'97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

'97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 18.nóv 2011, 23:32

Smá svona "after" myndir til að byrja þráðinn vel:
Image
Image
Image
Image
Image

Þá er komið að næsta stóra skrefi í breytingunum. Færa hásinguna aftur um 13-15 cm í viðbót (er núna um 7-8 cm aftar en orginal). Til þess þarf m.a. að færa tankinn aftar um 11 cm og endurforma frammendann á honum kringum drifkúluna.

Svona er þetta fyrir breytingar:
Image

Atasti þverbitinn kominn úr (bitinn sem tankurinn festist í):
Image

Verið að framlengja skúffur undir skottgólfinu aftur ásamt öðrum hlutun sem skipta máli:
Image

Bitinn kominn aftar
Image

Mun grunna allt með tveggja þátta epoxy en þar sem það er ekki hægt (fletir sem leggjast saman o.þ.h.) nota ég Wurth zink suðugrunn.:
Image

Þessi stykki koma framan við tankinn. Gjarðirnar sem halda honum uppi festast í þessi stykki auk þess sem þetta skorðar tankinn af:
Image

Tankurinn mátaður undir, á samt eftir að sjóða meira og grunna/mála allt. Þarna sést hversu mikið pláss er komið milli hásingar og tanks. Ég gæti fært hásinguna aftur um tæpa 12 cm án þess að gera neitt við tankinn. Mun samt forma hann aftan við kúluna til að búa til mneira pláss svo hásingin komist 13-15 cm aftur og sé samt adlrei svo nálægt að hún rekist í.
Image

Mun bæta inn myndum eftir því sem verkinu miðar áfram. Þegar ég hef lokið við þetta tanka mál mun ég ráðast í fjöðrunarkerfið og hásingarfærsluna. því næst kemur boddývinnan og svo fara einhverjir aukatankar undir hann, sennilega sílsatankar sem þó verða ekki stórir heldur sennilega um 35 l. hvor.

Kv. Freyr
Síðast breytt af Freyr þann 07.jan 2013, 00:10, breytt 7 sinnum samtals.



User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá AgnarBen » 19.nóv 2011, 01:05

Djöfull líst mér vel á þetta hjá þér Freyr - maður bíður spenntur eftir því hvernig þú útfærir þetta. En verður þú ekki að klappa framfjöðruninni líka og reyna að ná meiri slaglengd út úr henni ?
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 19.nóv 2011, 01:42

Að framan er ég með Moog progressive gorma ætlaða í ZJ grand, stillanlega KONI gasdempara sem eru ef ég man rétt á stillingu 4 af 5 (s.s. næst stífasta) og "bens" púða úr gúmmísteypu Þ. Lárussonar. Ég hef aldrei mælt hver slaglengdin er að framan en mig minnir að það séu rúmir 6 cm þar til samsláttarpúðinn snertir sem þýðir kanski um 9 cm saman í venjulegum hamagangi, veit ekki hvað fjöðrunin fer mikið sundur en man bara að sundurslagið er ívið meira en saman svo þetta eru eitthvað yfir 20 cm. Mætti láta fljóta með að orginal er patrol 2008 með tæplega 20 cm svið að framan og rétt rúmlega 20 cm að aftan.

Annars eru þessar breytingar ekki endilaga til að auka slaglengdina þó svo hún aukist vissulega eitthvað. Það skiptir mun meira máli hvernig fjöðrunin virkar á þeim cm sem hún hefur heldur en akkúrat bara slaglengdin þó hún hjálpi vissulega. Ef það ætti að auka slaglengdina að ráði að framan myndi ég vilja lengja stýfurnar, þær eru það stuttar að hallinn á þeim fer annars að verða of mikill fyrir mína parta. Auk þess er spurning hvað stýrisgangurinn þolir. Er samt að hugsa um að hækka hann um 1 eða 1,5 cm að framan til að auka aðeins samfjöðrunina.

Það sem ég er að sækjast eftir með þessum breytingum er:
1. Færa þyngd á framhásinguna til að bæta drifgetuna.
2. Bæta fjöðrunina til að geta ekið hraðar í snjó. Það gerist annars vegar með því að fá nýja afturfjöðrun og hinsvegar með auknu hjólhafi sem gerir bílinn stöðugri.
3. Með því að hafa hásinguna aftar ræður hann betur við meira hlass afturí. Er búinn að rífa úr honum brúsapallinn sem var aftan við framsætin og ætla að setja bekkinn í hann aftur til að geta tekið strákinn minn með í ferðir (eða aðra farþega umfram einn).
4. Hafa hásinguna aftar en flestir hinir XJ jepparnir, bara til að vera öðruvísi ;-)

Kv. Freyr
Síðast breytt af Freyr þann 07.jan 2013, 00:12, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 19.nóv 2011, 01:46

Agnar:

Eitt sem mér datt í hug varðandi slaglengdina. Hún verður mjög svipuð að aftan og að framan því ég mun nota eins gorma eða þá gormana sem voru í þessum að framan.

Kv. Freyr


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá birgthor » 19.nóv 2011, 15:03

Ég átti eitt sinn svona xj sem var einmitt kominn með gorma að aftan, þá höfðu framgormar undan xj verið settir undir. Mér fannst þeir heldur stífir, það var ekki búið að færa hásinguna mikið.

Þetta gæti svosem hafa orsakast vegna lélegs fjöðrunarkerfis.
Kveðja, Birgir

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 19.nóv 2011, 22:24

Ég vil hafa fjöðrunina stífa. Algengt er að menn setji bílana sína þannig upp að þeir eru mjúkir og fínir í venjulegum akstri en þá eru þeir ekki skemmtilegir í hraðakstri í miklum ójöfnum heldur eins og skip á stórsjó, því er ég ekki hrifin af.

Kv. Freyr

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá AgnarBen » 22.nóv 2011, 22:23

Freyr wrote:Agnar:

Eitt sem mér datt í hug varðandi slaglengdina. Hún verður mjög svipuð að aftan og að framan því ég mun nota eins gorma eða þá gormana sem voru í þessum að framan.

Kv. Freyr


Held að það væri mjög sniðugt að nota framgormana að aftan, Moog eru kannski full stífir ! Ég prófaði einu sinni 38" XJ með gormafjöðrun að aftan sem var mjög svög og mjúk og mér fannst það alveg ferlega slæmt setup þar sem framfjöðrunin var frekar stíf. Um að gera að forðast það.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá AgnarBen » 22.nóv 2011, 22:32

Freyr wrote:Tankurinn mátaður undir, á samt eftir að sjóða meira og grunna/mála allt. Þarna sést hversu mikið pláss er komið milli hásingar og tanks. Ég gæti fært hásinguna aftur um tæpa 12 cm án þess að gera neitt við tankinn. Mun samt forma hann aftan við kúluna til að búa til mneira pláss svo hásingin komist 13-15 cm aftur og sé samt adlrei svo nálægt að hún rekist í.

Kv. Freyr


Svo veistu að þú getur náð auka 20 lítrum úr aðaltankinum með því að breyta önduninni, öndunarrörið liggur nefnilega ofan í tankinn til að tryggja að það sé alltaf loftpúði í tanknum. Ef þú blindar orginal rörið og sýður á nýtt alveg efst þá getur þú stútfyllt tankinn og fer hann þá úr 75 lítrum í rúmlega 95 lítra. Ég passa mig bara á því að stútfylla hann aldrei nema þegar ég er á leiðinni á fjöll ...
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 25.nóv 2011, 23:51

Já, vissi af þessu með tankinn, þetta er svona hjá mér í plasttankinum líka, það er slatta loftpúði efst í honum, ætla bara að hafa það þannig áfram.

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 25.nóv 2011, 23:56

Image
Þurfti að endurforma tankinn kringum skottlæsinguna og í kjölfarið þurfti að búa til meira pláss aftan við miðjan tankinn, skar miðjuna úr þverbitanum og snéri henni við.

Image
Allt farið. Byrjaður að þrífa burt tektílinn til að undirbúa suðuvinnuna sem verður mjög mikil.

Image
Skar gamla fjöðrunardraslið af rörinu og hreinsaði ryð og drullu af því og grunnaði það svo.


Næst á dagskrá er að fara að ákveða nákvæmlega staðsetninguna á rörinu og ákveða hvernig smíðinni verður háttað.
Síðast breytt af Freyr þann 07.jan 2013, 00:25, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 26.nóv 2011, 22:36

Verkfæri dagsins. Reiknivél, gráðubogi, stafrænt hallamál og málband.
Image

Staðsetningin á hásingunni var ákveðin endanlega í dag. Færslan var 6-7 cm en verður 21 cm. aftar en orginal þegar þessum breytingum lýkur. Einnig var ákveðið að nota gormana sem voru í þessum að framan í stað þess að fara í Moog gorma að aftan líka. Neðri stýfurnar verða 80 cm langar og hallinn verður 2-5°, þá verður turninn fyrir þær 12 cm niður úr "grindinni". Hjólhafið verður um 2,8 eftir þetta en er 2,57 orginal.
Image
Síðast breytt af Freyr þann 07.jan 2013, 00:27, breytt 2 sinnum samtals.

User avatar

arnisam
Innlegg: 86
Skráður: 04.feb 2010, 21:48
Fullt nafn: Árni Samúel Samúelsson
Staðsetning: Njarðvík

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá arnisam » 26.nóv 2011, 23:43

LIKE... Lýst svakalega vel á þetta. En varðandi tankinn, var búinn að lesa það með wranglerinn minn að það hefðu verið tvær tankastærðir í boði, um 60L og um 80L. En í stað þess að smíða tvær gerðir af tönkum í bílana þá höfðu þeir áfyllingarörið lengra í "minni" tanknum þannig að það komst ekki meira en 60L á hann. Var bara að velta fyrir mér hvort það væri kannski tilfellið með XJ-inn.
JEEP Cherokee XJ 1997 6 cyl sjálfskiftur
JEEP Wrangler 1997 6 cyl sjálfskiftur---seldur---
JEEP Grand Cherokee Laredo 1993 8 cyl---seldur---
JEEP Wrangler 1991 6 cyl beinskiftur---seldur---

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 26.nóv 2011, 23:55

Veit ekki til þess en það er hugsanlegt, kem samt um 75 á minn ef ég man rétt. Ætla að hafa hann óbreyttan hvað magnið varðar.

Kv. Freyr


G,J.
Innlegg: 91
Skráður: 20.feb 2011, 13:51
Fullt nafn: Guðmann Jónasson
Staðsetning: Blönduós

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá G,J. » 27.nóv 2011, 12:01

Varðandi tank málin hjá þér,hefur þér ekki dottið í hug að skella 2 tönkum fyrir framan
hásingur og sleppa tank aftan við hásingu uppá betri þyngdardreifingu?
Tek fram að ég hef ekki reiknað út hvað sú útfærsla myndi rúma marga lítra,var eitthvað
að horfa á þetta þegar ég átti GC fyrir nokkrum árum.

Kv.Guðmann
Toyota Hilux DC 89. 36"
Grand Cherokee 94. 38"
Daewoo Musso 98. 35"
Segway i2

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 27.nóv 2011, 14:46

Jú ég hugsaði mikið um það, smíða 4 link frekar en A link og hafa tank b.m. við skaftið. Málið er bara að þeir tankar hefðu ekki orðið neitt svo stórir þannig að það væri mikil fyrirhöfn fyrir næstum sama lítramagn (myndi aldrei smíða tanka sem stæðu mikið niður úr bílnum) og svo væri það líka mikill kostnaður því ég treysti mér varla til að sjóða tankana sjálfur, sérstaklega ekki aðaltankinn. Gæti samt verið að ég muni sjóða sjálfur aukatankana. Geri ráð fyrir að ég muni útbúa í hann sílsatanka sem tækju 30-40 lítra hvor en einnig er hugsanlegt að ég græji tank undir hann miðjan, samt mun A linkið vissulega taka mikið pláss þar. En það er alveg rétt hjá þér að þungdarhlutfallið hefði orðið betra þannig en svo er annað að ég er hrifnari af A link en 4 link.

Freyr

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 29.nóv 2011, 22:32

Þá er komið að gormasætum ásamt styrkingum kringum þau. 3 mm plata soðin undir skúffuna/burðarbitann frá fremri fjaðrafestingu alveg afturúr. 2 mm plötur soðnar milli skúttu og hjólskálar (lagðar undir gólfplötuna). Þessar plötur ná u.þ.b. jafn langt fram og afturfyrir orginal staðsetningu hásingarinnar (ná aðeins lengra aftur á bak). S'iðan eru 2 mm plötur utan á skúffunni alla leið frá fremri fjarðafestingu og afturúr. Nota svo Wurth zinkgrunn í óhóflegu magni á alla fleti sem ekki er hægt að mála eftirá.
Image

Stauturinn sem gormurinn fer utan um kemur úr ZJ grand Cherokee.
Image

Sjóða sjóða sjóða..... Einstaka samskeyti eru heilsoðin en flest eru punktsoðin og öll samskeyti milli styrkinga og bíls eru punktsoðin til að lágmarka hættuna á sprungumyndun.
Image

Þessar styrkingar eru mjög öflugar, sennilega þær efnismestu sem ég hef séð undir XJ en það er ástæða fyrir því. Það er umtalsverð hætta á sprungumyndun o.þ.h. leiðindum þegar þessir bílar eru settir á gorma að aftan og þar sem ég fer með hásinguna mun lengra aftur en vant er er hættan sennilega enn meiri. Kaflinn sem er kringum gormasætið og áleiðis niður að fjaðrafestingu sem er með 2 mm plötu að ofanverðu er sérstaklega sterkur. Þar er 2 mm plata milli 2 mm plötu að ofanverðu og 3 mm plötu að neðanverðu sem mynda n.k. I-bita sem er mjög stífur. Þetta er allt gert til að dreyfa álaginu á stórt svæði og í átt að fjaðrafestingunum því þar er styrkurinn í bílnum mestur.
Image

Kv. Freyr
Síðast breytt af Freyr þann 07.jan 2013, 00:29, breytt 1 sinni samtals.


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá birgthor » 30.nóv 2011, 09:17

Lookar flott
Kveðja, Birgir

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 08.des 2011, 00:45

Búinn að smíða styrkingar og efra gormasætið hm. líka. Smíðaði svo gormaskálarnar á hásingarnar og punktaði þær á rörið ásamt festingunum fyrir neðri stífurnar. Hafði aðeins meira bil milli gormana að aftan en að framan. Gerði það til að hann víxlfjaðri sem jafnast því afturgormarnir eru aðeins mýkri og minni þvingun í A-linkinu heldur en í 4-linkinu sem er að framan.

Image

Ákvað að láta pinnjóninn vísa upp á millikassann og mun setja tvöfaldan lið á skaftið, þá get ég leikið mér með stífuhallann án þess að hafa áhyggjur af gráðum á hjöruliðskrossum.

Kv. Freyr
Síðast breytt af Freyr þann 07.jan 2013, 00:30, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 17.des 2011, 01:26

Stífutiurnarnir klárir. Neðri stífurnarvísa inn á við frá hásingu, eru 82 cm langar og halla kringum 3° þegar bíllinn er klár í ferð. A-stýfan er lágrétt þegar bíllin stendur með bara staðalbúnaðinn í sér en hallar pínulítið niður á við í átt að grind þegar hann er hlaðinn. Það eru 4 sett af götum í vösunum fyrir A-stífuna svo hallinn á henni er stillanlegur. Fjöðrunin ætti að vera nokkuð "neutral" svona en ef ég vil að hann keyri sig saman við inngjöf færi ég stýfuan í efsta gatið en annars í neðri götin til að fjöðrunin keyri sig sundur við inngjöf.
Image

Neðri turn
Image

Image

Grindarstyrking hm. o.fl.
Image

Stendur í hjólin núna. Er að vinna í að koma dempununum fyrir.
Image
Síðast breytt af Freyr þann 07.jan 2013, 00:37, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 28.des 2011, 23:32

Setti 27 x 4 mm heildregið rör á hásinguna til að styrkja hana.
Image

Samsláttarpúðiarnir fara saman um 5 cm þegar bíllinn leggst á þá þó hann sé galtómur, það er meira en ég hélt svo ég þarf að setja smá millilegg ofaná plöturnar sem púðarnir leggjast á.
Image

Bensínlokið datt úr brettinu, vantar góð ráð til að koma í veg fyrir að svona lagað geti gerst........
Image

Þurfti að klippa smá í viðbót úr bílnum til að fá nægt pláss fyrir dekkin.
Image
Síðast breytt af Freyr þann 07.jan 2013, 00:39, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 30.des 2011, 00:28

Fékk bílamálara í heimsókn í dag til að fá góð ráð og ábendingar um ýmsa hluti í sambandi við boddýið. Hann mun svo sjá um töluvert af boddývinnunni, m.a. allt sem tengist lakkvinnunni. Þá verður þetta vandaðara og flottara en ef ég gerði þetta mest allt sjálfur því þetta er ekki bara hjólaskálavinna heldur nær svæðið langt framfyrir brettakanntana og einnig kringum áfyllingarlokið.

Freyr

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá jeepson » 30.des 2011, 00:33

Djöfull ertu búinn að leggja mikla vinnu í þetta. Þetta er þrusu flott hjá þér. Þú átt nú skilið einn kaldann fyrir þetta :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá AgnarBen » 30.des 2011, 01:07

Mér líst ekkert á þetta með bensínáfyllingarlokið hjá þér Freyr, ég myndi bara hætta við þetta, líma úrklippuna á aftur með álteipi og setja fjaðrirnar aftur undir ;-)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 30.des 2011, 11:43

AgnarBen wrote:Mér líst ekkert á þetta með bensínáfyllingarlokið hjá þér Freyr, ég myndi bara hætta við þetta, líma úrklippuna á aftur með álteipi og setja fjaðrirnar aftur undir ;-)


Já væri það ekki ráð. Ef ég má fá fjaðrirnar þínar skal ég færa fjöðrunina mína undir bílinn hjá þér.....;-)


Elís H
Innlegg: 67
Skráður: 25.apr 2011, 15:28
Fullt nafn: Elís Björgvin Hreiðarsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Elís H » 31.des 2011, 19:36

Það er aldeilis dugnaður í þér á svona stuttum tíma, mann hlakkar til að sjá hann tilbúinn á götu. hvað segirðu með 9 tommuna, er hún með læsingu og hvernig. ætlarðu uppfæra hana eitthvað meir.

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 02.jan 2012, 01:45

Elís H wrote:Það er aldeilis dugnaður í þér á svona stuttum tíma, mann hlakkar til að sjá hann tilbúinn á götu. hvað segirðu með 9 tommuna, er hún með læsingu og hvernig. ætlarðu uppfæra hana eitthvað meir.


Hásingin verður sennilega bara eins og hún er. 4,57 drif, TrueTrack torsen lás, stærri hjólalegurnar og 28 rillu öxlar. 28 rillurnar tel ég að sé alveg nóg þar sem hann er léttur (sérstaklega á afturhjólin, mun sennilega brjóta allt í framhásingunni áður en afturöxlarnir fara). Ég væri til í 4,88 hlutföll en ég þori því varla með D30 að framan, hef samt hugsað um það, svo er samt líka mjög hentugt að komast á 94 kmh í lága drifinu. Einnig hefur hvarflað að mér að setja álmiðju í hana, það léttir hana um 10 kg. sem er gott og um leið styrkir það hásinguna gagnvart því að bogna.

Kv. Freyr

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 12.jan 2012, 08:25

Nú er fjöðrunin klár að öllu leiti fyrir prufuakstur, á samt von á því að þurfa að mýkja samsláttinn í afturdempurunum. Búið að breyta tankinum svo það sé pláss fyrir drifkúluna í samfjöðrun. Búið að smíða bensínlagnir. Boddývinnan er komin vel af stað og kanntarnir eru í breytingu þessa dagana. Drifskaftið komið úr breytingu (lenging + tvöfaldur liður við millikassa).

Það sem er eftir:
-Klára boddývinnuna
-Breyta dráttarbeislinu, þverbitinn þarf að fara aftur um u.þ.b. 10 cm vegna tankfærslunnar
-Skipta um hjólalegur að aftan
-Smíða bremsurör á afturhásinguna
-Koma drullusokkunum fyrir
-Smíða stigbretti eða rör
-Raða innréttingunni saman og þrífa allann bílinn mjög vel
-Út að prufukeyra og finna út hvort það er e-ð sem þarf að lagfæra

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá AgnarBen » 17.jan 2012, 15:24

Þetta lítur vel út Freyr.
Fékkstu þér Koni að aftan, hvaða týpu ?
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá HaffiTopp » 17.jan 2012, 16:06

Mjög flott og metnaðargjarnt verkefni hjá þér Freyr. Hvernig samsláttarpúðar eru þetta sem þú ert með að aftan og hvernig gekk þér að sjóða styrkinguna á afturhásinguna? Er ekki pottjárn í drifhúsinu sem gerir það erfiðara en ella að sjóða venjulegt stál við þetta? Er eitthvað mikil þyngdaraukning í þessum rörum sem þú notar í þessar styrkingar?
Kv. Haffi

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 17.jan 2012, 17:18

AgnarBen wrote:Þetta lítur vel út Freyr.
Fékkstu þér Koni að aftan, hvaða týpu ?


Keypti KONI sem heita 84-11-30. Þeir eru 750 Nm saman og 2400 - 4800 Nm sundur (stillanlegt sundurslag), Auga niðri og pinni uppi. Keypti 4 stk. Mun setja 2 að framan og þarf að síkka og breyta neðri festingunum til þess svo þeir slái ekki saman (eru 38 cm saman í stað 33 cm saman sem er orginal). Sundur eru þeir 64 cm. Þeir eru komnir í að aftan, þar halla þeir um 20° frá lóðréttu í aksturshæð sem dregur aðeins úr virkni þeirra en ég geri samt ráð fyrir að þurfa að taka þá úr til að mýkja samsláttinn.

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 17.jan 2012, 17:27

HaffiTopp wrote:Mjög flott og metnaðargjarnt verkefni hjá þér Freyr. Hvernig samsláttarpúðar eru þetta sem þú ert með að aftan og hvernig gekk þér að sjóða styrkinguna á afturhásinguna? Er ekki pottjárn í drifhúsinu sem gerir það erfiðara en ella að sjóða venjulegt stál við þetta? Er eitthvað mikil þyngdaraukning í þessum rörum sem þú notar í þessar styrkingar?
Kv. Haffi


-Samsláttarpúðarnir eru frá gúmmísteypu Þ.Lárussonar í Grafarvogi, almennt kallaðir "bens púðarnir".
-Það var ekkert mál að sjóða styrkinguna því það er ekki pottur í drifhúsinu í 9" Ford heldur bara venjulegt stál. Annars hef ég samt ásamt öðrum manni soðið pottinn í Dana 60, sú hásing var mölbrotinn eftir óeðlilega náið samneyti við grjótvarnargarð. Þá var aðferðin: Forhitun, suða með krómpinnavír, hamra suðuna og umhverfið eftir hvern vír, eftirhitun og svo pakka inn í steinull til að kólnun verði hæg og jöfn. Það virkaði vel og hásingin þoldi óeðlilega náðið samneyti 46" hjóls við steinseyptan enda á vegriði við brú í Hornafirði. Myndi segja að þessi hásing hafi þjáðst af mikilli sjálfseyðingarhvöt........
-Það er sáralítil þyngd í rörinu sem myndar styrkinguna. Þetta er 26,9 mm heildregið rör m. 4 mm. veggþykkt, það viktar 2,26 kg./m svo þessi styrking er kringum 2 kg.

Kv. Freyr

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 23.jan 2012, 01:20

Ný göt gegnum grindina fyrir áfyllingu og öndun.
Image

Verið að endurforma tankinn ofan/aftan við drifkúluna svo hún rekist ekki í tankinn
Image

tankurinn klár
Image

Afturfjöðrunin klár
Image

Þurfti að setja í hann sundursláttarbönd til að takmarka sundurslagið svo gormarnir losni ekki frá sætunum sínum við sundurfjöðrun. Hefði verið hægt að leysa það með því að hafa neðri festingarnar um 5 cm síðari en ég vil ekki að neitt standi niður fyrir hásinguna svo þetta var lausnin.
Image

Var að spá í að taka demparana uppí gegnum gólfið um ca. 6 cm en hætti við út að styrkleikamissi svoég lét efri festinguna liggja með gólfinu.
Image

Hásingin klár með bremsur, bremsurör, nýjar hjólalegur og mundi m.a.s. eftir að setja olíu á drifið.
Image
Síðast breytt af Freyr þann 07.jan 2013, 00:44, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 23.jan 2012, 01:23

Hjólaskálin vm. Rörin sen liggja gegnum gólfið eru fyrir áfyllinguna og öndunina, skálin er komin svo aftarlega að það var ekki pláss fyrir orginal hönnunina.
Image

Arnþór bílamálari að vinna í trefjaplastinu. Hann er að græja boddýið með mér þessa dagana.
Image

Staðan í kvöld 22.jan. Á morgun verður sparslvinnan kláruð og fylligrunnur settur á bílinn. Að öllum líkindum mun hann svo fara í sprautuklefa annað kvöld en annars á þriðjudagskvöld.
Image

Image
Síðast breytt af Freyr þann 07.jan 2013, 00:47, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 23.jan 2012, 01:25

Næst á dagskrá:
-Klára boddývinnu + sprautun
-Setja kanntana á bílinn aftur
-Stuðari + drullusokkar á sinn stað
-Þrífa allann bílinn vel að innan og utan og raða í hann innréttingunni
-Smíða undir hann púst
-Fara í prufutúr ;-)

Kv. Freyr

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 25.jan 2012, 02:17

Komnir á sprautuverkstæðið til að klára málningarvinnuna
Image

Arnþór bílamálari á fullu.
Image

Setti Grjótmassa í hjólaskálarnar.
Image
Síðast breytt af Freyr þann 07.jan 2013, 00:50, breytt 2 sinnum samtals.


Steini
Innlegg: 67
Skráður: 08.okt 2010, 13:01
Fullt nafn: Steinn Atli Unnsteinsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Steini » 25.jan 2012, 02:26

Rosalega flott smíði hjá þér og almennt flottur bíll loksins XJ með almennilegt hjólhaf.

ekki mætti ég forvitnast um það hvar þú fékkst "beltin" á hásinguna?
Land Rover Defender Td5

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 25.jan 2012, 11:32

Fékk sundursláttaröndin í bílabúð benna.

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Freyr » 29.jan 2012, 23:21

Bræddi hljóðeinangrun á aftari hluta hjólaskálanna, gegnum þær barst töluvert veghljóð inn í bílinn.
Image

Kantarnir komnir á ásamt stuðaranum og stuðarahornunum. Er byrjaður á dráttarbeislinu, væntanlega klárast það á morgun.
Image

Image

Image

Image
Síðast breytt af Freyr þann 07.jan 2013, 00:52, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Doror
Innlegg: 323
Skráður: 10.apr 2010, 23:02
Fullt nafn: Davíð Örn Svavarsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá Doror » 30.jan 2012, 10:50

Glæsilegt verkefni, verður hann áfram svona hærri að aftan en framan?
Davíð Örn

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: '97 XJ gormavæðing o.fl. - myndir og texti.

Postfrá AgnarBen » 30.jan 2012, 12:49

Góður Freyr, bara flott breyting og hann á örugglega eftir að setjast eitthvað á næstu vikum að aftan.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 21 gestur