Nýliði með valkvíða.


Trudurinn
Innlegg: 98
Skráður: 16.nóv 2010, 10:20
Fullt nafn: Gunnar Gunnarsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Trudurinn » 19.mar 2011, 13:25

Er ekki framhald? af fleiri jeppa tegundum, þetta er snild og fær hvern mann til að brosa.
Ofsi meiri sögur.

Kv Gunni Gunn




Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Offari » 19.mar 2011, 15:18

Það var margt til í því sem Ofsi sagði. :) Það hafa alli bílar sína kosti og galla og það verður bara að meta hvaða bílar hafa fleiri kosta en galla. Ég tel að hagkvæmustu kaupin séu í gömlum patrol en þá þarftu að sætta þig við aflleysið og að eiga það á hættu að þurfa að skipta um hedd á 200 þúsund kílómetra fresti.

Ég tel þá galla smávægilega miðað við galla í öðrum bílum þótt aðgerðin kosti jafnvel bílverðið þá er það sjaldgæft að menn eig bíla svo lengi að þetta gerist oftar en einu sinni hjá hverjum bíleiganda. (Hef reyndar heyrt af nokkrum patrolum eknum 3-400 þús ennþá með upprunalegt hedd þannig að reglan er ekki algild)

Landcruser er líka sterkur bíll en verðmunurinn á milli Patrols og Crusers ætti allveg að þola nokkur heddskipti. Cherokie er léttur og aflmikill en viðhaldið meira. Toyota picupinn kom vel út fyrir utan það að yfirleitt var fljótlegra að labba upp brekurnar en að fara akandu upp þær. Svo er nátturlega til fullt af klafabílum sem ég tel ekki æskilega til breytinga.

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Einar » 19.mar 2011, 18:20

Varðandi þessar Patrol dósir (sem eru örugglega ágætir þó þeir séu ekki Jeep) af hverju eru menn að eltast við þessar handónýtu (hvort sem þær ganga eða ekki) vélardruslur, af hverju eru menn ekki duglegri að setja einhverjar almennilegar vélar í þetta þó að það standi ekki endilega Nissan á þeim? Ryðgar þetta og hverfur ofan í jörðina ef það eru ekki orginal vélar í þeim? Nógu sterkt virðist kramið vera til að þola almennilegar vélar.
Ég er handviss um að fyrir þær upphæðir sem maður hefur heyrt að menn séu að eyða í uppgerðir á þessu dóti má setja Chevy Small Block eða Ford Winstor ofaní og kaupa margra ára byrgðir af bensíni með. Ef menn vilja endilega diesel þá eru til fullt af góðum vélum sem má nota.
Ég bara skil ekki þennan eltingarleik við ónýtt dót sem virkar ekki einu sinni þegar það er nýtt.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá jeepson » 19.mar 2011, 18:33

Maður setur ekki chevy ofan í neitt. Það er bara eyðilegging. en auðvitað má kanski deila um þessar 2,8 vélar. Þær eru vissulega of litlar í stóra og þunga trukka. Og skil ég ekki afhverju þessir bílar koma ekki bara með 4,2TD vélum. eins og þeir gera í ástralíu t.d
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Stebbi » 19.mar 2011, 20:36

jeepson wrote:Maður setur ekki chevy ofan í neitt. Það er bara eyðilegging. en auðvitað má kanski deila um þessar 2,8 vélar. Þær eru vissulega of litlar í stóra og þunga trukka. Og skil ég ekki afhverju þessir bílar koma ekki bara með 4,2TD vélum. eins og þeir gera í ástralíu t.d


Þegar Patrol á í hlut þá á maður ekkert efni á því að fara í einhvern tegundaríg með vélar. Allt er betra en það sem er í húddinu á þeim þegar þeir eru seldir nýjir.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


G,J.
Innlegg: 91
Skráður: 20.feb 2011, 13:51
Fullt nafn: Guðmann Jónasson
Staðsetning: Blönduós

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá G,J. » 19.mar 2011, 21:32

Einar wrote:Varðandi þessar Patrol dósir (sem eru örugglega ágætir þó þeir séu ekki Jeep) af hverju eru menn að eltast við þessar handónýtu (hvort sem þær ganga eða ekki) vélardruslur, af hverju eru menn ekki duglegri að setja einhverjar almennilegar vélar í þetta þó að það standi ekki endilega Nissan á þeim? Ryðgar þetta og hverfur ofan í jörðina ef það eru ekki orginal vélar í þeim? Nógu sterkt virðist kramið vera til að þola almennilegar vélar.
Ég er handviss um að fyrir þær upphæðir sem maður hefur heyrt að menn séu að eyða í uppgerðir á þessu dóti má setja Chevy Small Block eða Ford Winstor ofaní og kaupa margra ára byrgðir af bensíni með. Ef menn vilja endilega diesel þá eru til fullt af góðum vélum sem má nota.
Ég bara skil ekki þennan eltingarleik við ónýtt dót sem virkar ekki einu sinni þegar það er nýtt.


Ég hef stundum velt fyrir mér afhverju menn séu ekki að nota Benz dísilvélar í meiri mæli en virðist vera,
nú er t.d.5 cyl vélin í Sprinternum nokkuð góð :)

Kv.Guðmann
Toyota Hilux DC 89. 36"
Grand Cherokee 94. 38"
Daewoo Musso 98. 35"
Segway i2


arni hilux
Innlegg: 462
Skráður: 22.okt 2010, 20:38
Fullt nafn: Árni Páll Jóhannesson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá arni hilux » 19.mar 2011, 21:39

hilux og málið dautt;) en þú ert nú kanski búinn að áhveða þig en mér var bent á luxan því maður væri laus við allt vese eða þar að segja að skipta um legur og flest allt viðhald og ég fjárfesti mér í einum luxa og það er búið að sanna að ég hef ekki þurft að sinna miklu við haldi á honum
BMW e36 325i (í uppgerð)
Mitsubishi lancer 91 (í notkun)
Mitsubishi lancer evo9 (seldur)
Mitsubishi lancer stadion (seldur)
chrysler sebring (seldur)
(BRUSSAN) toyota hilux 2,4 bensin (seldur)
golf 1,4 (seldur)
subaru impreza gl (seldur)


Höfundur þráðar
Bessi
Innlegg: 29
Skráður: 08.mar 2010, 09:08
Fullt nafn: Þráinn Bessi Gunnarsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Bessi » 19.mar 2011, 22:36

ofursuzuki wrote:Jæja Bessi minn, nú er að verða komið ár síðan þú startaðir þessum þræði og spurningin er þessi, er eitthvað að
gerast hjá þér í þessum málum eða ertu bara hættur að pæla í þessu, væri nú ekki hissa þó að svo væri enda ekki að verða fyrir meðalmanninn að reka bíl í dag hvað þá breyttan jeppa.


Sæll BIÓ ég bíð bara eftir því að Ofsi klári upptalninguna svo að maður geti farið að gera eitthvað.Djók,þessi þráður hefur öðlast eigið líf og nýtist fleirum í svipuðum hugleiðingum.
Það sem er að gerast í augnablikinu er að stækka fjölskildu bílinn og leiktækið kemur seinna:)Maður losnar ekki svo auðveldlega við jeppa áhugann þótt eldsneitis verðið sé kannski í hærra lagi.Þannig að ætli ég skoði ekki gömlu ljótu bíla deildina þegar að því kemur og sjái hvað er í boði.
Kveðja Bessi Gunnarsson

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá -Hjalti- » 20.mar 2011, 00:47

Bessi wrote:
ofursuzuki wrote:Jæja Bessi minn, nú er að verða komið ár síðan þú startaðir þessum þræði og spurningin er þessi, er eitthvað að
gerast hjá þér í þessum málum eða ertu bara hættur að pæla í þessu, væri nú ekki hissa þó að svo væri enda ekki að verða fyrir meðalmanninn að reka bíl í dag hvað þá breyttan jeppa.


Sæll BIÓ ég bíð bara eftir því að Ofsi klári upptalninguna svo að maður geti farið að gera eitthvað.Djók,þessi þráður hefur öðlast eigið líf og nýtist fleirum í svipuðum hugleiðingum.
Það sem er að gerast í augnablikinu er að stækka fjölskildu bílinn og leiktækið kemur seinna:)Maður losnar ekki svo auðveldlega við jeppa áhugann þótt eldsneitis verðið sé kannski í hærra lagi.Þannig að ætli ég skoði ekki gömlu ljótu bíla deildina þegar að því kemur og sjái hvað er í boði.


fáðu þér 4runner.. þá getur sameinað tvo hluti. Semsagt að stækka fjölskildubílinn og kaupa þér leiktæki því að auk þess að þeir eru lang bestu jepparnir og bilanaminstu þá er 4runnerinn er nátturulega lang fallegasti jeppinn ,
það nennir engin að aka um á boxi eins og patrol eða Pajero og þannig mjög lengi.. og efast stórlega að konan þín samþykki það :D
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá jeepson » 20.mar 2011, 11:29

ja mundu bara að grindin í 4runner er ekkert sérlega góð. Annars flottir bílar. en ég vel þá patrolin framyfir þar sem að hann er en stærri fjölskyldu jeppi :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Grímur Gísla » 20.mar 2011, 13:34

Fáðu þér Mússó, þeir eru á góðu verði, vélin er endingargóð, þegar búið er að skifta um heddpakningu sú kóreska virðist ekki endast nema rúma 120 þúsund, eyðslan er ásættanleg, diesel, rafkerfið gerur verið að stríða aðalega í sambandi við þjófavörn og samlæsingar. Þú getur lagt niður framsætabökin og bakið á aftursætinu aftur og gert fleti til að sofa á sem nær frá stýri og aftur fyrir afturhjól og verið samt með gott dótapláss aftan við. Vélin étur olíu, steinolíu, matarolíu og biodiesel.
Varahlutaverð er gott hjá umboði og ég hef fengið allt sem ég hef þurft í umboðinu. Mússóinn er mjög mjúkur á fjöðrun ef ekki er búið að skrúfa of mikið fjöðrunina upp að framann, þá verður hann hastur og stífur að framann. Málið er bara að prufukeyra allt sem þér lýst á með opnum hug.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá -Hjalti- » 20.mar 2011, 21:41

jeepson wrote:ja mundu bara að grindin í 4runner er ekkert sérlega góð. Annars flottir bílar. en ég vel þá patrolin framyfir þar sem að hann er en stærri fjölskyldu jeppi :)


Það er alldeilis að menn eru að kasta grjóti úr glerhúsinum sínu haha

held að menn sem keyra um á Patrol eigi ekkert að vera að setja út á grind í 4runner.. Pattinn koma nefilega ryðgaðir fyrir aftan hásingu útúr verksmiðju
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá jeepson » 20.mar 2011, 22:15

Hjalti_gto wrote:
jeepson wrote:ja mundu bara að grindin í 4runner er ekkert sérlega góð. Annars flottir bílar. en ég vel þá patrolin framyfir þar sem að hann er en stærri fjölskyldu jeppi :)


Það er alldeilis að menn eru að kasta grjóti úr glerhúsinum sínu haha

held að menn sem keyra um á Patrol eigi ekkert að vera að setja út á grind í 4runner.. Pattinn koma nefilega ryðgaðir fyrir aftan hásingu útúr verksmiðju


úff hitti ég á veikan blett. haha. 4 runner er með lélegar grindur rétt eins og patrol og pajero..
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


þórarinn
Innlegg: 88
Skráður: 03.feb 2011, 21:07
Fullt nafn: þórarinn Pétursson
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá þórarinn » 20.mar 2011, 22:38

Eru ekki flestir jeppar með veikar grindur fyrir aftan hásingu sem er alltaf baðað í salti ?
1993 HILUX

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá jeepson » 21.mar 2011, 16:42

þórarinn wrote:Eru ekki flestir jeppar með veikar grindur fyrir aftan hásingu sem er alltaf baðað í salti ?


Jú ætli það ekki. Saltið er allavega ekki að hlífa þessu dóti.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Dodge » 22.mar 2011, 12:27

Spurning um að hætta að baða þetta í salti og þá er þetta allt ágætt :)


trebor
Innlegg: 23
Skráður: 01.júl 2010, 19:44
Fullt nafn: Róbert Ólafsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá trebor » 23.mar 2011, 08:54

Enginn minnst á trooper? :) Eru þeir alveg úti hjá mönnum?

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá jeepcj7 » 23.mar 2011, 14:58

Það þarf ekkert að minnast á Trooper allir sammála að hann ber höfuð og herðar yfir aðra. ;o)
En annars alveg fínir vagnar svona heilt yfir,ef menn ætla að lækka hlutföll sem þarf ekki fyrr en á 36" + þá er ekki hægt að fá hlutföll í þá lengur svo þá er bara að smella Patrol hásingum undir og allt er gott.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Turboboy
Innlegg: 266
Skráður: 10.feb 2011, 03:08
Fullt nafn: Kjartan Steinar Lorange
Bíltegund: 2 jafn fljótir
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Turboboy » 24.mar 2011, 04:00

hahahahahahahahaha OFSI, Þú gerðir daginn minn með þessum ritum þínum ! SNILLD !
Kjartan Steinar Lorange
7766056

User avatar

HjalliSig
Innlegg: 22
Skráður: 21.okt 2010, 14:33
Fullt nafn: Hjálmar Sigurðsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá HjalliSig » 02.apr 2011, 10:37

Eins og vanalega þá eru ráðin jafn mörg og jeppamenn eru margir. :)


Höfundur þráðar
Bessi
Innlegg: 29
Skráður: 08.mar 2010, 09:08
Fullt nafn: Þráinn Bessi Gunnarsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Bessi » 02.apr 2011, 20:25

HjalliSig wrote:Eins og vanalega þá eru ráðin jafn mörg og jeppamenn eru margir. :)

Já ég bjóst nú við því og meðal annars startaði ég þessum þræði þess vegna.Ég sá nú kannski ekki að hann yrði í gangi eftir ár:)
Kveðja Bessi Gunnarsson

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Hfsd037 » 15.feb 2013, 00:33

Ofsi wrote:Þessi jeppi sem þú er að óska eftir út gömlu ljótubíladeildinni, hefur ekki enn verið framleiddur held ég.
Það er nú kannski þess vegna sem við eru að breyta þessum jeppum svo mikið, við erum alltaf að reyna að smíða þennan eina sanna sem uppfyllir öll skilyrði. Eins og ég sé þetta með mínum gleraugum og þá með algjörleg óvísindalega með mikilli vanþekkingu. Þá dettur mér eftirfarandi í hug:

Gamli Patinn er með léleg hedd og þarf nýjan vatnskassa ( kemur fram hér að ofan )
Þess vegna koma fram hedd skipti ávalt fram í Pattaauglýsingum. Riðsækin aftur grindin.
En er dýrara að afla sé varahluti en t.d í Toyota. Umboðið handónýtt (kallast pöntunarfélagið) ef það vildi svo til að varahlutirnir séu til, þá kostar þeir kúlulán og raðgreiðslur í 7 ár. Eitt sem ég hef takið eftir hjá Pattakörlum er að driflokuskipti er ansi tíð. Svo er þetta svo hland máttlaust að maður verður eiginlega hálf hissa þegar maður situr í þessu og ekið er af stað. Það gerist bara nánast ekkert. Patti er fyrir þá sem ekkert eru að flýta sér og dagatal er nauðsinlegur staðalbúnaður. Já og svo mok eyðir kvikindið með gírkassa sem endast 100.000 km, en þá er stokkið til legukaupmannsins. PS gott að eiga hedd og þriggja laga vatnskassa í hanskahólfinu... já og pakkningarsett.
Kostirnir eru að Pattinn er fjandi duglegur og er að skila sér á áfangastað oft betur en aðrir. Fer einstaklega vel með farþega á ósléttu undirlagi. Og það þarf sjaldan að heimsækja fyrrnefnd Pöntunarfélag. Með hásingar og drif búnað sem er draumur allra Toyotu eiganda. Rúmgóður og afturhurðarnar eru hreinlega frábærar. Mælaborðið með þeim hætti að þegar þarf að bæta við tækjum, þá þarf aldrei að fjarlæga gömlu græjuna. Heldur er alltaf hægt að bæta við mæli eða takka. Jafnvel hægt að vera með nokkrar kynslóðir g.p.s tækja í mælaborðinu einsog maður hefur stundum séð.
Pattinn uppfyllir 4.5 skilyrði: sterkur, bilar lítið, rúmgóður og ódýr. Og fær hálfa stjörnu fyrir léttleika.

Toyota Runner.
Kostur að kunna sjálfur að gera við. Varahlutaverð hefur verið gott hjá umboðinu en hefur farið verulega hækkandi og ekki í takt við krónuna heldur hefur hækkunin verið meiri. Þetta var helsti kostur Toyotu áður ef borið var saman við Patta. Nú hefur munurinn minnkað. Kostur umboðsins er sá að maður verður mjög hissa ef varahluturinn er ekki til, það þarf eiginlega að segja manni það tvisvar. En auðvita þarf Toyota góðan varahlutalager enda rata Toyota eigendur fljótlega vel í austurhluta Kópavogs og eignast nýja vini á Feisbook sem eru varahlutasalar Toyota. Bilerí og annað sem pirrar Toyota eigendur er t.d rifið og slitið bílstjórasæti, ef sætið er ekki rifið, þá má vera nokkur viss um að það sé ekki úr Toyota. Afturhlerinn er framleiddur ónýtur og þegar ekki er lengur hægt að opna hann. Þá er bara að henda teygjuspottanum snjóugum inn í aftursætið eða kaupa tengdamömmu box. Afturstuðarahornin voru framleidd með þeim eiginleika að á færibandinu fóru að sjást riðbólur í þeim. Þeim er passlega að skipa út þegar hægt er að setja krepptan hnefa í riðgatið. Og þá er gott að hafa aðgang að kúluláni. Hásingar og drifbúnaður, sérstaklega drifinn. Eru þannig útbúinn að gott er að vera með símanúmerið hjá Breyti í gemsanum, en þeir taka aðsér að skipta um hlutföll. Aron hjá Breyti á t,d magra Toyota vini með 5:71 hlutföll og 44” dekkjum. Ég held stundum að Aron sé gamall fjölskyldu vinur eða ættingi. Klafa á Runner eru mikill kostur, fyrir þá sem á eftir koma. Þeir geta nánast ekið um förin á harðpumpuðu og þakkað fyrir ruðninginn. Afturhásingin í Runner hefur sennilega lent of framarlega fyrir mistök í byrjun. Sennilega þunnum, mánudagsstarfsmanni að kenna. Hey ég var nærri búinn að gleyma mælaborðinu. Því fylgja þeir kostir að eigandinn þarf að nýta heilasellurnar ef koma á fyrir takka eða gaumljósi. Ég hef átt góðar stundir í framsætinu við vangaveltur um hvar megi haglega koma fyrir aukabúnaði í mælaborðinu. Yfirleitt endar það með því að það pláss sem er laust er nýtt. Þetta hefur þó þann löst að stundum er verið að reka sig í ýmsa takka á ferð. Ef þú ert með fartölvu í bílnum, þá er kostur að eiga litla konu.
Kostirnir við Runner
Hann er ódýr, dokkalega kraftmikill (þ.e ef miðað er við Patrol og gamla Landrover ).
Varahlutir á þokkalega verð, Jamil partasali verður fjölskildu meðlimur. Flottur að inna, klárlega flottari en Patti. Getur sent Patrol körlum fock merki á harðfelli. Hinsvegar lætur þú einsog þú sért upptekinn í ónýta NMT símanum er þú færð amerískan jeppa við hliðina á þér sem geri sig líklega í spyrnu. Því er nmt símatól nauðsinlegt. Fjölskildu vænn jeppi og passa vel fyrir þá sem eiga konu og tvö börn. Ef þú ert með sjálfskiptan V6. Láttu þá konuna ekki vita hversu oft þú ferð á bensínstöðina, reyndu frekar að finna beinskipta kassa í leyni.
Runner uppfyllir 3.5 skilyrði: rúmgóður, ódýr, léttur, kraftmikill (spurning við hvað er miðað )

Cherokke
Haffi kemst örugglega næst því að hafa strax hitt naglann á höfuðið með hvað jeppa þú átt að fá þér. Þarna er auðvita hægt að velja um 3 gerðir af boddýum fram að því nýjasta, enda eru þau öll orðin ódýr. Cherokke er auðvita með öllum aukatökkunum. Bara þokkalega rúmgóður. Umboðið ?, man ekki hver er með það. Þrátt fyrir að eiga tvo þessa stundina, þ.e einn V8 1995 og annan V8 1999. H. Jónson hefur reddað mér og þeir láta alltaf fylgja með varahlutunum ýmis heilræði. Svo er Cherokke verkstæðið við hliðina ef þér fallast hendur í viðgerðunum. Í Cherokke þarf ekki nmt símatól eða afsökunarbók ef hætt er á að þú lendir í spyrnu. Heldur er bara að taka þátt og gefa dauðan og djöfulinn í bensínreikninginn því 2007 kemur aftur.
Gallarnir: það gleymdist að setja í þá grind og láttu taka varlega í spottann þegar þú ert fastur, sérstaklega ef 49” ford er að kippa í þig. Þú færð suð fyrir eyrum þegar talað eru um alla millikassa hásingar og annað sem kaninn hefur búið til í þetta. Spindilkúlur og stýrisendar eru eitthvað sem kaninn hefur aldrei náð lagi á að framleiða. Hjöruliðskrossar eru líka stórkostlegt vandamál í ameríku. Ef þú þarf að kaupa hjörulið í amerískan, þá á alltaf að kaupa einn til vara og hafa kláran í hanskahólfinu, jafnvel tvo ef þú átt pening.
Í húddinu getur verið ýmislegt viðkvæmt dót sem ekki kann við íslenskan snjó. Þá geta hin ýmsu viðgerðarljós farið að lýsa í mælaborðinu, þá máttu ekki láta þér bregða. Ekki heldur þegar gula ljósið sem segir “tékkaðu á vélinni” kemur. Þetta er bara liður í áherslu kanans að bæta lestrarkunnáttu í ameríku. Ef þú pissar ekki í þig við viðvörunarljósin, þá er bara að halda kúlinu og ekki fara með jeppann í tölvu til þess að núll stilla bílinn. Heldur er til ódýrari leið. Bara að taka af plúsinn af rafgeiminum og bingó, þú ert búinn að spar nokkra þúsundkalla, sem þú getur lagt í bensínsjóð, því hann þarf sitt.
Cherokke uppfyllir 3.5 skilyrði: léttur, kraftmikill, ódýr, rúmgóður Cherokke fær hálfan gírkassa fyrir það

Landrover
Bilar mikið, ónýtir afturhlerar, dýr, allt sem eru úr járnir ryðgar á ljóshraða. Ónýtir öxlar, miðstöð og hiti er eitthvað sem Landrover menn kynnast bara sem kóarar hjá öðrum. Framrúða í dvergastærð, vinnukonublöð í barnastærðum. Bílstjórastóll snúin. Varahlutasala kominn í Ingvar Helga sem þýðir 10 mínusar. Framleiddur beyglaður. Riðtaumar niður með hurðalömum staðalbúnaður. Afturhlerar opnast bara af Landroversérfræðingum. Þú getur aldrei fengið lánað dekk á felgu í fjallatúrum.
Skiptu um miðstöðvarmótor sjálfur, en fáðu þér þá róandi áður. Ef ekki lekur úr drifbúnaði, þá vanta olíu á drifbúnaðinn. Kuldagalli á famelíunna notast innandyra. Ískafa alltaf við höndina einsog í VW bjöllu. Viðgerðir í vélarsal kosta blóðuga fingur, fimleika og góð liðarmót.
Úpps gleymdi nánast kostunum. Alltaf í fremstu röð á fjöllum þegar færð fer að þyngjast, þ.e ef ökumaðurinn sér út um framrúðuna. Allan aukabúnað hægt að fá, vafalaust sláttuvélaúttak og heyþyrlu. Fjaðrar meir en aðrir og góður í teygjukeppnum. Hægt að smúla hann að innan með garðslöngunni. Pláss fyrir tvær ær og eina gimbur aftur í.
Hægt að hlaða niður börnum og troða inn í farartækið tveim til þrem vísitölufjölskildum. Því er stórsparnaður í smokkakaupum og gelding óþörf. Bílastæðisbeygla sést ekki og pjatt algjörleg óþarft. Landróver eign fylgir aðkoma í sértrúarsöfnuð og bræðralag fáeinna sérvitringa. Landrover uppfyllir 4.5 skilyrði: Rúmgóður, eyðslugrannur, sterkur, drífur, 0.5 fyrir léttleika

Willis
Kostirnir við Willis eru auðvita að þú ert flottastur á bílastæðinu og á harðfelli í glampandi sól þegar á að spyrna. Þú er líka flottur og vekur athygli á jökli, þá allir eru svo hissa að sjá Willis í fjallaferð. Þegar þú þarft að leigja stæði í skúr, þá þarft þú bara að borga fyrir hálft stæði.
Ókostirnir
Þannig jeppa finnur þú eiginleg bara í bílskúrum. Er þá ýmist verið að taka vélarnar úr eða setja nýja vél í og spá og spögulera. Þú þarft að setja þig vel inn í Willissöguna, þá kemst þú elítugengi sem í eru handfylli af sérvitringum. Þá verður þú líka að tala um V8 og 300+ hross. Aðrir eru auðvita ekki marktækir. Þú mátt aldrei tala um dísel og ekki láta þér detta í hug að blanda sama dísel og Willis, þá verður þú gerður útlægur úr félagi hinna útvöldu. Gott er líka að fara fljótlega að safna 20L bensínbrúsum en það þarf að koma fyrir allnokkrum stafla af slíkum utaná jeppanum. Ekki þarf að hugsa um að taka með sér verkfæri eða varahluti, enda ekki pláss fyrir slíkt. Eina sem þarf ef lítið samlokubox og tóm kókflaska fyrir vatn úr næsta læk. Enda er einungis farið dagstúrar á Willis. Þú þarft að kunna deili á Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli og smávegis um Syðra fjallabak. Þá þekkir þú allar Willisleiðirnar. Það hjálpar að vera í góðu líkamlegu formi og þola hristing og illan aðbúnað. Því mæli ég með líkamsrækt hjá einkaþjálfara.
Willis uppfyllir 1 skilyrði: léttleika

Það hefði nú verið skemmtilegt að fjalla um fleiri tegundir. T.d Trobber, en þá værum við komnir út í svo sorglega hluti, grát og snýtuklúta. Svo ég þorði því bara ekki.
Afsakið þessa langloku og óráðshjal
Kv Ofsi



hahaha!
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá aggibeip » 15.feb 2013, 01:51

Bessi wrote:Eftir að hafa staðið á hliðarlínunni í nokkurn tíma þá ætla ég að leita ráða hjá reyndari mönnum um jeppa kaup.Eiginleikar sem ökutækið þyrfti að upfylla.Hann þarf að vera rúmgóður,léttur,sterkur,kraftmikill og eiðslugrannur,bila lítið og náttúrulega drífa jeppa mest.Ekki væri verra að tækið kostaði ekki augun úr.Kafið nú í reynslu bankann og ausið úr visku brunnunum.Það ætti að vera auðvelt að vera auðvelt að ráðleggja þar sem kröfurnar eru ekki miklar :)


Við erum að tala um DIESEL Double Cap Hilux !! :) léttur, rúmgóður, eyðslugrannur, kraft..trallalala... bilar aldrei og er sterkari en guð.. !!
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Hfsd037 » 15.feb 2013, 02:10

aggibeip wrote:
Bessi wrote:Eftir að hafa staðið á hliðarlínunni í nokkurn tíma þá ætla ég að leita ráða hjá reyndari mönnum um jeppa kaup.Eiginleikar sem ökutækið þyrfti að upfylla.Hann þarf að vera rúmgóður,léttur,sterkur,kraftmikill og eiðslugrannur,bila lítið og náttúrulega drífa jeppa mest.Ekki væri verra að tækið kostaði ekki augun úr.Kafið nú í reynslu bankann og ausið úr visku brunnunum.Það ætti að vera auðvelt að vera auðvelt að ráðleggja þar sem kröfurnar eru ekki miklar :)


Við erum að tala um DIESEL Double Cap Hilux !! :) léttur, rúmgóður, eyðslugrannur, kraft..trallalala... bilar aldrei og er sterkari en guð.. !!



Image
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá jongud » 15.feb 2013, 08:37

Frábær pistill hjá Ofsa
en...

EinarR wrote:eðslugrannur->súkka, Léttur -> Súkka, Létt að gera við -> Súkka, Ódýrt að gera við -> Súkka. Ef þú ert að reyna að byrja á þessu er alveg klárlega málið að byrja á Súkku, Margir gamlir refir sem viðurkenna það að þeir fíluðu súkkurnar á sínum tíma. svo þegar nægur peningur er til og alveg bullandi della er hægt að fara út í eitthverja þungavikt


Ef fullvaxinn íslendingur sest inn í súkku og skellir hurðinni hrekkur hurðin hinum megin upp.
Ef tveir fullvaxnir íslendingar ætla að sitja í framsætunum á Súkku þurfa þeir að skella hurðunum nákvæmlega samtímis, en þá kemur stór bóla á toppinn.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá lecter » 15.feb 2013, 11:34

mig langar að fá ykkur til að setja út á þennan fyrir mig þið eruð svo eldklárir i þvi

hann er 77árg ,,einginn gjöld
hann er v8 4gira eiðir 16litrum motor 304cc sem bilar ekki ekkert rafmagn , kassinn er trukka box sem bilar ekki
er á 44"dekkjum nospin læsingar 4:56 dana 44 hasingar eru sterkar nospin læsing hún virkar alltaf ekkert sem bilar þar
ekinn 78,000km og er 2070kg
nógu lanur til að sofa i honum

og drifur fint á fjöllum

og búinn að endast 36 ár
Viðhengi
002.JPG


Gunnar
Innlegg: 226
Skráður: 31.des 2010, 20:09
Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
Bíltegund: Wranger YJ 38"

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Gunnar » 15.feb 2013, 11:56

það eina sem mér dettur í hug er að það er sennilega brotið afturdrifið hjá þér:)

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá jongud » 15.feb 2013, 13:30

lecter wrote: motor 304cc sem bilar ekki ekkert rafmagn


Er þetta glóðarhausamótor ?


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá lecter » 15.feb 2013, 14:53

já næstum þvi ég átti við einn vir i kveikjuna ekkert óþarfa fint sem bilar enda eina sem hefur bilað er að það kom gat á hásingar lokið og olian tæmdist af svo eg steikti pinjoninn en mun keyra til islands 2500km á framdrifinu já með nospin lika

eg gef samt Landcruser 80 , 10 stig fyrir að vera besti jeppi sem hefur verið búinn til hann hefur allt
af hverju
velin endist allan bilinn ,, skiptingin lika koma með læsingum aftan og framan , framhásingin er nogusterk fyrir það sem jeppinn er ætlaður i ,,

svo það siðasta og aðal atriðið þú finnur eingan mun að keyra bil sem er ekinn 70,000 og 700,000 báðir virka jafn litið slitnir

þess vegna kostar 92 árg helling

en eg gef hilux og 4 runner , minus bara fyrir að það er ekki hægt að sitja i þeim ,, maður situr þó eðlilega i flest öllum öðrum jeppum meira seigja willys

m

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá gislisveri » 15.feb 2013, 18:01

jongud wrote:Frábær pistill hjá Ofsa
en...

EinarR wrote:eðslugrannur->súkka, Léttur -> Súkka, Létt að gera við -> Súkka, Ódýrt að gera við -> Súkka. Ef þú ert að reyna að byrja á þessu er alveg klárlega málið að byrja á Súkku, Margir gamlir refir sem viðurkenna það að þeir fíluðu súkkurnar á sínum tíma. svo þegar nægur peningur er til og alveg bullandi della er hægt að fara út í eitthverja þungavikt


Ef fullvaxinn íslendingur sest inn í súkku og skellir hurðinni hrekkur hurðin hinum megin upp.
Ef tveir fullvaxnir íslendingar ætla að sitja í framsætunum á Súkku þurfa þeir að skella hurðunum nákvæmlega samtímis, en þá kemur stór bóla á toppinn.


Þetta er kjaftæði, það er vel hægt að skrúfa niður rúðurnar beggja vegna og loka báðum hurðunum með tvo fullvaxna innanborðs. Líkt og í Land Rover er bíllinn álíka þéttur hvort sem gluggar eru opnir eða lokaðir, svo það kemur ekki að sök.

Annað sem gleymist að nefna er að þegar súkka festist (sem gerist bara þegar hann keyrir í förunum eftir Patrol) er yfirleitt nóg að kóarinn setji hægri fótinn út og stjaki við snjónum. Ef enginn er kóarinn, þá festist bíllinn auðvitað ekki.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá gislisveri » 15.feb 2013, 18:05

lecter wrote:mig langar að fá ykkur til að setja út á þennan fyrir mig þið eruð svo eldklárir i þvi

hann er 77árg ,,einginn gjöld
hann er v8 4gira eiðir 16litrum motor 304cc sem bilar ekki ekkert rafmagn , kassinn er trukka box sem bilar ekki
er á 44"dekkjum nospin læsingar 4:56 dana 44 hasingar eru sterkar nospin læsing hún virkar alltaf ekkert sem bilar þar
ekinn 78,000km og er 2070kg
nógu lanur til að sofa i honum

og drifur fint á fjöllum

og búinn að endast 36 ár


Ég hef heyrt að 2014 Yaris verði boðinn með 304 úr Scout og muni eyða 1,5l/100km. Það verða reyndar hvorki geislaspilari eða rafmagnsupphalarar í þeirri útgáfu.


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Big Red » 15.feb 2013, 20:24

Enn hvað valdi nýliðinn sér svo það væri forvitnilegt að vita
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Stebbi » 15.feb 2013, 20:37

jongud wrote:
lecter wrote: motor 304cc sem bilar ekki ekkert rafmagn


Er þetta glóðarhausamótor ?


lecter wrote:já næstum þvi ég átti við einn vir i kveikjuna ekkert óþarfa fint sem bilar


Ég var einmitt búin að heyra það líka að gamla platínukveikjan væri að koma sterk inn aftur, aldrei vesen á svoleiðis gæðabúnaði.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


kolatogari
Innlegg: 157
Skráður: 23.okt 2010, 20:27
Fullt nafn: Hjalti Búi Kristbjörnsson
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá kolatogari » 15.feb 2013, 20:59

svona eins og þú lísir því sem þig langar í. þá held ég að þú sért akkurat að lísa þokkalegri súkku.


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá stebbiþ » 15.feb 2013, 21:36

HEI-kveikja í mínum gamla Suburban, einn vír inn í kveikju og málið dautt (OK tveir vírar, hinn er fyrir snúningshraðamælinn). Slær aldrei feilpúst en ef svo ólíklega vildi til, þá tekur skamma stund að komast að orsökinni.

Spíssaupptekt og túrbínuskipti fyrir hundruði þúsunda? Nei takk.
Steikt, tölvustýrð sjálfskipting? Þar fór milljón kall.
Ónýtt hedd? 500 þúsund þar, ef þú ert heppinn.

Nei strákar mínir, gamla dótið stendur alltaf fyrir sínu þó að eyðslan sé kannski aðeins meiri.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá jeepson » 15.feb 2013, 21:55

Haha snilld að það hafi verið blásið líf í þennan þráð aftur. En já. Hvað gerði svo nýliðinn?? Ætli hann hafi ekki bara fengið sér gamlann subaru og hugsað með sér að þessir jeppar væru allir meir og minna bilaðir og færu aldrei á fjöll miðað við allar lýsingar og tillögur sem komu upp hérna. :D
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Stebbi » 15.feb 2013, 22:35

stebbiþ wrote:HEI-kveikja í mínum gamla Suburban, einn vír inn í kveikju og málið dautt (OK tveir vírar, hinn er fyrir snúningshraðamælinn). Slær aldrei feilpúst en ef svo ólíklega vildi til, þá tekur skamma stund að komast að orsökinni.

Spíssaupptekt og túrbínuskipti fyrir hundruði þúsunda? Nei takk.
Steikt, tölvustýrð sjálfskipting? Þar fór milljón kall.
Ónýtt hedd? 500 þúsund þar, ef þú ert heppinn.

Nei strákar mínir, gamla dótið stendur alltaf fyrir sínu þó að eyðslan sé kannski aðeins meiri.



Þannig að ef Söbbinn væri vélarlaus í dag og þú gætir valið um nýmóðins LS6 og 6L85e skiptingu eða gamla 350sbc og 350 skiptingu fyrir sama pening þá tækirðu gamla draslið á punktinum?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


kolatogari
Innlegg: 157
Skráður: 23.okt 2010, 20:27
Fullt nafn: Hjalti Búi Kristbjörnsson
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá kolatogari » 16.feb 2013, 00:23

jeepson wrote:Haha snilld að það hafi verið blásið líf í þennan þráð aftur. En já. Hvað gerði svo nýliðinn?? Ætli hann hafi ekki bara fengið sér gamlann subaru og hugsað með sér að þessir jeppar væru allir meir og minna bilaðir og færu aldrei á fjöll miðað við allar lýsingar og tillögur sem komu upp hérna. :D



ég væri ekki hissa á því eftir að hafa lesið þessa þras og bull þvælu sem þessi blessaði maður fékk sem svör.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá lecter » 16.feb 2013, 01:34

allt gamla var flest gott usa og japan enda einfalt ,og fljótlegt að laga og koma bilum i gang aftur á fjöllum i dag er ekki mikið hægt að gera nema fara heim i spotta ef vélin stoppar , rafmagn og tölvur þola ekki vatn ,,eg misti hilux i vatn og tölvan fór og ég varð að fá nýa ,,, ..hún var ekki til á fjöllum ég var mjög hrifin af cruser 40 ,, 55 átti 2bila 55 og 2 bila 60 og vann helling á 40 pick up einfaldir og sterkir bilar en flestir komnir i pressuna

en minn jeppi er Ramcarger hef átt 12 slika lettir jeppar með nog pláss 2,3 ton en eiða 18-23litrum drifa vel og stöðugir frábærir i srýri

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá jongud » 29.okt 2021, 10:40

Big Red wrote:Enn hvað valdi nýliðinn sér svo það væri forvitnilegt að vita

Bara til að vekja upp gamla þráðinn þá sýndist mér hann vera á Y60, eldri týpu af Patrol árið 2017
https://www.youtube.com/watch?v=rS5L0ViNZfs


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 29 gestir