílum sínum. Það þarf ekki að borga nein gjöld af þeim lengur og nota má gömlu tíðnirnar fyrir spjall milli bíla."
Tekið af síðu http://www.radioehf.is
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Gufunesstöðvar (SSB)
Hefur einhver skoðað verð á commercial HF stöð fyrir fastar tíðnir. Þetta sem maður sér á netinu er nánast allt amatör tæki sem leyfa manni að fara á þá tíðni sem maður vill.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 270
- Skráður: 31.jan 2010, 15:47
- Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
- Staðsetning: Skagaströnd
- Hafa samband:
Re: Gufunesstöðvar (SSB)
Það er spurning hvort þessi hér hentar ekki bara vel http://www.twowayaccessories.com/radios/hf-radio/yaesu-vertex-standard-vertex-standard-20w-hf-manpack-transceiver--vx-1210/
Hún er með 500 rásum sem ég gef mér að hljóti að vera hægt að forrita líkt og gert er við VHF stöðvarnar, en verðið
maður, 289.000 úti í Bretlandi svo við getum gert okkur í hugarlund hvað hún kæmi til með að kosta hér á landi.

Þetta er nú töluvert nettari græjur heldur en gömlu hlunkarnir voru.
Hún er með 500 rásum sem ég gef mér að hljóti að vera hægt að forrita líkt og gert er við VHF stöðvarnar, en verðið
maður, 289.000 úti í Bretlandi svo við getum gert okkur í hugarlund hvað hún kæmi til með að kosta hér á landi.

Þetta er nú töluvert nettari græjur heldur en gömlu hlunkarnir voru.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
Re: Gufunesstöðvar (SSB)
Sælt veri fólkið. Ég var að skrá mig hér inn og ætla að segja aðeins frá minni reynslu af Gufunestalstöðvum. Ég er búinn að vera með Yaesu stöð mjög lengi og vissulega ná þær yfirleitt milli landshluta en þó eru til blettir sem eru alveg dauðir að því er virðist. Til dæmis náðist ekki samband frá Lögreglustöðinni í Hvolsvelli við lögreglubíl sem var við Varmadalslæk í tæplega 10 km. fjarlægð en gott báðum megin. Ég þurfti einu sinni að ná í síma gegnum Gufunes frá Tröllkonuhlaupi. Ekkert svar ,en Brú í Hrútafirði svaraði strax. Alltaf var hálf erfitt samband við Landmannalaugar og ég heyrði mun betur í Herðubreiðarlindum en Laugunum og er þó á suðurlandi . Áður en VHF endurvarparnir komu var eini möguleiki nn að ná til byggða með SSB stöð innan úr Jökulgili . Kv. Olgeir
Re: Gufunesstöðvar (SSB)
Sælir.
Gufunesstöðvarnar voru þarfaþing á sínum tíma og ekki síst á lengri vegalengdunum, en hentuðu ekki alltaf á þeim styttri.
Kveðja Georg
Gufunesstöðvarnar voru þarfaþing á sínum tíma og ekki síst á lengri vegalengdunum, en hentuðu ekki alltaf á þeim styttri.
Kveðja Georg
-
- Innlegg: 623
- Skráður: 08.mar 2010, 19:59
- Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
- Bíltegund: 4Runner '87 38''
- Staðsetning: Egilsstaðir
Re: Gufunesstöðvar (SSB)
sælir var afhent ein gufunesstöð sem á að vera í lagi hefur einhver áhuga skipti á einhverju eða eitthvað kv Heiðar
Re: Gufunesstöðvar (SSB)
Sæll er eitthvað með stöðinni ég er með gamlan Dodge Veapon sem mig langar að setja
svona stöð og loftnet á ,hvað myndir þú selja svona grip á? Kv.Bjarni
svona stöð og loftnet á ,hvað myndir þú selja svona grip á? Kv.Bjarni
-
- Innlegg: 282
- Skráður: 05.jan 2013, 00:23
- Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
- Bíltegund: GMC Suburban
Re: Gufunesstöðvar (SSB)
Fordinn wrote:Ég hef aldrei skilið þetta bull med fjarskipti á íslandi, hingað til hefur ekki verið til neitt almennilegt öryggis fjarskipta tæki fyrir almenning.
4x4 og björgunarsveitirnar eru einu aðilarnir sem hafa byggt upp einhvern visir að fjarskipta kerfum.
til ad hafa adgang að þessu hafa menn þurft að vera aðilar eða meðlimir í þessum samtökum.
Í dag er eina tækið með viti SPOT neyðarsendirinn..... hann hefur þó þann galla að hann sendir bara fyrirfram akveðin boð......
Gsm NMT vhf tetra og allt þetta dót er ekki hægt að treysta á allstaðar.
Hér ætti að vera eitt sameiginlegt kerfi/rás sem allir geta fengið aðgang að, allir á ferðinni myndu hafa opið fyrir þessa rás og öryggi myndi aukast til muna.
rás 16 og rás 9 á vhf eru með stanslausa hlustun 24/7/365 og speglun um allt land og þó svo menn séu á fjalli er þeim ekki bannað að senda neyðarkall á rás 16 því neyðarkall er ekki bara fyrir sjóinn
en menn verða að kunna að senda neyðarkall ekki bara æla út einhverju rugli og vita ekki nákvæman stað
væri til mikilla bóta ef einhver tæki að sér að kenna mönnum á tækin og finnst mér að menn ættu að vera skildaðir á námskeið sem ætla að stunda jeppamennsku af alvöru utan alfararleiða þar sem kennt væri á gps og vhf og fleiri þætti
Þetta er að verða flóknara en trillusjómennska og þeir voru allir skyldaðir í Pungaprófið
Kemst allavega þó hægt fari
Til baka á “Ferlar og fjarskipti”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur