Hilux ferðabifreið

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 27.nóv 2021, 21:54

Jæja ekki hefur svo margt verið að gerast undanfarið en ég stefni á að ráða bót á því

Í byrjun okt skruppum við með F4x4 Suðurland í Sultarfit, fundum þar smá af fyrsta snjó og var bara gaman, mjög góð mæting og allar gerðir og stærðir bíla

Image
Við Sultarfit
Image
Mig hafði lengi langað að bæta lýsinguna framaná Hilux en varð ekki erindi sem erfiði þar til ég fann þessar luktir. Raunar hef ég í tvígang keypt álíka luktir dýrum dómum en komist að því að þrátt fyrir að þau séu merkt ýmsu (DOT, E, ECE eða SAE) merkingum þá er ekkert að marka þær. Ljósgeislinn er þannig tvístraður að það veldur glýju þeim sem á móti koma, auk þess sem dreifing geislans sóast út í buskann og jafnvel upp í loftið.

Þessar luktir hinsvegar eru mjög vel heppnaðar, skurður ljósgeislans er mun greinilegri en í upprunalegu ljósunum og ekkert mál að ljósastilla við ljósamælitæki. Þá er ljósmagnið mjög hæfilegt, ekkert ofboðslegt á lága geislanum en ansi öflugt á þeim háa, mun líkara því sem eðlilegt getur talist í nýrri bílum í dag. Því get ég mælt með nákvæmlega þessari gerð. Því miður fór annað hitt settið í ruslið því sá vildi ekki endurgreiða nema fá ljósin til baka til USA en sá sem seldi mér fyrsta settið endurgreiddi mér ljósin og vildi ekki fá þau til baka.

https://www.amazon.com/gp/product/B07DV ... UTF8&psc=1

Image
Eftir ferðina í sultarfit fór að heyrast í stangarlegu í annarri loftdælunni, ég aftengdi hana og kom mér heim á hinni dælunni einni saman, opnaði þá þessa sem var með læti og svona leit það nokkurnveginn út :D Búin að vera í misnotkun í 4 ár bakvið aftursætin í hilux og örugglega ofhitnað margoft, ganga á pressustand í 130 psi og í gang aftur á 95ps. Hafa verið aftan á palli síðan síðasta vetur og búnar að innbyrða ryk og ógeð, því var þetta ekki óvæntur atburður. Ætla að setja reimdrifna loftdælu og hafa eina svona bara sem back upp.

Image
Hér er meiningin að koma reimdrifinni loftdælu fyrir

Image
YORK 210 heitir dælan, er upprunalega Aircondition dæla í eldri bandarískum bílum og Volvo tildæmis, mjög afkastamikil og hefur innbyggða smurpönnu, endist því vel og þolir mikla notkun og mikinn þrýsting.

Image
Pantaði ný bretti hjá AB, ættu að koma í miðjum des. Býst við að mála þá bretti, kanta og húdd næsta vor. Ryðbæti þá hægri hjólskál sem sat eftir í seinustu umferð.

Image
Þar sem ég á bestu vini í heiminum þá verð ég með allt harðloftlæst í vetur, það eina sem ég þurfti að gera var að verða þrítugur nýverið. ARB Loftlás í framdrif takk fyrir :D


Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá ellisnorra » 28.nóv 2021, 15:52

Takk fyrir að halda spjallinu ofan frostmarks. Ég les póstana þína og hef gaman af þó ég sé ekki nógu duglegur að commenta.
Hvar er skaplegast að fá york dælu þessa dagana?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 28.nóv 2021, 16:09

Ég fékk hana bara á eBay 'reconditioned unit' á tæplega 200 dali, leitin 'York 210' skilar ýmsum niðurstöðum. Mikilvægt að gæta þess að það sé 210 því það eru til minni og afkastaminni útgáfur, sömuleiðis mikilvægt að gæta þess að reimarskífan og kúpling fylgi en það er hægt að fá hjól í öllum útgáfum á þessar dælur. Þá var mér ráðið frá því að kaupa dælu frá Rockauto því þær væru í sumum tilfellum af einhverri gerð sem er eftirlíking af york sem endist afar illa.

Það er hægt að finna þessa dælu á partasölum líka og það er svolítið til af þessu hér heima, mér bauðst hún hinsvegar bæði ný, og notuð hér á töluvert hærra verði en uppgerð þarna erlendis frá og lét því slag standa.

Hér er ýmislegt um York og hvernig henni er breytt fyrir loftpressunotkun https://www.therangerstation.com/tech_l ... ssor.shtml

Sömuleiðis fjölmörg video á youtube, það eru einhverjir að nota þetta svona hérna heima og ég held þetta sé bara vandræðalaust sett up
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá ellisnorra » 28.nóv 2021, 17:47

Já, york eru snilldar dælur. Ég er með eina 210 á haugsugu sem ég nota í sérverkefni, knúin af rafmagnsmótor.
Var einmitt að spá í þessu, hvort einhver væri kominn með þær á skaplegu verði hér heima.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 05.des 2021, 01:49

Jæja dælan komin í og allt farið að virka, fyrsti prufutúr með hana í dag og lofar góðu

Image
Brakket í hönnunarferli

Image
Fyrsta mátun lofar góðu

Image
Búið að stilla reimarskífur af með snæri, færa intercooler lagnir

Image
Annar rafgeymirinn þurfti að minnka svo þetta gengi almennilega upp

Image
Endar ca. svona, ekki mikið sem sést í dæluna frá þessu sjónarhorni

https://www.youtube.com/watch?v=8N_7TK7CEjw
Smá lýsing á kerfinu

https://www.youtube.com/watch?v=j4bOc4hjbNw
Smá prófun, gríðarleg afköst jafnvel við hægagang

Image
Skruppum félagar í dag á Gjábakkaveg að prófa bíla

Image
Þessi búinn að vera í skúr í ár í klössun og með V8 chevy mótor

Image
Einmitt til þess var verið að fara prufu túr :)

Image
Öskrandi mússó

Image
Flottir í sólsetrinu

https://www.youtube.com/watch?v=zEe9OzePT30
Brekku spól
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 27.jan 2022, 21:26

skreppur á nýársdag

Image
Þingvellir

Image
Á topp Skjaldbreiða hálftíma síðar

Image
Hádegissteik innvið ríki

Image
Image
Inn að slunkaríki bætti í snjó og jafnframt í vind og á jöklinum var skyggni ekkert, svo við snerum við

Image
Það þarf aðeins að liggja undir þessu líka

Image
Mússó trónir fyrir sólu á Skjaldbreið öðru sinni þennan dag

Image
Aðeins að athuga með hryssurnar

Image
Image
Allir fara ný baðaðir í nýja árið
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 27.jan 2022, 21:28

https://youtu.be/f7rY6XxGFu0

Gerði tilraun með dælingu í 1 38" dekk með AC dælu og úrhleypitölvunni hans Tryggva það vóru 55 sek 0-20 psi við hæggang.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 27.jan 2022, 21:33

Image
Næst á dagskrá var framdrif

Image
Ég hélt að kambur og pinion væru að éta sig saman en þarna kom i ljos að það voru mismunadrifhjólin

Image
Allt í flísum

Image
Þarna hafði flís farið á milli gíra en ekkert að sjá að gírunum annað nema auðvitað máð og slitið vegna óhreininda í olíunni

Image
Slæma olían gerði legum heldur ekkert gott, og þarna hafði setið vatn einhverntíma

Image
Nýjar legur, nýtt 5.29 hlutfall og ARB lás

Image
Fluid film

Image
Ný bretti í jólagjöf

Image
Nú fennir ekki lengur inn að olíuverki svo olíugjöfin frjósi föst í botni, það var orðið þreyttur brandari... en kom ekki að sök það dugði yfirleitt að kúpla saman til að halda aftur af vélinni enda aflið takmarkað

Image
Spilið bundið og tjóðrað í pallinn, hér gerir maður sitt besta bara. Krækt að neðanverðu einnig. Þetta spil vegur um 40 kg á að giska á 0kmh en verður því 8000kg á 90kmh. Ég hef séð það að þeir svölustu hafa spilið laust aftur í skotti á bílum sínum.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 27.jan 2022, 21:39

Image
Stefnan sett á Strútsskála og þarna að bíða eftir félögum í Tröllagjá

Image
Verið að athuga hryssurnar

Image
Og brynna þeim..

Image
Krap-bólgnir lækir voru farartálmi en allt hafðist þó

Image
Hlammaður af klaka

Image
Við Einhyrning

Image
Og þar kom brestur! Framöxull snerist sundur, greinilegt að læsingin virkar vel :)

Image
Því varð ekkert að strúts ferð hjá mér, sneri við og fór einbíla til byggða á þríhjóladrifnu. Hrósa happi að hafa komist þannig yfir krapabólgna lækinn í Tröllagjánni en setti spilið á til öryggis því ég hafði séð álitlegan stein sem ég hefði annars getað húkkað í.

Image
Image
Stuttu síðar heyrði ég frá félögum mínum sem héldu áfram að þeir væru einnig snúnir við, brotið drif


Smá samskutla sem félagi minn útbjó:

https://www.youtube.com/watch?v=IylAQoOktv0
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 27.jan 2022, 21:44

Image
Þarna brast hann!

Image
Þetta var til á lager heima í skúr. Hef nú með mér vara öxul

Image
Öxul hósurnar eru voða kappaksturs legar

Image
Snittaði fyrir smurkopp á öxulflangsinn, þá má skjóta feiti inn að hjóllegum og blanda gírolí samanvið, þetta hefur verið vandasamt verk undanfarin ár og tímafrekt en þetta ætla ég að prófa núna enda setti ég á sama tíma nýjar legur.

Image
Gamla aukarafið tekið í nefið, þarna gömul bílskúrstafla einsog vinsælt var fyrir 20 árum með relayum og allskyns víraflækjum, þetta virkaði reyndar allt furðuvel

Image
Þarna myndast mikið pláss, en af nógu að taka að grisja vírarafkerfi

Image
Leiðarar lagðir í ídráttarrör út að brettunum, og eitt ídráttarrör nær gegnum allann bílinn og endar aftanvið aftursætin. Þetta auðveldar allar seinni viðbætur ef einhverjar verða.

Image
Image
Þarna verður contrólið og já það er einn sökkull laus, hvað ætti ég að fá mér þar... hmm
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 11.feb 2022, 17:00

Þessar ferðir á Skjaldbreiður á þessum bíl eru orðnar þannig að ég sleppi taumhaldinu bara við Þingvelli og fákurinn hleypur þetta viljugur af gömlum vana. Ætli það sé ekki fjórða förin á þessar slóðir þetta snjótímabil. Hvað um það, það er yfirleitt gaman að fylgja félögum á nýsmíðuðum bílum prufutúrinn.

Image

Flott sólarupprás

Image

Willis með 360 fraus raki í eldsneytisssíu hún fjarlægð og haldið áfram

Image

Faðir minn hefur ferðast um öll fjöll og fyrnindi sumar sem vetur frá því snemma 80 og eitthvað, en komin lágdeyða og doði í jeppaáhugann svo hann fékk sér fjórhjól frá rússlandi sem reynist svona hin mesta skemmtun á fjöllum

Image

Súkkurnar eiga alltaf skilið respekt, þessar vær eldri eru báðar með big block suzuki vélar.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


tommi3520
Innlegg: 208
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá tommi3520 » 12.feb 2022, 04:11

Gaman að fylgjast með þessum þráð.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 12.feb 2022, 17:04

já takk maður er alltaf eitthvað að skjótast eða eitthvað að brasa og bara gaman að halda skrá um það


skruppum í setrið

Image
Ókum framá þennan villis við bláfellsháls á leið okkar innúr, sá hafði snúið við vegna bilunar og þarna affelgað dekk

Image

Komin í setrið um miðnætti, gekk frekar hægt í kringum Loðmund en annars ágætis færi

Image

Blint um morguninn

Image

Bílaverkstæðis gryfja

Image

Sprungin túrbína í patról

Image

Skyggnið að batna, Kerlingarfjöll falleg

Image
Image

flotinn og einn í bílskúr, allir voru samt eitthvað aðeins bilaðir samt mis illa

Image

Langi rauður stendur sína plikt

Image

Sól-Setrið

Image

Bleikt og Blátt

Image

Lamb-öxull kominn á kol

Image
Image

Image

Fórum austuraf og inn á Kvíslaveitur, á þeirri leið var færið mjög þungt en gekk býsna vel ef ég ók með annað hjól í förum eftir 46" bíl og hitt utanvið, utan fara gekk afar rólega og í hjólförum stærri bílanna sátum við á kviðnum.

Image

Hekla, Fjallabak

Image

Þórisvatn, Vatnsfell
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 19.jún 2022, 10:15

Jæja er ekki réttast að gera vetrinum góð skil hér, gleymdi alveg að skrifa frá febrúar, reyndar fórum við ekki mikið, einhverja helgarskreppi þar sem myndavélin var ekki mikið á lofti, nokkrar ferðir á Langjökul en upp úr stóð ferð okkar í veturlok á Grímsfjall


Image
Þannig var staðan 13. apríl, við leið upp að Bragabót og þarna séð yfir Þingvallavatn, hálfgert vor veður

Image
Stopp við gatið Jaka megin, skemmtilegt að sjá breytingar í hvert skipti sem það er heimsótt, sýnir glögglega hreyfingar á ísnum

Image
Stefnt að Húsafelli



Nú svo var ekki frá mörgu að segja fyrr en um mánaðamót apríl maí þegar við fórum á Grímsfjall

Við upphaf ferðar uppgötvaðist að ekkert slökkvitæki var í Langa rauð, og þegar átti að bjarga því í Byko eða Húsasmiðju á selfossi(annað lokað) þá kom í ljós að tækin voru tæplega ársgömul, og stutt í að þyrfti að endurnýja, og verðið, já fullt verð, 9000 kall og enginn afsláttur í boði. Því fórum við á fjallið slökkvitækislaus, það angraði mig svolítið :)

Image

Þegar komið var í Hrauneyjar uppgötvaði ég að þó bíllinn væri með lengri bílum þá var hann sannarlega ekki með þeim stærri, þarna mátti hilux sér lítils innanum tröllin

Image

Einhver þurfti að fórna sér fremstur og auðvitað eru það þeir sem lenda í klandrinu, finna krapann.. Langi rauður og aðrir náðu að feta við hlið hans, þarna skiptu þyngd, loftþrýstingur í dekkjum og hraði sköpum

Image
Image

Komum í Jökulheima í ljósaskiptunum um kvöldið, gistum eina nótt

Image

Árla laugardags haldið á jökulinn, stefna tekin að Pálsfjalli

Image
Pálsfjall
Image

Komin á fjallið

Image

Þessi útbúnaður er að reynast vel, ætli sé ekki að nálgast 20.000 km á þessum legum og ekki vart við leka né önnur vandræði, hef brotið nokkur svona hraðtengi en er með fullan poka af þeim í bílnum, kostuðu 50stk 2800 kr. með sendingu frá AliExpress, hérlendis er algengt verð 400-600kr fyrir stykkið og þau sýnast mér vera litlu betri

Image

Kynding í byggingum á Grímsfjalli eru meir en lítið sérkennileg, en svínvirkar. Án þess að ég tjái mig um það í smáatriðum og uppvísi fávisku mína þá minnir mig og skilst mér að í rörunum sé spíritus sem hringsólar í pípunni þó hún liggi í einstefnu, þ.e. spírinn hitnar í borholunni og leitar þannig upp sem gas, þéttist og lekur niður aftur í sama rörinu og þannig hringrásar kerfið, vitrari mér mega leiðrétta ef þeir þekkja málið betur
Image

Auðvitað lambalæri, það er orðin regla á fjallaferðum

Image

Örlítið veðurbarinn

Image

Slóðin

Image

Þarna er fallegt útsýni af hamrinum yfir hálendið til norðvesturs, við sáum Hágöngurnar öðru hverju stíga úr þokunni en á góðum degi sést vel yfir á Hofsjökulssvæðið, kvíslaveiturnar og þjórsárver
Image

Í lok ferðar fylltu sumir á tanka, ég gerði það upp á grínið því ég hafði aukatankinn enn fullan, en í þessa för fóru 43 lítrar á langa rauð, mér sýndist vera algengt að aðrir settu tvöfalt það, en þeir fóru líka hraðar yfir

Image
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá StefánDal » 29.sep 2022, 12:39

Fer ekki að koma update? Það er orðrómur á sveimi…

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 01.okt 2022, 12:34

Jú rétt stefán það hefur svo sem ekki hvílt nein leynd yfir því að nú eru uppi hugmyndir um aflaukningu með bandarískri v8 bensínvél og eru líkur á því að hún komi í mínar hendur um miðjan október ef allt gengur eftir, enn vantar mig gírkassa í þetta verkefni R150f sem ég hef óskað eftir víða, m.a. í bændablaðinu án teljandi árangurs

Hvað um það, réttast væri að byrja hér að stikla á stóru um ferðasumarið 2022 þar sem við fórum nærri 10.000 km og vorum heima hjá okkur 3 helgar á tímabilinu maí til september, eðli málsins samkvæmt hefur pallasmíði heima gengið hægt fyrir þær sakir :)

Sé til hvort ég hendi ekki í update í kvöld eða á morgun.


kv. Sævar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

TF3HTH
Innlegg: 126
Skráður: 01.feb 2010, 14:57
Fullt nafn: Hafsteinn Þór Hafsteinsson

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá TF3HTH » 02.okt 2022, 01:45

Er þetta ekki sami gírkassi og í lc90?

Haffi

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 02.okt 2022, 06:43

jú rétt nema þá er millikassi með úrtak framskafts bílstjóramegin og annar millikassi passar ekki
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá muggur » 03.okt 2022, 12:41

Líst vel á þetta hjá þér að fara í V8 bensín. Það verða þá meira sögur frá þér af spyrnum upp brattar snjóbrekkur og slíku og minna af svona "eyddi engu af því að ég er með pínulitla diesel vél" statusum :-)


Sævar Örn wrote:
Í lok ferðar fylltu sumir á tanka, ég gerði það upp á grínið því ég hafði aukatankinn enn fullan, en í þessa för fóru 43 lítrar á langa rauð, mér sýndist vera algengt að aðrir settu tvöfalt það, en þeir fóru líka hraðar yfir

Image


Ættir að koma góðum stafla af bensínbrúsum á pallinn!
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 03.okt 2022, 21:07

haaa ha já það verður að sjá hvort tankaplássið dugi þegar komin er bensínvél, hingað til hefur í það minnsta aldrei staðið tæpt þó farið sé í langferð og færi erfitt, og þegar aðrir tala um eldsneytisskort er gjarnan langt í það á þessum bíl

Hugmyndin um þetta er aðallega til að gera ferðalög þægilegri, minna álag og örlítið meiri ferðahraði án þess að valda of miklu stressi á drifbúnaðinn, það verður að ráðast hvort þetta takist.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá íbbi » 03.okt 2022, 22:47

þú verður ekki í neinum vandræðum með bensíneyðsluna eftir v8 swap. mínir þamba allt bensín sem ég get á þá látið og kvarta sjaldan ;)

hvernig mótor er þetta?
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 04.okt 2022, 21:02

Ég er með augastað á LM7 5.3 Chevrolet vél en er ekki kominn með slíka í hendurnar, né heldur nothæfan gírkassa aftaná hana, svo þetta er allt á teikniborðinu ennþá.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá íbbi » 04.okt 2022, 21:09

það er lm7 í gmc hjá mér, hörku mótorar. og endalaust úrval af dóti í þá eins og aðra meðlimi úr ls fjölskylduni
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 30.des 2022, 12:56

Nú fer að verða seinasti séns að koma með update fyrir 2022

Ekkert varð úr LM7 V8 Chevy framkvæmdum, þó voru nokkrar pælingar og var jafnvel búið að fá framkvæmdina gegnum fjárlög. Allt gekk þó á afturlöppum, aðili hérlendis sleit samskiptum af einhverjum ástæðum, líklega hef ég verið ýtinn :) - tveir mismunandi aðilar erlendis sem buðu mjög hagstætt verð leist ekki á blikuna að senda vélina til Maine á eimskip, en ég er nú ekki hættur þessum pælingum, ég setti þetta bara á salt. Mér gekk heldur ekkert að útvega girkassa þrátt fyrir mikla leit, gæti því þurft að endurhugsa það sömuleiðis og finna 6 eða 8 þrepa sjálfskiptingu þessu til sambúðar.

Nóg um það, við ferðuðumst MJÖG mikið í sumar, líkt og síðustu ár, vorum í raun lítið heima á tímabilinu júní fram í lok september, það var alltaf farið eitthvað hverja helgi

Hér er smá samantekt af sumrinu:

Í júníbyrjun hófst upphersla og þrif eftir veturinn, kamperinn settur á, langi rauður fékk nýja spíssa

Image
og kominn á sumardekkin
Image

júní skroppið á miðsumarhátíð heima í bárðardal

Image
Image

Hýsið er aðeins farið að láta á sjá, það væri gaman að endurnýja það og fá eitthvað aðeins styttra

Image

Í sveit míga hundar á bíldekk, það er þeirra Instagram :)

Image
Image

Þannig var staðan á Hveravöllum 19.6.2022

Image
Skreppur á tjaldsvæði í Borgarfirði

Miðjan júlí skruppum við nokkrar vinnuferðir á norðanverðan sprengisand í gangnamannaskála í einkaeigu sem við höfum afnot af

Ýmislegt stóð til að gera og tókst það flest

Image
Image

Hér um hádegisbil við Sandbúðir, skyldustopp okkar, frábær staður að vera á

Image

Komum að þessum LandCruser sem var að missa framhjól undan, brunnin hjólalega, þetta var í Kiðagilsdrögum fjarri öllu, og símasambandi þar með töldu, en Tetran dugði

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Eg á erfitt með að koma orðum að því hvað þessi staður nyrst á Sprengisandi þýðir fyrir mig, þarna hef ég einhverjar róttengingar, þarna áðu forfeður mínir og héldu fé svo öldum skiptir, uppfrá Þingeyjarsýslum, eftirminnilegt er þegar ég var lítill Bárðdælingur og var orðinn leiður á vondu veðri og rafmagnsleysi, líklega veturinn 1995 þegar allt fennti í kaf og var þannig svo vikum skipti, þá átti ég að hafa sagt 'Getum við ekki farið í Kvíar, þar er alltaf svo gott veður'. Því ég var alvanur að eyða þar sumardögum í rólegheitum eftir heyskap heima á bænum, það voru góðir tímar og eftirminnilegir.

Allir ættu að eiga sér svona griðarstað, allavega finn ég þarna einhvern ólýsanlegan frið. Hluti af þessari hrifningu er sá að það er verulega erfitt að komast á staðinn, og alls ekki sniðugt einbílandi nema kunna vel til, þetta er standbratt klifur og í raun kraftaverki líkast að þetta hús hafi verið flutt hluta leiðarinnar á flutningabíl, en síðar spilað niður með sleða úr raflínustaurum. Þarna hjálpar líka að það næst ekkert síma samband, og ekkert internet, og ekkert útvarp annað en langbylgja. Þeim fer verulega fækkandi stöðum á landinu þar sem þetta er raunin. Þarna er líka reimt eins og annars staðar á þessum slóðum, og hafa þeir sem slíkt upplifa gjarnan skráð frá reimleikatilfinningum sínum í gestabækur. Ég held að þar séu aðallega góðir andar á ferðinni, allavega hef ég upplifað það þannig


Image
Image
Það er auðvitað eins og alltaf, myndir sýna ekki alveg raunverulega mynd af aðstæðunum og brattanum sem um ræðir, ég tel mig ekki hræddan ökumann en á þessum slóðum í mesta klettabröltinu, hallandi 45° til hliðar og aftur kemst ég kannski næst því, þá er ágætt að vera á löngum og lágum Hi-lux með mjög lága gíra :)

Image

Sprengisandur til suðurs, Hofsjökull blasir við

Image
Hér í annari sumarferð, á Mælifellsdal við Skagafjörð, þarna vorum við að fylgjast með rallkeppni

Image
Milli ferða voru kvöld og nætur nýtt í pallasmíði heima

Image

https://youtu.be/STntYD4LmLU

Myndband af Hilux að klifra upp frá Kvíum, auðvitað sýna svona myndir ekki raunverulegar aðstæður, en með mjög lágan loftþrýsting og öll drif læst voru hjól samt að skrika, þar kemur á móti að í þessari brekku hefur HiLux ekki kraft til að taka þetta öðru vísi en í fyrsta gír á lága drifi, aðrir gætu etv. haldið meiri ferð þarna upp


Svo var síðla sumar haldið í enn eina vinnuferðina í Kviar, þetta var þá sjöunda ferðin okkar norður yfir sprengisand, meiningin í þetta skipti var að koma fyrir salerni í geymsluskúr, ekki síst fyrir gangnamenn sem væntanlegir voru 5 dögum síðar og orðnir leiðir á að ganga arna sinna úti fyrir veðri og vindum :)

Image
Við Hrauneyjar

Image
Þetta rör á afturhásingu hafði náð að víbra og brotið kóninn af, þar með voru bremsur svo til ónothæfar, ekki boðaði það gott enda nokkuð mikið bratt framundan að keyra niður að húsinu í Kvíum :) En við létum okkur hafa það, langi rauður heldur mjög vel við í fyrsta gír

Image
Drungaleg syðri Háganga birtist úr þoku

Image
Image
Image

Image

Flott í Kvíum, orðið mönnum og konum bjóðandi

Image
Þvermóður hulinn snjó, hitastig við Jökuldal voru -2 þetta var 4. september

Image
Krossinn góði á Kistuöldu, hann reistum við með 4x4 árið 2010 en hann hefur legið þarna sennilega öll ár síðan, man ekki eftir honum standandi nema rétt fyrsta haustið.

Image
Hér sjást báðar Hágöngur betur en á fyrri mynd :)


Gleðilegt nýtt ferða- og smíðaár 2023!
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Freysi
Innlegg: 21
Skráður: 13.mar 2011, 09:19
Fullt nafn: Freyr Gunnarsson

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Freysi » 31.des 2022, 09:09

Gaman að fylgjast með þessu hjá þér.


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá elli rmr » 31.des 2022, 10:43

Langi rauður stendur sig vel og greinilega vel sint af eiganda sínum :) ég þarf endilega að koma við í þessum skála einhvertíman, hljomar eins og frábær staður.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 19.feb 2023, 09:10

Í óveðrinu í desember bættust líklega 4000km á snúninghnén að hætti Jeppaspjallsins, bar þá á fyrsta vandamálinu við þau

Við ákveðnar ástæður átti stálrörið (í tveimur hnjáanna) það til að dragast út úr kúlulegunum.

Þar sem nú eru líklega komnir eitthvað um 10.000 km á hnén og legurnar og ekki vottur af slagi eða hnökri í þeim þá tók ég ákvörðun um að nota þær áfram og festa rörið við leguna, þetta var fremur einfalt verk, ég þandi rörið bara út um brot út millimeter með kónísku úrreki, þetta þýðir auðvitað að að verður ekki skipt um legu öðruvísi en að skipta einnig um rör. En það er í góðu lagi mín vegna...

Image

Image

Einfaldleikinn er góður, þetta bara virkar... vel

Image

Image
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 20.júl 2023, 11:31

Jæja, nú viðurkenni ég að ég skulda Jeppaspjallinu smá frásögn, hef ýmislegt brasað undanfarið hálfa árið, reyni að hafa þetta nokkurnveginn í tímaröð


29. des ákváðum við að bruna á Hellisheiði enda var glæsilegt veður og vissum af nokkuð miklum snjó
Image

Snjórinn var mjög erfiður
Image

Þarna gekk betur að vera á skíðum :)
Image


Svo árlega Landmannalaugaferðin fyrstu helgi í janúar...

Image

Image

Image

Image

Image


Í mars keypti ég þennan 90 cruser

Image

Reif úr honum vél og rafkerfi ofl.

Image
Image


Smellti henni í gang inni á verkstæðisgólfi, frekar einfalt allt saman og ætti að virka vel í hi lux

https://youtu.be/MvFuGEAKIXo
https://www.youtube.com/watch?v=LG1LeiXbtaY

Fékk gírkassa úr 2,5 hilux á partasölu á frábæru verði þökk sé spjallverja hér, takk takk
Image


Er núna að gera vélina aðeins upp skipta um pakkningar og legur og stimpilhringi hóna strokkana og gera fínt, er búinn að kaupa flest en sumt er lengi á leiðinni, ég er þó vongóður að geta farið að smíða vélina ofan í bílinn í ágústlok



Meðan á þessu öllu stendur nota ég annan landcruiser sem ég gerði lítillega upp(ryð skemmdir og hedd) og ferðast á honum í sumar.
Útbjó svefnaðstöðu í skottinu á honum fyrir tvo + hund.

Image
Image
Image
Image

Image

svona á að velja rétta heddpakkningu
Image
Image

Image
Image

Image
Image

Image
Image

Image
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 20.júl 2023, 16:58

Reif sundur vélina úr hvíta crúsernum sem ætluð er í Hiluxinn

Var búinn að ákveða að skipta um heddpakkningu og tímasett, en myndi kíkja á legur ofl. fyrst ég væri að taka pönnuna undan hvort sem var.


Image
Komin í standinn

Image
legur ekki slæmar eftir 450.000 km akstur

Image
einn stimplanna er skemmdur

Image
Endaslagsskífur í lagi

Að endingu pantaði ég legusett, stimpla, stimpilhringi, olíudælu, vatnsdælu, tímasett, svo þetta verður bara gott þegar allt er komið nýtt

flesta þessa hluti er hægt að fá original
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 30.okt 2023, 18:20

Skulda smá uppfærslu hér, kláraði að gera vélina upp í sumar og kom henni í gang inni á gólfi.. núna er vélin komin í bílinn föst og komin í gang, er að ganga frá rafkerfi og fleiru smálegu, stefni á að vera kominn á fullt aftur um jól


Þessar myndir eru frá því í ágúst

Image

Allt þrifið, strokkarnir hónaðir létt, voru ekki slitnir eða skemmdir

Image

Ford blátt eða Volvo rautt, þið sjáið hvað ég valdi...

Image

Þessi stáltappi er fyrir gat sem ætlað er fyrir olíukvarða, enda þarf að færa hann yfir á bílstjórahliðina þegar notuð er þessi olíupanna fyrir bíla með framdrifið farþegamegin, en LC90 er með framdrifið bílstjóramegin öfugt við hilux

Image

Fleira nýtt frá japan, olíusogrör á smurdæluna, passandi fyrir hilux pönnuna

Image

Enn fleira nýtt, sumt frá japan og annað frá saudi

Image

Eftirsóknarverð vifta ætluð fyrir heitari lönd

Image

Létt hónun fríhendis, ekkert slit að mæla, og engin brún efst í strokkum nema bara sót sem skófst burt strax, ótrúlegt eftir 400.000 km

Image

Nýjar bullur, hringir og legur

Image

Samsetning



https://youtu.be/h-FyvhrYjyo


Sett í gang
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 28.nóv 2023, 22:01

Jæja þokast áfram, farinn að keyra fyrir þónokkru síðan en talsverður frágangur tímafrekur eftir eins og gengur,,, desember verður nýttur í það en á að vera klár í ferðir um jól

Þessar myndir eru svona tímabilið október og þangað til í dag...


Image
Vél samsett að mestu

Image
Eignaðist minna slitin 38" dekk, 2020 árgerð. Mín gömlu voru 2013 merkt og fúin, eitt sprakk í febrúar og því lauk ferðavetrinum snemma hjá mér

Image
2,4 hilux á leið upp úr í fyrsta/síðasta skipti

Image
Reistur og skrítinn svona vélarlaus

Image
Með útsjónarsemi komast allir inn í hlýjuna, en þarna mætti breikka bílskúrshurð til dæmis um 40 cm eða svo....

Image
Image

Smá ryðbætingar í kaupbæti

Image
Image
Image
Image
Fjögurra raða ál vatnskassi frá ebay, ætlaður fyrir ástralískan hilux með 1kzte oriiginal

Image
Tilraun til að bæta hljóðvist

Image
Image
Teppið orðið lélegt, langar í nýtt

Image
Allt að smella saman, landcruiser mælar passa furðuvel í hilux mælaborð...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 06.des 2023, 23:07

Image

Ný bretti úr AB passa sæmilega

Image

Merkt fyrir úrklippu

Image

Búið að skera úr

Image

"sprautuklefi"

Image

Brettin mála ég jafnt innanvert sem utan, til ryðvarnar

Image

Fylligrunnur, þurfti að toga út beyglu á húddinu og fylla upp í gat á því miðju sem sjást á fyrstu myndinni hérna efst í póstinum, þetta kom vel út, svo fyllugrunnað og pússað

Image

Verið að grunna meira og notaður sérstakur grunnur á brettakantana eykur viðloðun við plast og hefur meiri sveigju víst

Image

Sæmilega vönduð gríma

Image

Fylligrunnur á allt saman 3 umferðir wet on wet svokallað

Image

Gott að hafa öfluga ofna í skúrnum hægt að kynda vel upp

Image
Image

Basecoat þrjár umferðir

Image

Glæra þrjár umferðir

Image

Aðstaðan ekki beint til fyrirmyndar, mikil hætta á mengun á lakkinu en þetta tókst samt furðu vel

Image
Image
Image

24 klst. seinna búið að bakast í einhverjum c.a. 35 gráðum

Image
Image

Kominn saman, ég pússa hann svo og massa til að fá meiri gljáa í húddið, laga nokkra leka og örfá ryk korn, þá verður hann fullkominn.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Freysi
Innlegg: 21
Skráður: 13.mar 2011, 09:19
Fullt nafn: Freyr Gunnarsson

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Freysi » 08.des 2023, 09:10

Hann er orðinn glæsilegur.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 11.des 2023, 21:39

Takk takk, það er gaman af því sem vel gengur

Ég er enn rólegur á gjöfinni meðan allt er að slípast saman inn í vélinni svo ég var nú ekki að þeyta neitt upp á ógnarsnúning en hérna má sjá helmings bætingu "svart á hvítu".

0-100 prófið er samt ekki allt, því nú er lífs ómögulegt að kæfa á vélinni við að taka af stað, hún rífur sig alltaf áfram jafnvel í hægagang, og fljót að vekja túrbínuna til lífs. Það er mesti munurinn þarna undir 2000 sn þar sem gamla vélin var alveg sofandi.

https://youtu.be/3OkRR7WiWrc
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá íbbi » 12.des 2023, 12:18

dugnaðurinn í þér er aðdáunarverður! bíllinn er orðinn alveg mega
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hilux ferðabifreið

Postfrá Sævar Örn » 30.des 2023, 18:23

Heyrðu já takk takk við erum allavega ánægð með hann og hlakkar til að prófa. Til stendur að fara árlega heimsókn í Landmannalaugar fyrstu helgi í janúar, verður það 15. árið í röð sem þessi ferð er farin, upphaflega hófst það með Sukka.is súkku klúbbnum 2009

Hér er svona það nýjasta, margt hefur gerst, ég er orðinn duglegri að snappa þetta inn á facebook en að taka myndir, ýmislegt hefur gengið á, ekkert alvarlegt þó, en ný glóðarkerti (original) í stað nýrra (ebay), bilaður TPS skynjari og tengill (líklega eftir vélarhífingu eða slökun) osfv. - allt er þetta komið í lag og farið að virka, búið að tilkeyra mótor nokkuð, en ljóst að fyrstu ferðir verða engar ofur álagsferðir, allt gengur vel og olía enn tær og fín.

Image
Þrifarönd á kantana heppnaðist vel, greinilegar framfarir hjá kallinum með 10 þumlungana!

Image
Fyrsti prufurúntur heima í Þorlákshöfn miðjan des. áður en snjóaði, enn númeralaus :O

Image
Innri bretti mótuð úr hörðu plasti alla leið út að köntum, vonandi ver þetta hvalbak ofl. fyrir skemmdum og tæringu, loka svo milli vélarrýmis og hjólskálar með færibandagúmmí álíka og því sem þar er upprunalega

Image
Image
Loftpressunni komið fyrir, af eðlilegum ástæðum þurfti að gera aðra útgáfu af pípulögninni þarna :)

Image
Image
Image
Kominn á vetrardekkin, kominn úrhleypibúnaður á nýju felgurnar

Image
Nú eru bara fínu klútarnir úr Costco notaðir á þetta lakk, og það má spegla sig, er þetta Hilux eða Ferrari? maður spyr sig :D

Image
Hraðamælir orðinn réttur, á 90kmh. er snúningur vélar um 2100 rpm. - eyðslumæling verður spennandi!
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 24 gestir