46" Fox
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
46" Fox
Setti gamla Foxinn á 46" í dag til að prufa gott að aka á þessum dekkum mjög rásföst og létt að snúa þeim
Re: 46" Fox
Maður fær nánast minni máttarkennd á sínum 44" Hi-lux
Re: 46" Fox
hahaha djöfulsins vitleysa,er hægt að snúa stýrinu í kyrrstöðu á malbiki?Annars mega flottur Fox:)
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: 46" Fox
Ég fæ nú reglulega flottar myndir af þessum. Og get nú vottað að þessi drífur svaðalega :)
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: 46" Fox
Takk fyrir það bíllinn er mjög léttur í stýri og er með góðan tjakk og sterka snekkju þarf bara einn putta á stýrið bíllinn er frekar léttur og keyrir vel á þessu
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: 46" Fox
Hvaða mótor snýr þessu áfram? Gaman væri að sjá meira um þennan, flottur :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: 46" Fox
elliofur wrote:Hvaða mótor snýr þessu áfram? Gaman væri að sjá meira um þennan, flottur :)
viewtopic.php?f=9&t=2181&p=9617#p9617
Land Rover Defender 130 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: 46" Fox
Bíllinn er þannig útbúinn að vélin er V-6 Ford 2,8 lít með fimmgíra orginal kassa og millikassa sem núna er orðinn milligír með Dana 300 aftast. Þetta véla og kassa dót eru úr Bronco ll með Motorcarft blöndung svo til nýjum engin tölva er í bílnum nema stýringin fyrir kveikjuna. Ég er búinn að parta bílinn gjörsamlega í frumeindir bæði drif og kassa og er búinn að fá aðra vél úr Bronco 1985 sem er aðeins ekinn 100.000km frá upphafi og verður hún yfirfarinn. Bíllinn er á Toyota hásingum þessum léttu og gömlu með fourlink að aftan og Range Rover að framan og stýristjakk. Læsingar eru raflásar sem búið er að breita og setja á loft tjakka og er það að virka vel. Hlutföllin eru 5:70 og demparar eru sérsmíðaðir fyrir þenna bíl og eru frá Koní. Afturhásing var færð aftur um 40 cm og framhásing fram um 10 cm og er bíllinn 284 cm á milli hjóla og ökumaður situr í miðjum bíl og síðan er 50% þungi á hvorn öxul miðað við 110 lít af bensíni sem er aftast og 25kg rafgeymi.Ég vigtaði undirvagninn með vél og öllu tilheyrandi og var hann 1000kg.Í leik á 44" Dic cepek á 1 pundi er meðal eyðsla á 1 klukkustund 4,5 lít sem er slatti búinn að mæla þetta nokkru sinnum.Þarna á myndinni er bíllinn á 44" í mjög djúpum snjó og var ég að prufa flotið ég stökk út og fór í klof. Bíllinn fer ekki á kúlu stærri bílar svo sem 44 patrol 92 með skriðgír og læsingar reyndu við þetta og sukku upp á stuðar um leið og fóru svo aðra leið nentu þessu ekki sögðu þeir
Re: 46" Fox
klárlega einn oflugasti fjallajeppi landsins sýnist mér =) en geturu sagt mér eitt, er hann ordinn eins og fjórhjól á of stórum dekkjum? sem sagt flýtur hann ef tú keyrir út í á? hehe
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: 46" Fox
Á 44" flýtur hann í vatni fer upp á stigbretti.Félagarnir kalla þetta kúlutjald á 44"
Re: 46" Fox
lyst á þetta veðurfar þarna fyrir norðan :)
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"
Hyundai Terracan 38"
-
- Innlegg: 233
- Skráður: 22.mar 2010, 20:52
- Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
- Bíltegund: Mussó, VW , MMC
- Staðsetning: Fellabær
Re: 46" Fox
Guðni, Hvað er þessi flotti bíll að vikta hjá þér á 44" dekkum.
ER ekki alveg nó að vera með 38" undir svona kríli?
ER ekki alveg nó að vera með 38" undir svona kríli?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: 46" Fox
hann er með 50 lit af bensini mannlaus 1550kg á 44" hann keyrir fínt á 44" eftir að ég gat lagað alvarlega jeppaveiki
-
- Innlegg: 266
- Skráður: 10.feb 2011, 03:08
- Fullt nafn: Kjartan Steinar Lorange
- Bíltegund: 2 jafn fljótir
- Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Re: 46" Fox
Ég væri til í fleiri myndir enn eru hér og í hinum þræðinum ! Þetta er alveg bilað flott súkka !
Kjartan Steinar Lorange
7766056
7766056
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: 46" Fox
sæll farðu á sukka.is í spjallið og þar í breitingar og eilífðarverkefni kveðja guðni
Re: 46" Fox
sukkaturbo wrote:hann er með 50 lit af bensini mannlaus 1550kg á 44" hann keyrir fínt á 44" eftir að ég gat lagað alvarlega jeppaveiki
Guðni, hvert var svo meðalið við veikinni?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: 46" Fox
Þetta byrjaði þannig að ég setti sukkuna á 44" dekk og 18" breiðar álfelgur. Var á rúntinum þegar bíllinn byrjaði allur að skjálfa og hentist yfir á hina akreinina. Ég hélt fyrst að stýrisendi hefði bortnað og hjólið hefði farið þversum svo mikil voru lætin. Jæja ég var með gamla þverstífu úr Lödusport og voru fóðringar orðnar gamlar. Pantaði mér nýjar fóðringar ú Mussó hjá Benna og lét renna fyrir mig hólka utan um þær og öflugt rör á milli þeirra. Fór svo á rúntin í hálkunni og virtist allt vera í lagi. Svo þegar ég kom á autt byrjaði allt aftur. Þá var bíllinn settur inn og stífurnar sem eru úr Range rover rifnar úr og settar nýjar fóðringar í þær og líka upp í grind. Síðan reif ég öxlana úr honum skar laus liðhúsin og setti spindilhallan í 12 gráður eða sama og í Benz. Síðan skipti ég um spindillegur styrkti millibilsstöngina stillti millibilið á milli hjólana setti hann sirka 8mm mjórri á milli að framan. Hafði spindillegurnar frekar stífar og setti saman og fór á rúntinn og núna á auðu. Var kominn á 20km hraða þegar hann byrjaði allur að skjálfa. Fór heim lagði bílnum og sótti haglabyssuna og skaut bílinn. Beið í nokkra daga fór yfir allt í huganum og eina sem mér datt í hug væri að hliðarstífufóðringarnar væru of mjúkar. Tók stífuna úr og fjarlægði fóðringarnar og fannst þeir vera of mjúkar fann nótuna í ruslinu og þar stóð 2st afturstífufóðringar í Mussó kr 5000.Þá fékk ég mér nylon eins og við notum í boddí lyft og renndi það passandi í stífuna setti undir og viti menn nú get ég ekið á hvaða hraða sem er enginn skjálfti eða læti. Var ansi ragur fyrst hélt að bíllinn myndi rjúka af stað sem ekki gerðist. Þannig að það hefði verið nóg að fá réttar fóðringar í upphafi.ARRG
Síðast breytt af sukkaturbo þann 31.mar 2011, 13:58, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: 46" Fox
en ertu viss um að þetta sé ekki bara til friðs núna afþví að þú skaust bílinn....
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: 46" Fox
Jú það hefur hvarflað að mér alla vega er hann ansi lipur við mig núna þarf að fara að sparsla í sárið kveðja Guðni
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: 46" Fox
Mundu að taka höglin úr :)
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: 46" Fox
Það er bæði gott og gaman að heyra að þú ert ekkert að lagast guðni! Þegar maður les pistlanna þína þá áttar maður sig nefnilega á því hversu stálheilbrygður maður er sjálfur í samanburði við þig ;) Myndinn af þér að freta á súkkuna er límd í9 hausinn á mér núna :)
Enn hvernig er það fyrst þetta er allt farið að fúnkera hjá þér og súkkuni á þessum 46" hjólum....þarftu þá ekki að fara að rífa/skera/sjóða/breita og bæta og gera hana 6x6 ???
Kv.Örn Ingi (Húsvíkingur)
Enn hvernig er það fyrst þetta er allt farið að fúnkera hjá þér og súkkuni á þessum 46" hjólum....þarftu þá ekki að fara að rífa/skera/sjóða/breita og bæta og gera hana 6x6 ???
Kv.Örn Ingi (Húsvíkingur)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: 46" Fox
sæll það er svakalegt þegar menn eru farnir að lesa mann eins og opna bók. Það kom upp í huga minn að saga foxinn í sundur og gera hann excab og smíða álpall sem væri hægt að sturta og lengja með því að draga hann í sundur. Það er svo þægilegt þegar maður kemur að skálanum að bakka að útdyrunum á skálanum til að geta sturtað nestinu inn á gólf og þurfa ekki að fara margar ferðir með læri og kótilettur.Svo er líka þægilegt að breita honum í sexhjólabíl. Er með hugmynd um það sem er þannig að ég þarf að fá mér aftasta hluta af sukkugrind setja á hana afturhásingu úr 70Cruser því hún er með hægriliggjandi kúlu með 5:70 og nospin og græja auka úrtak og drifskaft á 300 millikassan sem ég er með og setja annað drifskaft frá honum aftur í aftasta hlutan á foxinum og þar í upphengju og draglið eins og á traktor eða vinnuvél. Síðan þegar ég vil vera sexhjóla rúlla ég aukaafturpartinum aftan á sukkuna set drifskaftið í dargliðin bolta saman grindurna pallinn á en það verður hægt að draga hann í sundur um 1,20cm. Í aftasta hlutanum verður bensíntankur sem teku 200 lit og spil aftasta allt plöggað saman með hraðtengjum en engar bremsur þar og verð þá kominn á6st 44 dekk eða 38 og úrhleypibúnaður.Frekar einfalt og ódýrt að gera þetta kanski eitt sumar með því að dunda.Væri gott að fá athugasemdir og hönnunar hugmyndir um verkið. Páska kveðja Guðni
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: 46" Fox
Haha. Guðni þú ert rosalegur :)
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 266
- Skráður: 10.feb 2011, 03:08
- Fullt nafn: Kjartan Steinar Lorange
- Bíltegund: 2 jafn fljótir
- Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Re: 46" Fox
sukkaturbo wrote:sæll það er svakalegt þegar menn eru farnir að lesa mann eins og opna bók. Það kom upp í huga minn að saga foxinn í sundur og gera hann excab og smíða álpall sem væri hægt að sturta og lengja með því að draga hann í sundur. Það er svo þægilegt þegar maður kemur að skálanum að bakka að útdyrunum á skálanum til að geta sturtað nestinu inn á gólf og þurfa ekki að fara margar ferðir með læri og kótilettur.Svo er líka þægilegt að breita honum í sexhjólabíl. Er með hugmynd um það sem er þannig að ég þarf að fá mér aftasta hluta af sukkugrind setja á hana afturhásingu úr 70Cruser því hún er með hægriliggjandi kúlu með 5:70 og nospin og græja auka úrtak og drifskaft á 300 millikassan sem ég er með og setja annað drifskaft frá honum aftur í aftasta hlutan á foxinum og þar í upphengju og draglið eins og á traktor eða vinnuvél. Síðan þegar ég vil vera sexhjóla rúlla ég aukaafturpartinum aftan á sukkuna set drifskaftið í dargliðin bolta saman grindurna pallinn á en það verður hægt að draga hann í sundur um 1,20cm. Í aftasta hlutanum verður bensíntankur sem teku 200 lit og spil aftasta allt plöggað saman með hraðtengjum en engar bremsur þar og verð þá kominn á6st 44 dekk eða 38 og úrhleypibúnaður.Frekar einfalt og ódýrt að gera þetta kanski eitt sumar með því að dunda.Væri gott að fá athugasemdir og hönnunar hugmyndir um verkið. Páska kveðja Guðni
þetta væri alger snilld ! ég segi go for it !
Kjartan Steinar Lorange
7766056
7766056
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: 46" Fox
Er ekki einhver sem á hilux grind með palli handa honum Guðna. Við spjölluðum vel og lengi um þessa hugmynd í gær og ég bíð spentur eftir að sjá þetta verða framkvæmt :)
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: 46" Fox
Væri ekki nær að hafa hann bara 4x4 áfram og gera einhverskonar quick release á plasthúsið á pallinum??
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: 46" Fox
sukkaturbo wrote:sæll það er svakalegt þegar menn eru farnir að lesa mann eins og opna bók. Það kom upp í huga minn að saga foxinn í sundur og gera hann excab og smíða álpall sem væri hægt að sturta og lengja með því að draga hann í sundur. Það er svo þægilegt þegar maður kemur að skálanum að bakka að útdyrunum á skálanum til að geta sturtað nestinu inn á gólf og þurfa ekki að fara margar ferðir með læri og kótilettur.Svo er líka þægilegt að breita honum í sexhjólabíl. Er með hugmynd um það sem er þannig að ég þarf að fá mér aftasta hluta af sukkugrind setja á hana afturhásingu úr 70Cruser því hún er með hægriliggjandi kúlu með 5:70 og nospin og græja auka úrtak og drifskaft á 300 millikassan sem ég er með og setja annað drifskaft frá honum aftur í aftasta hlutan á foxinum og þar í upphengju og draglið eins og á traktor eða vinnuvél. Síðan þegar ég vil vera sexhjóla rúlla ég aukaafturpartinum aftan á sukkuna set drifskaftið í dargliðin bolta saman grindurna pallinn á en það verður hægt að draga hann í sundur um 1,20cm. Í aftasta hlutanum verður bensíntankur sem teku 200 lit og spil aftasta allt plöggað saman með hraðtengjum en engar bremsur þar og verð þá kominn á6st 44 dekk eða 38 og úrhleypibúnaður.Frekar einfalt og ódýrt að gera þetta kanski eitt sumar með því að dunda.Væri gott að fá athugasemdir og hönnunar hugmyndir um verkið. Páska kveðja Guðni
Sammála þessu með sturtupallinn, það er óþolandi að þurfa að bera nestið inn í skála!
En hins vegar finnst mér óþarfi að auka dekkjafjöldann um helming, þú þarft þá að tjóðra bílinn niður þegar hann er ekki lestaður, annars flýtur hann bara í burtu.
Súkkukveðja,
Gísli.
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: 46" Fox
Voðalega þurfið þið mikið nesti ;)
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur