Loftsýstem spurningar


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Loftsýstem spurningar

Postfrá petrolhead » 22.aug 2021, 14:24

Daginn félagar.
Getur einhver frætt mig um hvar maður fær hluti eins og öryggisloka og þrýstirofa/pressostat fyrir loftpressur í bílum.
Einnig langar mig að forvitnast um á hvaða þrýstingi menn eru að láta svona dælur vinna, er með York dælu og nota hana bara til að dæla í dekk því ég er með aðra fyrir læsingarnar.
mbk
Gæi


Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Loftsýstem spurningar

Postfrá hobo » 22.aug 2021, 21:19

Landvélar eiga það sem þarf myndi ég halda.
Ég myndi sjálfur velja "6 bar on, 8 bar off" pressostat.
Gott er að hafa í huga afloftun á lögn við dælu, svo dælan eigi auðveldara með að fara í gang.
...York já, það er reimdæla ekki satt? Þá er ég ekki eins viss með þörf á afloftun.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Loftsýstem spurningar

Postfrá petrolhead » 23.aug 2021, 11:01

Takk fyrir þetta.
Jú York dælurnar eru reimdrifnar svo ég hef ekki trú á að það þurfi afloftun.
mbk
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Loftsýstem spurningar

Postfrá Kiddi » 23.aug 2021, 20:40

Fyrir dekkjadælu finnst mér 6-8 bör allt of mikið. Sjálfur nota ég stillanlegt pressustat frá Sturlaugi & Co. í Hafnarfirði og er með það stillt á 40 psi. Mun aldrei pumpa meira í en það og finnst gott að vita að ég geti ekki skemmt dekkin með að gleyma mér.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Loftsýstem spurningar

Postfrá jongud » 24.aug 2021, 07:42

Kiddi wrote:Fyrir dekkjadælu finnst mér 6-8 bör allt of mikið. Sjálfur nota ég stillanlegt pressustat frá Sturlaugi & Co. í Hafnarfirði og er með það stillt á 40 psi. Mun aldrei pumpa meira í en það og finnst gott að vita að ég geti ekki skemmt dekkin með að gleyma mér.


Já, það er dýrt spaug ef maður fær símtal í miðju ípumpi og gleymir sér.
En það er líka hægt að vera með þrýstistilli milli kúts og dekkja sem gefur mest 40 psi inn á dekkjaslönguna


Gauinn
Innlegg: 1
Skráður: 25.aug 2021, 17:06
Fullt nafn: Guðjón Einar Gðvarðarson
Bíltegund: Benz Wario

Re: Loftsýstem spurningar

Postfrá Gauinn » 25.aug 2021, 17:17

Ég er með Benz Wario. Mig langar til að fá eiænhvern vandvirkann sem veit hvað hann er að gera til að setja loftststýri búnað fyrir hjólbarðana á honum. Bíllinn er með orginal loftkerfi, en ég hef hvorki getu né aðstöðu til að gera þetta sjálfur.
Málið er að bíllinn er á glerhörðum hjólbörðum, eyðir skikkamlega á langkeyrslu með svona 120 psi í þeim.
Alveg glataur á malarvegum þannig og hef ég farið níður í svona 50 psi þar.
Ég bara nenni ekki þessu veseni og vill geta kert þetta þegar mér sýist.
Hvað segið þið um þetta? Ætlaði í þetta í vor en gat ekki.
Með vinsemd. Guðjón Einar


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Loftsýstem spurningar

Postfrá petrolhead » 26.aug 2021, 15:47

Kiddi wrote:Fyrir dekkjadælu finnst mér 6-8 bör allt of mikið. Sjálfur nota ég stillanlegt pressustat frá Sturlaugi & Co. í Hafnarfirði og er með það stillt á 40 psi. Mun aldrei pumpa meira í en það og finnst gott að vita að ég geti ekki skemmt dekkin með að gleyma mér.

Þetta er reyndar áhugaverður vinkill en ég tók 5-7 bar pressostat þar sem annað var ekki til í búðinni, en betra að hafa þetta í huga þar til maður er kominn með þrýstiminnkara.
Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Loftsýstem spurningar

Postfrá Startarinn » 27.aug 2021, 09:57

Ég fékk einfaldan rofa í þetta í Arctic trucks minnir mig, vann í kringum 7 bar minnir mig.
Annars held ég að besta leiðin væri Danfoss pressostat, þá ræður maður þessu alfarið sjálfur, bara finna rétta týpu fyrir það svið sem þú vilt geta stillt.

Varðandi afloftun, þá er er hún alltaf betri, það fer betur með búnaðinn að byrja ekki með álagi, ég fór einföldu leiðina hjá mér og sleppti gengjuteipinu á einni samsetningu og var svo með einstefnuloka kút megin við þá samsetningu. Það afloftar sig í rólegheitunum
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Loftsýstem spurningar

Postfrá petrolhead » 27.aug 2021, 23:34

Já það er kannski ekki rétt að kalla þetta pressostat sem ég notaði, þrýstirofi er sennilega rétta nafnið.
Auðvitað er danfoss flott dót en mér finnst það svona fullmikið mambó að vera með svo flott pressostat. Fór að leita aðeins betur (sem ég hefði kannski átt að gera strax) og fann svona stillanlega þrýstirofa 1-10 bar svo maður fær sér kannski þannig við tækifæri en næsta verk er að finna sér góðan loftkút sem fittar á einhvern góðan stað eins og inní grindina, ég bara varð að koma þessu saman um daginn til að prófa :-)
En varðandi raka, eru menn að nota rakaglös á þetta eða láta menn aftöppun á loftkútnum duga ?
mbk
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Loftsýstem spurningar

Postfrá Óskar - Einfari » 30.aug 2021, 16:02

petrolhead wrote:Já það er kannski ekki rétt að kalla þetta pressostat sem ég notaði, þrýstirofi er sennilega rétta nafnið.
Auðvitað er danfoss flott dót en mér finnst það svona fullmikið mambó að vera með svo flott pressostat. Fór að leita aðeins betur (sem ég hefði kannski átt að gera strax) og fann svona stillanlega þrýstirofa 1-10 bar svo maður fær sér kannski þannig við tækifæri en næsta verk er að finna sér góðan loftkút sem fittar á einhvern góðan stað eins og inní grindina, ég bara varð að koma þessu saman um daginn til að prófa :-)
En varðandi raka, eru menn að nota rakaglös á þetta eða láta menn aftöppun á loftkútnum duga ?
mbk
Gæi


Ef þetta er loft sem fer inn í úrhleypibúnað, loftloka eða eitthvað þvíumlíkt þá já, ekki spurning að setja rakaglas.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Loftsýstem spurningar

Postfrá petrolhead » 02.sep 2021, 00:06

Þá er sennilega best að fá sér rakaskilju strax, eins og er þá er þetta bara hugsað til þess að dæla í dekk handvirkt en hvað manni dettur í hug seinna er aldrei að vita, úrhleypibúnaður ?? loftpúðar ?? Best að gera grunninn alla vega þokkalega góðan :-)
Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Loftsýstem spurningar

Postfrá Sævar Örn » 02.sep 2021, 12:28

dælan fæðir beint í kút hjá mér og af honum tappa ég býsna miklu svona annan hvern mánuð, oftar á veturna svo frjósi ekki, stjórnlokar fyrir læsingar, úrhleypibúnað og annað slíkt er inn í bíl en milli kúts og þess búnaðar er rakaskilja sem er alltaf skraufþurr, mögulega óþörf en manni líður betur með þetta það er alveg óþolandi að vera með frosnar lagnir þeir þekkja það sem hafa umgengist flutningabíla

við þetta vil ég bæta að það er þrýstiminnkun milli úrhleypibúnaðar og forðakúts sem færir max 32 psi inn á lögn að úrhleypibúnaði, kúturinn maxar í 130 psi og dæla fer aftur í gang við 90psi ég hafði áhyggjur af því að þessi þrýstiminnkun myndaði tregðu en þess hefur ekki verið vart, allt í þetta fékkst hjá Landvélum
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Loftsýstem spurningar

Postfrá ellisnorra » 03.sep 2021, 18:24

Í hiluxnum mínum var ég með aircon dælu. Til að stjórna henni var ég með þrýstirofa af venjulegri loftpressu. Það var bara eitthvað sem var til uppí hillu þegar ég var að græja þetta. Mjög svo stillanlegt og innbyggð afloftun. Inni í bíl var ég með rofa með ljósi, ljósið logaði þegar dælan var í gangi en maður sá á rofastöðunni hvort kerfið væri virkt. Ég færi aftur í þetta system í næsta bíl.
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Loftsýstem spurningar

Postfrá petrolhead » 07.sep 2021, 05:12

Greinilega ekki neitt eitt heilagt í þessu, en sennilega er maður nú seint of var um sig varðandi raka svo senilega fer ég dálitið sömu leið og þú Sævar.

Já Elli, alvöru pressostat er auðvitað góður kostur, mér fannst að bara of fyrirferðarmikið....sem er sennilega bölvuð sérviska :-p

Ég hef alla vega úr slatta af valkostum að moða, enda kemur maður sjaldan að tómum kofanum á þessu spjalli okkar :-D
mbk
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-40"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 20 gestir