Jeep Grand Cherokee Laredo [óbreyttur] 1996

User avatar

Höfundur þráðar
gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Jeep Grand Cherokee Laredo [óbreyttur] 1996

Postfrá gudlaugur » 04.maí 2011, 22:14

Sælir, Ég verslaði mér minn fyrsta jeppling um daginn.

En þetta er semsagt Cherokee MJÖG vel með farinn að mér finnst.

Nánari info um hann:

4.0L 186 hoho
Árgerð 01.1996
Ekinn 211þús km
Rauður með filmum að aftan
29" dekk
Skoðaður 2011 Með "5" í endastaf
Smurbók frá 7000km til dagsins í dag
Innrétting lítur mjög vel út
EKKERT ryð á boddy, og það litla sem var byrjað að koma undan rispu á skottloki og grjótkast á húddi hefur verið blettað í

Frammtíðarplön.

Mér langar að mála grillið að framan svart/mattsvart
Langar að breyta pústinu til að fá smá rödd, eitthvað nálægt 2" og svo strait pipe tvöfalt að aftan, en hræddur um að það eigi eftir hafa áhrif á eyðsluna til hins verra
Mála stuðara og hliðarplöst svört, er ekki alveg að fíla þennan gráa lit
Bóna reglulega og hugsa vel um hann næstu árin

Myndir:
Á eftir að láta djúphreinsa bílinn og skipta út gúmmí mottunum fyrir tau mottur.

Image
Image
Image
Image
Image
ImageImage
Image
Image
Image
Image
Image
Síðast breytt af gudlaugur þann 09.jún 2011, 17:47, breytt 1 sinni samtals.



User avatar

ktor
Innlegg: 41
Skráður: 25.nóv 2010, 12:04
Fullt nafn: Kristján Þorsteinsson

Re: Jeep Grand Cherokee Laredo [óbreyttur] 1996

Postfrá ktor » 05.maí 2011, 10:47

Flottur Grand :)
Jeep live - im living it!

User avatar

Höfundur þráðar
gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Jeep Grand Cherokee Laredo [óbreyttur] 1996

Postfrá gudlaugur » 05.maí 2011, 11:21

ktor wrote:Flottur Grand :)

Þakka þér :)

User avatar

Höfundur þráðar
gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Jeep Grand Cherokee Laredo [óbreyttur] 1996

Postfrá gudlaugur » 08.maí 2011, 23:23

Vita menn hvað ég kem stórum dekkjum undir þennan bíl ? Mér var að bjóðast 33" dekk nefnilega.

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Jeep Grand Cherokee Laredo [óbreyttur] 1996

Postfrá Einar » 09.maí 2011, 14:10

Flottur bíll. Bestu jepparnir á markaðnum. Ég átti einn svona og sakna hans alltaf. Sex sílendra vélinn gerir hann ekki að neinum sportbíl en skilar honum samt ágætlega áfram og er með allra bestu jeppavélum og hún er sparneytnari heldur en V8.
En miðað við útlitið er þetta "árgerð" 1995 hvort sem hann var nú skráður á því ári eða ekki. Það þekkist best á grillinu og stuðaranum, á árgerðum 1993-1995 er það eins og á þessum, stuðarinn er sléttur að ofan og grillið slétt við, á 1996-1998 kemur grillið aðeins neðar og tekið úr stuðaranum.
Ef hann er innfluttur notaður og mílutölurnar í hraðamælinum eru stærri er hann smíðaður ameríkuhreppi.
Ef hann er innfluttur nýr og kílómetratölurnar í hraðamælinum eru stærri hefur hann aldrei til ameríku komið heldur er hann smíðaður í Austurríki.
Hvort sem er stendur örugglega í skráningarskírteininu að hann sé framleiddur í USA en það er ekki alltaf rétt.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Jeep Grand Cherokee Laredo [óbreyttur] 1996

Postfrá Kiddi » 09.maí 2011, 14:20

Kanada er líka með kílómetra :-)


JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Jeep Grand Cherokee Laredo [óbreyttur] 1996

Postfrá JHG » 09.maí 2011, 23:38

Flottur grand, átti einn svona 93 módel með sömu vél og þetta eru meiriháttar bílar! Er núna á 2007 Grand með V6 vélinni en verð að segja að ég myndi nú treysta gömlu góðu L6 vélinni betur (eilífðarvélar!).
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)

User avatar

Höfundur þráðar
gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Jeep Grand Cherokee Laredo [óbreyttur] 1996

Postfrá gudlaugur » 10.maí 2011, 00:09

Þetta með árgerðina passar alveg :) Hann er frammleiddur 1995 en skráður fyrst hér 1996 svo þá telst hann sem 1996 árgerð hér á landi ( frekar asnalegt )

Varðandi V8 vs V6 þá spáði ég mikið í þessu þegar ég var að skoða þessa bíla... og mér var ráðlagt af cherokee manni miklum að gleyma bara V8 bílnum, hann eyddi bara meira og það sem hann gæfi umframm V6 væri ekki þess virði. :) Ég sé ekki eftir því, mér finnst þessi alveg þrælskemmtilegur og eyðslan á honum þessa ca 600km sem ég er búinn að keyra hann frá því 3.maí sl er 14.1 blandað af langkeyrslu og innanbæjar snatti. Það má til gamans geta að ég var á gömlum bmw 520ia sem var að eyða 17-18 á hundraðið á undan þessum :) Ég er allavega ýkt sáttur og eina sem ég væri til í sem er ekki er glertopplúga,,, en hún lekur þá bara ekki á meðan hehe :)

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Jeep Grand Cherokee Laredo [óbreyttur] 1996

Postfrá HaffiTopp » 10.maí 2011, 10:53

Þetta er náttúrulega ekki jepplingur eins og þú kallar það heldur nálægt að vera fullvaxta jeppi;) þótt það séu skiftar skoðanir um það á milli manna.
En ég hefði haldið að eyðslan myndi akkúrat minnka frekar en aukast við að setja sverara púst við bílinn, jafnvel flækjur ef þú nennir að fara í þannig pakka. Minna viðnám í pústkerfinu og vélin erfiðar minna.
Varðandi 33" dekkin þá eru bæði til 33" dekk annars vegar og svo 33" hins vegar. Sum dekk geta slagað uppí þessa stærð og verið samt á 7-8" breyðum (orginal) felgum á meðan önnur sem eru stimpluð 33" passa á felgur sem eru lágmark 10" breyðar og þá þarf maður að fara í nýja stærri brettakannta og klippa meira úr til að ná að beygja og álíka.
Svo verður maður að bæta við að þessar felgur sem eru undir honum núna er ekki alvega það fallegasta sem maður sér þótt að bíllinn sé náttúrulega mjög flottur og alveg garanterað góð kaup.
Kv. Haffi

User avatar

Höfundur þráðar
gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Jeep Grand Cherokee Laredo [óbreyttur] 1996

Postfrá gudlaugur » 10.maí 2011, 23:01

Haha ég er alveg sammála þér haffi :) Þessar felgur gera akkurat ekkert fyrir bílinn. En þar sem það eru svo nýleg dekk á þeim neyðist ég til að aka um á þessu eitthvað áfram þangað til ég get réttlætt það fyrir frúnni að eyða pening í dekk og felgur,, nema einhver hafi áhuga á því að versla þetta af mér,, þetta eru reyndar gróf dekk sem voru nelgd held ég, allavega er mark eftir/fyrir nagla í þeim, veit ekki hvort að svoleiðis er eitthvað áhugavert til kaups. Annars myndu þær ekkert versna þó ég tæki þær og pússaði aðeins og myndi svo spreyja þær gráar eða svartar jafnvel, ég var eitthvað að láta mér detta það í hug (úps) :S

User avatar

Höfundur þráðar
gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Jeep Grand Cherokee Laredo [óbreyttur] 1996

Postfrá gudlaugur » 10.maí 2011, 23:12

Ég væri einmitt til í einhverjar svona felgur og dekk,, jafnvel ef ég kem svona dekkjum á felgurnar sem eru undir þá held ég þeim bara og læt taka þær í gegn.

http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

User avatar

Höfundur þráðar
gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Jeep Grand Cherokee Laredo [óbreyttur] 1996

Postfrá gudlaugur » 22.júl 2011, 17:06

Jæja, þá er komið að viðhaldi á þessum,, byrjaði á því um daginn að höggva hressilega þegar ég dreg hann úr "P" í "R" eða "D" :/ En ef ég stíg fast á bremsuna og dreg hann niður þá heggur hann ekki :S OG þegar hann heggur þá finnst mér hann hoppa einhvernvegin þangað til ég kemst yfir 60km eða svo... Allar´uppástungur eru vel þegnar varðadni hvað þetta er sem er að hrjá hann greyjið.


stebbi83
Innlegg: 34
Skráður: 01.apr 2011, 20:55
Fullt nafn: stefán ingi daníelsson

Re: Jeep Grand Cherokee Laredo [óbreyttur] 1996

Postfrá stebbi83 » 23.júl 2011, 02:25

skipta um olíu kannski

User avatar

Höfundur þráðar
gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Jeep Grand Cherokee Laredo [óbreyttur] 1996

Postfrá gudlaugur » 23.júl 2011, 16:56

Hún lítur alls ekki illa út og það vantar ekki heldur á hana.. En hann fer í smurningu um mánaðrmótin og skipt um allar olíur. Finnst það samt hæpið að það sé að valda þessu... En þakka ábendinguna ;)


stebbi83
Innlegg: 34
Skráður: 01.apr 2011, 20:55
Fullt nafn: stefán ingi daníelsson

Re: Jeep Grand Cherokee Laredo [óbreyttur] 1996

Postfrá stebbi83 » 25.júl 2011, 01:25

Annað sem mér dettur í hug, Prolong efni

Sölumaður frá þeim var að sína mér efni á sjálfsskiptingar sem hann alhæfði að fixaði allar sjálfskiptingar nema þær væru hreinlega ónýtar.
Getur tékkað á því www.prolong.is

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Jeep Grand Cherokee Laredo [óbreyttur] 1996

Postfrá Kiddi » 25.júl 2011, 01:33

Hjöruliðskross í driskapti, skoðaðu það.

Ef skiptingin er með leiðindi hef ég enga trú á að eitthvert bætiefni lagi það.
Athugaðu að á þessa skiptingu á að fara sérstakur Mopar ATF4+ vökvi, ef það er ekki gert er það ávísun á vandræði.

User avatar

Höfundur þráðar
gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Jeep Grand Cherokee Laredo [óbreyttur] 1996

Postfrá gudlaugur » 25.júl 2011, 23:14

Kiddi wrote:Hjöruliðskross í driskapti, skoðaðu það.

Ef skiptingin er með leiðindi hef ég enga trú á að eitthvert bætiefni lagi það.
Athugaðu að á þessa skiptingu á að fara sérstakur Mopar ATF4+ vökvi, ef það er ekki gert er það ávísun á vandræði.


Okey... geturðu sagt mér hvar ég get keypt þann vökva ? Eða ætti hann að vera til á öllum betri smurverkstæðum ?

User avatar

Höfundur þráðar
gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Jeep Grand Cherokee Laredo [óbreyttur] 1996

Postfrá gudlaugur » 26.júl 2011, 01:18

Ákvað að drullast í að kíkja á bremsurnar H/megin að framan þar sem það var það eina sem þarf að lagfæra fyrir fulla skoðun, bjánaskapur í mér að vera ekki búinn að kippa þessu í lag fyrr!. Reif barðan af og sá að það var nánast ekkert mark eftir klossana :) svo hann hefur ekki verið að bremsa mikið hægramegin,, samt frekar skrítið að ég hafi ekki fundið fyrir þessu greinilega... Lét renna diskinn og kíkja á dæluna fyrir mig og stimpillinn er víst ónýtur, Fór á stúfana að finna annan en kíkti samt við á rockauto.com þar sem það er planið að panta smotterí fljótlega og kíkti á verðið þar.... 7.12usd ;) á íslandi er þetta hins vegar ALLT önnur saga.. H.Jónsson: 9.700kr ! Stilling: 7.600kr ! N1: 3.700kr Smá munur þarna á milli dýrasta og ódýrasta :/ Er ekki alveg að skilja þessa álagningu hérna heima !


stebbi83
Innlegg: 34
Skráður: 01.apr 2011, 20:55
Fullt nafn: stefán ingi daníelsson

Re: Jeep Grand Cherokee Laredo [óbreyttur] 1996

Postfrá stebbi83 » 26.júl 2011, 02:26

mopar vökvann færðu allavegana í H.Jónssyni
Annars er stilling líka með vökva sem á að covera sömu staðla (carlube), en hann er aðeins dýrari

User avatar

Höfundur þráðar
gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Jeep Grand Cherokee Laredo [óbreyttur] 1996

Postfrá gudlaugur » 28.júl 2011, 17:23

Þessi kominn með fulla skoðun :) Loksins !

User avatar

Höfundur þráðar
gudlaugur
Innlegg: 87
Skráður: 29.sep 2010, 14:35
Fullt nafn: Guðlaugur Jóhann Snorrason
Staðsetning: Garður > Suðurnes

Re: Jeep Grand Cherokee Laredo [óbreyttur] 1996

Postfrá gudlaugur » 06.aug 2011, 21:34

Tók þennan í alþrif í dag,, á samt eftir að djúphreinsa hann... EKki skemmtilegt þegar krakkarnir hella kókómjólk í teppið.. lyktin er að drepa mig sem gossar upp annað slagið :)

Annars er nýjasta nýtt að frétta af þessum að ég hef ákveðið að breyta honum á 31/33" dekk... Búinn að finna kit á ebay sem er of gott til að vera satt... http://cgi.ebay.com/ebaymotors/93-98-Je ... 812wt_1165
Hvað fleira þarf ég að hafa í huga þegar ég fer í svona gjörning ? Væri gott að fá TIPS frá mönnun sem hafa breytt cherokee og eða þekkja þetta yfirhöfuð.

kveðja


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 13 gestir