Í bobba með glóðakerti á patrol

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Í bobba með glóðakerti á patrol

Postfrá jeepson » 03.jan 2012, 22:11

Jæja félagar. En heldur vesenið áfram. En ég fékk notuð kerti í bílinn. og 2 þeirra eru í lagi. það eiga að vera 3græn og 3gul kerti við þessa vél sem að ég er með. En ég er ekki að nota eftirhitunina að svo stöddu. Þessi gulu eru tvöföld. En nú er ég að pæla í hvort að einhver hérna hefur tekið kerti úr 4,2 vélinni? Sýstemið sendir 12V eftir greninni inná öll kertin. en kertin sem að ég fékk eru ekki nema 6.5V Eftir því sem að ég hef frá I.H eiga kertin að vera 12V í 96 vélina sem er í bílnum. Ég er með RD28T í staðinn fyrir TD42 Er einhver hérna sem veit hvort að kertin í TD42 séu 12V ?? Ég setti 12V inná kertin sem að ég var að prufa og fékk semsagt 2 af 6 til að virka af þessum kertum sem að ég fékk. Ég er ekki búinn að setja þau í bílinn enda var ég bara að koma úr skúrnum og var að tékka þetta. Einnig setti ég volt mælir á þau. Stillingin sem að ég notaði pípir ef að það leiðir á milli. það leiðir á þessum 2 sem að ég fékk til að glóa en ekkert kemur á hin kertin. Spurningin er hvort að það sé þorandi að vera að nota 6.5V kerti á 12 kerfið? fara þau ekki bara um leið í klessu? Og það væri gott ef einhver hérna getur svarað þessu með kerin í 4,2 vélinni. þar sem að RD28T vélin mín er tengd við rafkerfið fyrir 4,2


Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

TF3HTH
Innlegg: 129
Skráður: 01.feb 2010, 14:57
Fullt nafn: Hafsteinn Þór Hafsteinsson

Re: Í bobba með glóðakerti á patrol

Postfrá TF3HTH » 03.jan 2012, 22:52

Báðar gerðirnar af kertunum í 2.8 eru 12V. Önnur gerðin (aftari 3) er bara þannig að báðir pólarnir eru tengdir gegnum skinnur á toppinum, þ.e. viðnámið er ekki leitt beint í jörð gegnum heddið eins og fremri 3. Ég myndi halda, með fyrirvara um að 4.2 forhitunin keyri ekki of lengi/samfellt fyrir 2.8 kertin, að þá eigi að vera óhætt að tengja 12V á öll 6 (lengri skinnan) en þá þarftu væntanlega að tengja styttri skinnuna beint til jarðar, t.d. beint í einn ventlaloksboltann, til að virkja aftari 3.

Ég var svo að skoða aðeins nánar hvernig 4.2 stýringin virkar og hún er 2-6 sek í hitun fyrir start og allt að 15 sek í hitun eftir start. Athugaðu að ljósið í mælaborðinu lýsir bara fyrir forhitunina, líklega þannig í flestum bilum. Ef maður skoðar siðan hvernig stýringin fyrir 2.8 virkar (t.d. mynd 2 hér: http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=6460#p30307) þá sýnist mér hún vera lengur að þannig að ég hallast að þvi að þetta eigi að geta gengið eins og ég var að lýsa.

En auðvitað áttu aldrei að trúa neinu sem þú lest á internetinu :P

-haffi

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Í bobba með glóðakerti á patrol

Postfrá jeepson » 03.jan 2012, 23:07

Sko. Ég hef svosem ekki neinar áhyggjur af eftir hituninni þar sem að ég er ekki ða nota hana eins og er. Mér skylst að 4,2 vélin sem var orginal í bílnum hafi verið með forhitnum og soggreinahitara. En Ég mældi þetta og hann hleypir 12V inná lengri greinina og hleypir þessum 12V inná í sirka 5-10sek. Ég gæti trúað því að það sé farið eitt eða fleiri kerti hjá mér. Þetta hrjáði bílinn ekkert í sumar en síðasta vetur var þetta bara bölvað vesen. Ég var bara að pæla hvort að kertin ættu að vera 12V í bílnum. og hvort að það væri þá sniðugt að setja 12V inná kerti sem eru ekki nema 6.5V Það virðist allavega alt vera rétt inná greinina þannig að mér sýnist kerti vera vesenið. Ljósið logar eðlilega í mælaborðinu og alt klikkar eðlilega. Það er bara þessi volt tala sem að ég hef áhyggjur af. Ef að ég ætti að nota þessi kerti sem að ég fékk þá ætti væntalega kerfið að gefa 6,5V inná kertin í stað 12V Ef að þetta er rétt hugsað hjá mér.

P.s Það er alt í lagi að taka mark á því sem að maður les á netinu :p
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


geirsi23
Innlegg: 93
Skráður: 14.júl 2010, 00:45
Fullt nafn: Geir Höskuldsson

Re: Í bobba með glóðakerti á patrol

Postfrá geirsi23 » 04.jan 2012, 00:09

þetta er spurning um tímann bara, 6 volta kertin eru mikið fljótari að hitna heldur en 12v og eru þess vegna notuð stundum til að ekki þurfi að bíða eins lengi, 2 stk 6volta kerti og rest 12V getur illa gengið saman ef ég skil þig rétt?

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Í bobba með glóðakerti á patrol

Postfrá jeepson » 04.jan 2012, 00:14

geirsi23 wrote:þetta er spurning um tímann bara, 6 volta kertin eru mikið fljótari að hitna heldur en 12v og eru þess vegna notuð stundum til að ekki þurfi að bíða eins lengi, 2 stk 6volta kerti og rest 12V getur illa gengið saman ef ég skil þig rétt?

nei nú hefuru skilið mig vitlaust eða ég hreinlega ekki orðað þetta rétt. Allavega að þá ætla ég að orða þetta aftur ;) Kertin sem að ég fékk frá félaga mínum virðast öll vera 6.5V 2 af þeim eru í lagi en hin 4 virðast vera ónýt. En svo er spurningin hvort að það sé eitthvað vit í að setja þessi kerti í bílinn hjá mér. Það gæti þessvegna verið að ég sé með 6V kerti í bílnum fyrir. Ég er ekki búinn að rífa þau úr og tékka. En Ef að ég skil þig rétt Geir. Þá ætti að vera í lagi að hleypa 12V inná þessi kerti án þess að þau skaðist 1 2 og 3
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Í bobba með glóðakerti á patrol

Postfrá -Hjalti- » 04.jan 2012, 03:56

Ég er búin að ganga í gegnum svipað vesen og þú með glóðakerti.

Okey allir 2.8 pattar senda 12v inn á greinina sama hvaða árgerð það er.

Eldri bílarnir eru með 6.5v glóðakerti (sem endast ekkert og eru bölvað rusl)

Seinna koma svo 11.5v glóðakerti sem eru mun betri og steikjast ekki auðveldlega.

Ég er með 6stk græn 11.5v kerti tengd við takka og þau þola það vel að strumur sé á þeim í allt að 20sec meðan 6.5v kertin brunnu strax yfir við lítið meira en 6-7 sec.
Hef ekki lent í neinu start veseni eftir að ég gekk svona frá kerfinu.

semsagt 6stk græn ‎(Einföld) 11.5v glóðakerti haldið inni 5sec fyrir start og svo 10sec eftir start stjórnað með startrofa.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur