Sælir
Er að velta fyrir mér hvernig 44" Ground hawgs dekkin hafa komið út. Er góð reynsla á þeim, eru þau þung og stíf??
Ég er svona að velta fyrir mér hvaða dekk ég ætti að fá mér undir Patrol.
K.v
Stjáni
44" Ground Hawgs
Re: 44" Ground Hawgs
ertu ad tala um 44" mudder? ég hef bara ekki heyrt af 44" gh. en leidréttid mig ef ég er ekki ad fara med rétt mál.
Re: 44" Ground Hawgs
Veit ekkert hvernig þau koma út og ég hef ekki séð nema tvo jeppa á þeim. Suburban sem Snorri Ingimars á og svo 70 Cruiser hjá björgunarsveitinni á Patreksfirði.
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: 44" Ground Hawgs
Ég hef séð svona í action undir 3ja tonna econoline alveg mökkvirkar þar og miklu betra að keyra á þeim en td.DC 44".
Hef trú á að þau séu talsvert efnismeiri en DC en virtust virka mjög vel allavega undir stórum liner.
Hef trú á að þau séu talsvert efnismeiri en DC en virtust virka mjög vel allavega undir stórum liner.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: 44" Ground Hawgs
Sælir ég keyrði út svona gang undir Patrol 2001 og ok allt í lagi sem sumardekk en myndi ekki velja þau sem vetrardekk
kveðja Helgi
kveðja Helgi
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 270
- Skráður: 01.feb 2010, 04:35
- Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: 44" Ground Hawgs
Sælir
Takk fyrir svörin. Helgi ég sé á myndinni hjá þér að þú ert á Patrol og mig minnir að ég las einhverstaðar að þú ert að vinna við að keyra á fjöllum. Hver er reynsla þín að hafa undir Patrol?
K.v
Stjáni
Takk fyrir svörin. Helgi ég sé á myndinni hjá þér að þú ert á Patrol og mig minnir að ég las einhverstaðar að þú ert að vinna við að keyra á fjöllum. Hver er reynsla þín að hafa undir Patrol?
K.v
Stjáni
Re: 44" Ground Hawgs
Sæll Stjáni Já ég vinn við það og ég er búinn að prufa held ég allar tegundir dekkja Dc,super swamper tsl, Trexus, mt 38-46
GroundHawg 38-44 Mudder 38-44 og það er eitt sem er öruggt DC fer ekki undir hjá mér (nema í neyð) ;)
þó ótrúlegt sé þá hef ég verið ánægðastur með Trexusinn undir pattanum hingað til og þá vegna drifgetunnar og flotsins en ég hef ekki enn sett 46 MT undir hann en ég verð á því næsta vetur.
kveðja Helgi
GroundHawg 38-44 Mudder 38-44 og það er eitt sem er öruggt DC fer ekki undir hjá mér (nema í neyð) ;)
þó ótrúlegt sé þá hef ég verið ánægðastur með Trexusinn undir pattanum hingað til og þá vegna drifgetunnar og flotsins en ég hef ekki enn sett 46 MT undir hann en ég verð á því næsta vetur.
kveðja Helgi
-
- Innlegg: 101
- Skráður: 02.feb 2010, 01:55
- Fullt nafn: Bragi Þór Jónsson
- Bíltegund: Ford F-150 FX4
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafa samband:
Re: 44" Ground Hawgs
Afhverju Trexus ? (reikna með að þú sért með STS)
Hvað er svona gott við þau ? (langar að vita, er forvitinn)
Hefur þú skorið þau og þá hversu mikið ?
Hvað er svona gott við þau ? (langar að vita, er forvitinn)
Hefur þú skorið þau og þá hversu mikið ?
Bragi (at) trukkurinn.com
http://trukkurinn.com
http://trukkurinn.com
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 270
- Skráður: 01.feb 2010, 04:35
- Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: 44" Ground Hawgs
Var það ekki Trexusinn sem sprakk alltaf meðfram kanntinum? Er það kannski liðinn tíð??
Re: 44" Ground Hawgs
Sælir ég er að ná einhverjum 40-50.000 km út úr ganginum sem ég er bara sáttur við, það gerðist nú bara fyrst um daginn að það sprakk út eitt dekk hjá mér með felgukantinum að innan, það er frábært flot í þeim Bragi og já notabene 15 tommu trxus dekkin eru bara 4 strigalaga en 16 tommu dekkin eru 8 laga það er sennilegt að þau séu stíf undir of léttum bílum en þessi 15 tommu dekk eru alveg að gera sig undir Pattanum :) og jú það þarf að skera þetta til og mér finnst það nú bara smá kostur þá hefur maður eitthvað með munstrið að gera, ég hef skorið yfir munstrið til að minnka slétta flötinn og auka gripið á milli þeirra og síðan skáskorið inná við í hinn slétta flötinn til að búa til grip fyrir hliðarhalla, ég veit svo ekkert hvort að þið skiljið hvað ég meina :)
kveðja Helgi
kveðja Helgi
Re: 44" Ground Hawgs
Hérna er dæmi um skurð á 38" Trexus - stolið af heimasíðu GummaJ http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/dekkgr/myndaindex.htm



Re: 44" Ground Hawgs
Ground Hawg og Mudder eru tvíburar frá sama framleiðanda. Gott ef það er ekki sami belgur í flestum stærðum. Munurinn liggur í bananum og einkum munstrinu. 44" Mudder og 44" G.H eru engin undantekning og virka svipað. Kubbarnir í GH eru efnismeiri og samfelldari sem orskakar þó einhvern mun við mismunandi aðstæður.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir