Tjaldvagn á fjöllum


Höfundur þráðar
ThOl
Innlegg: 71
Skráður: 14.feb 2010, 21:32
Fullt nafn: Þorgeir Ólafsson

Tjaldvagn á fjöllum

Postfrá ThOl » 14.júl 2011, 23:14

Sælir. Eftir því sem árunum fjölgar eykst áhuginn fyrir því að verða sér úti um léttan og meðfærilegan tjaldvagn til að hafa með á fjöll og sleppa við að liggja í tjaldi. En þannig vagn þyrfti að vera á 33-35 tommu dekkjum til að verða ekki til vandræða og hafa sterkari grind er orginal vagnar. Þetta ætti ekki að vera mikið mál en vandinn er að mér sýnist allir vagnar nú til dags opnist út á hlið og vegna þess að heppilegra er að hafa dekkin utan á vagninum þá sé ég ekki að hliðaropnun geti gengið með svona stór dekk. Mig grunar að fleiri séu að velta svipuðu fyrir sér og gaman væri að heyra ykkar álit á þessu og líka að sjá myndir af breyttum tjaldvögnum á stórum dekkjum. Einnig væri fróðlegt að vita hvernig gangi með svona vagna í straumþungum ám.
Kveðja
Þorgeir




steindór
Innlegg: 98
Skráður: 07.feb 2010, 13:22
Fullt nafn: Steindór T. Halldórsson

Re: Tjaldvagn á fjöllum

Postfrá steindór » 11.aug 2011, 14:43

Sælir, mér hefur nú hreinlega dottið í hug að fá mér léttann, lítinn og meðfærilegan tjaldvagn, einnig pallbíl og kippa skúffunni af og skella vagninum á í staðinn, auglýsi hér með eftir ódýrum vagni og ódýrum pallbíl diesel !!, ( taka hjólabúnaðinn af vagninum og ef til vill eitthvaðfleira undan honum og smíða festingar á vagninn sem pössuðu á grindina ) , hann opnast þá út á hlið ( farþegamegin ) og útbúa fætur sem næðu niður á jörð. Ef hægt væri að útbúa þetta svona þyrfti ekki að vera með hann í eftirdragi og þetta væri nokkuð léttara en pallhýsi býst ég við. Kv. Steindór.

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Tjaldvagn á fjöllum

Postfrá Magni » 11.aug 2011, 15:47

Er Ægisvagninn ekki tilvalinn í þetta? hann er hærri en aðrir vagnar og kemst mikið óbreyttur. svo er hægt að setja hann á loftpúða og stækka dekkin aðeins þá er hann fær í flestann sjó.
Ég er með óbreyttan vagn og fór yfir krossánna inní Húsadal síðustu mánaðarmót, það var ágætlega mikið í henni( vel yfir 38" þar sem ég fór yfir) og straumur. Vagninn minn flaut lítið þegar ég fór yfir. Hann flaut ekki neitt í Steinsholtsánni.
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Tjaldvagn á fjöllum

Postfrá Óskar - Einfari » 11.aug 2011, 16:25

Kanski ekki það sem þið eruð að pæla en það alltaf að gaman að skoða og fá hugmyndir :)

Jeep Mopar Off Road Camper Trailer
http://www.mopar.com/accessories/camper_trailers.html

Image

Image

Image
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Tjaldvagn á fjöllum

Postfrá jeepson » 11.aug 2011, 16:29

pabbi er með ford ranger 93 árgerðina. og hann tók alt hjóla stellið undan tjaldvagninum sínum og sauð svo netta grind sem undir vagninn með stubbum sem fara niður í götin í pall hliðunum. En hann er með vagn sem opnast aftur. svo smíðaði hann lappir á vagninn sem hann getur hæðar stilt. Þetta er þræl sniðugt. En það hefur hvarlað að mér einmitt að ná mér í gamlan double cap og taka pallin af. En gamli vildi halda pallinum og nota hann sem geymslu. Svo veit ég að hann ætlaði sér að smíða hillu sem fer inní pallinn sem hægt er svo að draga út þegar hann opnar aftur hleran á pallinum. þessa hugmynd með vagninn og hilluna fékk hann í draumi sem að honum dreymdi. Og þá var auðvitað lítið annað gera en að framkvæma hugmyndina :) Ég verð að fá myndir af þessu hjá til að sýna ykkur. Þetta er snilld.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
ThOl
Innlegg: 71
Skráður: 14.feb 2010, 21:32
Fullt nafn: Þorgeir Ólafsson

Re: Tjaldvagn á fjöllum

Postfrá ThOl » 11.aug 2011, 19:03

Set hér aftur link á síðu með framleiðendum á off-road tjaldvögnum í Ástralíu. Þeir smíða tjaldvagna með 31 - 33 " dekkjum og alls konar afbrigðum af fjaðrabúnaði en flestir eru "soft-top" eða "soft-floor" í staðinn fyrir að lokið nýtist sem gólf í fremra rýminu. En það er hægt að fá góðar hugmyndir og fyrirmyndir um hjólabúnað o.fl.

http://www.campertrailers.org/manufacturers.htm

kv
Þorgeir


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Tjaldvagn á fjöllum

Postfrá birgthor » 11.aug 2011, 21:28

Ég á til Combi Camp tjaldvagn (Straumsvíkurvagn)

Þetta er einn af vögnunum sem starfsmannafélag áversins í Straumsvík keypti inn, þeir smíðuðu svo aðra og sterkari grind undir þá sem og betra fjöðrunarkerfi.

Vagnin er árgerð 1987

Er á gorma fjöðrunarkerfi, hentar því vel á malbik sem og á malarslóða. Var að koma úr landmannalaugum og verð að segja, fjöðrunin virkaði rosalega vel undir vagninum. Hann bara eltir og engin læti.

Ársgamlar legur.

Ágætis dekk.

Tjaldast aftur og ekki nema augnablik að tjaldast.

Er í góðu standi, nýbúið að þvo innratjaldið.

Er staðsettur í Rvk


Ásett 250000 krónur, óska eftir tilboði

birgir@kjalarnes.is eða 8665960 Birgir
Kveðja, Birgir


Skúli
Innlegg: 27
Skráður: 25.nóv 2010, 09:55
Fullt nafn: Skúli Haukur Skúlason

Re: Tjaldvagn á fjöllum

Postfrá Skúli » 11.aug 2011, 23:04

Ég hef verið frekar tregur til að standa í að draga eitthvað aftan í mér á fjöllum, hef helst viljað geta pakkað tjaldinu inn í bíl, en þessi Jeep vagn er snilld. Extreem útgáfan kemur orginal á 35 tommu dekkjum og virðist nægjanlega sterkbyggt til að þola smá skrölt án þess að hjólastellið sitji einhvers staðar eftir.
Kv - Skúli


Til baka á “Sleðar og fjórhjól, kerrur og ferðavagnar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 4 gestir