Nú þarf ég ráð.
Hvað ætli ég þurfi þykka plötu til að halda loftdælu sem er fest liggjandi á hlið á innanvert bretti undir húddinu?
Myndin sýnir hvernig ég ætlað að hafa hana.
Það verða 3 boltar 6mm sverir sem munu halda plötunni. Er það nóg?
Þetta er T-Max dæla. Margar aðrar svipaðar eru á markaðnum.
Plötuþykkt?
Re: Plötuþykkt?
Er þetta ekki dæla með plötu?
Afhverju plötu annars? Er ekki hægt að bolta þetta bara beint í brettið?
Afhverju plötu annars? Er ekki hægt að bolta þetta bara beint í brettið?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Plötuþykkt?
grimur wrote:Er þetta ekki dæla með plötu?
Afhverju plötu annars? Er ekki hægt að bolta þetta bara beint í brettið?
Platan undir dælunni er bara til að láta dæluna standa á jörðinni, Hún mun bogna undan eigin þyngd dælunnar ef hún verður notuð.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Plötuþykkt?
Þykktin er ekki aðalmálið, það er lögun plötunnar, þú getur stíft hana mikið með því að notast við þríhyrnda hornalögun og þannig breytast togkraftar í innrabrettinu líka og dreifast betur þannig hún er síður líklegri til þess að valda skemmdum þar.
Ég myndi móta þetta úr ~2.5mm stáli og beygja 90° þannig myndist stuðningur undir dæluna (á láréttunni) einnig, þar gætir þú jafnvel bætt við gúmípúða til að láta dæluna liggja á til stuðnings og minnkað þannig enn frekar togkrafta sem verka á efri festingar plötunnar við innra bretti. Ýtikraftar á neðri festingar verða þá mun meiri og ráðlegt væri að bæta þar í efnisþykkt eða flatarmál sem snertir brettið ef þörf er talin á.
Lóðrétta endann lætur þú svo festast við innra brettið með amk. fjórum festingum og dreifir álaginu með brettaskífum eða sambærilegu
Vinkilbeygjuna í plötunni styrkir þú svo með því að setja 45° skástífur í báða enda t.d. með flatjárni soðnu til endanna
Þetta ætti að verða skothelt þannig, gúmípúðana á dæluplattanum notar þú áfram, aðallega til hljóðeinangrunar.
Ég myndi móta þetta úr ~2.5mm stáli og beygja 90° þannig myndist stuðningur undir dæluna (á láréttunni) einnig, þar gætir þú jafnvel bætt við gúmípúða til að láta dæluna liggja á til stuðnings og minnkað þannig enn frekar togkrafta sem verka á efri festingar plötunnar við innra bretti. Ýtikraftar á neðri festingar verða þá mun meiri og ráðlegt væri að bæta þar í efnisþykkt eða flatarmál sem snertir brettið ef þörf er talin á.
Lóðrétta endann lætur þú svo festast við innra brettið með amk. fjórum festingum og dreifir álaginu með brettaskífum eða sambærilegu
Vinkilbeygjuna í plötunni styrkir þú svo með því að setja 45° skástífur í báða enda t.d. með flatjárni soðnu til endanna
Þetta ætti að verða skothelt þannig, gúmípúðana á dæluplattanum notar þú áfram, aðallega til hljóðeinangrunar.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Plötuþykkt?
Er dælunni sama hvernig hún snýr? Þá meina ég að sjálfsögðu út frá hönnun en ekki hennar persónulegu skoðunum ;)
Er hún of há ef hún stendur á original plötunni?
Annars sá ég einhverntíman gúmmípúða með bolta á hvorum enda, spurning hvort það væri ekki sniðugt á milli.
Er hún of há ef hún stendur á original plötunni?
Annars sá ég einhverntíman gúmmípúða með bolta á hvorum enda, spurning hvort það væri ekki sniðugt á milli.
Kveðja, Birgir
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Plötuþykkt?
birgthor wrote:Er dælunni sama hvernig hún snýr? Þá meina ég að sjálfsögðu út frá hönnun en ekki hennar persónulegu skoðunum ;)
Er hún of há ef hún stendur á original plötunni?
Annars sá ég einhverntíman gúmmípúða með bolta á hvorum enda, spurning hvort það væri ekki sniðugt á milli.
Þetta var rætt hérna á spjallinu í fyrra:
https://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=5&t=35878&p=181656
Hún ætti að þola þetta.
Og já, hún er of há ef hún stendur upprétt, þarna er ABS módúllinn aftan við hana og loftinntaksbarkinn undir henni að framan.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur