Leitar að bíl sem týndist á hálendinu


Höfundur þráðar
Kalli
Innlegg: 413
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Leitar að bíl sem týndist á hálendinu

Postfrá Kalli » 16.júl 2011, 02:28

http://www.visir.is/leitar-ad-bil-sem-tyndist-a-halendinu/article/2011110719336
Image
Hér má sjá mynd af bílnum, steingráum Subaru Forrester með númerið DS B11 Mynd/Einar
salome@365.is skrifar:
Sjómaðurinn, knattspyrnumaðurinn og prentarinn Einar Hjörleifsson leitar nú að bíl móður sinnar, sem týndist á hálendinu fyrir tæpum þremur vikum síðan.

Um er að ræða steingráan Subaru Forrester með númerið DS B11 og telur Einar það líklegt að bíllinn leynist einhvers staðar á svæðinu milli Uxahryggja og Kjalavegar, þó ökumaðurinn sem festi bílinn geti ekki sagt til um það með vissu.

Það var bróðir Einars sem fór á bílnum að skoða Gullfoss og Geysi, en þaðan hélt hann í frekari ævintýri sem fóru ekki betur en svo að bíllinn festist á ókunnum stað. "Þegar hann festi bílinn datt honum ekkert annað í hug en að fara að labba og hann labbaði í rúman sólarhring. Hann villtist og veit ekkert hvar hann var." segir Einar en ekkert hefur sést til bílsins síðan þá.

Einar vonast til þess að einhverjir sem leið hafa átt um hálendið hafi komið auga á bílinn og biður hann alla þá sem kynnu að geta veitt honum upplýsingar um staðsetningu bílsins að láta lögreglu eða hálendisgæslu vita.




Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Leitar að bíl sem týndist á hálendinu

Postfrá Haukur litli » 16.júl 2011, 16:52

Ég hló þegar ég las þetta, get alls ekki neitað því. Örugglega ömurlegt samt að vita ekki hvar maður skildi eftir bílinn.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Leitar að bíl sem týndist á hálendinu

Postfrá Polarbear » 16.júl 2011, 18:03

klárt dæmi um fólk sem hefur -EKKERT- að gera við að fara uppá hálendi. vona samt að bíllinn finnist....


Til baka á “Önnur farartæki”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur