OM 318 daimler diesel

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

OM 318 daimler diesel

Postfrá Sævar Páll » 13.des 2011, 17:24

Sælir. Var að versla mér bíl með OM318 diesel ( margar benz rútur/minni vörubílar), vantar að vita eitthvað um hann. Það eina sem ég veit er að hann er um það bil með þriggja lítra slagrými, fjegra bása og 87 hestöfl. Langar að fá einverjar upplýsingar um þennan mótor, hvernig hann hefur verið að gera sig, hvort maður eigi eitthvað að fikta í honum eða hvort maður eigi bara að láta þetta fjúka út í gám og fá sér eitthvað betra. ( er með aðgengilega 6.9 og C6)
Bíllinn sem þessi mótor knýr er Econoline á 38, aðalega ferða og húsbíll.

MBK Sævar P




Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: OM 318 daimler diesel

Postfrá Grímur Gísla » 13.des 2011, 20:32

Ég hef ekki séð neina OM 318 á lista yfir bens diesel.. OM 317 er aftur á móti 5 cyl. Er innsog og púst sömu meginn?
Hvaða kassi er aftan við?
Googlaðu og skoðaðu hvað sagt er um vélina á vikapedia, þar sést hvað hægt er að ná út með blæstri og kælingu.


halendingurinn
Innlegg: 124
Skráður: 22.apr 2010, 14:05
Fullt nafn: Trausti Kári Hansson

Re: OM 318 daimler diesel

Postfrá halendingurinn » 13.des 2011, 20:37

Er þetta ekki om314, ef svo er þá er hún eins og 352 bara stytt um 2 cylindra


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: OM 318 daimler diesel

Postfrá Grímur Gísla » 13.des 2011, 20:50



halendingurinn
Innlegg: 124
Skráður: 22.apr 2010, 14:05
Fullt nafn: Trausti Kári Hansson

Re: OM 318 daimler diesel

Postfrá halendingurinn » 13.des 2011, 21:01

Ef þetta er om314 þá nærð aldrei sama afli úr þessari vél og 6.9 þú gætir gert eitthvað svona: http://picasaweb.google.com/VanHousenCo ... slideshow/
http://www.mbfreaks.ja-woll.de/MB_Techn ... m_314.html
Þú gætir sett om352 ofaní ef hún kemst á lengdina eða om366, töluvert þyngra líka
Viðhengi
OM314A.jpg
OM314A.jpg (22.33 KiB) Viewed 3580 times


halendingurinn
Innlegg: 124
Skráður: 22.apr 2010, 14:05
Fullt nafn: Trausti Kári Hansson

Re: OM 318 daimler diesel

Postfrá halendingurinn » 13.des 2011, 21:12

http://www.omnibusarchiv.de/include.php ... &page=7%29
Um Benz OM 300 díselvélina: Birth of legend


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: OM 318 daimler diesel

Postfrá Sævar Páll » 18.des 2011, 22:47

Fór og skoðaði vélina almennilega. Þetta er víst om314 sería. félaginn sem ég keypti bílinn af hélt að þetta væri om318.
Það er búið að mixa á hana túrbínu sem að er stillt á að blása 10 pundum inn á max álagi, bínan er garret mc1 m24 (variable vane) ef það segir ykkur eitthvað, ( ættuð úr peugout sendli)
Er eitthvað vitað hvað svona rella þolir af yfirþrýstingi?
Gírkassinn er einhver 5 gíra benz trukkakassi með skriðgír ( skriðgír svo til beint fyrir neðan bakkgírinn, bakkgír fram og að)
aftan við það er svo dana 20. og svo sitt hvor 44 nospinnaðir danar að framan og aftan.

Þakka fyrir góð svör, Sævar P


halendingurinn
Innlegg: 124
Skráður: 22.apr 2010, 14:05
Fullt nafn: Trausti Kári Hansson

Re: OM 318 daimler diesel

Postfrá halendingurinn » 19.des 2011, 00:25

Ég myndi fá mér afgashitamæli og fylgjast með henni þar. Ekki veit ég hvort þessi vél sé með olíukælda stimpla oil squirter og þjappan sé 16:1. Ég held frekar að þessi rella hafi þjöppu 17:1 og án olíukældra stimpla svo þú skalt fylgjast vel með afgashita leið og þú skrúfar upp olíuna á verkinu.
http://www.ms-motor-service.cn/ximages/ ... nz_web.pdf
Intercooler myndi ábyggileg hjálpa mikið. Þetta er togari ekki reisvél. minni útgáfa af om352.
Ég er sjálfur með om352 í unimog 6cyl en þín er tveim styttri. Flestar turbovélarnar eru með olíukælda stimpla og lægri þjöppu og þola þarafleiðandi meiri tjúningu.
http://www.unimog-forever.com/Grease/Di ... Diesel.htm
http://www.unimog-forever.com/Grease/Tu ... OM352A.htm (það eru til týpur af om352A (A stendur fyrir turbo) sem dæmi án kældra stimpla frá benz en þær eru ekki eins aflmiklar og þær með smurolíukældu stimplana). Stækka pústið alveg upp í túrbínu og fylgjast með afgashita. Annars ef þú ætlar að fá alvöru afl þá myndi ég fara í 6.9 eða 7.3 með turbínu.


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: OM 318 daimler diesel

Postfrá Sævar Páll » 19.des 2011, 20:19

Auðvitað freistar meira afl, en þetta er líka komið inn á það að þessi vél er ekki að eyða svo svakalega, og svo er hægt að loka bæði húddinu og innri vélarhlífinni þótt að maður gleymi bæði 10 mm lykli og litlum hamri þar inní.
En já ég þarf að græja mér afgashitanema. Eru AutoGauge mælarnir frá bílanaust traustverðugur kostur?
Er einhver gróði í að reyna að ættleiða glóðarkerti í þessa vél?
Kv Sævar P


halendingurinn
Innlegg: 124
Skráður: 22.apr 2010, 14:05
Fullt nafn: Trausti Kári Hansson

Re: OM 318 daimler diesel

Postfrá halendingurinn » 19.des 2011, 21:51

Mín er með búnað fyrir startgas orginal (start pilot), það er svona búnaður
http://www.benzworld.org/forums/unimog/ ... pilot.html (veit ekki hvort þú getur lesið þetta þú þarft að vera félagi á þessum þráð en ég prófa)
Aldrei notað það, þetta eru mjög gangvissar vélar en ef þú ert að fara í vetrarferðir þá myndi ég fá mér öfluga rafgeyma (webasto til að hita upp vatnið sem valmöguleika) og nota startgas til vara.

User avatar

Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: OM 318 daimler diesel

Postfrá Refur » 19.des 2011, 22:39

Smá forvitni, kemur þessi bíll frá björgunarsveitinni á Svalbarðseyri við Eyjafjörð?


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: OM 318 daimler diesel

Postfrá Sævar Páll » 20.des 2011, 18:08

hann er þaðan en hann kom þangað frá næsta sveitarbæ við hliðina á mér.
hann var verslaður fyrir tveim vikum og hefur varla setið kyrr í heilann dag síðan þá :)


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur