Nú þekki ég ekki alveg 100% uppsettningu á loftpúðafjöðrun með hleðslujöfnurum og rofum inn í bíl þar sem þú stillir sjálfur hæð.
Þó ég eigi nú bíl með þessu systemi hef ég ekki lagt í að fara yfir það allt en er tilneyddur núna.
Þannig er að það byrjaði alltaf að leka úr loftpúðanum vinstra megin að framan, kippti ég mér nú ekki upp við það svona til að byrja með og
ætlaði að kíkja á það við tækifæri.
Svo fyri tveimur dögum fór þetta að virka þannig að loft dældist inn í þennan sama púða stanslaust þó að ég væri með slökkt á auto stillingunni.
Svo virðist sem að eitthvað sem stýrir loftflæði inn á þann púða sé opið öllum stundum. Ég er búinn að aftengja hleðslujafnarann og það er sama sagan.
Það hefur lengi seittlað út af loftkútnum en ekkert hafði það áhrif á púðasystemið svo framanlega að ég hafði slökkt á autostillingunni þá heldur hann náttúrulega lofti á púðunum þó ekki sé loft á loftkútnum.
Nú spyr ég hvað getur valdið þessu?
Er segullokinn sem stýrir lofti fyrir þann púða fastur á sér eða eitthvað svoleiðis?
Loftpúðafjöðrun-Vandræði
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Loftpúðafjöðrun-Vandræði
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Re: Loftpúðafjöðrun-Vandræði
sæll,
svo ég skilji þig rétt, þetta sem þú tókst úr sambandi er pinninn á hleðslujafnaranum? ef svo er þá stendur segullokinn sem opnar frá hleðslujafnaranum og inn á lögnina á púðanum opinn en á að vera lokaður þegar það er slökkt á auto.
kv. Þorsteinn
svo ég skilji þig rétt, þetta sem þú tókst úr sambandi er pinninn á hleðslujafnaranum? ef svo er þá stendur segullokinn sem opnar frá hleðslujafnaranum og inn á lögnina á púðanum opinn en á að vera lokaður þegar það er slökkt á auto.
kv. Þorsteinn
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Re: Loftpúðafjöðrun-Vandræði
Þorsteinn wrote:sæll,
svo ég skilji þig rétt, þetta sem þú tókst úr sambandi er pinninn á hleðslujafnaranum? ef svo er þá stendur segullokinn sem opnar frá hleðslujafnaranum og inn á lögnina á púðanum opinn en á að vera lokaður þegar það er slökkt á auto.
kv. Þorsteinn
Nei ég tók ekki pinnan úr. Ég er með rofa inn í bíl þar sem ég get tekið auto-ið (hleðslujafnarana) úr sambandi og stillt þá hæðina með rofum inn í bíl er líka með rofa fyrir hvern púða inn í bíl til þess að stilla sér ef maður vill.
En vandamálið var auðleyst. Einn segullokinn stóða eitthvað á sér og þar sem að það seittlar alltaf aðeins út af kúttnum að þá lak út af púðanum þegar kúturinn missti þrýsting.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur