Hásingar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Hásingar

Postfrá birgthor » 25.apr 2011, 20:21

Sælir, það virðast vera til fullt af þráðum á netinu um þyngdir á hásingum en hvergi get ég séð þyngd á hilux hásingum. Veit einhver þyngdina á þeim?

Þannig er mál með vexti að ég er að velta fyrir mér hvort væri skynsamlegra að nota hilux hásingar eða t.d. Dana 30-35 undir fox sem fær vonandi 100hp 1600cc mótor ofan í sig.

Hvað eru kostir og gallar á milli þessara týpa?

Styrkur, þyngd, auðfundið, varahlutir, varahlutaverð......


Kveðja, Birgir

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 651
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Hásingar

Postfrá Hjörturinn » 25.apr 2011, 20:55

Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Hásingar

Postfrá Kiddi » 26.apr 2011, 03:39

Ef þú ferð ekki á þeim mun stærri dekk þá held ég að Jimny hásingar væru málið.
Það er meir að segja einn 38" Fox með slíkan búnað.


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Hásingar

Postfrá birgthor » 26.apr 2011, 10:34

Það sem ég er að sækjast í með dana eða hilux eru miklir möguleikar á varahlutum/hlutföllum, einnig hefði ég haldið að auðveldara sé að fá þær fyrir minni peninga en jimny dótið.
Kveðja, Birgir

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hásingar

Postfrá Sævar Örn » 26.apr 2011, 12:14

Sé ekki mikinn gróða á jimny hásingum óþarfa vinna meðan þú gætir alveg eins smíðað gormafjöðrun á samurai hásingarnar

Græðir mögulega einhverja breidd en drifkögglarnir eru í raun þeir sömu ef ég hef skilið jimnyeigendur rétt

Strax í toyota hásingu stækkarðu gírana um rúmlega tommu og um það munar

Einnig eru mun fleiri möguleikar á driflæsingum og öxlum ofl. í toyota heldur en suzuki


mér leiðast litlu dana hásingarnar þannig ég ætla að leyfa einhverjum öðrum að ræða kosti þeirra :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Hásingar

Postfrá birgthor » 26.apr 2011, 17:02

Já samkvæmt þessari þyngdartöflu eru dana 30 hásingar þyngri en hilux, en alltaf hefur verið talað um hilux sem svipað og dana44 í styrk. Ég hugsa ég fari þá bara í sama pakka og þú Sævar, Þ.e. 1600 16v - vitara kassar - hilux disel hásingar.
Kveðja, Birgir

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hásingar

Postfrá Sævar Örn » 26.apr 2011, 18:25

Hljómar eins og góður kokkteill, ef þú ert nógu klikkaður skaltu setja turbínu á vélina þó það sé ekki stór, þá verður þetta raketta!
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Hásingar

Postfrá birgthor » 26.apr 2011, 21:11

Takk, mig var einmitt farið að vanta drauma fyrir nóttina.
Kveðja, Birgir


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir